Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 Fundur Framsóknarmanna í Reykjavík: Getum ekkí látið bjóða okkur þetta lengur KRAFA um stjórnarslit var sam- tónn fundar F ramsóknarfélags Reykjavíkur, sem haldinn var síðastliðið fimmtudagskvöld. Á fundinum flutti Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður Fram- sóknarflokks í Reykjavík, fram- sögnerindi og rakti sögu stjórn- arsamstarfsins og gerði grein fyrir þeim tillögum sem fram hafa komið um lausn efnahags- vandans. Guðmundur gagnrýndi tillögur samstarfsflokkanna, einkum Sjálfstæðismanna. Aðrir fundarmenn sem tóku til máls voru öllu harðorðari og kröfðust allir stjórnarslita. Þeir gagn- rýndu harðlega Sjálfstæðismenn og þátt þeirra i stjórnarsamstarf- inu, sér í lagi beindu þeir spjótum sínum að Þorsteini Pálssyni og Davíð Oddssyni. Guðmundur G. Þórarinsson rakti í framsöguerindi sínu sögu ríkis- stjómar Þorsteins Pálssonar, eink- um hvað varðar efnahagsmál. Hann gagmýndi mjög efnahagsstefnu stjómarinnar, sér í lagi fastgengis- stefnu. Hana sagði Guðmundur vera runna undan rifjum Sjálfstæð- ismanna og hafa í för með sér mikla tilfærslu fjármuna frá útflutnings- atvinnuvegunum til verslunar og þjónustu. „Ég held að Framsóknar- menn geti ekki tekið áhættuna af þessari stefnu, ekki borið ábyrgð á henni, og þess vegna er það sem óróleikinn hefur verið af hálfu Framsóknarmanna í ríkisstjóm að undanfomu. Menn hafa freistað þess að breyta þessu og alltaf hefur legið i loftinu að menn gætu náð samkomulagi um aðgerðir til þess að snúa þessari þróun við. Nú er sjálfsagt úrslitapunktur." Engir peningar til að millifæra Guðmundur gagnrýndi síðan Sjálfstæðismenn, einkum forsætis- ráðherra, fyrir hringlandahátt í til- lögum tií lausnar efnahagsvandan- um um leið og hann rakti innihald þeirra tillagna sem fram hafa kom- ið. Hann útskýrði síðan tillögur Framsóknarmanna og gerði sér- staka grein fyrir ástæðum þess, að þeir leggja til aukna skattheimtu. „í fyrsta lagi höfum við enga pen- inga til að millifæra," sagði hann og að þeirra yrði því að afla innan- lands, en ekki með erlendum lántök- um eins og hann sagði Sjálfstæðis- menn vilja. „Ég verð að játa það að ég er alveg undrandi á að sæmi- lega viti bomum mönnum skuli detta það í hug, að fara þá leið,“ sagði Guðmundur. Hann sagði hina ríkisstjómarflokkana vilja mismuna útflutningsatvinnuvegunum með sfnum tillögum, en Framsóknar- menn vildu gera öllum jafnt undir höfði. Guðmundur gagnrýndi síðan Davíð Oddsson borgarstjóra Reyk- víkinga harðlega fyrir viðbrögð hans við tillögum Framsóknar- manna. Kallaði Guðmundur um- mæli Davíðs „fráleit og hlægileg." Ráðleysi í lok ræðu sinnar beindi Guð- mundur spjótum sínum einkum að Þorsteini Pálssyni, sagði forystu hans í Sjálfstæðisflokki og ríkis- stjóm einkennast af ráðleysi. Hann lauk máli sínu með því að ræða um hugsanlegar kosningar og sagði sýnt að hinir flokkamir þyrðu ekki í kosningar nú. Formaður Alþyðu- flokksins félli í Reykjavík og ekki blési byrlega fyrir forsætisráðherra. Framsóknarmenn vildu hins vegar ekki kosningar vegna stöðunnar í efnahagsmálunum, sem ekki þyldi óvissuástand sem kosningum fylgdi. Að lokinni framsöguræðu Guð- mundar G. Þórarinssonar vom al- mennar umræður. Tíu fundargestir tóku til máls og ræddu að mestu efnahagsmálin, auk þess sem í máli þeirra allra kom fram krafa um stjómarslit og kosningar, hörð gagmýni á Sjálfstæðismenn og mikil hneykslun á ummælum Davíðs Oddssonar um tillögur Framsóknarmanna. Ábyrgðin Sjálfstæðismanna Flestir 'sem tóku til máls létu í ljósi nokkra undrun á því, að nú, í því góðæri sem þeir sögðu vera þrátt fyrir allt, væru útflutningsat- vinnuvegimir í vandræðum. Þeir kenndu um efnahagsstjóm undan- farinna ára sem þeir sögðu Sjálf- stæðismenn bera ábyrgð á. Ölafur Jónsson sagði að niðurfærsluleiðin eins og Framsóknarmenn vildu fara hana hefði verið besta leiðin út úr vandanum, en Þorsteinn Pálsson hefði eyðilagt hana með því að leggja ofuráherslu á launalækkun- arhlið hennar. „Ég held að þjóðin verði að þola það, þó að það taki nokkrar vikur, að skipta um stjóm," sagði Ólafur. Pólitísk kreppa Gissur Pétursson minnti á and- stöðu samtaka ungra Framsóknar- manna við ríkisstjómina. „Ályktun okkar hún fjallar raunverulega um liðleskju Þorsteins Pálssonar við stjóm efnahagsmála,“ sagði Gissur. „Hér er pólitísk kreppa og hún verð- ur ekki leyst með öðm en að losa þennan flokk út úr landsstjóminni," hélt Gissur áfram og talaði um Sjálfstæðisflokk. Hann sagði enn- fremur að Framsóknarmenn hefðu átt að ganga út úr stjómarsam- starfinu í fyrri viku, þá hafí verið besta tækifærið til þess, þegar nið- urfærslunni var hafnað. Gissur gagnrýndi mjög efnahagsmálatil- lögúr þær sem fram hafa komið og sagði Framsóknarmenn eina vera „Klettinn í hafinu" með skynsam- íegar tillögur. Hann gagnrýndi ummæli Davíðs Oddssonar harðlega og sagði: „Ef borgarstjórinn biðst ekki afsökunar á þessum ummælum í garð okkar Framsóknarmanna, þá má hann hundur heita.“ Gissur lauk máli sínu með því að krefjast stjómarslita. Pétur Jónsson og Þorsteinn Ól- afsson tóku til máls og lýstu báðir þeirri skoðun, að Framsóknarmenn ættu að slíta stjómarsamstarfinu. Nú verður að sverfa til stáls Halldór E. Sigurðsson, fyrrver- andi ráðherra, sagði það einkenna þessa ríkisstjóm, að akkúrat ekki neitt væri gert. Halldór lýsti allri ábyrgð á efnahagserfíðleikum á hendur Þorsteini Pálssyni og kvað hans tillögur til úrbóta vera þær verstu. „Nú geta svona sæmdar- menn, eins og forystumenn Fram- sóknarflokksins, ekki látið bjóða sér lengur, að það sé boðað að gera Ríkisútvarpið: Fréttastofan mótmælir Búnaðarbankanum FRÉTTASTJÓRI ríkisútvarpsins, Kári Jónasson, hefur beðið Morg- unblaðið að birta eftirfarandi: Fréttastofa Utvarps vill taka fram í tilefni af „leiðréttingu" Búnaðar- bankans á fréttapistli í Kvöldfréttum miðvikudaginn 14. sept. að fréttin var unnin samkvæmt upplýsingum Sigurðar G. Guðjónssonar, bústjóra, og Þorvaldar Einarssonar, lögfræð- ings hjá Búnaðarbankanum. Allt sem sagt var í fréttinni var frá þeim tveimur komið, þar á meðal upphæð skuldar Víðis ess eff við Búnaðarban- kann, sem bústjóri margstaðfesti í viðtölum við fréttamann. Sama upp- hæð var nefnd í Morgunblaðsfrétt í vikunni, en af einhverjum ástæðum hefur Búnaðarbankinn ekki séð ástæðu til að leiðrétta Morgunblaðs- fréttina. Til þess að lesendur Morg- unblaðsins geti áttað sig á þessu máli fer hér á eftir umræddur fréttapistill: „Heildarskuldir Víðis ess eff, sem rak matvöruverslanir í Reylqavfk, nema hátt í þijú hundruð milljónum króna, en fyrirtækið hefur verið tek- ið til gjaldþrotaskipta. Eignir fyrir- tækisins eru hins vegar einungis taldar nema tæplega þijátíu milljón- um króna, eða um tíunda hluta skuld- anna. Á fyrsta skiptafundi þrotabúsins voru samþykktar almennar kröfur að fjárhæð rúmlega tvö hundruð og tíu milljónir króna og forgangskröf- ur, einkum vegna orlofs- og lífeyris- sjóðsgreiðslna, fyrir rúmar sex millj- ónir króna. Hins vegar hafnaði Sig- urður G. Guðjónsson bústjóri meðal annars kröfu Búnaðarbanka íslands vegna yfirdráttar á hlaupareikningi uppá rúmar fjörutíu og fjórar milljón- ir króna vegna þess að hann taldi skorta ffekari gögn, sem sýndu hvemig skuldin væri til komin. Sig- urður G. Guðjónsson segir ljóst að um langvarandi óreiðu hafi verið að ræða varðandi hlaupareikningsvið- skiptin og ljóst sé að Víðir ess eff skuldi Búnaðarbankanum, sem var aðalviðskiptabanki fyrirtækisins, hugsanlega um Qörutíu milljónir króna. Sigurður segir að skuld Víðis við Búnaðarbankann sé óneitanlega mjög há, ekki síst þegar tillit sé tek- ið til þess að fyrirtækið hafi ekki átt meiri eignir en raun bar vitni. Þegar forgangskröfur hafa verið greiddar úr þrotabúi Víðis ess eff má gera ráð fyrir að eftii verði um tuttugu og fimm milljónir króna til að greiða þær tvö hundruð og þijátíu til Jjör- utíu milljónir sem eftir standa í al- mennum kröfum. Þannig er ljóst að aðeins um tíundi hluti almennra krafna fæst greiddur úr þrotabúinu, og Sigurður G. Guðjónsson búsljóri segir ljóst að Búnaðarbankinn tapi miklu á gjaldþroti Víðis, jafnvel tug- um milljóna. Þorvaldur G. Einarsson, lögfræðingur Búnaðarbankans, segir hins vegar ekki fyrirsjáanlegt að bankinn tapi miklu á þessu gjald- þroti, þar sem þeir eigi meðal annars endurkröfur á aðila sem tengist gjaldþrotinu. Hann segir að þær kröfur geti numið nokkrum milljón- um króna. Þorvaldur segir ástæðu þess hve Víðir ess eff hafi skuldað Búnaðarbankanum mikið, þegar fyr- irtækið var tekið til gjaldþrotaskipta, meðal annars þá að bankinn hafi fengið rangar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins. Bankinn hafi reynt að hjálpa eigendum út úr rekstrar- vanda, en þeir hafi ekki brugðist nægilega skjótt við og því hafí farið sem fór.“ Eins og lesendur sjá og bústjóri hefur síðar staðfest, þá var í einu og öllu farið rétt með í Útvarpinu, samkvæmt þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir, en ef til vill hefur frétt- in orðið til þess að menn hafa farið að athuga betur stöðu mála, og er það vel. Reylqavík, 16.9.1988. Kári Jónasson, fféttastjóri. Morgunblaðið/KGA Um 70 manns sóttu fund í Framsóknarfélagi Reykjavíkur á fímmtu- dagskvöld. Tónninn í fundarmönnum var samhljóða: Framsóknar- menn eiga að slita stjórnarsamstarfinu. Guðmundur G. Þórarinsson sést hér í ræðustól að halda framsöguræðu, hann sagði stöðu efna- hagsmála ekki leyfa óvissuástand kosninga núna. eitthvað, en ekkert sé gert,“ sagði Halldór. Hann kom síðan að um- mælum Davíðs Oddssonar þar sem Davíð segir Framsóknarmenn íjandskapast við Reykvíkinga. Hall- dór sagði að orð Davíðs væru til þess hugsuð, að splundra ríkis- stjóminni í þeim tilgangi að klekkja á Þorsteini Pálssyni og komast sjálfur að í hans stað sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Halldór lauk máli sínu með þessari brýningu til Framsóknarmanna: „Þið verðið að sjá til þess að sverfi til stáls og að með þeim hætti getið þið labbað út.“ Næstir töluðu Ari Sigurðsson, Torfí Guðbrandsson, Sigurlaugur Guðbrandsson og Einar Eysteins- son og kröfðust allir stjómarslita og gagmýndu efnahagsstjóm und- anfarinna missera. Fundinum lauk með því að Guð- mundur G. Þórarinsson svaraði fyr- irspumum. Hann gaf ekki afger- andi svar um hvort Framsóknar- menn myndu ljúka stjómarsam- starfinu, en kvað ekki vera hægt að halda lengi áfram við óbreyttar aðstæður. Um 70 manns sóttu fundinn, fundarstjóri var Steinþór Þorsteins- son. Fiskveró á uppboósmörkuðum 16. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 46,00 25,00 41,31 1,025 42.338 Ýsa 66,00 30,00 55,19 3,048 168.254 Ufsi 21,50 15,00 20,42 20,181 412.183 Karfi 20,00 15,00 17,50 0,561 9.826 Koli 45,00 25,00 31,37 0,758 23.781 Lúöa 100,00 80,00 88,10 0,169 14.933 Steinbítur 30,00 30,00 30,00 0,268 8.055 Samtals 26,12 26,013 679.370 Selt var aðallega úr Þorláki ÁR og Tjaldi SH. Næstkomandi mánudag verða m.a. seld 50 tonn, aðallega af þorski, úr Vfði HF, 8 tonn af karfa frá Hraðfrystihúsi Breiðdælinga og 15 tonn af blönduðum afla og 1 tonn af lúðu úr Bárði SH. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 42,00 28,00 39,47 5,164 203.820 Ýsa 57,00 35,00 43,25 16,104 696.469 Karfi 19,00 13,00 14,35 27,321 391.998 Skarkoli 45,00 42,00 43,92 0,767 33.687 Lúða 155,00 140,00 153,71 0,128 19.675 Grálúða 11,00 11,00 11,00 0,213 2.343 Samtals 27,12 49,697 1.347.992 Selt var úr Þorláki ÁR og netabátum. Næstkomandi mánudag verður selt úr netabátum. FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA hf. Þorskur 45,00 43,00 43,16 2,311 99.737 Ýsa 76,00 42,00 49,19 0,238 11.708 Ufsi 26,60 21,65 23,94 23,546 563.637 Karfi 27,50 25,65 27,21 19,030 517.823 Keila 18,50 18,50 18,50 0,811 15.004 Langa 24,00 22,50 22,81 0,828 18.890 Lúöa 90,00 90,00 90,00 0,043 3.870 Steinbítur 23,00 23,00 23,00 0,368 8.464 Skötuselur 100,00 100,00 100,00 0,085 8.500 Skötuselsh. 150,00 150,00 150,00 0,049 4.350 Skata 50,00 50,00 50,00 0,451 22.550 Samtals 26,75 47,760 1.277.532 Selt var úr Happasæli KE, Heimaey VE, Frá VE, Heimaey VE, Gandi VE og Tvisti VE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Næstkorriandi mánudag verður m.a. selt óákveðið magn af blönduðum afla úr Bergvik KE. SKIPASÖLUR í Bretlandi 12.- 16. september. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Grálúöa 39,25 Blandaö Samtals 71,98 261,425 18.818.147 76,98 81,560 6.211.508 34,43 15,015 517.027 41,60 3,910 162.642 59,09 1,810 106.953 0,010 392 59,15 19,960 1.180.713 70,36 383,690 26.997.382 Selt var úr Náttfara HF i Hull á mánudag, Sigurborgu KE í Grims- by á mánudag, Garðey SF og Slgþóri ÞH í Hull á miðvikudag og Akurey SF og Oddgeiri ÞH f Hull á fimmtudag. GÁMASÖLUR í Bretlandi 12,- 16. september. Þorskur 75,32 313,960 23.648.737 Ýsa 72,10 276,800 19.956.805 Ufsi 31,81 13,230 420.852 Karfi 38,40 11,765 451.778 Koli 72,63 68,660 4.986.469 Grálúöa 19,62 0,020 392 Blandað 101,21 56,008 5.668.466 Samtals 74,46 740,443 55.133.499 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 12.- 16. september. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúöa Blandaö Samtals 58,72 20,282 1.190.937 39,35 11,281 443.908 49,19 124,109 6.105.437 54,13 279,595 15.134.787 64,29 0,405 26.635 34,45 15.258 525.635 51,95 450,930 23.426.744 Selt var úr Skafta SK í Bremerhaven á þriðjudag og Viöey RE í Bremerhaven á miðvikudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.