Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 35 Umsjón: Sigurður H. Richter Svona er mjólkin notuö: SMJÖR 9.1% 18.2% allar berklabakteríur dauðar. Talið er að gerilsneyðingin hafi átt stóran þátt í því að sigrast var á berkla- veikinni. * Öll mjólkursamlög hérlendis nota gerilsneyðingu og ólöglegt er að selja ógerilsneydda mjólk. * Háhita-gerilsneyðing miðast við að mjólkin sé háhituð snögglega í 140°C brot úr sekúndu. Þessi að- ferð er notuð við framleiðslu G-vara (geymsluþolinna mjólkurafurða). Með henni eru drepnir skaðlausir gerlar sem hins vegar rýra geymsluþol mjólkurinnar. * Mjólkurbú Flóamanna er eini aðilinn sem hefur tækni til háhita- gerilsneyðingar hérlendis. Brot úr sögunni: 874: Mjólkuriðnaður hefst í Reykjavík á vegum Hallgerðar Fróðadóttur. Skyr, ostar og smjör hafa verið framleidd á íslandi frá landnámsöld. 874-1988: Súrsunin, sú „mjólk- urtækni" að rotverja mat með mjólkursýru (skyrmysu) hefur tíðkast lengur hérlendis en ann- ars staðar. 1780: Út er gefín á íslensku ein fyrsta bók Norðurlanda um mjólkurmeðferð: „Fáeinar Skíringar greinir um Smjör og Ostabúnað“ eftir íslendinginn Ólaf Ólafsson. 1896: Fyrsta mjólkurskilvindan berst til íslands. Nýtt tímabil að hefjast. 1900-1920: Rjómabú störfuðu hér á fyrstu áratugum aldar- innar, framleiddu aðallega smjör úr sauðamjólk og fluttu út til Englands. 1920: Mjólkurfélag Reykjavík- ur byggir fyrsta mjólkurbú hér- lendis við Lindargötu. 1928: Fyrsta mjólkursamlagið á íslandi stofnað á Akureyri. 1930: Verulegur skriður er að komast á stofnun mjólkursam- laga. Flutt var inn erlend tækniþekking. Nútíma mjólk- uriðnaður hefst. 1934: Fyrstá lagasetning um sölu mjólkurvara og gæðaeftir- lit með hráefni og unnum vör- um. 1935: Mjólkursamsalan í Reykjavík stofnuð. 1942: Mjólkurflutningar með tankbflum hefjast milli mjólkur- samlaga. 1958: Osta- og smjörsalan stofnuð. 1966-1973: Komið fyrir heimil- istönkum (mjólkurkælum) hjá nær öllum mjólkurframleiðend- um landsins. 1972: Hafín framleiðsla á jóg- úrt á íslandi. 1975: Hafín framleiðsla á G- vörum. 1982: Rannsóknastofa mjólku- riðnaðarins tekur til starfa. Yetrarstarf Hjálp- ræðishersins Pennavinir Frá Austur-Þýzkalandi skrifar karlmaður, sem getur ekki um ald- ur, en vill eignast pennavini hér: Simon-Peter Liehr, Moritzstr. 7, Meissen, DDR-8250, German Democratic Republic. Sextán ára tékknesk stúlka með áhuga á tónlist og leikur á píanó. Hefur áhuga á kvikmyndum og þykir vænt um dýr, enda á hún hund. Er í verzlunarskóla og óskar eftir bréfavinkonu á líkum aldri: Bohdana Pchalkova, Mitrovicka 98 a, Stara Bela, Ostrava, 724 00 Checkoslovakia. Frá Bandaríkjunum skrifar 33 ára kona, sem hefur áhuga á ferða- lögum og að eignast pennavini sem víðast: Linda Joanne Morano, 2501 SE 4th St„ Pompano Beach, Florida 33062, U.S.A. Frá Póllandi skrifar 27 ára landa- fræðikennari, sem býr í smábænum Orle, sem er 5 km frá strönd Eystra- saltsins. Með áhuga á íslandi og skrifaði m.a. ritgerð um mann- fjöldaþróun á íslandi í háskólanámi sínu. Hefur verið í pólsk-íslenzka vináttufélaginu undanfarin 11 ár. Hefur einnig áhuga á íþróttum: Marek Drzewowski, Orle-61, 84-252 Zamostne Poland. SAMKOMUSTARF Hjálpræðis- hersins hefst um helgina. Sunnu- dagaskóli fyrir börn verður alla sunnudaga kl. 14, B(jálpræðis- samkomur sunnudaga kl. 20.30. Á mánudögum kl. 16 er fundur fyrir konur (Heimilasambandið). Þar er sungið, hugvekjustund, upplestur, kaffi m.m. Konurnar sitja með handavinnu. Annan hvern miðvikudag kl. 20.30 heldur Hjálparflokkurinn fundi. Fimmtudaga verða haldnar almennar samkomur kl. 20.30. Mik- ill söngur. Bæna- og lofgerðarsam- komur verða annan hvem föstudag kl. 20. Þessar samkomur og fundir eru öllum opnir. í mörg ár hefur Hjálpræðisherinn verið með bamastarf í Breiðholti. Laugardagsskóla í Hólabrekku- skóla. Það verður nánar auglýst síðar hvenær hann hefst. Þess má geta^ að kapteinamir Anna og Daníel Óskarsson em ný- komin aftur til landsins sem yfírfor- ingjar fyrir starf Hjálpræðishersins á Islandi og í Færeyjum og munu þau ásamt bömum sínum taka virk- an þátt í samkomuhaldinu. (Fréttatilkynningf)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.