Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 Hamrahlíðarkórinn í Ungveijalandi: V ítamínsprauta fyrir kórstarfið segja kórfélagar HAMRAHLÍÐARKÓRINN, undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur, tók þátt í kórahátið í Pécs í Ungveijalandi í sumar, sem ber yfirskrift- ina „Europa cantat“ (Evrópa syngnr). Það er Evrópusamband ungra kóra sem stendur að hátíðinni og var þetta í 10. sinn sem hún er haldin. Europa cantat-hátiðin er haldin á þriggja ára fresti í mismunandi löndum Evrópu og er viðamesta kórahátíð veraldar. Að þessu sinni tóku um 80 kórar þátt í hátíðinni og komu þeir frá flestum löndum Evrópu og víðar að. Hamra- hlíðarkórnum var boðin aðild að sambandinu árið 1978 og hefur fimm sinnum verið fulltrúi íslands á þessari hátíð. Kórinn kom fjórum sinn- um fram á hátíðinni og að sögn kórmeðlima, sem Morgunblaðið hitti að máli, var þeim alls staðar vel tekið. Voru þeir sammála um að ferð eins og þessi væri sem vítamínsprauta fyrir kórstarfið. europa cantat io fxtt ■ btfíKkiry Ay jJ nfidt Sérstakt vegg- spjald var gert fyrir hátíðina og var heimsþekktur listamaður feng- inn til þess, Vic- tor Vasarely. Borgin undirlögð af kórtónlist Borgin Pécs er syðst í Ungveija- landi og eru íbúar hennar 170—200 þúsund. Kórfélagamir sögðu að borgin hefði verið undirlögð af kór- tónlist þá daga sem mótið stóð, 28. júlí til 7. ágúst. „Skipulagið var gott enda voru borgarbúar búnir að vera að undirbúa hátíðina í þijú ár. Allt var nýmálað, gamlir gos- brunnar gerðir upp, garðar endur- skipulagðir svo eitthvað sé nefnt. Útstillingar í búðargluggum minntu á hátíðina. Meira að segja var tapp- að á flöskur „Festival-bjór“. Það sem gerði þessa hátíð þó sérstak- lega eftirminnilega var hve fólkið í borginni tók mikinn þátt í henni. Götur og torg voru alltaf full af fólki og allir skemmtu sér saman, söngfólkið og íbúamir," sögðu kór- félagamir. Einn skaut jafnframt inn í að þeim hefðu verið kenndir ung- verskir dansar að næturlagi. Þeim þótti fólkið sérlega vin- gjamlegt og boðið og búið til að- stoðar mállausum og áttavilltum íslendingum. „Það mátti ekki taka upp kort úti á götu þá var einhver kominn á augabragði og fylgdi NYRBILLA KR.i57.100 Þátttakendur á hátíðinni voru alltaf syngjandi og ekki aðeins á tónleikum. Á kvöldin komu allir saman fyrir hina eiginlegu tónleika og sungu saman óundirbúið. manni áleiðis ef ekki alla leið. Einn borgarbúinn tók jafnvel á sig auka- krók í strætó til þess að sýna okkur hvar við ættum að fara út!“ Efnisskráin þverskurður af íslenskri kórtónlist Kórinn kom fram við ólík tæki- færi, söng messu í Franciscana- kirkjunni í Pécs, hélt tónleika með alíslenskri efnisskrá í menningar- miðstöð Pécs-borgar og hélt fjölda útitónleika. Þorgerður Ingólfsdóttir sagði að efnisskráin hefði verið valin með það í huga að hún gæfi sem gleggsta mynd af íslenskri kórtónlist. „Við sungum þessi sér- kennilegu íslensku tvísöngslög, þá þjóðlög, einnig rómantíska kórtón- list íslenska og svo það nýjasta sem hefur verið samið fyrir kór hér á landi. Kórinn var að koma fram á þessari hátíð í fimmta sinn og það er alltaf metnaður hjá mér að sýna eitthvað nýtt. Það skilar sér líka og við höfum þegar fengið margar fyrirspumir um þessa efnisskrá frá ýmsum löndum." Kórinn hafði með sér til Ung- veijalands litprentaðan bækling. í máli og myndum er kórinn kynnt- ur, rakin saga kórtónlistar á íslandi Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Þriðjudaginn 13. sept. var spilað- ar eins kvölds tvímenningur í einum 12 para riðli. Röð efstu para. Hermann Lámsson — Þómnn Þórðar 136 Friðrik Jónsson — Ámi Már Bjömsson 128 María Ásmundsdóttir —, Steindór Ingimundarson 122 Þorbergur Ólafsson — Murat Serdar 121 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur en annan þriðjudag hefst þriggja kvölda hausttvímenningur. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Opna Stórmótið á Hótel Örk Yfir 30 pör eru þegar skráð á Opna Stórmótið á Hótel Örk, sem spilað verður helgina 1.—2. október nk. Skráð er m.a. hjá Bridssam- bandinu. Stórglæsileg verðlaun verða í boði, m.a. fjöldi utanlands- ferða o.fl. Keppnisstjóri verður Ólafur Lár- usson en tölvuútreikning annast Vigfús Pálsson. Bridsfélag Breiðfirðinga Vetrarstarfið hófst síðastliðinn fimmtudag með eins kvölds tvímenningi. Spilað var í tveimur riðlum, alls 28 pör. Keppnisstjóri var ísak Sig- urðsson. Úrslit urðu sem hér segir: A-riðill, 14 pör: Ester Valdimarsdóttir — Ragna Ólafsdóttir 183 Jón Stefánsson — Magnús Oddsson 177 Ari Konráðsson — Kjartan Ingvarsson 175 B-riðill, 14 pör: Sigurður Emilsson — Albert Þorsteinsson 204 Jömndur Þórðarson — Sveinn Sigurgeirsson 186 Kristján Ólafsson — Rögnvaldur Möller 183 Næsta fimmtudagskvöld hefst þriggja kvölda hausttvímenningur. Hægt er að skrá sig í símum 50212, Guðlaugur, eða 27022, ísak Sig- urðsson. Bridsfélag Reykjavíkur Nk. miðvikudag hefst sex kvölda barometer-tvímenningur. Allir eru velkomnir og er fólk hvatt til að láta skrá sig sem fyrst hjá Hauki Ingasyni í síma 671442 eða Jakobi Kristinssyni í síma 14487. Sl. miðvikudagskvöld var spiláð- ur eins kvölds tvímenningur með þátttöku 22 para. Úrslit: ísak Sigurðsson — Sigurður Vilhjálmsson 258 Hamrahlíðarkórinn var sérstaklega valinn til þess að koma fram síðasta kvöld hátiðarinnar, þar sem allir hátíðargestir komu saman, um 5.000 manns. Willi Ghol einn aðalstjórnandi hátíðarinnar stendur vinstra megin við Þorgerði Ingólfsdóttur. Hjörtur Cyrusson — 249 Ingvar Sigurðsson Ragnar Magnússon — 249 Ragnar Hermannsson 247 245 Viö rymum til fyrir '89 árgeröinni og seljum sem til er af Skoda 105 L og 120 L '88 á sérstöku útsöluveröi. Cóö greiöslukjör: 25% útborgun og afgangurinn á 12 mánuöum. JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL Sveinn Eiríksson — Ámi Loftsson Hjalti Elíasson - Jón Ásbjömsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.