Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 Takako Doi, formaður Sósíalistaflokks Japans: Auðvitað reyna karlmenn að hindra framgang kvenna Tokýó. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „Hvort japanskar hefðir hindra konur í að taka þátt í stjóm- málum, já ég býst við því, enda er Japan óumdeilanlegt karl- mannasamfélag og það verður að segjast eins og er að konur hafa ekki brotist áfram af þeim krafti sem ætti að búa í helmingi þjóðar- innar. Á hinn bóginn skapa menn hefðir og ekki öfugt og það er því okkar að bijóta þær eða varpa þeim fyrir róða sem koma ekki heim og saman við nútímaþjóð- félag og nútímahugsunarhátt." Þetta sagði Takako Doi form- aður Sósíalistaflokks Japans og eina konan í þessu 120 milljón manna þjóðfélagi sem hefur tekist að komast áfram í stjómmálum. Það var ekki einfalt mál að ná viðtali við fröken Doi, því yfírleitt ræðir hún alls ekki við blaða- menn. „En ísland hljómaði spenn- andi og ég ákvað að gera þessa undantekningu." Svo bauð hún upp á grænt te og sígarettu á sknfstofu sinni. „Auðvitað reyna karlmenn að koma í veg fyrir að konur nái árangri hér í Japan. Það er ekki kvenlegt að vera í pólitík — er það ekki þannig á Islandi líka? Karlmenn hafa tilhneigingu til að gera lítið úr konum sem gefa sig að stjómmálum. Þeir reyna að benda á að konur hugsi aldrei um annað en „mjúku málin“ og skilja ekki að það eru nú einmitt þau sem heimurinn þarf að sinna eigi hann að lifa af. En ég hef líka brennandi áhuga á skattamálum en nú hefur sijómin sett fram hugmyndir um háan söluskatt og hveijum skyldi nú koma slíkt verst? Stundum get ég orðið alveg sárlega gröm yfír því hvað við konur látum bjóða okkur og þá spyr ég: Eru umhverfísmál og skattamál þessi hallærislegu mál sem menn kalla „mjúku málin" í niðrandi merkingu? Hvað með mengunina og á hvaða leið emm við með öllum þessum framförum? Við ættum aðeins að hægja á og hugsa um að hveiju við viljum stefna. Auðvitað er Japan ekki eins- dæmi: að konum sé vamað að komast áfram og hafa afgerandi og mótandi áhrif. En það verður Reuter „Ég hef trú á, að japanskar konur nái lengra, þó að prósenta þeirra á þingi nú sé út í hött,“ segir Takako Doi, þingmaður sósíalista á japanska þinginu, í viðtalinu við blaðamann Morgun- blaðsins. að skapa manneskjulegri skilyrði fyrir konur svo að þær geti valið. Karlmaður í Japan þarf ekki að velta vöngum yfír því, hann bara ryðst fram og hugsar ekki um „smámál" eins og það hver eigi að annast um bömin meðan hann flytur spaklegar ræður um kjam- orkumál, efnahagsundur, fram- leiðnina og ég veit ekki hvað. Þar með hefur hann að eigin dómi sannað eitthvað — en skortir samt þennan manneskjulega skilning. Ég hef trú á að japanskar kon- ur nái lengra, þó að prósenta þeirra á þingi nú sé út í hött. Þótt enn sé ekki kona í forsvari fyrir bæjarstjóm, hafa þær aukið hlut sinn í bæjar- og sveitarstjóm- um, en þó ekki nægilega mikið. Fram að þessu hafa karlmenn valið konur í framboð en því vil ég breyta og konur verða vita- skuld sjálfar að leggja sitt af mörkum. Ég stefni að því að í næstu kosningum verði 20 pró- sent þingmanna úr mínum flokki konur en nú sitja aðeins um 3 prósent konur á þúsund manna þingi. Er ekki eitthvað bogið við samfélag sem kallar sig lýðræð- isríki þegar horft er til þessa hlut- falls?" Takako Doi var fyrst kosin á þing 1969 og varð formaður Só- síalistaflokksins 1986. Undir lok spjalls okkar spurði hún margs um ísland en sagðist ekki hafa átt þess kost að hitta íslending fyrr. Hún sagði að hún ferðaðist víða um og það væri gagnlegt að kynnast t.d. hversu þátttaka kvenna í stjómmálum hefði aukist á Norðurlöndunum. „Við flytjum ekki vestrænar hefðir til Japans eins og ekkert sé. En japanskar kónur þurfa að viða að sér meiri þekkingu svo að við verðum hæf- ari til að velja hvað hentar í okk- ar samfélagi. Ég gef lítið fyrir efnahagsundur og kraftaverk ef við týnum sjálfum okkur," sagði Takako Doi að lokum. Óttast að sjúkdómar felli þúsundir manna _ Dhaka. Reuter. ÓTTAST er, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir manna muni látast úr sjúkdómum í Bangla- desh í kjölfar flóðanna þar að undanfömu. Er einkum um að ræða alls kyns iðrasjúkdóma. „Faraldurinn mun færast í auk- ana þegar vatnið sjatnar og fólk kemst í nánari snertingu við óhroð- ann, sem eftir situr," sagði dr. Za- farullah Choudhury, yfírmaður sjúkrastöðvar, sem rekin er fyrir hollenskt fé. „Mestu hörmungamar em eftir og þá munu þúsundir manna deyja." Talsmenn augn- vemdarsamtaka í Bangladesh segja einnig, að hætta sé á að þúsundir vannærðra bama verði blind vegna vitamínskorts. Saidur Rahman, talsmaður bresku hjálparsamtakanna Oxfam, sagði á fréttamannafundi í gær, að flóðin hefðu svipt 62% landsbyggð- arfólksins allri atvinnu en Hossain Ershad forseti fullyrðir, að enginn muni deyja úr hungri eða sjúk- dómum. Stjómvöld hafí yfír að ráða nægum matar- og lyfjabirgðum. Erlend ríki og hjálparstofnanir hafa heitið stjóminni 280 milljónum doll- ara í aðstoð og 320.000 tonnum af komi. Flestir bera þó kvíðboga fyrir framtíðinni og fólkið, sem flúið hef- ur til borganna utan af landinu, vill ekki snúa aftur. Það hefur held- ur ekki að neinu að hverfa. Flóðin tóku allt. Húsin, akrana og búfén- aðinn. Þjóðvegurinn míUi Dhaka, höf- uðborgarinnar, og iðnaðarborg- arinnar Narayanganj er enn und- ir vatni. í gær var skýrt frá því, að um 1.400 manns hefðu farist í flóðunum en óttast er, að þús- undir manna eigi eftir að falla í valinn fyrir sjúkdómum. Sovétríkín: Smygla alþjóðlegir glæpahringir eiturlyfj- um yfir Járntjaldið? Geimvísindi: Nýlenda á Mars í burðarliðnum? Vísindamenn sammála um nauðsyn samvinnu stórveldanna Lundúnum. The Daily Telegraph. Alþjóðlegir eiturlyfj asmy gl- hringir gætu haft áform um að skapa markað á bak við Járntjald- ið og notfæra sér aukinn fjöida eiturlyfjasjúklinga i Sovétríkjun- um. Vftalíj Bojarov, yfirmaður sovésku tollstofunnar, sagði á ráðstefnu um alþjóðlega sam- vinnu í lögreglumálum, sem hald- in var í Lundúnum í þessari viku, að eiturlyf væru orðin alvarlegt vandamál í Sovétríkjunum. Samkvæmt opinberum tölum eru 130.000 eiturlyfjaneytendur í Sov- étríkjunum, þar af eru 51.000 þeirra taldir háðir eiturlyfjum. „Þótt þetta séu lágar tölur miðað við fólksfjölda og engan veginn sambærilegar við tölur í öðrum löndum lítum við á eiturlyf sem alvarlegt vandamál sem æ erfíðara er að fást við,“ sagði Bojarov. Æ meira fínnst af heróíni, morfíni, kannabisefnum og kókaíni á sovéskum flugvöllum. „Við höfum náð 30 til 40 kílóum af eiturlyfjum að jafnaði á ári. Miklu meira hefur þó náðst á þessu ári, því aðeins á fyrstu sex mánuðum ársins gerðum við 40 kfló af eiturlyfjum upptæk." Lengi hefur verið vitað að eitur- lyflasmyglarar fara í gegnum Sov- étríkin til að smygla eiturlyflum frá Asíu til Vestur-Evrópu, en sovésk stjómvöld óttast nú að þeir muni reyna að koma upp markaði í Sov- étríkjunum. „Alþjóða eiturlyflamaf- ían hefur ekki enn haslað sér völl á sovéska eiturlyfjamarkaðinum, en þar sem tengsl Sovétríkjanna við umheiminn hafa aukist gæti hún haft áform um slíkt," sagði Bojarov. „Opnunarstefnan hefur valdið því að þeim erlendu borgurum sem koma til Sovétríkjanna sem ferðamenn eða í viðskiptaerindum hefur fjölgað, auk þess sem fleiri Sovétmenn ferðast til útlanda.“ Bojarov sagði að besta leiðin til að veijast eiturlyfjasmygli til Sov- étríkjanna væri að „taka þátt í al- þjóðlegum aðgerðum sem miða að því að uppræta ólöglegt eiturlyfja- smygl." Hann sagði að Sovétmenn hefðu þegar gert tvíhliða samninga í þá veru við nokkur ríki að undan- fömu, nú síðast við Breta á mánu- dag. Genf, Dailv Telegraph. BANDARISKIR og sovéskir geimvísindamenn á ráðstefnu i Genf eru sammála um að fyrsti leiðangur manna tíl Mars eigi að miða að stofnun fyrstu ný- lendu mannsins á öðrum hnött- um. „Öll lifsnauðsynleg hráefni eru til staðar á Mars,“ sagði dr. Thomas Paine, fyrrum yfirmað- ur Bandarísku geimferðastofn- unarinnar (NASA) og formaður ráðgjafanefndar Bandarikjafor- seta um málefni geimsins. „Landnemamir geta unnið vatn úr andrúmslofti Mars með eimsvöl- um. Þeir munu geta andað að sér endurunnu vatni og þurrfryst mat- vara — lík þeirri sem heimskautaf- arar neyttu fyrstir — mun gera þeim kleift að lifa í langan tíma." Paine sagði að með þessum hætti gætu fyrstu landnemamir lif- að i tvö ár, en þá yrðu þeir leystir af. „Á sama hátt og fyrstu heim- skautafaramir geta þeir nýtt sér kuldann til þess að byggja sér hý- býli úr fijósandi vatni og þurrum jarðveginum, en þau skýla þeim fyrir sandstormum og geimgeisl- un,“ sagði dr. Paine. Aðrir ræðumenn á ráðstefnu um landnám á Mars, sem haldin var í Genfarháskóla, voru einróma um að fyrstu mönnuðu geimferðir til reikistjömunnar rauðu, sem talið er að verði famar á öðmm áratugi næstu aldar, verði að vera famar í sameiningu af Bandaríkjamönn- um og Sovétmönnum. Bruce Murray, prófessor í Pasadena, sagði það vonlaust að ætla að stofna nýlendu á annarri reikistjömu án þess að samvinna stórveldanna kæmi til, þannig að þekking og auðlindir beggja nýtt- ust til fuils. Murray kvað Mars vera þá reiki- stjömu sólkerfisins, sem mest svip- aði til Jarðar. í samanburði væri Tunglið hrein eyðimörk, þar væri ekki að fínna nein lífsnauðsynleg efni eins og vetni, súrefni, nitur og kolefni, svo að gagni kæmi. Hins vegar gátu hvorki Murray né aðrir ráðstefnugestir bent á hvaða hag mannkyn hefði af land- námi á Mars, nema hvað þeir sögðu það myndu auðga mannsandann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.