Morgunblaðið - 17.09.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.09.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 Bæjarfógetaembættið: Gj aldþrotabeiðnir færri nú en í fyrra Bœjarfógetaembættinu á Ak- ^ ureyri hafa boríst 39 beiðnir um gjaldþrot það sem af er þessu árí. A sama tíma í fyrra höfðu mun fleirí beiðnir boríst embætt- inu, alls 50. Aðallega er um að ræða gjaldþrot einstaklinga, en stærri gjaldþrot eru fátíðarí. Arnar Sigfússon fulltrúi hjá bæj- arfógetanum á Akureyri sagði í samtali við Morgunblaðið að gjald- þrot Kaupskips hf. væri eina stóra málið sem komið hefði upp á þessu ári og í fyrra var gjaldþrot prent- smiðjunnar Fonts hf. stærsta gjald- þrotið hjá embættinu. „Þetta eru svona venjulegir menn á götunni sem annaðhvort láta sjálf- ir lýsa sig gjaldþrota ef sýnt er að þeir eiga ekki lengur fyrir skuldum eða lánardrottnar þeirra láta úr- skurða þá gjaldþrota eftir að hafa árangurslaust gengið að þeim ár- angurslaust," sagði Amar. Hann sagðist ekki geta gefíð skýringar á því af hveiju beiðnum hefði fækkað á Akureyri á meðan gjaldþrot hefðu aukist í Reykjavík. „Við skulum vona að það sé vegna þess að at- vinnu- og efnahagsástandið sé svona gott héma fyrir norðan." Gríniðjan sýnir NÖRD á Akureyri: .Er um fólk sem ég þoli ekki Úr sýningu Gríniðjunnar á bandaríska farsanum NÖRD, sem sýndur verður í Samkomuhúsinu á Akureyri 22.-25. september. - segir höfundurinn GRÍNIÐJAN sýnir gamanleik- inn NÖRD í Samkomuhúsinu á vegum Leikfélags Akureyrar dagana 22., 23., 24. og 25. sept- ember. Að lokinni leikför til Akureyrar hefjast sýningar á NÖRD í Gamla bíói, húsnæði ^íslensku óperunnar, og er frum- sýning þar fyrirhuguð föstudag- inn 30. september. Verkið er eftir bandaríska leik- arann og leikritahöfundinn Larry Shue. Það var framsýnt á vegum Gríniðjunnar hf. á Hótel íslandi 24. apríl sl. og gekk þar við góðar undirtektir til 17. júní. Gamanleik- urinn var framfluttur af Milwauke- e-leikfélaginu í Wisconsin í Banda- rikjunum árið 1981, með höfund verksins í einu af aðalhlutverkun- um. Bretar tóku fljótlega við sér því ári síðar var leikritið komið á íjalimar hjá The Royal Exchange Theatre Company í Manchester á Englandi. Nokkra síðar birtist NÓRD Lundúnabúum á sviði Ald- wych leikhússins í West End en þar fór einn vinsælasti gamanleik- ari Breta Rowan Atkinson, með hlutverk kauða. NÖRDINN hefur líkast til aldrei notið jafnmikilla vinsælda og þegar furðufuglinn Charles Nelson Reilly sviðsetti leik- inn á Broadway í New York en þar var hann leikinn fyrir fullu húsi í tæp tvö ár. Síðasta leikritið, sem höfundur NÖRDS, Larry Shue lét frá sér fara, var skemmtileikurinn „Út- lendingurinn" sem leikinn hefur verið á Albery-leikhúsinu í Lund- únum síðan í janúar við góða að- '*sókn. Shue vann að kvikmynda- handriti upp úr því verki þegar hann lést í flugslysi á besta aldri, árið 1985. NÖRD, sem er skammstöfun fyrir „Nær öldungis raglaður drengur", er um mann sem hefur enga umtalsverða eiginleika til að bera. Hann er sá sem fæstir stofna til kunningsskapar við, segir í kynningu Gríniðjunnar. Höfundur- inn Larry Shue kveðst sjálfur hafa verið NÓRD í menntaskóla. „Ég var alltaf í svörtum buxum, hvítum sokkum og hvíta hálferma skyrtan mín var ævinlega hneppt rækilega upp í háls bak við svarta lakkrís- bindið mitt. Ég bar skólabækumar mínar í beyglaðri stresstösku, sem var alsett litskrúðugum límmiðum af ýmsu tagi.“ Höfundurinn segir að NÖRD sé í rauninni sambland af öllu því ömurlegasta fólki, sem hann hafí kynnst um ævina. „Eitt af því sem ég fékk í veganesti úr uppvextinum er að maður á að vera notalegur við fólk — en ef þú ert notalegur við NÖRD siturðu uppi með hann fyrir lífstíð." Larry Shue heldur því einnig fram að allir NÖRDAR séu Ameríkanar, sem við íslendingar hljótum að vera ósammála, en bætir við í framhaldi af því: „NÖRD er mann- eskja, sem lætur manni líða svipað og ketti, sem strokið er í öfuga átt, en kauði hefur samt með ein- hveijum hætti svo mikið tangar- hald á manni að það er vita von- laust að segja honum að fara til fjandans. í leikriti mínu „Amma önd er dauð“ §alla ég um fólk, sem mér þykir vænt um. NÖRD er um fólk, sem ég þoli ekki.“ Sjö leikarar taka þátt í sýning- unni undir leikstjóm Gísla Rúnars Jónssonar sem einnig fer með eitt hlutverkanna. Aðrir leikarar era: Randver Þorláksson, Sigrún Waage, Júlíus Brjánsson, Edda Björgvinsdóttir, Björgvin Franz Gíslason og Þórhallur Sigurðsson, Laddi, sem fer með aðalhlutverkið. Tekið er á móti miðapöntunum hjá Leikfélagi Akureyrar. Ráðstefna um hjúkrun Norðurlandsdeild eystri innan HFÍ boðar til ráðstefnu um hjúkrun dagana 7. og 8. okt. 1988 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri. Viðfangsefni ráðstefnunnar er: Hjúkrun sem fræðigrein og starfsgrein. Ráðstefnugjald er áætlað kr. 1.500,- Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 25. sept. Hjúkrunargagnasýning verður í tengslum við sýninguna. Nánari upplýsingar og skráning hjá eftirtöldum: Þóra G. Sigurðardóttir, hs: 96-23234, vs: 96-22100 (230). Sólveig Hallgrímsdóttir, hs: 96-26557, vs: 96-22100 (215). Philippe Derout Morgunblaðið/Rúnar Þór Titringurinn minnti mig á neðanjarðarlestirnar heima - segir Philippe Derout, ferðalangur í Grímsey „MÉR brá rosalega við kippina. Ég hafði ekki minnsta grun um hvað var að gerast enda hafði ég ekkert lesið mér til um jarð- skjálfta áður en ég fór til ís- lands,“ sagði Philippe Derout frá Frakklandi sem bjó í tjaldi í Grímsey á meðan jarðskjálfta- hrínan reið yfir eyjuna um siðustu helgi. Philippe flaug til Grímseyjar síðastliðinn laugardag. Hann bjó í tjaldinu sínu, en hafði pakkað sam- an um hádegi á þriðjudag og flaug þá aftur í land. Hann er hérlendis í tvo mánuði, hafði komið ein- samall frá Frakklandi, til að skoða landið. „Mér datt í fyrstunni í hug neðanjarðarlestir enda minnti stöð- ugur titringurinn mig óneitanlega á þær. Ég þóttist þess þó fullviss að slíkir farkostir færa ekki um Grímsey. Ég fann stöðugan titring þar sem ég lá á jörðinni og svo komu stærri kippir þess á milli. Mér varð ekki svefnsamt eftir stóra skjálftann á sunnudagskvöld svo ég fór út. Ég frétti af fundinum með jarðfræðingunum í félags- heimilinu um nóttina og fór þang- að. Margar spumingar vöknuðu og fékk ég þama minn fyrsta fróðleik um jarðskjálfta á íslandi," sagði Philippe að lokum. Söguritun Akureyrar: Fyrsta bindið mun koma út árið 1990 ÁR ER nú liðið frá því að Jón Hjaltason sagnfræðingur var ráðinn til að skrifa sögu Akur- eyrar. Hann áætlar að ríta þijú til fjögur bindi um sögu Akur- eyrar og væntanlega mun fyrsta bindið koma út áríð 1990. Ifyrsta bindinu yrði skipt í fjóra meginhluta. Fyrsti hlutinn nær frá landnámi og fram til ársins 1787, en þá fékk Akureyri eða Eyjaijarð- arkaupstaður, eins og hann neftidist á máli embættismanna, kaupstað- arréttindi í fyrra sinnið. Þetta fór saman við það kóngur gaf verslun- ina við ísland fíjálsa öllum þegnum sínum. Gamla einokunarlagið, þar sem einn aðili keypti allan verslun- arrétt við íslendinga, var afnumið. Næst tók við tími hinna sjálfstæðu kaupmanna. Á Akureyri var það Friðrik Lynge sem bar höfuð og herðar yfír aðra kaupmenn á staðn- um á þessum áram. Ekki er þó svo að skilja að höndlarar hafi flykkst á eyrina um leið og einokunin var afnumin og þó, þar vora alltaf tvær eða fleiri verslánir alveg frá 1788 sem þótti býsna gott. Sjálfur Andre- as Kyhn, mesti stórbokkinn á ís- landi um 1800, varpaði um eitt skeið skugga sínum yfír Eyfírðinga áður en hann fór í lífstíðartukthús fyrir fjármálamisferli. Á nítjándu öldinni var fjármálamisferli nefni- lega ekki dregið í dilk hvítflibba- brota. Það var alvöru glæpur. Ann- ar hlutinn fjallar um þessa menn alla, Lynge, Kyhn og Gudmann, sem leysti hina tvo af hólmi með hinum mesta glæsibrag. En eitt og annað varð til þess að draga úr uppgangi Eyjafjarðar- kaupstaðar og árið 1836 missti hann kaupstaðarréttindin aftur. Jón fjallar um árin 1836-1862 í þriðja hluta fyrsta bindis Akureyrarsög- unnar, en á þessum tíma hófst bar- átta bæjarbúa fyrir alvöra bæjar- réttindum og var leidd til lykta. Um fjórða meginkaflann vill Jón ekki fjölyrða að sinni þar sem hann efast um að hann rúmist í fyrsta bindinu. Jón segir að ef fyrsta bindið end- aði um 1862 þýddi það að allt efni þess yrði um atburði sem enginn núlifandi maður myndi af eigin raun. Hinsvegar myndi þetta breyt- ast við ritun næsta bindis og væri hann að hefja munnlega upplýs- ingasöfnun. Gildi hennar fælist ekki síst í því að lifandi menn gætu miklu frekar miðlað andblæ liðins tíma en dauðar heimildir. T ónlistarskólinn: 570 nemend- ur í vetur Tónlistarskólinn á Akureyrí verður settur í Akureyrarkirkju sunnudaginn 25. september kl. 17.00 og hefst kennsla daginn eftir. Gert er ráð fyrir svipuðum nemendafjölda eins og á síðasta vetrí eða um 570 nemendum. Þegar á síðastliðnu vori höfðu, 440 nemendur sótt um skólavist og auk þeirra er gert ráð fyrir nokkram fjölda eldri nemenda. Fullskipað er orðið í kennslu á ýmis hljóðfæri, en unnt er að bæta við nemendum í forskóladeild, 5-9 ára, á selló, gítar og á nokkur blásturshljóðfæri. Alls munu 31 kennari starfa við skólann í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.