Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 jntvgi Útgefandi miritaMfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur-Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Övissunni verður að liúka Istjómarmyndunarviðræð- um að kosningum loknum myndast fljótlega tímaspenna. í fjölmiðlum er rekið á eftir stjómmálamönnum og oft virðist sem þeir séu neyddir til að fara sér hraðar en þeir sjálfír vilja. Síðan nær krafan um að stjóm sé mynduð yfír- hendinni og við höfum kynnst því hvað eftir annað á síðari ámm, að í slíku andrúmslofti er oft erfítt að fótasig. Stjóm- málamenn skiptast á orðsend- ingum, tillögum og skeytum. Keppnin snýst um það að fá sem flesta þingmenn til stuðn- ings við málefnagrundvöll. Nú má segja að svipuð staða hafí myndast, þótt ríkis- stjóm sitji sem nýtur stuðn- ings meirihluta á Alþingi. Óvissa setur svip sinn á stjóm- málalífið og smitar út frá sér til allra þátta þjóðlífsins. AI- menningur og þeir sem at- vinnulífínu stjóma bíða og halda að sér höndum. Sterk orð um þann mikla efnahags- vanda sem sagður er við okk- ur blasa vekur ugg og kvíða hjá mörgum. Öðrum þykir ákaflega sárt að sjá þá sem valdir hafa verið til þeirra ábyrgðarstarfa að veita þjóð- inni forystu deila fram og til baka um leiðir og úrræði. Spurt er hve lengi í ósköpun- um menn þurfí að bíða ein- hverrar niðurstöðu. Því fer ekki heldur fjarri að allar fréttimar af deilunum og sviptingunum dragi úr áhuga á alvarlegum umræð- um um landsins gagn og nauðsynjar. Fyrir ákafa fylg- ismenn einstakra stjómmála- flokka er erfítt að fylgja því frá degi til dags, hvemig vind- urinn blæs. Annars vegar eru menn að ræða um efnislega hlið mála, hins vegar setja erfíðleikar í samskiptum manna á meðal svip sinn á stjómmálaástandið. Fyrir alla, jafíit þá sem í eldlínunni standa og hina sem að baki þeim eru, ætti að vera fyrir bestu að með skjótum hætti verði bundinn endi á núverandi óvissu. Hér á þess- um stað hefur þeirri skoðun hvað eftir annað verið lýst undanfarið, að innan ríkis- stjómarinnar virðist ekki vilji til að standa sameiginlega að því átaki, sem allir telja nú nauðsynlegt til að koma þjóð- arskútunni inn á kyrran sjó. Reynsla undanfarinna daga og vikna hefur staðfest rétt- mæti þessara fullyrðinga. Þegar þessi stjóm var mynduð stóðu menn frammi fyrir þeirri staðreynd, að kosningar höfðu farið á þann veg að þijá flokka þurfti til að mynda starfhæfan meiri- hluta á Alþingi. Stjómmála- sagan geymir mörg dæmi um, hve erfítt hefur reynst að halda slíkum stjómum saman og frá því að lýðveldi var stofnað 1944 hefur engin þriggja flokka stjóm setið við völd í heilt kjörtímabil. Allt bendir til að sú stjóm sem nú situr eigi ekki eftir að vera undantekningin sem sannar regluna. Augljóst er að fari ríkis- stjómin frá völdum við þær aðstæður, sem nú hafa skap- ast, er enginn auðveldur kost- ur við myndun nýrrar stjóm- ar. En eins og staðan er núna er það engin afsökun fyrir áframhaldandi setu ríkis- stjómarinnar að óvissa taki við í stað hennar. Óvissan í stjómarherbúðunum er þegar orðin það mikil, að ástandið minnir hvort sem er helst á stjómarmyndunarviðræður. Ef til vill tefur það aðeins fyrir að ákvarðanir séu teknar um biýn og mikilvæg mál, að hugur manna er um of bund- inn við það, hvað gerist eftir að stjómin fer frá. Að sjálfsögðu er það undir ráðherrunum og stjómar- flokkunum þremur, sem að ríkisstjóminni standa, komið að taka af skarið. Þeir hafa þegar kastað málum svo lengi á milli sín að ljóst ætti að vera, hveijir telja sig geta starfað frekar saman og hveijir ekki. Frekari tillögur frá einstökum flokkum geta varla breytt miklu úr því sem komið er. Málin liggja skýr fyrir og forsætisráðherra hef- ur lýst yfír að hann sé reiðu- búinn til að fara inn á nýjar brautir í skattheimtu, ef það mætti verða til þess að greiða úr vandanum. Þeim tillögum hefur verið líkt við sprengju af samstarfsráðherrum hans. Allt ber að sama bmnni. Óvissunni í landstjóminni verður að ljúka og taka verður af skarið um framtíð ríkis- stjómarinnar. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra; Vildi að Jón Baldvin yrði með- flutningsmaður tillögunnar Framkoma samráðherra einsdæmi SÍÐUSTU daga hef ég lagt fram tvær tillögur í efnahagsmálum. Hin fyrri var lögð fram sem umræðugrundvöllur af minni hálfu og í hinni síðari sem ég kynnti fyrir formönnum samstarfsflokkanna í gær teygi ég mig mjög í átt til sjónarmiða beggja flokkanna, jafnframt sem ég verð að gæta þess meginsjónarmiðs Sjálfstæðisflokksins að þjóðinni verði ekki sökkt á kaf í fen millifærslu og skattheimtu, sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Taldi ráðherrann nauðsynlegt að binda enda á óvissuna i stjómarsamstarfinu. Þorsteinn Pálsson sagði, að ljóst hefði verið að svartillögur Alþýðu- flokksins við hugmyndum þeim sem hann kynnti í síðustu viku gengju alltof skammt í þá átt að bæta hag útflutningsatvinnuveganna og þær hefðu skilið sjávarútveginn eftir í 3 til 4% taprekstri að meðaltali. Aðferð alþýðuflokksmanna hefði einungis byggst á millifærslum, sem hlaðið hefðu upp óleystum vandamálum og endað í óleysanlegum hnút. Fram- sóknarflokkurinn hefði hins vegar lagt til að meiri flármunum yrði var- ið til að styrkja atvinnuvegina en gert var ráð fyrir í upphaflegum til- lögum forsætisráðherra. En jafn- framt hefðu framsóknarmenn viljað að þetta yrði gert með stóraukinni skattheimtu og millifærslan hefði verið óréttlát og falið í sér stórfellda mismunun á milli fyrirtækja og at- vinnugreina. „Ég vildi á lokastigi," sagði for- sætisráðherra „koma til móts við sjónarmið Framsóknarflokks og bæta stöðu atvinnuveganna heldur meira en í minni upphaflegu tillögu en ég hlaut að hafna millifærsluleið þeirra og gera tillögu um almenna réttláta leið, sem ekki hefði í för með sér mismunun, þess vegna lagði ég til 6% gengisfellingu. Á hinn bóginn vildi ég koma til móts við það sjónarmið Alþýðu- flokksins að draga meira úr verð- bólgu og gera ráðstafanir í þágu þeirra tekjulægstu. Eina leiðin sem ég sá færa var sú að leggja til nokkra hækkun á telquskatti sem skapaði svigrúm tii að lækka söluskatt á matvælum í 10%. Með þessu móti er hægt að koma verðbólgu niður í 10% á tímabilinu september til apríl á næsta ári og lánskjaravísitölu niður í 5-6% á sama tíma. Þetta hefði gert mögulegt að halda áfram vaxtalækk- un þrátt fyrir gengisbreytingu. Ástaaðan er fyrst og fremst sú, að lækkun á söluskatti á matvælum eyðir þeim verðhækkunum sem ella fylgja gengisbreytingu. Allt felur þetta sem sé í sér raunlækkun á matvælum um leið og grundvöllur atvinnuveganna er treystur og vextir halda áfram að lækka." Þegar forsætisráðherra var spurð- ur um ásakanir samstarfsráðherra hans um að hann hefði komið fram af óheiðarleika, svaraði Þorsteinn Pálsson: „Þingflokkur sjálfstæðismanna samþykkti tillögu mína að málamiðl- un á fimmtudagskvöld. Strax í gær- morgun, á föstudagsmorgun, bað ég Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra að hitta mig og þar skýrði ég hugmyndir mínar fyrir honum og tilganginn með þeim. Þetta vildi ég gera áður en ég legði tillögumar fyrir ríkisstjóm. Mér fannst heiðar- legt að ræða málið fyrst við fjármála- ráðherra og gefa honum kost á því að við flyttum tillöguna sameiginlega enda snertir hún viðkvæm skattamál eins og fram hefur komið. Ég minni á í þessu sambandi að það er býsna erfítt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fallast á tillögur Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um að hækka telq'u- skatt en þær tillögur hafa þeir borið mjög stíft fram í viðræðum að und- anfömu og þar með reynt að stilla Sjálfstæðisflokknum upp við vegg. Fjármálaráðherra tók tillögum mínum ekki fagnandi en sagðist vilja ræða þær í sínum hópi. Eg ákvað að fresta sameiginlegum fundi stjómarflokkanna að hans ósk svo að honum gæflst tóm til þessara við- ræðna við sína menn. Ég frestaði þessum fundi fyrst til klukkan 3 síðdegis í gær og síðan tiþklukkan 5 að ósk fjármálaráðherra. Á fundin- um sem hófst þá gerði ég formönnum samstarfsflokkanna, þeim Steingrími Hermannssyni og Jóni Baldvin, grein fyrir tillögum mínum í heild. Ég sagðist ekki ætla að ræða þær opin- berlega á þessu stigi og óskaði eftir viðbrögðum þeirra flokka og síðan yrðu tillögur mínar ræddar í ríkis- stjóminni. Það hefur því komið mér afar mikið á óvart, hvemig þeir hafa síðan fjallað um málið í fjölmiðlum áður en tillögumar hafa verið lagðar fram formlega í ríkisstjóminni. Ég hygg að vinnubrögð af þessu tagi séu eins- dæmi.“ Forsætisráðherra, hvert er fram- haldið? „Ég heyrði ekki betur en formenn samstarfsflokkanna hefðu tilkynnt það fyrir sitt leyti í beinni sjónvarps- útsendingu í gærkvöldi. Mér finnst eðlilegra að framhaldið ráðist á ríkis- stjómarfundi. Það verður að binda enda á óvissuna." Jón Baldvin Hanni Ekkert i lögur fo „NIÐURSTAÐA þingflokksins var s herra eru enn uppi á borðinu eygjun möguleika," sagði Jón Baldvin Han ins, í samtali við Morgunblaðið að gærkvöldi. „Ef þessum tillögum vei ekki sé sérstakt tilefni til ríkisstjórn um þessarra flokka að ræða málin < þessi stjórnarkreppa verði leyst. Forsætisráðherra hefur nú aflient okkur sínar tillögur og við vitum ekki annað en að það sé hans síðasta orð. Ef málin standa þannig í hans huga að það sé annað hvort að taka þessum tillögum eða hafna þeim þá er fyrsta umræðuefnið ekki um sam- eiginlegar tillögur annarra. Við höf- um lagt fram nógar tillögur. Það er ekki skortur á tillögum." „Við Steingrímur skomðum báðir á Þorstein að draga tillöguna til baka. Ég var ekki fyrr kominn í ráðuneyt- ið en þrír fréttamenn spurðu mig hvað mér fyndist um þessar tillögur, þar á meðal afnám matarskatts. Síðan komu þær nákvæmlega fram í fréttum ríkisútvarpsins. Því var Tillögnr forsætisráð Hér birtast f heíld tillögur Þor- steins Pálssonar forsætisráðherra sem hann lagði fyrir Steingrím Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Þær eru í formi draga að yfirlýsingu rikisstjórnar- innar um aðgerðir í efnahagsmál- um. Ríkisstjómin hefur ákveðið að- gerðir í efnahagsmálum sem leggja grunn að stöðugleika í efnahagslífínu og hafa að markmiði - að bæta afkomu atvinnuvega, - að treysta atvinnuöryggi og hag heimilanna, - að draga úr verðbólgu, - að lækka vexti og fjórmagns- kostnað. Aðhald í verðlagsmálum Ríkisstjómin hefur ákveðið að fela Verðlagsstofnun að beita ströngu verðlagsaðhaldi í samræmi við gild- andi ákvæði um verðstöðvun sam- kvæmt lögum nr. 56/1978 um verð- lag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. Við fram- kvæmdina skal Verðlagsstofnun veita nauðsynlegar undanþágur vegna breytinga á gengi og verði á erlendu hráefni og aðföngum og enn- fremur vegna starfsemi innlendra uppboðsmarkaða og árstíðabundinna verðbreytinga. Breytingar á gjaldskrám ríkisfyr- irtækja verða óbreyttar til 10. aprfl 1989. Þó verður heimilt að taka til- lit til hækkana af erlendum toga og sérstakra heimilda í fjárlögum. Fjárhæðir launaliða í gjaldskrám sjálfstætt starfandi sérfræðinga verða óbreyttar til 10. aprfl 1989. Sama gildir um hvers kyns útselda vinnu og þjónustu. Lækkun söluskatts af matvælum Söluskattur af matvælum lækkar 1. október nk. úr 25% í 10%. Tekju- skattur einstaklinga hækkar frá sama tíma úr 28,5% í (30)% til að bæta ríkissjóði tekjumissi vegna skattalækkunarinnar. Heildarskatt- hlutfall einstaklinga hækkar því úr 35,2% í (36,7)%. Skattalækkunin veldur því að matvæli lækka um allt að 12% eftir vöruflokkum. Skattalækkun á mat- vælum ein og sér veldur um 1,5% lækkun á vísitölu framfærslukostn- aðar. Stöðvun launa-og búvöruverðshækkana Samningsbundin og lögákveðin laun hækka ekki til 10. aprfl 1989. Sama gildir um búvöruverð. Fiskverð Almennt fískverð sem ákveðið var í júníbyijun framlengist óbreytt til 10. aprfl 1989. Verðjöfnun á frystum sjávarafurðum Stjóm frystideildar Verðjöfnunar- sjóðs fískiðnaðarins er heimilt að taka innlent eða erlent lán með ríkis- ábyrgð að flárhæð allt að 440 millj- ónir króna. Andvirði lánsins skal nota til greiðslu verðbóta vegna framleiðslu á freðfiski og hörpudiski á tímabilinu frá 1. júní sl. Sjóðsstjóm ákveður nánar hvemig að greiðslu verðbóta skuli staðið, en taka skal sérstakt tillit til afkomu frystiiðnað- arins. Þrátt fyrir ákvæði laga um Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins skal veija 250 milljóiium króna af inn- stæðu á reikningi vegna skelflettrar rækju í deild fyrir frystar afurðir í Verðjjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins til endurgreiðslu til þeirra rækjufram- leiðenda, sem gert hefur verið að greiða í sjóðinn á tímabilinu 1. febr- úar 1986 til 30. september 1988. Skal fjárhæðinni skipt milli framleið- enda í hlutfalli við það sem þeim hefur verið gert að greiða í sjóðinn vegna rækjuframleiðslu á framan- greindu tfmabili að frádregnum verð- bótum sem til falla vegna fram- leiðslu þeirra á sama tímabili. Sjávar- útvegsráðherra setur reglugerð um tilhögun endurgreiðslu samkvæmt þessari grein. Eiginfjárstaða fyrirtækja Stofnaður verður sjóður sem hafí að markmiði að treysta eiginfjár- stöðu fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum. Sjóðurinn skal vera sérstök deild í Byggðastofnun, sem annast rekstur hans, og hafa sérstaka stjóm. Stofnfé sjóðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.