Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 fclk í fréttum UKKar ioiK meo þátttakendum frá Suður Kóreu, Zambíu og Nýja Sjálandi. Myndin er tekin fyrir utan hús Sameinuðu þjóðanna i New York. Ómar Kalífa, súdanski hlauparinn, sem ræsti hlaupið, er fyrir miðju ásamt nokkrum yngri þátttakendum. Á bak við hann má sjá íslensku þátttakendurna veifa fánanum. HEIMSHLAUPIÐ Lögðu Upp 1 hlaupið með „gæsahúð“ Þá eru unglingarnir okkar, þau Sólveig Þórarinsdóttir og Karl Guðmundsson komnir heim frá New York, reynslunni _________________ ríkari. Ánægjan skein úr augum þeirra Morgunbiaðið/Eifar er þau rifjuðu upp ferðina sem var „æðis- Sólveig Þórarinsdóttir og Karl Guðmundsson í Hyde Park i London, með tákn ólympíuleikanna á milli sin. leg“, eins og þau orðuðu það. Þau flugu fyrst til London, ásamt farar- stjórum, sem voru þau Hólmfríður Karls- dóttir og Elfar Rúnarsson. Þar voru fyrir þátttakendur frá tæplega hundrað þjóðum á aldrinum 8-16 ára. Móttökur þar og öll aðhlynning var til fyrirmyndar. Var þeim öllum boðið meðal annars í Náttúrusögu- safnið, þau horfðu á myndband af aðdrag- anda hlaupsins og í Hyde Park æfðu þeir uppröðun fyrir hlaupið. Eftir ævintýralegt flug frá London, þar sem ærslafengnir unglingamir gerðu sér lítið fyrir og héldu partý, komu þau til New York á laugardagskvöldið. Hópurinn var keyrður á hótel þar sem pöntuð hafði verið gistiaðastaða en þar hafði þá hrein- lega verið yfirbókað! íslensku unglingarnir, ásamt fleirum, þurftu því að þvælast á annað hótel og komust þau ekki til þess að hvfla sig fyrr ien klukkan þijú að nóttu. Þá höfðu þau vakað í 25 klukkustundir, og vom ræst klukkan sex um morguninn. Það var mikið ijör þessa nótt, og ekki gat okkar fólk sofið vært, því margir vildu heldur spila fótbolta á göngunum eða leika sér í lyftunni og var ljósið á henni logandi alla nóttina. Enda höfðu margir þátttak- enda aldrei séð lyftu áður. Gífurleg spenna lá í loftinu þegar stóra stundin rann upp, og sögðust okkar böm hafa lagt upp í hlaupið með „gæsahúð“. Hlaupið gekk auðvitað áfallalaust fyrir sig, þó að yngstu þátttakendur hafi sumir þurft að reima skóna sína á leiðinni! Eftir þennan eina kílómetra sem hlaupið var röðuðu bömin sér upp við byggingu Sam- einuðu Þjóðanna þar sem kveikt var á kyndlinum, hlaupið ræst og 8000 manns lögðu af stað. „Það var stórkostleg tilfinn- ing“ sagði Sólveig og tók Karl félagi henn- ar heilshugar undir það. Hlaupið úti í New York hafði verið illa auglýst að sögn fararstjóranna. „Þeir sem þátt tóku í hlaupinu vom æfðir hlauparar ekki almenningur eins og hér heima,“ sagði Hólmfríður og bætti við að hvergi hefði verið fólk í hjólastólum eða með barnavagna að sjá, eins og raunin varð hér á landi. Þegar unglingamir horfðu á upptöku af hlaupinu sáu þau meðal annars kafla frá Reykjavík. Heyrðist þá í breskum þátt- takendum furða sig á því að í svona litlum bæ gæti allur þessi fjöldi verið samankom- inn, og virtist þeim sem allir hlypu út í sjó! Endanlegar tölur frá hlaupinu em ekki komnar en okkar fólk hafði heyrt að þátt- takendur hefðu verið um 38 milljónir í allt. Til dæmis heyrðu þau sagt að á Kúbu og í Malasíu hefðu um 200.000 þátttak- endur verið í hvoru landi. Sums staðar í heiminum var og mikið á sig lagt, til dæmis vakti það athygli manna að í Tonga í Afríku, þar sem hlaupið átti sér stað um nótt, hafði hluta flugvallarins verið lokað, því nota þurfti flugvallarljósin til þess að fá viðunandi lýsingu. Fleiri sögur komust ekki að, Sólveig þurfti að ná vél heim til Akureyrar, og látum við því ferðasögunni hér lokið. — Hvers vegna mældirðu ekki lengdina á rúminu áður en þú keyptir það? COSPER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.