Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 27 Skotglaður Kúbumaður í Lundúnum: Var um skipulagða morðtílraun að ræða? London. Reuter. BRESKA dagblaðið The Evening Standard greindi frá því í gær að kúbverskur sendiráðsmaður, Carlos Manuel Medina Perez, sem vísað var úr landi fyrr í vik- unni hefði áformað að myrða landa sinn, Florentino Azpillaga Lombard, sem starfar fyrir bandarisku leyniþjónustuna CIA. Lombard særðist í skotárás Med- ina Perez fyrir utan heimili hins síðamefnda fyrr i vikunni. Medina Perez var handtekinn á mánudag nokkrum mínútum eftir að hann skaut á fjóra breska og bandaríska leyniþjónustumenn sem höfðu fylgst með honum um nokk- um tíma. Blaðið segir að Lombard hafí orðið fyrir a.m.k. einu skoti í kviðinn en ekki í höfuðið eins og áður var talið. Atvikið kom af stað póiitískum deilum í Bretlandi og leitaði stjóm- arandstaðan skýringa á því að fylgst væri í laumi með starfsmönn- um erlendra sendiráða. Texas: Þúsundir á flótta undan fellibylnum Houston. Reuter. Fellibylurinn Gilbert kom að ströndum Texas í Bandaríkjun- um í gær og var búist við, að hann færi yfir borgina Browns- ville, sem er við landamærin að Mexikó. Vitað er um 52, sem lát- ið hafa lífið í hamförunum, og eyðileggingin er óskapleg. Komið var versta veður og úr- hellisrigning þegar Gilbert var enn í 450 km frá Brownsville en tug- þúsundir manna vom flúnar lengra inn í landið. í Galvestone, 63.000 manna borg í Texas, skipaði borg- arstjórinn fyrir um allsheijarbrott- flutning íbúanna og varð af þeim sökum mikið umferðaröngþveiti á þjóðvegunum. Nokkur skortur er orðinn á kertum, rafhlöðum, niður- soðnum mat og öðm, sem fólk hef- ur verið að viða að sér, og sumir hafa séð sér leik á borði að okra á þessum vömm. Allir íbúar í smábænum Cameron hafa verið fluttir burt en þar létust rúmlega 500 manns þegar fellibyl- urinn Andrey lagði bæinn í rúst árið 1957. Á hurð einnar kirkjunnar í bænum hafði verið fest þessi orð- sending; „Við setjum allt okkar traust á guð almáttugan en gleym- um þó ekki Gilbert. Blessuð". Reuter Handtöku verkalýðsforingja mótmælt Lögregia í Santiago handtekur unga stúlku eftir mótmælafund sem haldin var í borginni á fimmtudag. Efnt var til fundarins til að mótmæla handtöku tveggja verkalýðsforingja sem ákærðir hafa verið fyrir að hafa tekið þátt i mótmælaaðgerðum gegn stjórn Augusto Pinochet, núverandi forseta Chile. The Evening Standard segist hafa það eftir áreiðanlegum heim- ildum að tveimur vikum fyrir atvik- ið á mánudaginn hafí Medina Perez greint yfírmanni sínum, Oscar Femandez-Mell, sendiherra Kúbu, frá því að fylgst væri með sér. Fékk hann þá 9 mm Browning sjálf- virka skammbyssu til sirina nota ásamt með fyrirmælum um að koma Azpillage fyrir kattamef. Hefði Kúbumönnum þótt þetta kærkomið tækifæri til að losna við Azpillage sem yfírgaf ættjörð sína í fyrra eftir að hafa starfað í sendiráði Kúbu í Prag. Síðan hefur hann starfað fyrir bandarísku leyniþjón- ustuna. Medina Perez á einnig að hafa sent eiginkonu sína heim til Kúbu til þess að forða henni frá því að dragast inn í skotbardagann sem var í uppsiglingu. Breska utanríkisráðuneytið hefur neitað að tjá sig um frétt The Even- ing Standard á þeirri forsendu að um öryggismál sé að ræða. Sendi- ráð Kúbu í London hefur aftur á móti vísað fréttinni á bug sem „hel- berri lygi“. Reuter Páfi leggurlíkn með þraut Jóhannes Páll páfí II bað á fímmtudag fyrir þeim, sem létust eða særðust þegar suður-afrískir hermenn bundu enda á gíslatöku í Afrík- uríkinu Lesotho. Hér er hann við sjúkrabeð Gerokes, 12 ára gamals drengs, sem slasaðist í átökunum. NÁMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhæg TA Tríumph-Adler skríf- stofurítvél á verði skólaritvélar. Góð hönnun og glæsilegt útlit einkenna ritvélarnar frá TA Triumph-Adler • Prenthraði 13slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120 stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél morgun- dagsins. Komdu viö hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, simi 686933
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.