Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D Vangefiiir gerð- ir ofi^joir 1 Kina Lundúnum. Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Kína hafa bannað tugþúsundum vangefinna í einu af fá- tækustu héruðum landsins að eignast börn. Þau sem eru i hjónabandi verða gerð ófijó og þær konur sem þegar ganga með barni verða neyddar í fóst- ureyðingu. Þetta er í fyrst sinn sem slík lög eru sett í Kína en stjórnvöld slökuðu nýlega á banni við því að hjón mættu aðeins eignast eitt barn. Fylgst með ferðum hvala Lundúnum. Da- ily Telegraph. TEKIST hef- ur með að-. stoð gervi- hnatta að fylgjast með ferðum hvala til staða, sem til þessa hafa ekki verið taldir hvalaslóðir. Breskir og kanadískir visindamenn festu senditæki á hvíting og voru tveir gervihnettir notaðir til að fylgjast með honum. Kanadískir lífiræð- ingar segja að hvalimir haldi til við strendur Grænlands á vetuma, fari síðan vestur í Lancaster-sund og hafist þar við í nokkrar vikur á sumrin til að nudda af sér skinn sem saihast hefur saman. „Við komumst að þvi að þama vom vakir í ísnum og þúsundir, bókstaf- lega þúsundir, hvítingja, líklega allur stofninn,“ sagði einn af vísindamönnun- um, Tony Martin. Suður-aft*ískir ofstækismenn feerast í aukana Jóhannesarborg. Daily Telegraph. OFSTÆKISFULLIR fylgjendur aðskiln- aðarstefnunnar, apartheid, juku áhrif sín í sumum hémðum Suður-Afríku, einkum Transvaal, í síðustu sveitar- stjóraarkosningum. Skilti með áletrun- inni: „Aðeins fyrir hvíta“ hafa nú aftur verið sett upp, m.a. við stöðuvatn ná- lægt smábænum Boksburg. Þar hefur fólk af öllum kynþáttum getað fengið sér hressandi bað í sumarhitunum en svæðið hefur nú verið girt af. Enn frem- ur hefur blökkumönnum verið bannaður aðgangur að tennisvöllum og samkomu- húsi bæjarins. Litaðir hafa bmgðist hart við þessum ráðstöfunum og hótað að hætta öilum viðskiptum við hvita kaupmenn. Sojuz-flaug skotið á loft Moskvu. Reuter. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, hitti Mikhafl Gorb- atsjov Sovétleiðtoga að máli i Moskvu á föstudag og fór til Baj- konúr i Mið-Asíu til að fylgjast með skoti geimflaugarinnar Sojuz TM-7 í gær, á siðari degi heim- sóknar hans til Sovétríkjanna. Fyrirhugað er að Sojuz- flaugin verði mánuð í geimn- um með tvo sov- éska og einn franskan geim- fara innanborðs. Mitterrand og Gorbatsjov rædd- ust við í þrjár klukkustundir á föstu- dag og sagði talsmaður Frakklands- forseta að viðræðumar hefðu verið „mjög árangursríkar og hreinskiln- ar“, rætt hefði verið vítt og breitt um afvopnunarmál og samvinnu ríkja í austri og vestri. Hjónaerjur or- sök Qöldamorðs Manila. Reuter. FILIPPEYSKUR bóndi hefiir játað að hafa veitt forystu átta öðmm bændum í árás á kirkju á þriðjudag. 16 óvopnaðir kirlqugestir, meðal þeirra kon- ur og böra, týndu lífi og var sonur bóndans í hópi þeirra. Maðurinn segist hafa unnið ódæðið vegna þess að eigin- konan hafi neitað að sofa hjá sér af trúarástæðum. Moskvustjórnin vísar orð- rómi um fjöldamorð á bug Andrej Sakharov berast fregnir um fall 130 Armena í Kírovabad Moskvu. Reuter. SOVÉTSTJÓRNIN sagði í gær að fregnir um Qöldamorð á Armenum í Sovét-Azerbajdz- han væra úr lausu lofti gripn- ar en viðurkenndi að sex manns hefðu fallið í átökum í landinu undanfarna daga. Sov- éska andófsmanninum Andrej Sakharov, sem staddur er i Bandaríkjunum, bárust fregn- ir af því frá heimildarmönnum í Moskvu að 130 Armenar hefðu verið drepnir í óeirðun- um i Azerbajdzhan. Eiginkona Sakharovs, Jelena Bonner, hefur hvatt fólk um allan heim til að taka undir þær kröfur hans á hendur Sovétstórninni að hún verndi líf Armena sem ella geti orðið fórnarlömb þjóðarmorðs. Talsmaður Sovétstjómarinnar sagði að fjórir hermenn og tveir Azerar hefðu týnt lífi í Kírovabad og sennilega talsvert á annað hundrað særst. Hann tók það fram að ekkert manntjón hefði orðið í Jerevan, höfuðborg Sov- ét-Armeniu, þar sem mikil ólga hefur verið vegna atburðanna í Azerbajdzhan. „Sögusagnir verða sífellt til á öllu svæðinu," sagði Gerasímov um upplýsingar Sakharovs. Að sögn sovéskra mannrétt- indafrömuða hafa hópar Azera hindrað för bíla- og strætis- vagnalestar sem send var frá Jerevan til að sækja konur og börn af armenskum uppmna, búsett í Kírovobad, þar sem blóðugustu átökin hafa verið. 20 DflUÐI ALI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.