Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 Það er ekki vitlaust að láta lýsa með I Sviss tíðkast enn að lýsa með brúðhjónum. Nöfii þeirra eru hengd út í glugga við bæjarskrifstofiir þar sem þau búa og þar sem þau eru upprunnin. Þau eru einnig birt í eins konar lögbirtingablaði. Fólki er gefinn hálfúr mánuður til að fetta fingur út í fyrirætlan hjónaefiianna. Og fyrirtæki fá upplýsingar um hvað stendur til. Tæpum mánuði eftir að Zurie- h-búar gátu lesið að ég væri í giftingarhugleiðingum hringdi ókunnug kona og óskaði mér til hamingju. Hún spurði hvort að hún mætti koma og gefa mér gjöf. „Hún kostar ekki neitt,“ endurtók hún tvisvar. Ég sagði að hún væri velkomin og var viss um að hún væri frá trygg- ingarfélagi. Það höfðu nefnilega þó nokkur tryggingarfélög hringt og boðið okkur hjónaefnunum allrahanda tryggingar en án árangurs. Ég hélt að þetta fyrirtæki væri svona snjallt, konan kæmi með gjöfina og myndi svo telja mér trú um að ég þyrfti viðbótartryggingar. En mér skjátlaðist. Konan kom með kassa fullan af vörum: núðlum, hrísgrjónum, þvottaefni, tímaritum, pöntunarlista og ýmsum blaðaáskriftum. Hún var frá fyrirtæki sem annast auglýsingar fyrir vörurnar. Svona kemur það þeim inn á gafl hjá nýgiftu fólki. Ég er búin að búa í hundrað ár svo að mér fannst lítið til gjafarinnar koma. En kannski finnst nýbakaðri brúðir úr heimahúsum spennandi að prófa villihrísgijón frá Uncle Ben. Konan sagði að þau væri sérstaklega góð með kjúklinga- bringum í madeirasósu. Fyrirtæki sem sérhæfir sig í veisluundirbúningi bauð okkur aðstoð við brúðkaupsveisluna. Annað bauð að sjá um músíkina. Hið þriðja sendi þulu um ágæti þess að eyða brúðkaupsnóttunni í vatnsrúmi í sveitinni viúRínar- fljót. Og við fengum afslátt af gólfteppi í brúðargjöf frá teppa- verslun. Nú skil ég af hveiju það er enn lýst með brúðhjónum í Sviss. Allir græða eitthvað á því. HUSGflHGflK okkar á tnilli... ■ VÖKVI er jafnan fljótandi og rennur þokkalega. Þó kann- ast fólk við ýmsa vökva sem verður að beita öðrum brögðum ef færa á úr stað. Að minnsta kosti eru til sögur um ijóma sem var svo þykkur að þurfti að moka honum með skeiðum og svo er kaffi stundum sagt svo sterkt að megi skera það — eða bera þurfi fram með þvi hnífapör. Hugleiðingar af þessu tagi vöknuðu um daginn hjá nokkr- um lesendum Dags á Akureyri þegar í fyrirsögn fi-éttar var minnst á vatnsskurðarvél. Menn tóku að leggja höfúðið í bleyti og velta fyrir sér notagildi þessa verkfæris. Hvenær þarf að skera vatn? Og hvenær þarf ekki að skera vatn? Sennileg- asta skýringin var sú að þetta væri einhvers konar íssög, nefhilega til þess gerð að skera vatn í sundur eftir að búið er að fiysta það. En eins og oft vill verða kom skýring þegar fréttin var lesin. Þetta verkfæri með þessu. við- amikla nafhi reyndist vél sem getur skorið fisk eftir öllum kúnstarinnar reglum, en í stað eggjárna eru það örmjóar, kraftmiklar vatnsbunur sem skera það sem fyrir verður. Og er nokkur furða þótt einhverj- um hafi dottið í hug að vélin verðskuldaði betra nafn? ■ÓVENJU háfleyg gæs olli því að júmbóþota með 300 farþegum innanborðs varð nýlega að nauð- lenda í Gander á Nýfundnalandi. Pan American-vél var á leið frá New York til London þegar hún flaug beint á gæsina. Nef vélar- innar beyglaðist og hún varð að lenda í Gander, en það þýðir gæsarsteggur. Önnur vél varð að flyfja farþegana til London. Ekki er vitað af hveijugæsin var svona hátt uppi, 11.000 metra hæð er mjög óvenjuleg flughæð fyrir gæsir — ab. ■ UM er talað á Akureyri að breyta eigi útsölu ÁTVR og gera hana að kjörbúð. Það er vissu- lega mikil framför og örugglega kærkomin þeim sem gera mun á víni og víni. Hins vegar er ör- stutt síðan áfengisversluninni var breytt og settar upp nýjar og glæsilegar innréttingar með gamla afgreiðslulaginu. Menn eru að velta því fyrir sér hvers vegna ekki var breytt yfir í kjör- búð þá, ekki síst vegna þess að um svipað leyti var unnið að undirbúningi kjörvínbúðar í Reykjavík. En nú mun hilla und- ir þá tíð að maður geti valið sér vín í ró og næði norðan fjalla eins og í útlöndum. Séð hvað til er í búðinni og jafhvel lesið á flöskumiðana í stað þess að kaupa bara eitthvað og vera fljótur að því til að tefia ekki þá sem biða aftar í jröðinni. BRUNAÐU HHEÐ m. AUSTURRIKIS 06 FRAKKUNDS Úrvals skíðaferðir í bestu skíðalönd Evrópu! AUSTURRIKI BADGASTEIN 39.300 2 vikur. Verð frá 1717 kr. Brottför 4. og 18. febrúar. FLACHAU 69.300 Hálft fœði innifalið. Brottför 11. febrúar. MAYRHOFEN 19.900 1 vika. Verð frá M 707VIÍ kr. Brottför 17. 24. og31. desember, 7. og 14. febrúar. SAALBACH - HINTERGLEMM 76.000 2 vikur. Verð frá Hálft fœði innifalið. Brottför 18. febrúar. Flogið til og frá Salzburg. Innifalið i verði: Flug, gisting og flutn- ingur til og frá flugvelli erlendis. Staðgreiðsluverð, miðað við gengi 6. október 1988. FRAKKLAND Dalirnir þrír, eitt besta skíða■ svœði Evrópu. VAL THORENS 51.000 2 vikur. Verð frá < Brottför 25. febrúar. Flogið til og frá Genf. Innifalið í verði: Flug, gisting og flutn- ingur til og frá flugvelli erlendis. Staðgreiðsluverð, miðað við gengi 6. október 1988. FERÐASKRIFSTOFAN - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.