Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 30
- 30 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUMI SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 m KARLAR Hvemig elska á karl mann eftir góða máltíð Það er algengt hjá okkur kon- um að halda að við séum einskis virði þangað til við erum elskaðar og þráðar af karl- manni/mönnum. Við leitum eft- ir þvi í karl- manninum sem við höfum van- rækt í okkur sjálfum; sjálfs- trausti, fjár- hagslegu sjálf- stæði og styrk. eftir Jónínu Flestar konur Benediktsdóttur komast síðar að því að þær verða að finna sjálfar þá þætti sem skipta máli í lífinu. Karlmenn geta síðan, sé þess óskað, komið sem framlenging í lífið; eftirréttur að lokinni vel heppnaðri máltíð. Svo virðist sem margir karl- menn vilji hafa einhverskonar vald yfir konum en vlrða síðan mest þær konur sem hafa vald á sjálfum sér. Þær hinar sömu og þeir svo heima hjá sér kalla frekjur eða sköss. Þýðir það þá að karlmennskan svokallaða sé sprottin af upprunalegu aðferð- inni hans Adams? Þ.e. konan undir en karlinn ofan á. Þeir halda ef til vill að okkur konun- um finnist þægilegast að eiga aldrei neitt frumkvæði. Boð- skapur uppeldisbókmenntanna fyrir stúlkur er að vísu að gift- ast prinsum. Þær giftust prins- inum og þar með var sagan ekki lengri. Þá fyrst hefðum við um eitthvað að tala, hugsa, skrifa eða rifast. Eins og Guðrún Helgadóttir byijar svo fallega i bók sinni um Gunnhildi og Glóa, „Alltaf er einhver einhvers stað- ar að gráta.“ Þar var ekkert hjónaband, aðeins tvær sjálf- stæðar konur í lifsbaráttunni og álfastrákar (í „eftirrétt"). „Það eitt að eiga mann eða vera með manni gerir þig ekki hamingju- sama," segir sálfræðingurinn Sonya Friedmann, „konur verða að þroska sig sem algjörlega óháðar verur, þá fyrst geta þær notið þess að vera í sambandi með öðrum.“ Hvernig ætli Öskubusku t.d. gangi að elda lifur án þess að eiga lauk eða rjóma eins og Bryndisi Schram forðum? Ætli prinsinn hennar hafi boðið gest- um í mat án þess að láta hana vita? Ætli hún hafi fengið einn munnbita af lifur eins og frú Bryndís eftir „lifrarfundinn“? Eitt er víst, Bryndís hagaði sér eins og fyrirmyndar eiginkona (hefði nú bara Ólafur Ragnar vott af hæfileikum Hans Klaufa, þá hefði Bryndís fengið nægan mat). En . . . Æ, æ, við rekumst enn á konur sem hengja sig á prinsa á hvítum hestum; konur sem trúa meira á Gunnlaug í Stjör- numiðstöðinni heldur en á eigin hæfileika. Þvílík niðurlæging að halda að einhver annar en þú getir mótað þina eigin framtið. Aðferðin hennar Evu, þ.e. konan undir en karlinn ofan á, dugar ekki á krepputímum enda konur farnar að láta illa við karlmennina. Þær eru margar hveijar farnar að brölta og vilja koma sér þægilega fyrir til hliðar eða á toppnum. Þær skipuleggja, taka áhættu, útfæra, koma í verk, stjórna og eru farnar að láta drauma sína rætast. Það eitt að eiga draum eru forrétt- indi. Ef hægt er að ímynda sér eitthvað er hægt að láta það rætast, sama hvaða tegund hormóna er ráðandi í líkaman- um. Ánægð konan elskar best t.d. með þessum aðferðum: gönguferð í Heiðmörk, kvöld- verð í Viðey, nuddnámskeiði, samsöng, t.d. Öxar við ána, og að kveikja upp í arninum og hlusta á Bolero . . . Hafliði Vilhelmsson rithöfundur. Morgunblaðið/Sverrir „Gleymdu aldrei að ég elska þig“ —Spjallað við Hafliða Vilhelmsson rithöfund Einn er sá rithöfundur sem lítið hefur auglýst bækur sínar. Þó var eitt sinn prentaður kafli úr einni bók hans utan á plastpoka en raunin varð sú að fáir lásu á pokana! Þetta er Hafliði Vilhelmsson, maður sem bregður fyrir sig glettnistón hvenær sem tækifæri gefst. Fyrsta bókin hans „Leið tólf Hlemmur-Feli“ kom út árið 1977. Árið eftir kom út önnur bók hans og hét hún „Helgalok". „Sagan um Þráin“ kom út 1981 og fjórum árum síðar kom út bókin „Beygur". Nú er væntanleg á markaðinn fimmta bók Hafliða sem ber það fallega heiti „Gleymdu aldrei að ég elska þig“. Hana skrifaði hann að mestu i París- arborg árið 1987 en Hafliði hefur búið erlendis síðastliðin þijú ár. Fyrsta bók hans varð mjög vinsæl en höfundur heldur því fram sjálfur að hann hafi verið frægur í „langt korter" eftir að bókin kom í búðir. Segja má að allar bækur hans ein- kennist af launfyndni og er víða sleg- ið á létta strengi þrátt fyrir að bæk- umar Qalli um alvarleg efni. En hvaða sögu segir nýja bókin? „Þetta er saga um samruna tveggja sálna sem elskast hafa öll hin fyrri líf. Aðalsöguhetjan sem er svolítið stirð á geðsmunum hefur leit- að að ástinni sinni í áraraðir þar til að hann finnur hana á vinnuhæli fyrir þroskahefta. Þetta er bók fyrir hjartahlýjar konur og raunar mætti setja hana í flokk með „Rauðu Ástar- sögunum". —Kveikjan að bókinni? „Það má kannski segja að ég skrifi fyrir konumar í Gunnars Majo- nesi. Eg vann þar eitt sinn og þá uppgötvaði ég að það var ekki skrif- að nógu vel fyrir góðar konur.“ —Af hveiju gefur þú hana út sjálf- ur? Ég er mjög seint á ferðinni, það er ein ástæðan. Reyndar kýs ég sjálf- ur að ráða öllu hvað bókina varðar. Að gefa út sjálfur þýðir meira frelsi, minni sölu, meiri blankheit en frelsi verður seint metið til fjár“. —Finnst þér Reykjavík hafa breyst fra því að þú komst hér síðast? „Já fólkinu hefur fækkað á gang- stéttunum en fjölgað í bílunum, og ég hitti ekki lengur marga upprétta menn, því flestir mæna á mann í gegn um bílrúður og hugsa eflaust: Hvenær ætli þessi hafí misst prófíð! En Reykjavík hefur að vissu leyti fríkkað eins og brunninn tanngarður þar sem fyllt hefur verið upp í verstu götin með silfri“. Skemmtir Islendingum á sólarströnd Það kannast fleiri þús- und Islendingar við Angel Fern- andez. í mörg ár starfaði hann sem plötusnúð- ur á Mallorka og nú rekur hann eigin bar á Kanaríeyjum. Það er „Terrace Fun pub“ sem staðsettur er í Yumbo versla- namiðstöðinni á Ensku strönd- inni, en þangað venja íslending- ar gjarnan kom- ur sínar. Á barnum hans geta menn hlustað á íslenska tónlist, sötrað „svarta dauða“ og notið framandleikans án þess að þjást nokkurn tíma af heimþrá. Angel ber íslenskum ferðalöng- um vel söguna, þeir séu hvorkir fúlir né nískir eins og Þjóðveijar, ekki eins andstyggilegir og Bretar og verði þeir aldrei svo ofurölvi sem Finnar. Ýmsar sögur átti hann í pokahorninu af íslending- um á sólarströnd og látum við eina fljóta hér með. Morgunblaðið/Þorkeíl Angel Fernandez keypti plötur með ýmsum íslenskum hljómlistar- mönnum meðan á dvöl hans á ís- landi stóð. Bóndi nokkur norðan úr landi hafði oft þvælst um á barnum hans og í næsta nágrenni. Sá átti í basli með tennur sínar en þær voru því miður ekki áfastar gómn- um. Áttu þær það til að tínast og finnast síðan á ólíklegustu stöðum. Eitt sinn eftir mikla leit fundust þær í peningakass- anum! Hvort þær höfðu verið teknar í pant á gleðistundu fylgir ekki sög- unni. I annað skipti hafði einhver hugmyndaríkur hengt tennurnar upp í bananatré og þar fundust þær nartandi í einn bananann! Angel íslandsvinur tók sig til og keypti snúru handa bóndanum, hengdi hana um háls hans og batt við tanngarðinn. Það reyndist heillaráð og fór norðanmaðurinn með allar tennur aftur heim til íslands. HUND AKUNSTIR Neró Þeim hjónum fannst það athyglis- vert að hér á landi bruggi menn bjór stórum hópum en hinsvegarværi bannað að selja hann. Því færu íslenskir matargest- ir, sem annars hafa látið mjög vel af þessum mat, mikils á mis á Kreólakynn- ingunni á Amarhóli. Bob og Karen halda aflandi brottídag, sunnudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kreólamatur er það sem New Orleansbúar hafa borðað síðustu 250 ár og er jafn hefð- bundin list og tónlist þeirra, jazz- inn. Það sem er merkilegast við Kreólamat er ekki aðeins bragðið sem er eitt það ljúf- fengasta sem um getur held- ur og sérstak- lega hvemig matartilbún- ingi er háttað. Máltíðimar em oft sambland af ólíkasta góðgæti og er það notað aftur án þess að um sömu máltíð verði að ræða. Þessi VEITINGAHUS „ Að borða Kreólamat er ævintýri líkast“ matargerðar- list hefur orðið fyrir áhrifum hvaðanæva að, svosem frá Frakklandi og Spáni. Hér á landi eru stödd þau Bob og Karen Cohn en þau stýra matreiðsluskóla í New Orle- ans. Þessa dagana kynna þau þessa matarbylgju á veitingahús- inu Arnarhól. Hvemig lýsa þau Kreólamat? „Að borða Kreólamat er ævin- týri líkast. Það má líkja honum við flugeldasýningu. Stundum er maturinn vel kryddaður, en bragð- inu gleyma menn ekki. Við borð- um ekki til þess að lifa heldur lif- um til þess að borða,“ segir Bob og það má til sanns vegar færa þar sem Kreólamáltíð er ekki að- eins matur heldur stór hluti af menningu þeirra New Orleansbúa en þar borða menn matinn undir „dixieland jazz“ músík og sötra Kreólabjór til bragðbætis. fer í sendiferð Þegar þú nennir ekki sjálfur í sjoppuna hvern sendir þú þá? Yngra systkini, börnin þín eða kvabbar þú í villingunum í næstu íbúð? Að minnsta kosti dytti þér tæplega í hug að hundurinn þinn gæti erindað fyrir þig, og keypt kaffipakka eða gotterí! í Hafnarfirði býr ung stúlka, Elín Sigurðardóttir að nafni. Hún á ásamt bróður sínum Pétri, tveggja og hálfs árs gamlan Kollí- hund sem heitir Neró. Það eitt er svosem ekki í frásögur færandi en hitt er þó merkilegra að síðan nú í haust hefur hún þjálfað Neró í að fara í sjoppuna fyrir sig og versla það smáræði sem hana vantar. Að sjálfsögðu fer Neró með tossamiða og er miðinn ásamt peningum settur í poka sem hann ber í kjafti sínum. Þegar heim er komið á Neró von á hundasúkkul- aði enda þarf að hrósa honum fyrir viðvikið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.