Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 20
Saga Benazirs: Hvernig hún reyndi að bjarga lífijoöursíns * Um svipað leyti lézt faðir hennar í fangelsi í Rawalpindi í nokkurra kílómetra fjarlægð. Náði ekki andanum „Nei! Nei!“ hrópaði Benazir sam- kvæmt útdrætti í The Observer. „Ég náði ekki andanum, vildi ekki anda. Pabbi! Pabbi! Mér var kalt, svo kalt, þrátt fyrir hitann, og ég gat ekki hætt að skjálfa." í dögun tilkynntu mæðgurnar að þær væru reiðubúnar að fylgja hin- um látna til grafar í kirkjugarði ættfeðranna. Fangavörður, sem þær sneru sér til, sagði. „Þeir hafa þegar farið burt með líkið til að láta grafa það.“ „Án fjölskyldunn- ar?“ spurði Benazir reið ... Fangelsisstjórinn afhenti fátæk- lega muni fangans í dauðaklefan- um: slitin föt, sem hann hafði feng- ið að ganga í þegar hann neitaði að klæðast fangabúningi á þeirri forsendu að hann væri pólitískur fangi en ekki ótíndur glæpamaður, matarskrín, en hann hafði neitað að borða í 10 daga, sængurfatnað, sem hann fékk ekki að nota fyrr en slitnir vírar í beddanum meiddu hann í bakinu, drykkjarílát ... Vörðurinn afhenti ekki hring hans fyrr en Benazir krafðist þess. „Hægt andlát," tautaði vörðurinn. „Hann fékk mjög hægt andlát." Burðarmenn fjölskyldunnar, Basheer og Ibrahim, komu og Bas- heer hrópaði náfölur af reiði þegar hann sá föt húsbónda síns: „Ya, Allah! Ya, Allah!. Þeir drápu sahibl Þeir drápu hann!“ hrópaði hann. Allt í einu þreif hann benzínbrúsa og hellti úr honum yfir sig. Hann virtist ætla að kveikja í sér og móðir Benazir gat með naumindum komið í veg fyrir það. Féllust hendur „Ég stóð dofin fyrir framan að- stoðarfangavörðinn og hélt á litlum eftir Guðm. Halldórsson BENAZIR BHUTTO, sigurvegari kosninganna í Pakistan á dögunum, segir í nýútkominni bók, Dóttir austursins, að hana hafí grunað að faðir hennar, Zulfikar Ali Bhutto fv. forsætisráðherra, hafi ekki verið hengdur eins og tilkynnt var á sínum tíma, heldur að hann hafi látizt eftir ryskingar í dauðaklefanum. Þó vill hún ekki að lík hans verði grafið upp, svo að hægt verði að ganga úr skugga um dánarorsökina; hún vill heldur að hann fái að hvíla í friði. Benazir Bhutto: „Hvernig gat ég haldið áfram?“ Zulfikar Ali Bhutto: „Kom á lýð- Benazir hefur eftir þjóni, sem sá um útförina, að engin merki þess að faðir hennar hafi verið hengdur hafi sézt á líkinu. Hann var ekki hálsbrotinn, en undarlegir, rauðir og svartir deplar voru á háls- inum. Benazir kveðst því „hallast að því“ að þær fréttir séu réttar að liðsforingjar hafi slegið föður hennar niður, þegar þeir reyndu að neyða hann til að undirrita ,játn- ingu“ nokkrum klukkustundum áð- ur en taka átti hann af lífi. Mohammed Zia-ul-Haq hers- hofðingi, sem fórst í flugslysi fyrir þremur mánuðum, steypti Zulfikar Ali Bhutto af stóli í byltingu hers- ins 1977. Samkvæmt opinberum yfirlýsingum var Bhutto, sem var voldugur landeigandi, hengdur fyrir morð snemma morguns 4. apríl 1979. í einum áhrifamesta kafla bókarinnar lýsir Benazir Bhutto því hvemig hún hafi vaknað skelfingu lostin klukkan tvö um nótt í yfir- gefnum æfingabúðum lögreglunnar í Sihala, þar sem hún og írönsk móðir hennar, Nusrat, voru í haldi. !itliUlllLiIll}ji]ilUlllllllÍllli!IIUli!SliitUtlI!i!iiitiíl!llilil!ilkIilliill!ll}UlilklitÍÍlÍ>ilHlkltiilkÍlklitliftilllliitltiiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.