Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fuiltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 70 kr. eintakið. Breytingaskeið í stjómmálabaráttu Síðustu daga hafa birst nið- urstöður tveggja skoðana- kannana um fylgi stjómmála- flokkanna og stöðu ríkisstjóm- arinnar. Rúm vika leið á milli þess að leitað var eftir viðhorfí almennings. Sveiflumar í fylg- inu eru á vinstra kanti stjóm- málanna, þar sem uppstokkun verður á fylgi milli Kvennalista, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Vinsældir Sjálfstæðis- flokksins aukast lítillega en þó hefiir flokkurinn ekki fengið þann byr í seglin sem kannanir fyrir fáeinum vikum gáfu vísbendingu um. Nýafstaðin kosningabarátta í Kanada var góð áminning um það, hve sveiflumar geta orðið miklar og skjótar í afstöðu al- mennings. Við upphaf barátt- unnar var helsta stjómarand- stöðuflokknum, Fijálslynda flokknum, spáð hmni. Um mið- bik kosningaslagsins þótti líklegast að Frjálslyndi flokkur- inn sigraði. Úrslit kosninganna urðu síðan íhaldsflokknum í vil. Við þekkjum ekki slíkar stórsveiflur hér, þótt fram- ganga Kvennalistans í skoðana- könnunum gefí til kynna, að slfkt kynni að gerast, ef gengið yrði til kosninga hér og nú. Sjónvarpskappræður kanad- ískra flokksleiðtoga vom taldar hafa ráðið mestu um uppgang fíjálslyndra á tímabili. Nú þakkar Alþýðublaðið það skrautsýningu á flokksþingi krata, að fylgi flokks þeirra jókst á milli þeirra tveggja kannana, sem hér em til um- ræðu. Aður hafði blaðið þó skammast sín í leiðara fyrir daðrið við framsókn á flokks- þinginu. Ætla kratar að halda áfram á framsóknarbrautinni til að styrkja stöðu sína? Sveiflur af þessu tagi setja svip sinn á daglega stjóm- málaumræðu og baráttu. Að því leyti geta niðurstöður kann- ana gefíð tóninn. Hitt er þó ekki síður mikilvægt að meta rétt aðrar vísbendingar, sem kannanimar gefa. í Morgun- blaðinu í fyrradag er birt sund- urgreining á niðurstöðum í könnun Félagsvísindastofnun- ar. Þar kemur ýmislegt forvitni- legt í ljós: Sjálfstæðisflokkurinn hefur verulega styrkt stöðu sína í Reykjavík frá því í þingkosn- ingunum í fyrra, hann er í sókn á Reykjanesi en tapar fylgi á landsbyggðinni. Sjálfetæðis- flokkurinn er með afgerandi hætti vinsælastur meðal þeirra sem em 18 til 24 ára, en þarf að gæta sín á sókn Framsókn- Milli húsanna rísa risa- stór trén einsog græn minning úr þeirri sömu mold og lagði líknsama gleymsku yfir glæpi og þjáhingu liðinna alda. Hún blasir hvarvetna við. Ég man ekki hvað ég eyddi löngum tíma í að grufla út í samanburðarmálfræðileg atriði eftir að við höfðum komið í skóbúð á Via Indipendenza. Það var einsog að uppgötva glötuðu mánuðina þijá, en nú voru þeir þurrkaðir út f huga mfnum. Og nú beindíst athyglin að einu orði, penne sem merkir víst §aðrir og ég heyri hvísl aldanna við eyru mér, sé fyrir mér fjöður- stafí og gamla menn við kálfskinn og skriftir í norðiægu landi, nýtt orð, hvísl einsog gola í laufi, scarpa eða scarpe; það er: skór, að því er stúlkan segir í skóverzluninni. Dökkhærð og brosir fallega, ekki sízt þegar hún leggst á annað hnéð og mátar. Hárið þverklíppt eínsog okkur er sagt Kleópatra hafí greitt sér. AUir skórnir of litlir og hún horfír vandræðalega á mig og segir maður þurfí ekki að vera í sokkum og bendir á nakta brúna fætur sína. Ég hristi höfuðið en býst þó ekki við mér takist að koma hugsun minni til skila en þá segir sonur minn, Við verðum að vera í sokkum HELGI spjall þar sem við eigum heima(!) Þá brosir stúlkan og bendir enn á brúna fætur sína einsog til að minna okkur á að sólin sé þó til einhverra nota; maður þurfi þó ekki að vera í sokkum og geti keypt sér of litia skó ef aðrir stærri eru ekki til og freisting- in of mikil. Kurteist fólk í Bolonía og góðlegt og engin hætta á því það sé svo uppáþrengjandi að mað- ur þurfí að hafa áhyggjur af að komið sé með exi til að höggva af manni tæmar í skóbúðum. 7 : I •; Göngum út í skuggann og sólskinið og ég er með hug- ann við scarpa. Léttir að þvi að hugsa um eitthvað annað en það sem maður hefur glatað f lífínu. Og mér tekst að einbeita mér að samanburðarmálfræðinni, minnug- ur þess sem Grímur Thomsen sagði að tungumálið er skuggsjá þess anda sem notar það. 81 Þetta er bara latína, segi ég. Líklega sama orðið og skorpa og skerpikjöt á fær- eysku. Húð sem skorpnar. Leður sem er svo mjúkt að hægt er að arflokksins inn í þá aldurshópa. Kvennalistinn hefur náð þeirri stöðu að fleiri konur styðja hann en Sjálfetæðiflokkinn. Al- þýðuflokkurinn er að stórtapa fylgi í Reykjaneskjördæmi á sama tíma og framsóknarmenn styrkja þar enn stöðu sína. Al- þýðubandalagið nýtur sáralítils fylgis meðal ungs fólks. Borg- araflokkurinn heldur áfram á niðurleið sinni. Ef þessar vísbendingar eru lagðar til grundvallar og rætt um þær á forsendum markaðs- fræðinga þá ættu konur og landsbyggðarbúar að vera sér- stakir markhópar hjá sjálfstæð- ismönnum á komandi vikum og mánuðum. Þá er sérstakt íhug- unarefni, hvemig á því stendur að svo stór hópur ungs fólks lýsir yfír stuðningi við Fram- sóknarflokkinn. Nærtæk skýr- ing er, að einmitt þessi hópur verði fyrir mestum áhrifum af skrautsýningum í sjónvarpi. Þar er Steingrímur Hermanns- son fyrirferðarmeiri en aðrir stjómmálamenn og hvað sem um efni yfírlýsinga hans má segja vekja þær umtal og at- hygli. í fjölmiðlaslag stjóm- málanna hélgar tilgangurinn oft meðalið að því er virðist. Þá ber að minnast þess, að Is- lendingar á aldrinum 18 til 24 ára hafa aldrei kynnst hafta- og skömmtunarstefnu Fram- sóknarflokksins í framkvæmd. Lofeamleg ummæli forystu- manna framsóknarmanna um ágæti opinberrar forsjár kynnu fyrr én síðar að leiða til þess að þetta unga fólk fengi nasa- sjón af afleiðingum ómengaðrar framsóknarstefnu. Þegar staða ríkisstjórnarinn- ar er skoðuð vekur athygli, að flokkamir þrír sem að henni standa ná ekki meirihlutafylgi meðal kjósenda. Á hinn bóginn segist meirihluti manna styðja ríkisstjómina. Þarna kemur enn til álita sá þáttur sem ræður æ meira í mati á stjómmálum hér eins og annars staðar, það er stundarkynning í sjónvarpi. Kosningabaráttan í Banda- ríkjunum á dögunum var háð í sjónvarpi og þar var höfðað til manna með einföldum hætti' og „smámál" gerð að aðalatriði. Þróunin er í þessa átt hér, hvort sem okkur líkar betur eða verr. tyggja það - og þá eru örlög for- feðranna að sjálfsögðu ekki langt undan; né húðimar sem þeir notuðu til að skrifa á óborganlegar frá- sagnir og breyttu í skó á fætuma; eða fætumar einsog Hallgrímur Pétursson sagði; né hungursneyð- imar sem gerðu skóna að freistandi magafylli. En nú er útlitið heldur gott. Mig hefur dreymt nokkra Sigurða und- anfamar nætur og það táknar góða daga, þykist ég vita af langri reynslu. 9Ég hef gaman af að ferð- ast, þó ferðast ég mest í • huganum. Feröast þegar ég sef og svo þegar ég er nývaknað- ur; þá er allt á ferð og flugi í huga mínum. Svonefndur veraleiki eða reynsluheimur á heldur erfítt upp- dráttar og öllu slær saman, hvemig sem ég einbeiti mér. Einkum í mikl- um hitum og þá ekki sízt í þessari fallegu borg, Bolonía sem er í aðra röndina eins konar. eftirstöðvar af fortíðinni og kannski er það ekki sízt þess vegna sem marxisminn fæddi af sér kommúnistaflokkinn einmitt þar. í þessari borg sem er saltstólpi gamallar hugsunar. M. (meira næsta sunnudag) Aflokksþingi framsókn- armanna á dögunum vitnaði Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, í einhvem ónafíigreindan viðmæl- anda sinn, sem taldi að setja yrði opinberar skorður við fjárfestingu landsmanna vegna óhófs almennings og fyrirtækja. „Þessi maður lagði til,“ sagði forsætisráðherra, „að fíárfestingarráði yrði komið á fót á ný. Þótt ég viðurkenni rökrétta hugsun þessa manns treysti ég mér ekki til að leggja það til. Ég vil enn treysta á skyn- semi opinberra aðila, einstaklinga og fyrir- tækja.“ Á hinn bóginn taldi formaður Framsóknarflokksins, að stjómvöld yrðu að hafa lagaheimildir til að taka fram fyr- ir hendur á einstaklingum og fyrirtækjum og sagði: „Það mega ekki vera nein vettl- ingatök." Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, lét einstaklinga og fyrir- tæki ekki heldur eiga neitt inni hjá sér í flokksþingsræðu sinni, þegar hann skammaðist yfír því sem hann kallaði „sól- und og braðl“ þessara aðila. Þing Al- þýðufíokksins sá ástæðu til þess í ályktun að vara sérstaklega við oftrú á mætti einkaframtaksins „við núverandi aðstæð- ur“. Flokksmenn hafa vafalaust haft skammir Jóns Baldvins í garð einstaklinga í huga, þegar þeir ályktuðu um þetta efni. „Hvers vegna allur þessi flottræfílsháttur, öll þessi sólund, allt þetta braðl?" spurði Jón Baldvin fullur hneykslunar. Eyðsla umfram efni er engum til vel- famaðar. Um þá staðreynd þarf ekki að deila. Fyrir liggur að ekki hefur verið hald- ið á málefnum ríkissjóðs, sem lýtur forsjá stjómmálamannanna, með þeim hætti að til fyrirmyndar er. Hann hefiir þó hagnast mest allra á því sem nú er kölluð sólund, bruðl og flottræfílsháttur. Kemur þetta best í ljós nú, þegar þenslan minnkar. Hvað eftir annað gengur fjármálaráðherra upp í ræðustól á Alþingi til að skýra frá sífellt meiri halla á ríkissjóði. Nú er því helst borið við að innflutningur sé ekki „nægur“ til að áætlanir um afkomu ríkis- sjóðs gahgi eftir. Þessar áætlanir vora gerðar eftir pólitískri forskrift Jóns Bald- vins Hannibalssonar sem fíármálaráðherra á sínum tíma. Halldór V. Sigurðsson, ríkis- endurskoðandi, segir að mest muni um samdrátt í tekjum ríkissjóðs af söluskatti, aðflutningsgjöldum og tekjuskatti, þegar Qárskortur ríkisins er metinn, og vegi lægri tekjur af söluskatti þar'þyngst. Um leið og stjómarherramir fárast yfír eyðslu almennings ættu þeir að sýna í verki, að þeir geti brugðist rétt við, þegar hún snarminnkar. Hvar sjást þess merki í stjóm ríkisfjármála? Hættaá haftabú- skap fyrir hendi Ætli stjómmála- menn sem fylgja sömu stefnu og þeir Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hannibals- son segjast gera núna að ná markmiðum sínum og draga úr eyðslu og fíárfestingu með harfdafli, þar sem engum vettlingatökum er beitt, grípa þeir fljótt til hafta og skömmtunar. Það er grunnt á umræðum um fíárfest- ingaráð eða Fjárhagsráð eins og það hét á sínum tíma. Um þessar mundir er að koma út bók hjá Almenna bókafélaginu, þar sem gerð er úttekt á haftaárunum á Islandi, verslunarfjötrunum sem hér voru 1931 til 1940. Bókin heitir Þjóð í hafti eftir Jakob F. Ásgeirsson, sem nú stundar nám í sögu og hagfræði við Oxford- háskóla, en hefur áður ritað Alfreðs sögu og Loftleiða og samtalsbók við Kristján Albertsson. Var bókin Þjóð í hafti unnin að frumkvæði samtakanna „Viðskipti og versljin". Á áranum 1934 til 1939 sat hér sann- kölluð haftastjóm Framsóknarflokks og Alþýðuflokks undir forsæti Hermanns Jón- assonar. Eru hagfræðingar sammála um, að hún tók algerlega skakkan pól í hæðina REYKJAVIKURBREF Laugardagur 26. nóvember og gerði kreppuna hér á landi sérstaklega langvinna og þungbæra vegna þess, að efnahagsvandamálin voru ekki tekin rétt- um tökum. Jakob F. Ásgeirsson segir: „Sett var á laggimar „Skipulagsnefnd atvinnumála" og falið að leggja fram „rök- studdar tillögur og sem nákvæmastar áætlanir . . . hvemig komið verði á föstu skipulagi á allan þjóðarbúskapinn, jafíit opinberar framkvæmdir og fyrirtæki sem atvinnurekstur einstaklinga, þannig að þau verði sem hagkvæmast rekin og aukin með hag almennings fyrir augum (Plan- ökonomi)." Álþýðublaðið kvað skipan nefndarinnar „stærsta sporið sem stigið hefur verið til þessa í áttina til þjóðnýting- ar atvinnuveganna" og bætti við: „Með starfí þessarar nefndar hefst sú stefna hér á landi að framkvæma atvinnulíf þjóðar- innar eftir áætlun." Sjálfstæðismenn töluðu um hinn rauða rannsóknarrétt og -var nefndin jafnan kölluð Rauðka. Eftir uppbyggingu Framsóknarflokks- ins í sveitum landsins voru bændur sokkn- ir í skuldir, nánast gjaldþrota við verð- fallið. En haftastjórninni þótti ekki nóg að gert að bjarga þeim frá gjaldþrqti með Kreppulánasjóði; eins og stjóm Ásgeirs Ásgeirssonar hafði gert, heldur vora nú lagðar fram stórar fíárhæðir til enn auk- innar túnræktar, enn meiri nýbyggingar og enn aukinnar framleiðslu, því land- búnaðarafurðir áttu að vera útflutnings- vörar. í anda hins fasta skipulags var land- búnaðinum svo komið á „félagslegan grandvöll" með afurðasölulögunum 1934 og hefur síðan verið í algeram viðjum. í verslunarmálunum tók stjómin upp „algert haftafyrirkomulag" eins og Ólafur Bjöms-! son komst að orði og lýst verður á þessum blöðum. Stjómskipuð fískimálanefíid átti að leysa allan vanda gjaldeyrisatvinnuveg- anna með því að stuðla að breyttri fram- leiðslu og sfldarútvegsnefnd var reist á rÚ8tum hinnar misheppnuðu sfldareinka- sölu. Á öllum sviðum þjóðlífsins færði ríkis- valdið út kvíamar stofnaðar voru ríkis- einkasölur á ýmsum innfluttum vamingi, hafín skipaútgerð ríkisins, reistar sfldar- verksmiðjur ríkisins, Gutenberg gerð að ríkisprentsmiðju, sett á fót Landssmiðja. Stjómvöld hugsuðu sér að gera þjóðina sem mest sjálfri sér næga, kjörorðið var að búa sem mest að sínu, og það svigrúm sem gafst var notað til þess að efla innlend- an neysluiðnað í skjóli vemdartolla og hafta. Þannig átti að draga úr gjaldeyris- eyðslu og skapa ný störf. Stórfelldar opin- berar framkvæmdir áttu svo að draga úr atvinnuleysi: það voru lagðir vegir, gerðar hafriir, byggðar rafveitur. En hin arðgæfa framleiðsla sat á hakanum; jafnvel at- vinnubótavinnan var ekki notuð til þess að efla útflutningsframleiðsluna heldur fólst í kleppsverkum eins og snjómokstri og gijótmulningi. Ofan á allt bættust síðan þau afdrifa- ríku mistök að búa við ranga gengisskrán- ingu allt til loka kreppunnar." Römm er sú taug Þetta dæmi stjómar Framsókn- arflokks og Al- _ þýðuflokks 1934- 1939 gekk alls ekki upp. Stjómarfarið á þessum áram hér á landi var tímaskekkja. Stjómárherramir lifðu í tilbúnum veru- leika. Margt bendir því miður til þess að hið sama geti gerst á ný. SkTautsýningar framsóknarmanna og kratá I flokksþing- um eru liður í því að forystumenn flokk- anna líta með eftirsjá til þessara langvinnu og erfíðu kreppuára. Spyija má: Eru fískvinnsla og útgerð jafn illa á vegi staddar og landbúnaðurinn 1934? Á að líta á „Stefánssjóð" núverandi stjómar sem arftaka hinnar opinberu of- stjómar og fyrirgreiðslu fyrr á árum. Gætir þess ekki í æ vaxandi mæli í sjávar- útvegi okkar, að opinberir aðilar telja sig eiga að ráða þar stóru og smáu? Umræður um að losa um hina opinberu stjóra á at- vinnulífinu sem á rætur að rekja til hafta- og skipulagshyggju fjórða áratugarins renna venjulega út í sandinn vegna oftrú- ar vinstrisinna á sllka stjómarhætti. Bolar á beit í Berufírði. Þegar vinstri -stjóm var mynduð hér 1971 og Framkvæmdastofnun ríkisins sett á laggimar og henni falið að vinna að áætlanagerð, minntu þeir tilburðir helst á það, þegar Rauðka átti að leysa allan vanda á fjórða áratugnum. Áætianabú- skapurinn var enn í upphafí áttunda ára- tugarins hugstæður framsóknarmönnum. Nú er það handaflsstjóm á fjárfestingu og innflutningi sem heillar. Fram á sjötta áratuginn var málum þannig háttað, að hvorki var unnt að fá gjaldeyri né leyfí til innflutnings nema fyrir náð og miskunn stjómarherranna. Jakob F. Ásgeirsson bendir á það í bók sinni, að verslunarhöftunum 1934-38 hafí í rauninni ekki verið ætlað að draga úr innflutningi, enda dróst hann nær ekkert saman af völdum sjálfra haftanna; höml- umar reyndust ekki strangari en svo að innflutningurinn var á þessum áram tvö- falt meiri á hvem landsmann en 1914. Jakob segin „Markmið innflutningshaft- anna virðist fyrst og fremst hafa verið flokkspólitískt. Haftastjómin réri að því öllum árum að sem stærstur hluti verslun- ar í landinu færðist á hendur S.Í.S. og það alræðisvald í innflutningsversluninni, sem höftin veittu stjómvöldum, var notað í því skyni." Til þess að ná þessu markmiði var sett sú regla, að kaupfélög skyldu „fá leyfí til innflutnings hlutfallslega eftir tölu félags- manna og heimilismanna þeirra, miðað við fjölda landsmanna." Þetta var hin svokall- aða höfðatöluregla sem miðaði að því að efla innflutningsdeild SÍS á kostnað ann- arra innflytjenda, draga verslunina með valdboði úr höndum kaupmanna. Árið 1933 voru aðeins um 10% af heildarinn- flutningi til landsins á vegum kaupfélag- anna og Sambandsins, en samkvæmt höfðatölureglunni átti hlutur SÍS að vera 23% við fyrstu útreikninga 1935 en 1938 hljóðaði krafa SÍS upp á 38% alls innflutn- ings til landsins. Lýsir Jakob F. Ásgeirsson þessu öllu nánar, en hann telur þessa vald- beitingu ekki eiga sér neina hliðstæðu í íslenskri stjómmálasögu: Höfðatölureglan, sagði dr. Oddur Guðjónsson, „er hin lævís- asta svikamylla sem hægt er að hugsa sér, enda fullkomið einsdæmi og þekkist í engu menningarlandi öðra en Islandi." Varla hefur farið fram hjá neinum, sem fylgist með íslenskum stjómmálum líðandi stundar, að vandi SÍS skiptir verulegu máli í öllum aðgerðum rikisstjómarinnar. SÍS er enn eins og fyrir fímm áratugum fjöregg Framsóknarflokksins og forystu- menn hans taka nú eins og þá mið af hagsmunum SÍS við allar ákvarðanir sínar um efnahags- og atvinnumál. Og nú er Ólafur Ragnar Grímsson, fíármálaráð- herra, farinn að tala á þann veg að SÍS kunni að líða undir lok (af hveiju sagði hann ekki Framsóknarflokkurinn?). Hljóta þau orð að vera fyrirboði einhverra „björg- unaraðgerða". Valur Amþórsson, formað- ur stjómar SÍS, telur þörf á opinberum styrkjum við dreifbýlisverslun. Horftum öxl til framtíðar Heitstrengingar forystumanna Framsóknarflokks og Alþýðuflokks þess efnis, að þeir ætli að láta hendur standa fram úr ermum við að stemma stigu við einkaframtakinu og njóta til þess stuðnings mesta afturhaldsins í íslenskum stjómmálum, Alþýðubandalagsins, lofa ekki góðu um framhaldið, ef tekið er mið af sögunni. Þeim mun brýnna er að taka mið af henni vegna þess að þeir Steingrím- ur Hermannsson og Jón Baldvin Hanni- balsson horfa um öxl til þeirrar framtiðar, sem þeir ætla að skapa. Þar að auki hefur Steingrímur sagt, að vestrænar leiðir i stjóm efnahagsmála henti ekki íslenskum þjóðarbúskap. Þær leiðir sem þá yrðu fam- ar eru i anda forsjárhyggjunnar sem blómstraði hér á tímum haftastjórnarinnar á fjórða áratugnum. Á mánudag vann íhaldsflokkur Kanada góðan sigur í þingkosningum undir forystu Brians Mulroneys. í fyrsta sinn í kanadískri stjómmálasögu á þessari öld situr sami forsætisráðherra íhaldsflokks- ins þar í landi í tveimur meirihlutastjómum sem taka hvor við af annarri. í Kanada var einmitt tekist á um það, hvort fara ætti sér-kanadíska leið í stjóm efnahags- og atvinnumála eða halda áfram á þeirri braut sem Mulroney hafði markað með fríverslunarsamningnum við Bandaríkin. Hin nýja stjóm Mulroneys hefur umboð kjósenda til að staðfesta samninginn, sem á eftir að opna landamæri Bandaríkjanna og Kanada fyrir viðskiptum á öllum svið- um. Einangrunar- og haftastefnunni var hafnað þar eins og henni hefur verið hafn- að í Evrópu, þar sem myndast 320 millj- óna manna markaður á árinu 1992; sam- eiginlega mynda Bandaríkjamenn og Kandamenn ekki „nema“ 267 milljóna manna markað. Það væri í samræmi við fyrri reynslu okkar af samstjóm framsóknarmanna og krata að nú yrði farið inn á allt aðrar brautir en taldar eru skila bestum árangri í nágrannalöndunum. Hér yrði einangr- unarhyggja sem er fylgifískur skömmtun- ar og hafta ofan á, þegar aðrir eru að opna efnahagskerfí sín og atvinnulíf. Þeir sem með stjómartaumana fara hefðu gott af að lesa þó ekki væra nema einkunnar- orðin f bók Jakobs F. Ásgeirssonar, Þjóð í hafti, en þau eru eftir dr. Þorkel Jóhann- esson, fyrrum háskólarektor, og svohljóð- andi: „En höfuðgildi sögunnar, þeim sem kynna sér hana, eru rök þau, er hún legg- ur fram til vamaðar eða hvata seinni kyn- slóðum, er þær eiga um að velja kjör og kosti í sínu lífí, skapa sjálfum sér örlög. Frá þessu sjónarmiði er hagsagan veiga- mesti þáttur þjóðarsögunnar. Hún er und- irstaða þess, að hægt sé með réttu ráði að færa sér í nyt reynslu kynslóðanna." „Þetta dæmi stjórnar Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks 1934-1939 gekk alls ekki upp. Stj órnarfarið á þessum árum hér á landi var tíma- skekkja. Stjórnar- herrarnir lifðu í tilbúnum veru- leika. Margt bendir því miður til þess að hið sama geti gerst á ný. Skrautsýning- ar framsóknar- manna og krata á flokksþingum eru liður í því að for- ystumenn flokk- anna líta með eft- irsjá til þessara langvinnu og erf- iðu kreppuára.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.