Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 11 Erlendir sérfræð- ingar hafa þó svo miklar áhyggjur af þessari þróun að ákveðið hefur verið að gera út umfangsmikinn rannsóknarleið- angur í byijun janúar á næsta ári. Þá munu yfir eitt hundrað banda- rískir vísindamenn, með aðalbæki- stöðvar í Stavangri í Noregi og á Ellesmere-eyju í Kanada, hefja efnafræðilegar athuganir á heið- ■ hvolfinu yfír norðurpólnum og verð- 1 ur ekkert til sparað. Auk hinna I sérstaklegu útbúnu stöðva á jörðu niðri verða notaðar flugvélar, loft- | belgir og Nimbus 7-gervitungl til að safna upplýsingum og loftsýnum j úr heiðhvolfínu. A sama tíma hafa sovéskir vísindamenn í hyggju að mæla og athuga þetta sama fyrir- brigði og verða þeir með bækistöðv- ar í Síberíu norðanverðri, á Franz Josef-landi, eyjaklösum og sam- felldum ísbreiðum í Norður;íshafí, norður af Novaja Zemlja. í þessu sambandi má einnig geta þess að hópur íslenskra vísindamanna mun sækja ráðstefnu í Leningrad um miðjan desember þar sem flaliað verður um lífríki og umhverfísvemd á norðurslóðum, þar á meðal hugs- anleg áhrif ósoneyðingar á þessu svæði. Eyðing af manna völdum Ósonlagið, sem umlykur jörðina í heiðhvolfínu, næst fyrir utan veðrahvolfíð, skýlir mönnum, dýr- um og gróðri fyrir skaðlegum út- fjólubláum geislum sólarinnar. Óson var fyrst uppgötvað um miðja síðustu öld og á sjötta áratug þeirr- ar aldar var staðfest að efnið væri sameind með þremur súrefnisfrum- eindum. Það var þó ekki fyrr en um 1930, að mönnum varð ljóst hið margþætta hlutverk þess í loft- hjúpnum, þar á meðal þeir eiginleik- ar að gleypa útfíólubláa geisla sól- arinnar. Fyrir tæpum tveimur ára- tugum fóru vísindamenn að gera því skóna að útblástur úr hraðfleyg- um þotum í heiðhvolfi gæti komið af stað efnahvörfum sem eyddu ósonlaginu. Árið 1974 komu tveir vísindamenn, dr. F. Sherwood Row- land hjá Kalifomíuháskóla og dr. Mario J. Molina, sem nú starfar við Jet Propulsion-rannsóknarstofuna í Pasadena, fram með þá tiigátu að klórflúorkolefni, CFC (s.s. freon) og kolefnasambönd sem innihalda bróm (s.s. halon), leystust ekki upp og gætu með tímanum svifíð upp í heiðhvolfið og hrundið af stað efna- fræðilegu ferli, sem eyddi ósonlag- inu. Þeir sýndu einnig fram á að klórefíiin brotnuðu seint niður í gufuhvolfínu og gætu virkað aftur og aftur þannig að hver einstök sameind gæti eytt tugum og hundr- uðum sameinda af ósoni áður en hún verður óvirk, sem getur tekið allt að heilli öld eftir því hvert efn- ið er. Þessi efni er meðal annars að fínna í kælikerfum, frauðplasti og úðabrúsum af ýmsu tagi. í Iq'ölfar þessara uppgötvana var hafín barátta gegn notkun klórflú- orkolefna og hefur sú barátta borið nokkum árangur. Meðal annars hafa fyrirtæki í efnaiðnaði gert til- raunir með ný skaðlaus efni í stað hinna og nýjustu fréttir frá Bret- landi herma að hafin sé framleiðsla á slíku efni, sem sé með öllu skað- laust ósoni. Stjómvöld margra landa hafa heitið átaki í þessum efnum og alþjóðasamningar hafa verið gerðir um verndun ósonlags- ins. Ljóst er þó að við ramman reip er að draga því nú þegar leika hættuleg efni lausum hala í gufu- hvolfinu og eiga eftir að hafa áhrif á næstu ámm og áratugum. Það verður heldur ekki gert með ein- földu pennastriki að stöðva og ger- breyta framleiðslu svo algengra efna sem hér um ræðir, en árleg framleiðsla þeirra hefur verið rúm milljón tonn á undanfömum ámm. Að vonum velta menn því nú fyrir sér, hvort of seint hafí verið í rass- inn gripið hvað .varðar stöðvun á framleiðslu þessara efna. Árið 1982 uppgötvaði rannsókn- arleiðangur Breta á suðurskautinu Hlutir með ósoneyðandi efnum 'V' r Þessi algengu hiutir hafa að geyma efni, sem talið er að valdi eyðingu á ósonlaginu, enda em nú uppi alvarlegar umræður um bann við notkun þeirra. Morgunblaðíð/RAX að gríðarstórt „gat“ hafði skyndi- lega myndast á ósonlaginu yfír suð- urheimskautinu. Þessi geigvænlega uppgötvun kom vísindamönnum gjörsamlega í opna skjöldu, en þótti hins vegar styrkja tilgátu dr. Row- lands og dr. Molina. Mörgum þótti nú ljóst að CFC-efnin væm orðin virk í heiðhvolfínu og farin að vinna á ósonvemdarslæðunni af meiri krafti og hraða en nokkum hafði órað fyrir. Vísbendingar um sam- svarandi þynningu á ósonlaginu yfír norðurpólnum em því síður en' svo uppörvandi fyrir okkur íslend- inga og þær þjóðir sem byggja norð- lægar breiddargráður, i Kanada, Skandinavíu og Sovétríkjunum, enda telja vísindamenn vaxandi líkur á því að heilsu manna og dýra á þessum slóðum geti, áður en langt um líður, verið hætta búin af völd- um ósoneyðingar, að því er fullyrt er í Science Times. í því sambandi er meðal annars bent á, að útfjótu- bláir geislar sólarinnar geti valdið húðkrabbameini og augnskemmd- um hjá mönnum, eyðingu gróðurs og margra dýrategunda, sem ylli vemlegri röskun á fæðukeðjunni. Náttúrufyrirbæri? Ekki em þó allir sérfræðingar á einu máli um að eyðing ósonlagsins sé af manna völdum. í þeim hópi er dr. Þlór Jakobsson veðurfræðing- ur. „Sannleikurinn er sá að kenn- ingar um náttúmlegar orsakir án hlutdeildar mannsins em einnig uppi til jafns við mengunarkenning- una. Hinar náttúmlegu orsakir geta ýmist verið aflfræðilegar, þar sem gengið er út frá áhrifum loft- strauma, eða efnafræðilegar, þar sem efnahvörf og ljósefnafræðileg ferli em ráðandi. Kenningin um náttúmlegar orsakir byggir á því að mjög skammt er síðan marktæk- ar rannsóknir á ósonlaginu hófust og því ekki loku fyrir það skotið að menn séu nú fyrst að uppgötva náttúmlegar sveiflur sem alltaf hafa átt sér stað með vissu milli- bili. Ég er svo jarðbundinn að ég hallast frekar að þessum kenning- um en mengunarkenningunni þótt auðvitað sé full ástæða til að vera á varðbergi og stöðva framleiðsiu á vafasömum efnUm. Við óhreink- um vissulega í kringum okkur én ég held þó að maðurinn sé ekki orðinn það öflugur að hann breyti fullkomlega umhverfinu með þess- um hætti. Þegar menn hafa starfað við veðurfræði í aldarfjórðung hafa þeir séð ýmsar hreyfíngar koma og fara. Einn áratuginn em allir að búast við ísöld og næsta áratug er allur ís að bráðna. Við höfum dæmi um að veðurfar getur breyst frá einni öld til annarrar en hér emm við að tala um fyrirbæri sem menn vissu ekkert um fyrir hundrað ámm og mjög lítið fyrir fímmtíu áram. Ég er því undir niðri vantrúaður á að þetta sé mannanna verk. Hitt er svo annað mál að ég tel mjög brýnt að fylgjast með þróun þess- ara mála og að æskilegt sé, að rann- sóknir á lofthjúpi jarðar verði efldar hér á landi," sagði Þór. Óvissa ríkjandi Sigurbjörg Gísladóttir, deildar- efnafræðingur hjá Mengunarvörn- um Hollustuvemdar ríkisins, sagði að enn væri mikil óvissa ríkjandi um hvort kenningar um eyðingu ósonlagsins yfír norðurpólnum ættu við rök að styðjast. „Ég held hins vegar að óhætt sé að fullyrða að þynning ósonlagsins yfír norður- pólnum geti aldrei orðið í sama mæli og yfír suðurheimskautinu vegna landfræðilegra og veður- fræðilegra aðstæðna. Það sem með- al annars flýtir fyrir hinum efna- fræðilegu ferlum, sem talið er að gætu valdið þynningu á ósonlaginu, em skýjamyndanir úr ískristöllum í heiðhvolfinu, sem gætir í mun minna mæli hér norðurfrá en yfir suðurheimskautinu þar sem loft er kaldara og kyrrara. Hins vegar er losun freona og halona út í and- rúmsloftið vissulega áhyggjuefni. Jafnvel þótt alþjóðlegar aðgerðir séu nú í gangi til að stöðva þessa þróun mun magnið í andrúmsloftinu samt aukast á næstu áratugum vegna þess að það tekur ákveðinn tíma að draga úr notkuninni og auk þess em freon bundin í ýmsum öðmm efírnm, svo sem frauðplasti, sem eiga eftir að berast út í and- nímsloftið þegar þeim verður eytt. Á það ber einnig að líta að það tekur nokkur ár fyrir þessi efni að berast úr veðrahvolfínu yfír í heið- hvolfíð þannig að við eigum eflaust eftir að upplifa enn meiri þynningu á ósonlaginu yfir suðurheimskaut- inu á næstu áratugum. Hvað varðar hættuna á samskonar þróun jrfír norðurpólnum má geta þess að menn hafa orðið varir við að óson- magn yfir norðlægum breiddar- gráðum hefur minnkað um nokkur prósent yfír vetrarmánuðina, en ekki er enn vitað með vissu um orsökina," sagði Sigurbjörg. Hún sagði að niðurstöður nýjustu rann- sókna yfír suðurpólnum bentu ein- dregið til að ósoneyðingin væri af völdum áðumefndra efna, en ekki náttúmlegt fyrirbrigði. Trausti Jónsson veðurfræðingur telur að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af eyðingu ósonlagsins, ef hún verður ekki meiri en orðið- -er. „Áhyggjuefnið er hins vegar að þessi CFC-efni, sem safnast hafa fyrir í heiðhvolfinu, geta virkað aft- ur og aftur og haldið áfram að valda skaða jafnvel þótt engu yrði bætt við.“ Trausti tekur hins vegar undir þær skoðanir Þórs Jakobssonar að ekki sé einsýnt að þessi þynning ósonlagsins, sem mælst hefði við suðurheimskautið, væri eingöngu vegna mengunar af manna völd- -um.„Það sem flækir málið svolítið em vangaveltur um hvort sólbletta- OPIIMBERAR AÐGERÐIR TiDögur á þingi, neflndarskipan og bæjarstfórnarsamþykkt Á síðasta þingi flutti Álfheiður Ingadóttir, varaþingmaður Al- þýðubandalagsins, tillögu til þingsályktunar um vemdun ósonlagsins. Meðflutningsmenn voru þingmennimir Hjörleifur Guttormsson og Steingrimur J. Sigfusson úr sama flokki. Itillögunni var m.a. gert ráð fyr- ir að þáverandi ríkisstjóm yrði falið að gera þegar ráðstafanir til að draga úr notkun óson-eyðandi efna hér á landi, að hefja án tafar þáttöku í sameiginlegu átaki ann- arra Norðurlandaþjóða í þessum efnum, að efna til samstarfs opin- berra stofnana og sérfræðinga til að gera áætlun um hvemig draga mætti úr og hætta notkun óson- eyðandi efna og staðfesta svo fljótt sem við yrði komið Montre- al-samninginn frá 1987 um vemd- un ósonlagsins og Vínarsamning- inn frá 1985 um sama efni. Fylgi- siqal með tillögunni var erindi sem Sigurbjörg Gísladóttir efnafræð- ingur hafði flutt á ráðstefnu Al- þýðubandalagsins 1987, þar sem þessi mál em reifuð allítarlega. Á þinginu þar áður hafði mál þetta verið til umræðu í tiléfni af þings- ályktunartillögu sem Ásta R. Jó- hannesdóttir flutti með stuðningi þingmanna allra þingflokka. Frið- rik Sophusson, þáverandi iðnaðar- ráðherra, skipaði svo nefnd síðast- liðið sumar til að kanna og gera áætlanir um hvemig draga megi úr notkun efna sem talið er að valdi eyðingu ósonlagsins. Þess má svo geta, að á fundi bæjarstjómar Húsavfkur hinn 8. nóvember síðastliðinn flutti Sigur- jón Benediktsson varabæjarfull- trúi Víkveija tillögu þess efnis að heilbrigðisfulltrúa yrði falið áð kanna notkun óson-eyðandi efna á Húsavík og skila áliti um hvem- ig koma megi í veg fyrir notkun slíkra efna, ef könnunin leiði í ljós mikla notkun þeirra í bænum. Tillagan var samþykkt í bæjar- stjóm Húsavíkur. Ekki er kunn- ugt um að önnur bæjarfélög hafí gert samþykktir í þessa vem að svo stöddu. tímabilið svonefnda geti hugsan- lega átt einhvem þátt í þessum sveiflum. Það felur í sér að sólblett- ir em í hámarki á um það bil 11 ára fresti og það vill svo til að þeg- ar þessi breyting var fyrst mæld við suðurheimskautið 1979 vom þessir sólblettir í hámarki. Síðan þá hefur ósoneyðing aukist en jafn- framt hefur sólgeislunin farið minnkandi þannig að það hafa ver- ið uppi vangaveltur um hvort eyð- ingin kunni eitthvað að fylgja því. Aftur á móti fara sólblettir nú aftur vaxandi og með hveiju árinu dregur úr líkum á þeirri skýringu." Aðspurður um hugsanlegar af- leiðingar af eyðingu ósonlagsins yfír norðurhveli sagði Trausti að þær gætu orðið margþættar. „Það er útbreiddur misskilningur að þetta valdi breytingum á hitastigi hér norðurfrá og að hér verði hitabeltis- loftslag. Þessi hitabreyting sem menn em að tala um stafar af öðm, það er af koltvísýringsmengun og metalmengun. Ósoneyðing veldur hins vegar breytingum uppi í heið- hvolfinu sem getur haft þær afleið- ingar að ef þetta færist yfír á suð- lægari breiddargráður kólnar í heið- hvolfínu þar, sem svo aftur veldur versnandi veðurfari, svo sem auk- inni tíðni þramuveðra og úrfella. Hvað varðar ógnun við lífríki á norðurhveli er rétt að taka fram að útfjólublá geislun eins og hún er nú er ekki lífshættuleg, en ef hún eykst að einhveiju marki getur hún orðið lífvemm hættuleg, til dæmis með því að valda aukinni ófíjósemi þannig að þær hætta að fjölga sér. Þetta gæti meðal annars valdið eyðingu á átu f sjónum." Trausti benti ennfremur á, að þó ósoneyðing hefði mælst þetta mikil yfir suðurheimskautinu væri út- Qólublá geislun þar minni en yfír stórborgum um miðbik jarðar, svo sem Los Angeles, þar sem mengun væri mikil og sólskin sterkara. Á þessum stöðum væri ósonmengun vandamál á ákveðnum tímum, suma daga ársins. Talið væri að fyrir hvert eitt prósent, sem ósonið minnkaði í háloftunum, yxi þessi ósonmengun margfalt í mörgum iðnaðarborgum þar sem sólríkt er, en af þessum þætti þyrftum við hér norðurfrá ekki að hafa áhyggjur. Skýringuna á því .að þynning óson- lagsins yfir pólunum væri meiri en þar sem iðnaðarmengun er mest mætti fínna í vindakerfinu, en yfír pólunum væri hreyfingin minnst og stöðugust væri hringrásin yfír suð- urpólnum. „En hvað sem öðm líður er eyð- ing ósonlagsins vissulega áhyggju- efíú og full ástæða til að stöðva framleiðslu á þessum CFC-efíium. Hins vegar held ég að enn sé ekk- ert tilefni til að fyllast móðursýki vegna þessa,“ sagði Trausti. Sambærilegar rannsóknir og á suðurskautinu Miklar vonir era bundnar við fyr- irhugaðar rannsóknir á heiðhvolfinu yfír norðurheimskautinu í byijun næsta árs. í'Science Times er haft eftir dr. Mark Schoeberl, sérfræð- ingi á sviði gufuhvolfsins hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA), að þær yrðu sambærilegar við hinar viðamiklu rannsóknir sem gerðar vom í heiðhvolfi suður- heimskautsins á síðasta ári, sem hefðu verið afar árangursríkar, einkum hvað varðaði staðsetningu og kortlagningu á hinu gríðarstóra „gati“, sem myndaðist ár hvert á ósonlaginu þar. Annar sérfræðing- ur hjá NASA, dr. Richard R. Stol- arski, segir í sömu grein að rann- sóknimar muni einkum beinast að skýjamyndunum í heiðhvolfmu og þeim efnafræðilegu ferlum sem þar færu fram. Rannsóknarleiðangurinn tekur 45 daga og verður fróðlegt að fylgj- ast með niðurstöðunum, ekki síst fyrir okkur íslendinga, sem í raun eigum allt okkar undir því að sem minnst röskun verðí á umhverfi okkar og lífríki. Af framansögðu má einnig ljóst vera, að hinn gamli hugsunarháttur íslendinga um hreina og tæra loftið og að hér sé engin mengun á tæpast lengur við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.