Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 6
T 6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 Rímur og íslensk nú- tímatónlist í París FRANSKA útvarpið í París stendur í vetur fyrir mikilli kynn- ingu á norrænni tónlist. Tónlcik- arnir eru margir og dreifðir yfir allan veturinn, fram á sumar. Hápunktur íslensku kynningar- innar var þriðjudaginn 15. nóv- ember. Þá var íslensk tónlist flutt á þrennum tónleikum er allir voru í beinni útsendingu sem náði til tíu milljón áheyrenda í Frakklandi og Þýskalandi. A fyrstu tónleikunum léku þau Edda Erlendsdóttir, píanóleikari og finnski sellóleikarinn Anssi Kartt- unen sex verk eftir finnsk tónskáld og verk eftir fimm íslensk tónskáld. íslensku verkin voru: Idylle eftir Sveinbjöm Sveinbjörnsson, Int- ermezzo Op. 1 eftir Jón Leifs, Fimm prelúdíur eftir Hjálmar H. Ragnars- son, Fimma eftir Hafliða Hallgríms- son og Hrím eftir Áskel Másson. Á öðrum tónleikunum flutti En- semble Denosjours verkið Octette eftir Hauk Tómasson, en það var frumflutt hér heima í fyrra og hljómaði þama í fyrsta sinn utan landsteinanna. Á þriðju tónleikunum voru allir flytjendur íslenskir, þau Bára Grímsdóttir, Njáll Sigurðsson og Sigurður Rúnar Jónsson. Þau hafa að undanfömu æft rímur tvísöng og íslensk þjóðlög, sérstaklega fyrir þetta tækifæri og auk þess lék Sig- urður Rúnar á íslenska fiðlu og langspil. Guðjón P. Pedersen, leikstnóri: Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Skemmtileg og kjarkmikil manneskja Steinbítur hrygnirí náttúru- gripasafhi Steinbítur hrygndi í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja síðastliðið miðvikudagskvöld og á myndunum sést hann hringa sig um hrogna- kúluna sem er á stærð við handbolta, að sögn Kristjáns Egilssonar forstöðumanns safiisins. „Við erum búnir að vera með 6 til 8 steinbita í 17 til 18 ár og það eru tvö ár síðan steinbítur hrygndi hjá okkur síðast," sagði Kristján. hef haft mikla ánægju af sýningum hans og mér finnst að við eigum að hlúa að svona leikhúsfólki - það er okkur svo mikils virði.“ Pétur Einarsson var skólastjóri Leiklistarskólans þegar Guðjón stundaði hann. „Hann er bara ynd- islegur," segir Petur um Guðjón: „hann er skemmtilegur og hefur fijótt ímyndunarafl. Það kom strax í ljós við inntökupróf, en þar var hann með mjög skemmtilegan spuna.“ Seinna, þegar Pétur var leikhússtjóri á Akureyri, bauð hann Guðjóni hlutverk Skemmt- anastjórans í Kabarett. Það þótti fólki sérkennilegt val, en þegar stykkið var komið á íjalimar, þótti enginn betur hæfur til að skila því. Um kosti Guðjóns sem leik- húsmanns, segir Pétur: „Ef hann tekur eitthvað að sér, er það af því hann hefur áhuga. Hann mundi aldrei taka neitt að sér bara til að gera eitthvað. Það geturðu bókað. Síðan vinnur hann mjög samviskusamlega og árang- urinn skilar sér alltaf. Það var mjög eftirminnilegt að vinna með honum í Kabarett, því hann er svo jákvæður og áhugasamur og smit- ar því út frá sér; þá var gaman að vinna í leikhúsi." Nánasti samstarfsmaður Guð- jóns, Hafliði Amgrímsson, hefur þýtt flest þau verk sem Guðjón hefur sett upp; Mercedes, Kontra- bgssann og þá erlendu texta sem notaðir voru í En andinn er veik- ur, eftir Heiner, Becket, Pinter, M“uller og Br“uchner. Auk þess þýddi hann langa verkið í Þjóðleik- húsinu, Stór og smár. „Samstarf okkar hófst með því að þegar við fómm að tala saman um leikhús, sáum við að sjónarmið okkar fóm saman. Guðjón lítur ekki á leikhús sem vinnu eins manns, heldur margra aðila sem þurfa að stilla saman strengi sína og það er mjög gaman að vinna með honum. Hann er heiðarlegur og ákafur listamað- ur, en það sem er kannski mest um vert, er að hann er hlýr og hugmyndaríkur og er ekkert ragur við að prófa þær hugmyndir sem hann fær. Þar að auki hefur hann gott myndskyn og mikinn húmor.“ GUÐJÓN P. Pedersen, leikstjóri, hefúr nýlokið við að selja upp sitt fyrsta verkefiii hjá Þjóðleikhúsinu, en það er „Stór og smár,“ eftir Botho Strauss, í þýðingu Hafliða Arngrimssonar. Þeir Hafliði hafa um tveggja ára skeið rekið leikhúsið Frú Emilíu, og sett þar upp sýningamar Mercedes, eftir Thomas Brasch, Kontrabassann, eftir S“uskind og Pars pro toto - En andiinn er veikur, ballett, eftir Guðjón, Katrínu Hall og Lám Stefánsdóttur. Guðjón hefúr verið leikstjóri allra þessara sýniiiga og hafa þær vakið almenna athygli og lof gagnrýnenda. Svo kom þolraunin - á stóra sviði Þjóð- leikhússins. „Stór og smár“ hefúr hlotið gífúrlega athygli víða um heim á seinustu ámm, jafiivel þótt verkið sé ekki hefðbundið leik- húsverk. Þegar komið var að frumsýningu hér i Þjóðleikhúsinu, ákvað þjóðleikhússtjóri að fresta henni, til að stytta verkið. Yerkið var ekki stytt, e.i frum- sýningu engu að síður frestað á síðustu stundu. Gagnrýnendur lofa sýninguna og um tilfæringar þjóðleikhússtjóra segir Auður Eyd- al hjá DV: „En eins og þetta mál bar að, verður þessi ákvörðun og allt í kringum hana að teljast meiri háttar tilræði við sýninguna." Um vinnu Guðjóns, segir Jóhanna Kris- tjónsdóttir, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins, meðal annars: „Guðjón P. Pedersen sýnir hug- myndaflug og listfengi við upp- færslu leikritsins, vinnubrögð vön- duð og fijó i senn. Staðsetningar eru oftast nær unnar af stakri nosturssemi." Guðjón er enginn nýgræðingur í leikhúsi. Hann útskrifaðist úr SVIPMYND eftir Súsönnu Svavarsdóttur Leiklistarskólanum vorið 1981. Hann hefur unnið með mörgum fijálsum atvinnu Ieikhópum og um hann segir annar leikstjóri, Inga Bjamason:„Hann er afskaplega skemmtileg manneskja. Hann er fullur af hugmyndum og kjarki - dálítið öðruvísi en annað leikhús- fólk og hefur aldrei fallið inn í fjöldann. Ég held það sé af því hann er svo vel gerður. Hann er ekki á þeim klafa að láta það hafa áhrif á sig hvað aðrir segja. Ég Guðjón P. Pedersen á vinnustofúnni. Morgunbiaaið/Júiius Krýsa ogkrísa KRÝSUVÍK er bæði stafsett með einfoldu og tvöfoldu. Þetta hef ég eftir mínum áreiðanlegustu heimildum (Orðabók Háskólans og Jóni Aðalsteini), en krísa er bara stafsett með einföldu. Krýsuvík er talin eldri stafsetning, en Krísuvík og bendir það til þess að y—stafsetningin eigi rætur að rekja til þess að krýsa sé afleidd mynd af orðinu krús (þ.e. að víkin taki nafn af lögun sinni), en ekki frá tröllkonunni Krísu. Krísufúndur ríkisstjórnarinnar í fyrradag er sannlega stafsettur með einfóldu, þótt hann reki ekki heldur nafngift sína til tröUskessunnar, heldur einfaldlega til enska orðsins „crisis", en líklega var ekkert annað einfalt við þennan langa, flókna, en sorglega niðurstöðulausa fúnd. Vaxtamálin urðu ráðherrum okkar að sjálfsögðu sérstakt umfjöllunarefni. Rætt var um það hversu hrapalega hefði tekist að ná því markmiði að koma frysting- unni og fiskvinnslunni á núllið margfræga, en það markmið átti að nást með verðstöðvuninni, verð- bótum, skuldbreytingum og vaxta- lækkun. Fiskveiðar og vinnsla eru nú rekin með 4,5% halla. Rætt var um það að verðbólguhraði sl. tvo mánuði hefur mælst á bilinu 1% til 4%, en á sama tíma hafí raunvextir aldrei verið hærri. Enn sé langt undan að markmiðið með 5% til 6% ■i DAGBÓK h stiórnmAl eftir Agneti Bragadóttur raunvexti náist. Lýstu ákveðnir ráð- herrar (við nefnum engin nöfn, en fyrsti stafurinn er Steingrímur og Jón Baldvin) þeirri skoðun sinni að 18% nafnvextir í 3% verðbólgu væru slík „gósentíð“ fyrir banka- kerfið, að ekki væri að undra að það væri tregt til vaxtalækkunar. Eitt af innri vandamálum ríkis- stjómarinnar er Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sem öðrum ráð- herrum fínnst fullhallur undir bankakerfið. Kýrin sem hnífurinn stendur í núna heitir því Jón Sig- urðsson sem opinberlega vill vaxta- lækkun, en óopinberlega tregðast við að beita hinu margfærga hand- afli, sem aðrir ráðherrar telja að sé í rauninni eina úrræðið, úr því sem komið er. Nú reyni á það þann 1. desember næstkomandi, eða á fimmtudaginn kemur. Verði vaxta- lækkunin ekki það sem ráðherrarn- ir kalla „almennileg" þá er uppi um það hörð krafa innan ríkisstjómar- innar að handaflinu verði beitt, að nafnvextir verði keyrðir niður úr 18% í 12%, þannig að raunvextir verði um 6%, eins og hafi verið 1986. Annað áhyggjuefni landsfeðra okkar eru vanheimtur á söluskatti. Ræddu þeir um hvaða þýðingu það Morgunblaðið/Rax Krísufundur- inn margum- ræddi var hald- inn í Ráðerrabú- staðnum við Tjarnargötu og tormeltu fundar- efninu var skolað niður með kaffi- sopa. hafi að greiðslukortafyrirtækin gera ekki upp söluskattinn fyrr en 4. hvers mánaðar, en söluskattur gjaldfellur á hinn bóginn 25. hvers f mánaðr. Þama sé því 10 daga munur, sem hafí þær afleiðingar í för með sér að verzlunin ijúki upp til handa og fóta og selji kredit- kortanótur sínar á „gráa markaðn- um“. Ein af þeim hugmyndum sem nú eru á borði ríkisstjómarinnar, vegna þessa máls, er að kanna hvort ekki sé fært að fá Seðlabankann til þess að vaxtafæra ekki ríkið, fyrr en eftir 4. hvers mánaðar, sem myndi spara gífurlegar fjárhæðir vegna dráttarvaxta. Það kann að hljóma ótrúlega, en þetta 10 daga tímabil kostar líklega nálægt þrem- ur milljörðum króna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.