Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 31 BRÚÐHJÓN VIKUNNAR „Sumir kalla það ástareld“ Brúðhjón vikunnar eru þau Guðrún Pétursdóttir og Lár- us Hjörtur Helgason. Þau gengu í hjónaband þann 19. nóvember og fór athöfnin fram í Laugames- kirkju. Séra Jón Dalbú Hróbjarts- son gaf þau saman. „Eg hefði ekki viljað gifta mig hjá fógeta. Það er sérstakur hátíð- leiki sem fylgir kirkjubrúðkaupi. Þessi dagur lifír alltaf í minning- unni og við eigum hann alltaf til þess að halda upp á. Okkur lang- aði til þess að játa ást okkar til hvors annars á þennan hátt 'en ekki fyrr en reynsla væri komin á sambandið. Eftir níu ár ákváð- um við að láta verða af þessu“ segir Guðrún. —En hvaða gildi hefur hjóna- bandið í ykkar augum? Við trúum á eitthvað gott afl, án þess að vera kirkjurækið fólk. Bameignir era ein ástæðan og hjónaband væri auðvitað æskileg- ast ef bam er komið í heiminn. Það er svo oft sem slitnar upp úr samböndum þó að fólk hafí Ljósmyndastofan/Svipmyndir eignast böm. Við eigum tveggja ára son og vildum styrkja okkar samband á þennan hátt, líka hans vegna“. —En hvernig kynntust þið? „Við kynntumst á balli í gamla Sigtúni. Hann settist hjá mér og bað um eld, en þá átti ég engan eld. Svo bauð hann mér að dansa en ég vildi það ekki strax. En svo dönsuðum saman seinna um kvöldið. Næsta mánuðinn hitt- umst við nokkram sinnum óvænt í bíó og svo sáumst við aftur í Sigtúni. Eftir rúmlega ár trúlofuð- um við okkur. Þá fóram við tvö ein upp í sveit og tjölduðum við Skorradalsvatn. Við settum upp hringana inni í tjaldinu, og eydd- um þama nokkram dögum við veiðar í yndislegu veðri. Við höf- um alltaf verið saman síðan í Sigt- úni forðum. Það hafði kviknað eldur fyrsta kvöldið okkar, sumir kalla það ástareld". Þau sem giftu sig ■ Lárus Hjörtur Helgason og Guðrún Pétursdóttir ■ Asimakis Tsoukalas og Þóra Björk Valsteinsdóttir ■ Baldvin Þórsson og Ingi- björg Guðrún Jóhannsdóttir ■ Magnús Thoroddsen og Jó- hanna Beinteinsdóttir ■ Helgi Flóvent Ragnarsson og Halldóra Magnúsdóttir ■ Tómas Ragnarsson og Þóra Þrastardóttir Ætlunin er að á sunnudög- um verði hér i dálknum birt- ur listi með nöfhum brúð- hjóna og stutt spjall við ein lyón af þeim lista. Hér með er óskað eftir innsendum nöfnum þeirra sem gengið hafa í hjónaband nýverið. Sendið upplýsingar um nöfa brúðhjóna, brúðkaupsdag og hvar athöfnin fór fram, í lok- uðu umslagi, merkt: Morgun- blaðið „Fólk i fréttum" Póst- hólf 1555, 121 Reykjavík. Morgunblaðið/Bjami 1. Það kostar átak að opna eina hurð þegar maður er hundur, en það hefst! 2. „Það stendur á miðanum það sem ég ætla að fá“. 3. Og kaupmaðurinn réttir viðskiptavini sínum vaminginn. 4.Hér er hann kominn aftur til föður- húsanna með maltið fyrir Elínu. Nú erbaó pirnilegt og pómsœtt ÍTALSKT helparhlabborb á abeins kr.980.- Við höldum áfram að dekra við gesti okkar og bjóðum fyrstir allra upp á ævintýralegt helgarhlað- borð með úrvali af ítölskum kræsingum sem kitla bragðlaukana unaðslega. ÍTALSKUR HLAÐBORÐSMATSEÐILL í HÁDEGIS- OG KVÖLDVERÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG Cacciuccoi Rigatoni Cannelloni Tagliatella Anti-pasti Lasagne Pepperoni ripieni Spaghetti alla carbonara Insaiata difunghi Insalata d’arancia Munid kökuhladbordid Ókeypis pizza og kók fyrir börn að 6 ára aldri Pizza og kók fyrir börn 6-12 ára kr. 250.- Súpa, brauð, salatbar og kaffi innifalið. Italskar veigar Þú gerir varla betri matarkaup fyrir fjölskylduna. Arriverdeci (sjáumst aftur) VEITIN G AHÖLLIN HÚSIVERSLUNARINNAR - KRINGLUNNI - SIMI685018 - 33272.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.