Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 12
n MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988' Þú skuldar nú hátt í hálfa milljón króna vegna erlendra lána Eru ekki flestir orðnir ónæmir fyrir tölum og talnaflóði? Einkum og sér í lagi, þegar minnst er á halla ríkissjóðs og erlendar lántökur íslend- inga? Hvernig ætti öðru vísi að vera, þegar halii ríkissjóðs getur á ör- stuttu tímabili tekið slíkum stökkbreytingum, að hann breytist úr því að vera opinberlega innan við tveir milljarðar króna (Qármálaráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar) í fimm milljarða króna (nýjustu upplýsing- ar núverandi fjármáiaráðherra, Ólafs Ragnars Grímssonar)? Hver er svo sem að velta því fyrir sér að fimm miHjarðar eru það sama og fimm þúsund milljónir og hver er að gera sér rellu út af því að við Islending- ar skuldum erlendis eitthundrað og þrettán milljarða króna, eða eitthundr- að og þrettán þúsund milljónir króna? Hvað kemur það okkur við þótt hvert mannsbarn á íslandi skuldi erlendum lánardrottnum sem svarar fjögurhundruð fimmtíu og fimmþúsund krónum? Eg segi og skrifa 455 þúsund krónur! Erlend lánsQáröflun okkar skiptist í tvennt: Annars vegar eru það stóru bankarnir, eins og Scandinavian Bank, Sumitomo Bank, Citibank, Bank of America, Hambros Bank og fleiri, sem ýmist hafa milligöngu um að lán er veitt, eða lánsQárloforðum þeirra og annarra er safiiað saman, þar til sú upphæð er komin, sem um var samið. Svona lán eru nefhd „syndicated loans“ á ensku og má líklega kalla áskriftarlán á íslensku. Hins vegar eru það (járfestingarbankar sem taka að sér að se(ja (járfest- ingaraðilum skuldabréf á vegum íslenska ríkisins. Menn eru sammála um að fyrrgreindir aðilar þekki svo vel til íslensks efnahagslífs og að við- skipti Islands við þá séu byggð á svo traustum grunni, að þjóðargjald- þrotsyfirlýsing forsætisráðherra hafi engin áhrif á framtíð láns(járvið- skipta við þá. Á hinn bóginn telja margir að hún geti skaðað þann þáttinn sem snýr að skuldabréfaútgáfú, þar sem fjárfestingaraðilar kaupa oft skuldabréf- in, án þess að þekkja nokkuð til íslensks cfnahagslífs. Nefhaþeir sem dæmi lífeyrissjóði í Japan eða tryggingafélög í Bandaríkjunum. Slíkir aðilar, sem hafi ekki átt nein viðskipti við Island, hljóti óneitanlega að hugsa sig um tvisvar áður en þeir reyni að ávaxta fjármuni sína „hjá gjaldþrota þjóð“. SEÐLABANKASTJÚRISEGIR OKKUR LANGT FRá ÞJÓÐARGJALDÞROTI Þjóðargjaldþrot — hvað er það? í orðinu felst auðvitað að þjóð þrýtur fé og getur þar af leiðandi ekki staðið við skuldbindingar sínar lengur. Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri segir að sem betur fer fari því víðs fjarri að þannig sé ástatt fyrir Islendingum. „Seðlabankinn er stofnun sem fyrst og fremst þarf að sinna því að staðið verði við opinberar skuld- bindingar út á við, jafhframt því sem við reynum að gæta þess að ríkið og bankarnir geti staðið við skuldbindingar sínar inn á við,“ segir seðla- bankastjóri. Um þjóðargjaldþrot forsætisráðherra segir seðlabankastjóri: „Það er enginn vafi á því að íslendingar mjög margir, og þar á meðal forsætisráð- herra, temja sér mjög stór orð, þegar verið er að lýsa efnahagsástandi og reyndar fleiri hlutum í okkar þjóðfélagi. Við höfum oft orðið fyrir því þegar blaðamenn hafa verið að senda slíkar fréttir til útlanda að þær hafa hljómað ansi stórbrotnar, þegar þær voru komnar yfir á erlent mál. Við höfum að sjálfsögðu reynt að stuðla að því að þeir sem við höfum samband við fái sem allra skýrastar upplýsingar um stöðuna, og reynum hvorki að fegra hana né sverta, því þeir vi(ja dafá beinharðar staðreyndir í sínar hendur, en ekki samsáfii af lýsingarorðum." Jónas Haralz, fyrrum landsbankastjóri og nú aðalfulltrúi Norðurlandanna í stjórn Alþjóðabankans í Washington hefur þetta að segja: „íslendingar hafa um alllangt skeið notið mikils trausts á erlendum fjármagnsmörkuð- um. Fátt er þjóðinni mikilvægara en að þetta traust geti haldist. Efling spamaðar, ráðdeild í framkvæmdum og fijáls viðskipti við aðrar þjóðir í öllum greinum, em leiðir að því markmiði." 12 MILLJARDA 6EN6ISTAPIIRINU Við lok síðastliðins árs vom erlendar skuldir íslendinga um 83 mil(jarðar króna, en nú em þær 113 mil(jarðar — þar af em tæplega 108 mil(jarðar langtimaskuldir. Búist er við að hlutfall erlendra skulda í árslok verði um 45% af vergri þjóðarframleiðslu og horfurnar fyrir næsta ár em ekki betri, þar sem áætlað er að hlutfallið verði um fimmtíu af hundraði. , Hjá Jakobi Gunnarssyni í Seðlabankanum fengust þær upplýsingar að erlendu skuldirnar skiptist þannig að hið opinbera skuldi 63,5 mil(jarða, bankar og lánastofhanir 35,2 mil(jarða og einkafyrirtæki 8,9 mil(jarða. Samtals em erlendar skuldir okkar 113 mil(jarðar króna, en langtímalán nema 107,6 mil(jörðum. Þegar litið er til þess að lántaka okkar erlendis á þessu ári er um 18 mil(jarðar króna, en erlendar skuldir samt sem áður komnar í 113 milljarða, miðað við 83 mil(j arða í árslok í fyrra, má ætla að gengisfellingar og gengissig íslensku krón- unnar á árinu, hafi hækkað erlendar skuldir okk- ar um 12 milljarða króna — tólfþúsund mil(jónir króna! Erlendar skuldir Isiands í árslok síðastliðins árs vom eins og áður segir 83 mil(jarðar króna. Þá skulduðum við Scandinavian Bank 4,2 mil(jarða króna, Citibank 3,5 mil(jarða króna, Sumitomo Bank 1,7 milljarða króna, Nordiske Investerings Banken 4,5 mil(jarða króna, Hambros Bank 1,1 mil(jarð og Viðreisnarsjóði Evrópu 1,3 milljarða króna. Þetta em einungis aðilar sem við skulduð- um meira en einn milljarð, en eins og gefur að skilja skuldum við miklu miklu fleiri bönkum og lánastofnunum víða um heim. Embættismenn í Seðlabankanum segja fullyrðingu Steingrims Hermanns- sonar forsætisráðherra í þá vem að starfsmenn bankans hafi þýtt orð hans yfir á erlendar tungur og komið þeim á framfæri erlendis alranga og úr lausu lofti gripna. Þcir hafi hvorki komið orðum hans á framfæri, né reynt að koma í veg fyrir að þau bæmst út fyrir landsteinana. eftir Agnesi Bragadóttur LÁNSTRAUST OKKAR íslendinga stendur óhaggað eins og klettur í hafi. Engu er iíkara en alþjóðlegir bankasérfi*æðingar og talsmenn helstu Iánardrottna okkar íslendinga taki álíka lítið mark á yfirlýsingu Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra um yfirvofandi þjóðargjaldþrot og þorri landsmanna, sem bara heldur sínu striki í vellystingum, sældarlífi og eyðslu um efiii firam. Líkast til er það lán í óláni að erlendir lánardrottnar okkar eru svo ánægðir með Qármálaviðskipti sín við Island, að þeir hafa fullan hug á að halda áfiram að lána okkur fé og benda réttilega á að engin lánastofiiun erlendis hafí nokkru sinni tapað fé á viðskiptum við Island og betri tryggingu en það geti engin lánastofiiun farið firam á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.