Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 Bjarai Hjörtur Jónsson Þórarinsson Uppákomur augnabliksins 13 tonn af heil- um hrjá Dani Á skrifstofu Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga kasta menn gjarnan kviðlingum sin á milli. Hjörtur Þórarinsson framkvæmdastjóri samtakanna er þekktur fyrir sína. Hann verð- ur og manna hamingjusamastur fái hann svar í sömu mynt. Bjami Jónsson, sem gegnir starfi framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Suðurlands út þetta ár, vann áður sem iðnráðgjafí á sömu hæð og Hjörtur. Milli þeirra gengu gjaman vísur þá uppákomur augna- bliksins gáfu tileftii til. Bjami hafði eitt sinn brugðið sér frá og vildi þá svo til að inn á skrif- stofuna kemur blaðberi í þeim er- indum að mkka Bjama fyrir Mogg- ann. Hjörtur leysti blaðberann und- an því að þurfa að koma aftur til að hitta á Bjama og borgaði áskrift- argjaldið. Inn á borð til Bjama fór kvittunin ásamt þessari vísu: Viða fæ ég verkefnið vel að greiðslu staðið. Purðu dijúgt er fjármagnið sem fer í Morgunblaðið. Bjami gat ekki orða bundist þeg- ar hann sá eftirgangsmuni Hjartar og sendi eftirfarandi vísu inn á borð til hans ásamt greiðslunni. Ég vék úr stólnum vist um sinn, er var sá gamli að rukka. Að fá að borga Moggann minn er mesta heimsins lukka. Hjörtur tók eitt sinn mynd af Bjama þar sem hann átti stund milli stríða. Myndin varð honum tileftii þessarar vísu: Onnur löppin upp’á hné oft þótt knöpp sé stundin. Ýmis höpp þar önnur sé eigi slöpp er lundin. Bjami svaraði auðvitað fyrir sig með vísu og mynd: Ekki leggur löpp í kross. lífsins hreggið smáð’ann. Glaður seggur er með oss, þó engu skeggi ráð’ann. Síðasti Haftiarpistill sagði frá því hvemig kynþáttafordómar fylla frystikistur innflytjenda og flóttafólks til Danmerkur af hár- og háuslausum hundslíkum. Nú skal sagt frá sérkennilegu máli sem fyllti fréttasíður og útsendingartíma dönsku Qöl- miðlanna í nokkra daga: manns- heilunum níu þúsund I kjallara Risskov-geðsjúkrahússins í Árósum. Aðdragandinn er jafngamall íslenska lýðveldinu. Árið 1944 ákvað stjóm geðspítala danska ríkisins að setja á laggimar rann- sóknardeild við fyrmefnt sjúkra- hús í Árósum, þar sem leitarflokk- ar sérfræðinga ætluðu sér að „finna geðveikina" með skipuleg- um leiðöngrum inní heila látinna geðsjúklinga. Heilabeiðnir voru sendar út til allra geðspítala Dan- merkur og fljótlega varð það að rútínuverki á flestum þeirra við andlát sjúklinga að íjarlægja heil- ann, leggja hann í gula plastfötu, fylla með formalíni og senda til Risskov. Heilasöfnunin stóð yfir allar götur fram til 1982, en þá var leitinni hætt, þar sem hún þótti ekki bera tilætlaðan árangur, og deildin lögð niður. Eftir stóðu gulir fötustaflar í tveimur velvörðum kjallaraher- bergjum geðsjúkrahússins. Níu þúsund heilar segir birgðabók- haldið, en sumir þeirra sem til þekkja hafa látið uppi efasemdir varðandi þá tölu, telja hana of lága. Allt um það, verkurinn er: Hvað á að gera við þessa a.m.k. 9.000 heila (sem samtals vega u.þ.b. 13 tonn)? Og þá 45.000 lítra af form- alíni sem umlykja þá? Stjórn Risskov-geð- sjúkrahússins vill fara að fá botn í málið. Gulu föt- umar eru famar að morkna. Form- alínið er eitraður vökvi sem étur plast Eina leiðin til að eyða form- alíni er að leysa það upp með sér- stökum aðferðum í efnaverksmiðju. Þá yrði væntan- lega að fjarlægja heilana fýrst. Og hvað á að gera við þá? Það hefur ver- ið fallið frá þeirri upprunalegu hug- mynd að setja heilana í brennsluofn sjúkrahúss Árósa- kommúnu eins og venjulega er gert við ónýt líffæri. Þeir eru svo gegnsósa af formalíni að við bruna færi hættulega mikið af eiturguf- um út í andrúmsloftið og mætti jafnvel búast við sprengingum í brennsluofninum. í umræðunni þá daga sem heil- amir vom heitir í fjölmiðlunum komu fram margar tillögur um hvemig mætti losna við þá, en þeim var öllum hafnað annaðhvort af siðferðisástæðum eða umhverf- isvemdarástæðum (og í nokkmm tilfellum hvomtveggja). Líklegast þykir að sá kostur verði valinn að varðveita heilana — lagerinn endist til rannsókna um langa framtíð — en breyta geymslumátanum, t.d. leggja þá í frost. Mál þetta hefur vakið gagnrýni á læknisfræðilegum rannsóknum, eða réttara sagt þeim aðferðum sem beitt er við „gagnaöflunina". Lögum samkvæmt mega læknar fjarlægja það sem þeim sýnist úr líkama látins manns, að því til- skildu að viðkomandi hafi ekki neitað þeim um það (helst skrif- lega) fyrir andlátið, eða að ættingj- ar leggist á móti því innan sex klukkustunda eftir dánarúrskurð- inn. Það tíðkast hinsvegar ekki að spyfya dauðvona mann eða ætt- ingja hans um slíkt leyfi — þorri fólks hefur enga hugmynd um að líffæri látinna eru eftirsótt til rann- sókna — og þegar hvorki já né nei við líffæratöku liggur fyrir er gengið út frá því ð það sé í lagi. Kjallaramálið í Risskov hefur þannig meðal annars orðið til þess að ýta við danska þinginu — og þurfti 9.000 heila til þess, segja gárungamir að sjálfsögðu. Mönn- um þykir sem þess beri að krefjast af læknum að þeir stundi gagnaöfl- unina fyrir opnum tjöldum og til- kynni sjúklingum eða ættingjum þeirra óskir sínar í þessum efnum. BYLTUM LOIMDOIM 30. NÓV. Stuttbuxnastrákar og stúikur með slaufu bjóða þér frábæra og fjall- hressa D.-ferð * til Lon- don! Brottför kl. 8.00 frá Keflavíkurflugvelli. (Skemmtiatriði og hljóm- sveit um borð). Upplýsingar í síma 82900. Hríngið og pant- ið strax í dag, á morgun verður það of seint. * Dagsferð til London með Heimdalli og Út- sýn. Heimdallur 1,'TSV.N bcfdíLsknfstofíM l 'tsýnhj. Skólastarf o g efri ár Erlendur Jónsson MINNINGAR HULDU Á. STEF- ÁNSDÓTTUR. IV. 180 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur hf. 1988. Minningar Huldu Á. Stefáns- dóttur hafa á undanfömum árum orðið öðrum bókum vinsælli. Slík er frásagnargleði Huldu að hún getur sagt svo frá því sem yfirhöfuð er sjaldan talið til skemmtiefnis að aðrir leggja við hlustir og hrífast með. A ég þá meðal annars við frásagnir af ýmiss konar opinberum störfum: fundum, nefndum, samskiptum við stjómvöld og í stuttu máli sagt hveiju því sem tengist þeirri ábyrgð að veita stofnun forstöðu, en frá skólahaldi greinir mjög í þessu fjórða bindi endurminning- anna. Hulda ræðir svo hreinskilnis- lega og hispurslaust um þessi mál að maður finnur að talað er frá hjartanu. Og þá þykir manni ósjálf- rátt sem málefnið komi honum við. Hulda átti þátt í að byggja upp húsmæðraskólana sem stóðu með hvað mestum blóma og nutu að sama skapi virðingar í skólastjóm- artíð hennar; og þóttu reyndar ómissandi. Nú hefur svo sköpum skipt að skólahald af þessu tagi hefiir víðast hvar lagst niður og ekki horfur á að það verði hafið aftur í bráð. Er því síst að furða þótt nokkurrar beiskju gæti í orð- um þessarar öldnu menntakonu þegar hún lítur yfir farinn veg og hugleiðir hvemig þau mál standa nú. Hún spyr hvers konar menning það sé sem fólkið vilji nú: »Er það menuing hávaðans og agaleysisins, sem mörgum óar þó við og margir hræðast, að beri dauðann í sér?« Hulda ólst upp á Möðruvöllum og á Akureyri, varð síðan bónda- kona í Húnaþingi, skólastjóri á Blönduósi og í Reykjavík og hefur á efri áram verið búsett í höfuð- staðnum. Minningar hennar byggj- ast því á fjölbreytilegri reynslu og mismunandi umhverfi, auk þess sem hún hefur lifað aldahvörfín mestu. Sjálf hefur hún ekki ttanað sér fram. Samt hafa fjölmiðlamir aldrei gleymt henni. Hún er kona sem tekið er eftir. Það kann því að koma á óvart er hún segir nú: »Ég hefði helst af öllu viljað vera á sömu þúfunni allt mitt líf.« Og um tilbreytinguna í lífinu segir hún þetta: »í hvert sinn, sem ég skipti um stað, kostaði það mig mikil átök, svo að enginn skyldi halda, að ég hafi bara verið á þessu ferða- lagi mér til skemmtunar. Sjálfsagt trúir því enginn, þótt ég segist alltaf hafa haft mikla minnimáttar- kennd og verið feimin. Þó er það málá sannast, og þess vegna hefur það verið mikil áreynsla fyrir mig að yfírgefa staði, sem ég var búin að vera á, og ég hef kviðið fyrir því að koma á nýja.« En það varð nú einmitt hlut- skipti Huldu að koma og fara; hverfa á braut hveiju sinni er hún var að festa rætur. Líf hennar hefur því markast af erli og at- höfn, tilbreytingu, umsvifum og hreyfingu. »Ég hef aldrei haft gaman af ferðalögum,« segir hún á öðram stað, »nema því einu að fara á hestbaki eitthvað út í náttúr- una.« Að hluta er þetta bindi endur- minninganna bein skólasaga. Hulda rekur sögu húsmæðra- fræðslunnar í Húnaþingi frá fyrstu tíð þar til er hún sjálf lét af störfi um; og raunar lengur. Er sú saga merkileg fyrir margra hluta sakir, enda orðin harla löng. í upphafi var hafist handa af ærinni hugsjón en smáum efnum. Með batnandi efnahag vora svo hendur látnar standa fram úr ermum. Byggt var yfír skólann, og það myndarlega. I skólastjómartíð Huldu hefði sá maður talist laklega upplýstur sem ekki hefði vitað að á Blönduósi var einn helsti kvennaskóli landsins. Ennfremur munu flestir hafa vitað hver stjómaði þeim skóla. í raun er saga Huldu Á. Stefáns- dóttur býsna dæmigerð fyrir henn- ar kynslóð. Þegar hún var í heim- inn borin var landið nánast eins og guð hafði skapað það. Þegar hún svo skilaði ævistarfi sínu var búið að byggja yfir þjóðina, auk þess sem menntakerfið hafði náð því marki að jafnast á við það sem best gerist með öðram þjóðum. Mest var þetta verk einnar og sömu kynslóðarinnar, kynslóðar Huldu. Síðan má þessi sama kynslóð horfa upp á það í elli sinni að verk henn- Hulda Á. Stefánsdóttir ar séu vegin og léttvæg fundin. Hefði þá ekki verið skárra að að- hafast alls ekki neitt! Það væri sjónarmið út af fyrir sig. En kyn- slóð Huldu hugsar ekki þannig. Ef Hulda Á. Stefánsdóttir mæti það svo hefði hún ekki getað fært í letur þessar endurminningar. Þegar á allt er litið er bjart yfir minningum Huldu. Lífsreynsla hennar er orðin nægilega löng og margslungin til að hún geti greint á milli þess sem berst með vindin- um og hins sem er varanlegt. Saga hennar er, eins og títt er með jafn- öldram hennar, persónusaga í bland við almenna sögu. Hún er skemmtileg en líka stórfróðleg og lætur eftir spurningar sem hver og einnig hefur gott af að svara. með sjálfum sér. Af nafnaskrám má marka hversu víða er við komið í endur- minningum þessum en skrámar fylla 55 blaðsíður, hvorki meira né minna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.