Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 36
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 VERÐ f LAUSASÖLU 70 KR. Rússnesk um hlustun- arduflum fer fjölgandi RÚSSNESKUM hlustunardufl- um sem rekur á land hérlendis fer Qölgandi. Frá upphafi þessa áratugar fækkaði þeim verulega frá áratugnum á undan er nokkra tugi þeirra rak á land hérlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hafa 15 rússn- esk hlustunardufl rekið á land hér frá árinu 1982, þar af hafa 5 rekið á land í ár. Á þessu tímabili, frá 1982, hefur 11 dufl frá öðrum þjóð- um en Rússum rekið á land. Rússnesku duflin eru ekki hættu- leg en dufl annarrar gerðar geta 1 verið það. Rússnesku duflin sem finnast hér eru nær undantekingar- laust send vestur til Bandaríkjanna til rannsóknar. Þótt þau séu ekki talin hættuleg vill Landhelgisgæsl- an taka fram að í öllum tilfellum, sem almenningur verður var við að dufl hafi rekið á land, beri að til- kynna það réttum yfirvöldum hið fyrsta. Djúpivognr: Minkur veiðist íála- gildru Djúpavogi. Pípulagningamaðurinn á Djúpavogi, Bogi Ragnarsson, er áhugamaður um ýmiss konar nýstárlegar veiðar, m.a. hefúr hann átt nokkrar álagildrur í þijú ár og hefúr stundum lagt fyrir ál. Áll hefur þó yfirleitt ekki veiðst í miklu magni. Um daginn lagði Bogi gildru í svokallaðan Jakobs- vogslæk, sunnan við þorpið. Þegar vitjað var um gildrumar næst voru í einni þeirra fáeinir litlir lækjarsil- ungar og tveir dauðir minkar. Höfðu minkarnir elt silungana inn í gildmna, drepið þá alla en ekki komist út sjálfir. Hver veit nema hér sé fundin ný veiðiaðferð í bar- áttunni við þetta illræmda kvik- indi. - Ingimar ^ Morgunblaðið/Sverrir GRAS SLEGIÐ A GOLFVELLI „Það er einsdæmi að við höfum getað haldið vellinum svona lengi opnum. Það er enn dálítil spretta á vellinum og stór hluti hans er iðagrænn," sagði Björgúlfur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri GR, í samtali við Morg- unblaðið. Á föstudaginn var Haraldur Ólafsson, starfs- maður Golfklúbbs Reykjavíkur, að slá golfvöll GR í Grafarholti og í gær fór þar fram golfmót. Lýsi og Hydrol samoinuð: Ný lýsisverk- smiðja byggð HEILDARTEKJUR Lýsis h.f. og dótturfyrirtækja þess á þessu ári nema um 460 milljón- um króna miðað við rauntölur fyrstu 10 mánaða ársins og áætlun fyrir nóvember og des- ember. Á árinu 1985 námu heildartekjurnar um 170 millj- ónum króna, og hafa þær því nær þrefaldast síðan þá. Kom þetta fram í erindi sem Ágúst Einarsson forstjóri Lýsis h.f. flutti á ársfúndi Rannsóknaráðs ríkisins og Vísindaráðs. Ágúst sagði að. á síðastliðnum tveimur árum hefði verið bætt verulega við framleiðslu Lýsis h.f., og þá oft í samvinnu við dótturfyr- irtækin, en þau eru fiskmjölsverk- smiðjan Lýsi og mjöl h.f. í Hafnar- firði og Hydrol h.f. í Reykjavík. Sagði hann að samvinna Lýsis h.f. og Hydrol h.f. væri orðin það sam- tvinnuð að tekin hefði verið ákvörðun um að sameina fyrirtæk- in og yrði það gert á þessu ári. Væri stefnt að því að byggja nýja verksmiðju sem kæmi til með að leysa núverandi verksmiðjur fýrir- tækjanna af hólmi. Yrði sú verk- smiðja með tveimur vinnslurásum, þar sem annars vegar yrði fram- leitt þorskalýsi og hins vegar búk- lýsi eða loðnulýsi. Með þessu væri hægt að ná mikilli hagræðingu í rekstrinum. Lánstraust okkar stendur óhaggað: Erlendar skuldir Islend- inga 113 milljardar króna Skuldirnar hafa hækkað um 12 milljarða á árinu, vegna gengisfellinga eílir Agnesi Bragadóttur YFIRLÝSING Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra um að íslendingar stæðu nær þjóðargjaldþroti en nokkru sinni fyrr, virðist í engu hafa haft áhrif á lánstraust íslendinga meðal lánar- drottna erlendis. Erlendar skuldir nema nú 113 milljörðum króna, og þar af eru langtímaskuldir 107,6 milljarðar króna. Þetta jafn- gildir því að hver Islendingur skuldi tæplega hálfa milljón króna orðum forsætisráðherra og í öðru lagi, að afstaðan til lánveitinga til íslands breyttist í engu við fregnir af orðum hans. í erlendri mynt. í samtölum við 'MÆ-W helstu lánardrottna íslands, svo sem Scandinavian Bank, Sumitomo Bank, Westdeufsehe Lan- desbank og Citibank, hefur komið fram að í fyrsta lagi höfðu yfir- menn íslandsviðskipta hverrar stofnunar fyrir sig ekki heyrt af Erlendar lántökur á þessu ári nema um 18 milljörðum króna, eða 100% meira en lánsfjárþörfin var áætluð við fjárlagagerð fyrir einu ári. I árslok í fyrra námu erlendar skuldir 83 milljörðum króna, en nema nú 113 milljörðum króna, sem jafngildir um 45% af vergri þjóðarframleiðslu ársins. Bara gengisbreytingar á þessu ári hafa hækkað erlendar skuldir um 12 milljarða króna — tólf þúsund milljónir króna. Hver íslendingur telst nú skulda um 455 þúsund krónur í erlendri mynt. Sjá Lán í óláni og Syndir feðranna á bls. 14 og 15. Jólabóka- prentunin hálíum mán- uði seinni Jólabókaprentunin hófst seinna núna en oftast áður og munaði þar rúmum tveimur vik- um. Venjulega hefst prentun jólabókanna fyrir alvöru í lok september, en lítið var að gera í prentsmiðjum fram í miðjan nóvember. Magnús Matthíasson fram- leiðslustjóri í prentsmiðjunni Odda, sagði að óvissan vegna stjórnar- skiptanna hefði örugglega haft mikið að segja um að bókaprent- unin hófst seinna í ár en venju- lega, því önnur sérstök ástæða væri ekki sjáanleg. í Odda er nú unnið á vöktum við bókaprentun. Kringlan: 189 þúsund í gosbrunni íslendingar hafa kastað 189 þúsund krónum í gos- brunninn í Kringlunni á þessu ári, eða um 500 krón- um á dag. Þessar krónur af- henti Ein- ar Ingi Halldórs- son fram- kvæmda- stjóri Kringl- unnar Bamaspít- ala Hringsins í gær. Þá var Kringlan komin í jólabúning og kveikti Ástríður Thorar- ensen, eigin sonar borgarstjóra, á jólatré og skólakór Kársnesskóla söng undir stjórn Þórunnar Bjamadóttur.. Erilsamt hjá lögreglunni ERILSAMT var hjá lögreglunni aðfararnótt laugardagsins. Urðu útköllin alls 150 um nóttina vegna ölvunar, rúðubrota og slagsmála. Lögreglumaður slas- aðist er unglingar réðust á hann í miðbænum en meiðsli hans munu ekki alvarleg. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík var nóttin talin eðlileg föstudagsnótt þrátt fyrir útkallafjöldann Og engir verulega alvarlegir atburðir áttu sér stað. Tæplega tuttugu rúðubrot urðu í miðbænum, unglingar kveiktu í strætóskýli og til átaka kom milli manna fyrir utan veitingastaðinn Geirsbúð svo dæmi séu tekin af málum næturinnar. Ekið var á gangandi mann fyrir utan Þórskaffi um kl. 2 um nóttina en hann mun ekki hafa slasast al- varlega. Davíðs Odds-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.