Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 Engin ólund í útvarpsstjórun- um ungu.f.v.Kristj- áni Ingimars- syni.Hlyni Halls- syniogJóni Hjalta Asmunds- syni. Morgun- blaðið/Rúnar Þór. Hvers konar ólund er þetta? A NÆSTUNNI verða nokkrir ungir Akureyringar með ólund og ætla helst að reyna að vera þannig lengi. Reyndar hefði ég átt að hafa stóran staf í Ólundinni því hér er á ferðinni nýr Qölmiðill, Útvarp Ólund. Nafiiið er stríðnislegt, en að baki því felst ef til vill dálítið meira en það. Þessir nýju útvarpsmenn segjast nefiiilega ekki ætla að troðíi sömu slóðir og aðrar nýlegar útvarpsstöðvar. Þeimþykir þær ekkert fijálsar, eins og oft er haldið fram. Þeir ætla hins vegar að reka fijálsa útvarpsstöð sem heyrast mun á Akureyri og í næsta ná- grenni. Aðstandendur Útyarpá'Ólundar eru ijórir Akúreyringar um tvítugt. Þeir líafa unnið að undir- búningi útvarpsins frá því síðla sumars og þegar ég hitti einn þeirra, Hlyn Hallsson, að máli fyrir fáum dögum var verið að reka enda- hnútinn á skipulagið. Flest tæki voru komin og húsnæði tryggt, dagskráin í síðustu fínpússun, öll leyfi fengin. Hlynur sagði að Útvarp Ólund yrði í leiguhúsnæði, undir súð í húsinu við Eiðsvallagötu 18. Þar væri búið að ganga frá innrétting- um og verið að koma tækjum fyrir. Sendir stöðvarinnar er fenginn á leigu hjá Pósti og síma og miðað er við að hlustunarsvæðið sé Akur- eyri og eftir atvikum næsta ná- grenni. Útvarp Ólund á að vera öðruvísi en aðrar frjálsar útvarpsstöðvar. Gert er ráð fyrir að talað mál verði helmingur útvarpsefnisins og hinn helmingurinn tónlist, öðruvísi tón- list en á hinum stöðvunum, önnur tónlist en á vinsældalistunum. Vön- duð tónlist sem heyrist sjaldan eða ekki í útvarpi. Hið talaða mál verð- ur af ýmsu tagi. Ætlunin er meðal annars að hafa ítarlega fréttaþætti á hveijum degi. Þá er ætlunin að fjalla rækilega í nokkrum dagskrár- liðum um menningarmál á svæðinu, hvort tveggja að kynna það sem í • boði er og fjalla um það sem fram fer, í umræðuþáttum og gagnrýnu spjalli. Allmargir hafa þegar tekið að sér að sjá um talmálsliði af ýmsu tagi. Mestu máli segir Hlynur þó skipta að setustofa Olundar sé öllum opin sem kæra sig um að koma og rabba yfir kaffibolla um heiminn, lífið og tilveruna, og hafi gestir frá einhveiju að segja eða eigi erindi geti auðvitað komið til greina að útvarpa því. Þetta verði mjög fijálst. Fjórmenningarnir standa einir að þessu framtaki. Að baki þeim eru engin samtök eða flokkar. Ólund á ekki að vera neinu háð, heldur fijáls. Ólundarmenn hafa meðal annars boðið nemendafélögum skóla að nýta sér aðstöðuna og koma málum sínum á framfæri. Svipuð aðstaða stendur fleirum til boða og einnig er ætlunin að bjóða félögum og hagsmunahópum að kaupa sér útsendingartíma. „Við ætlum nefnilega ekki að reka þessa stöð á auglýsingum," segir Hlynur, „við hugsum okkur fjárhagsdæmið í þremur liðum: Fyrst og fremst fijáls framlög, styrki og velvilja fólks, í öðru lagi tekjur af útseldum tíma og í þriðja lagi koma svo auglýsingar. Allir sem vinna við stöðina munu gera það í sjálfboðavinnu, engin laun verða greidd. Ef þessir tekjuliðir standa ekki undir kostnaði þá verð- um við bara að hætta, en við getum ekki annað en reynt þetta í ein- hvem tíma og við trúum ekki öðru en að það geti gengið. Að minnsta kosti benda viðbrögð manna ekki til annars enn sem komið er. Þetta á að .verða menningarlegt útvarp og þó að það sé frjálst á það alls ekki að vera óvandað.“ Útsend- ingartími Útvarps Ólundar verður frá klukkan 19 til 24 alla daga nema föstudaga, þegar útsending hefst klukkan 17, og á laugardags- kvöldum er trúlegt að sent verði út eitthvað lengur fram á nóttina. HUSCflNGflR okkar á milli.. . ■ SAGTeraðhægtséaðkomast... Sagt er að hægt sé að komast að því hve alvarlega breska stjórnin tek- ur andstöðu þingmanna íhalds- flokksins við stjómarframvörp, með því að rannsaka styrkleika viskí- sjússa. Þingmönnum í uppreisnar- ham er yfirleitt boðið til ráðherra til að skýra ástæðu þess að þeir ijúfi samstöðuna. Þá er næsta öruggt að þeim er boðið í glas.Ef auðvelt er að bijóta uppreisnína á bak aftur er glasið varla vott, en ef mótþróaseg- gimir reynast illir viðfangs má búast við dijúgri skál! ■ NÚ nýlega fór frú Thatcher í • vel heppnaða ferð til Póllands, og ári áður í jafnvel enn betur heppnaða ferðtil Sovétríkjanna. En hún hefur ekki alltaf verið svona áhugasöm um Austur-Evrópu, eins oggamlir sam- starfsmenn hennar muna vel. Á vinnufundi stuttu eftir kosningarnar 1983 lagði utanríkisráðuneytið til, að örva bæri sambandið við austan- tjaldslöndin. Forsætisráðherra sam- þykkti tillöguna treglega. „Gerið þið það, ef ykkur sýnist það fýsilegt, en munið eitt: Mér er sama þó að þeir komi hingað, en ég mun aldrei fara sjálf til Sovétríkjanna." ■ FRÚ Thatcher er þekkt fyrir þótta í tilsvöram. En ummæli hennar nú nýverið um samráðherra sína — eða réttara sagt þögn hennar, og þar með lítilsvirðing á þeim vakti al- menna undran. Hún var í viðtali við blaðamann The Times að velta fyrir sér hvort hún yrði forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. „Það kemur að því að einhver birtist sem getur sinnt þessu starfi betur en ég. Og ég er alltaf að líta í kringum mig eftir þeim manni. En ég býst við að ég sinni starfínu í fjórða sinn.“ — GN. „Það er ákaflega lítið um það, því miður,“ segir Brynhildur. „Þetta er langmest fólk á miðjum aldri og eldra. Það er einn og einn góður hagyrðingurí hópi yngra fólksins og maður veit af þessu fólki, en það er alltof algengt að yngra fólk haldi að það geti ort en kunni í raun ekkert. Þetta hefur maður séð og heyrt í sjónvarpsþáttum, fólk fer þar með glórulausan kveðskap, og allir klappa og fagna ógurlega þeg- ar bæði er illa ort og rangt. Og svo er það algengt að börn komi fram og fari með vísur sem þau hafa gert, gjarnan vitlaust ortar, og fyr- ir þetta eru þau lofuð í hástert, í stað þess að leiðbeina þeim. Maður lærði ekki bragfræði í gamla daga, maður komst hreinlega ekki upp með það að yrkja vitlaust og á því lærði maður.“ En óttast hún um framtíð fer- skeytlunnar og hinna gömlu forma? „Já, ég get ekki neitað því. Ég hef ekkert á móti því að menn fari fijálslega með formið og noti ný, það sker ekki úr um gæði ljóða hvort þau eru rammlega bundin eða ekki. En við megum ekki tapa niður þessari þjóðararfleifð og þurfum að reka áróður í því skyni. Ferskeytlan þarf eiginlega að komast í tísku á nýjan leik.“ FEIN RAFIHAGNSHANDVERKFÆRI Fremst i smum flokki Höggborvél —fyrir alhliða notkun Afturábak og áfram snúningur Tvö hraðastig með stiglausum rofa Handfang sérhannað fyrir rétt átak og grip Dýptarstillir í rennigreip Hraðastjórn með snúningslæsingu. Hleósluborvél -aflmikil og fjölhæf Afturábak og áfram snúningur Tvenns konar snúningshraði Átaksstillir fyrir skrúfuvinnu Sjálfvirkt hleðslutæki með Ijósmerki Laus hleðslurafhlaða Löng ending hverrar hleðslu Fer sérlega vel í hendi Komið og kynnið ykkur mikið úrval FEIN rafmagnshandverkfæra. SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117 7 ;; ;v r; ';-r Nákvæmni og öryggi Umboðs- og þjónustuaðilar: Póllinn hf„ Isafirði; Rafvélaverkstæði Unnars sf„ Egilsstöðum; Geisli, Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.