Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 lÓHAVN EINVARDSSOm, I V KS I l \I,I>I\GISM\IH KI\\ SEM SVII'I I R ER ÞI\GHELGI VEGIHA SAKAMÁLS Morgunblaðið/RAX Hefói kosió aðra leið á spjöld þing- sögunnar eftir Hjálmar Jónsson ÞAÐ ER ekki nýtt að þingmenn séu ákærðir í sakamálum. Það hefur þá verið gert utan þingtíma. Það er hins vegar nýtt að óskað sé eftir að þingmenn séu sviptir þinghelgi og leyf- ið veitt, til þess að hægt sé að ákæra þá. Jóhann Einvarðsson, áttundi þingmaður Reyknesinga, var ólíklegur til þess að verða fordæmi í þessum efnum, þó raunin hafi orðið önnur. Hann hefiir verið í sviðsljósinu siðan vitnaðist að Jónatan Þórmundsson, sérstakur saksóknari í Hafskips- málinu, myndi fara þess á Ieit við Alþingi að hann yrði sviptur þinghelgi til þess að hægt væri að birta honum ákæru. Jóhann var einn bankaráðsmanna Utvegsbankans árið sem Haf- skip varð gjaldþrota. Mér fannst hann heldur ekki þesslegur að vera ákafur íþróttaunnandi. Skrifstofa hans á efstu hæðinni í Kirkjuhvoli ber vott um hófsemd. Hann segir að það hafí verið afar óheppilegt með hvaða hætti fyrst var sagt frá væntanlegum ákærum í Hafskipsmálinu í Qölmiðlum. að verður að segjast eins og er að frétta- flutningurinn er með eindæmum. Ég var einn tekinn út úr og stillt upp sem sekum áður en ákæran var birt mér eða öðrum. Félagar mínir í bankaráðinu urðu að álykta út frá fréttinni að þeir yrðu ákærðir líka. Það var afar óheppilegt að fréttin skyldu leka út og með öllu óskilj- anlegt hvemig það mátti gerast. Ákæra er ekki sama og sakfelling og menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Mér finnst hins vegar fjölmiðlar stilla málinu þannig upp að ég sé þegar sekur.“ Hann segir að málshöfðunin hafi komið sér afar mikið á óvart, þar sem hann hafi reynt að starfa samkvæmt bestu vitund þá ellefu mánuði sem hann hafði verið í bankaráðinu þegar Hafskip varð gjaldþrota. „Ég sé ekki að ég hafi getað breytt á neinn annan hátt en ég gerði. Að ég yrði ákærður var fjarri mínum huga. Þar á ofan þykir mér afar leitt að þessi tími skyldi vera valinn til þess að birta ákæruna. Þing- helgin gildir aðeins þann tíma sem þing situr og annað hvort hefði átt að birta mér ákæruna fyrir þingsetningu 10. október eða í jólaleyfi þingsins. Það að hafa verið sviptur þinghelgi er ekki sá kostur sem ég hefði valið til þess að festa mig á spjöld þingsögunn- ar. Þetta hefur hins vegar engin áhrif á störf mín sem þingmanns, en mjpg margir töldu og telja enn það að vera sviptur þinghelgi það sama og að segja af sér þing- mennsku. Kannski ekki að furða, enda var fyrsta spuming ijölmiðla sem til mín var beint eftir að efri deild hafði samþykkt að svipta mig þinghelgi: „Hvenær muntu segja af þér þingmennsku?" Þegar flölmiðlar eru ekki betur inni í málum en þetta er ekki von að almenningur sé það,“ segir hann. Varð þingmaður 1979 Jóhann Einvarðsson varð fimm- tugur í sumar. Hann er Sam- vinr.uskólamenntaður og starfaði fyrst í ijármálaráðuneytinu í átta ár en gerðist síðan bæjarstjóri, fyrst á Isafirði í fjögur ár og síðan í Keflavík allt þar til hann var kjörinn á þing 1979 fyrir Fram- sóknarflokkinn. Hefur alla tíð ver- ið samvinnumaður, „kannski fæddur inn í flokkinn, eins og stundum er sagt,“ segir hann. Sat á þingi 1979-83, en féll í kosning- unum þá. Aðstoðarmaður Alex- anders Stefánssonar, félagsmála- ráðherra, 1983-87, en var í 2. sæti á framboðslista flokksins í Reykjaneskjördæmi á eftir Steingrími Hermannssyni, form- anni flokksins og forsætisráð- herra, í kosningunum 1987 og náði inn á þing í miklum sigri flokksins í kjördæminu. Hann er kvæntur Guðnýju Gunnarsdóttur og eiga þau þijú böm, Gunnar, rúmlega tvítugan tollvörð á Keflavíkurflugvelli, Einvarð, sem er tvítugur íþróttakennari og Vigdísi 11 ára. „Það var mikil og góð reynsla að koma úr þéttbýlinu í lítinn heimavistarskóla úti á landi. Þá tíðkaðist ekki að fara í bæinn um helgar, heldur vorum við upp á Bifröst nánast óslitið allan vetur- inn. Famar tvær ferðir hvom vet- urinn, önnur til Reykjavíkur og hin til Akureyrar. Þetta var afar eftirminnilegur tími og þroskandi, enda frábærir kennarar sem sáu um kennsluna," segir hann að- spurður um árin í Samvinnuskó- lanum, en þaðan útskrifaðist hann 1958. „Hópurinn sem var þama kynntist mjög vel og marga mína bestu vini á ég í þessum hópi. Við höfum haldið hópinn vel og hittumst reglulega, þó búsetu- breytingar hafi sett strik í reikn- inginn." Bæjarstjórinn hafði aðeins einu sinni áður komið til ísafjarðar Hann segist aðeins einu sinni hafa komið til ísafjarðar áður en hann var ráðinn bæjarstjóri þar 1966. Hann hafi farið vestur til þess að sækja þangað togara sem ríkissjóður hafði eignast. „Fyrsta ferðin var því til að fjarlægja eitt af atvinnutækjunum, en í starfinu reyndi maður auðvitað að byggja upp atvinnu.“ Hann segir að þessi fjögur ár á ísafirði hafi verið mik- ill og góður skóli, enda hafí hann á þessum ámm verið með yngstu mönnum sem gegnt hafi starfi bæjarstjóra. Hann hafí kunnað vel við sig á ísafirði, enda Vest- firðingar kjamafólk, sem gaman sé að kynnast og fari ekki í laun- kofa með skoðanir sínar. Hins vegar hafi starfstilboðið frá Keflavík freistað, þar sem bæði var um að ræða stærra bæjarfélag og miklu hafí einnig ráðið að þau hjónin ættu fjölskyldur sínar á Reykjavíkursvæðinu. Hann hafi og kunnað vel við sig í Keflavík, því þar hafi hann búið alla tíð síðan eða frá árinu 1970. „Ég fékk tilboð um að fást við stærra verkefni, sem auðvitað freistaði. Við emm búin að festa rætur í Keflavík og eram orðin þar heima- vön. í Keflavík höfum við kosti stórborgarinnar án þess að búa við galla stærðarinnar. Það er ekki lengi verið að fara á milli.“ Fáar tómstundir frá pólitíkinni Hann segir tómstundir frá pólitíkinni ótrúlega fáar, en ef hann hafi tíma til fínnist honum gott að horfa á íþróttakappleiki og honum sé sama hvort um sé að ræða handbolta, fótbolta eða körfubolta. Hann noti einnig hvert tækifæri sem hann fái til þess að komást á skíði í Bláfyöllin og anda að sér fersku lofti. Annars reyni hann að vera heima, eins mikið og hann geti, þá sjaldan friður gefist til þess fyrir pólitíkinni. „Ég horfí eins mikið á íþróttir og ég get og reyni að missa helst ekki af neinum heimaleik Keflavíkurliðsins,“ segir hann og í ljós kemur að hann spilaði hand- bolta með KR á yngri ámm og tókst að verða íslandsmeistari með þeim í 2. og 1. flokki áður en hann lagði skóna á hilluna. Það kemur úr kafinu að meðal ýmissa trúnaðarstarfa sem hann hefur gegnt, er að finna for- mennsku í Handknattleiksráði Reykjavíkur og að tvö ár sat hann í stjóm Handknattleikssambands íslands sem fulltrúi Keflavíkur. „Fjölskyldan er alveg á bólakafí í íþróttum. Konan spilaði hand- bolta í gamla daga eins og ég. Annar strákurinn er formaður í Körfuknattleiksráði Keflavíkur og sá yngri spilaði með meistara- flokki Keflvíkinga í handknattleik þangað til í haust að hann gekk til liðs við KR,“ segir hann. Aðspurður hvemig honum hafí fundist frammistaða íslensku íþróttamannanna á Ólympíuleik- unum, segir hann að sér hafi fund- ist hún mjög góð. „Við ætlumst alltaf til alltof mikils af okkar íþróttamönnum og gleymum því gjarnan að við emm ekki nema 240 þúsund og að flestir okkar íþróttamenn vinna fullan vinnu- dag jafnframt því að æfa. Einnig var frammistaða fötluðu íþrótta- mannanna frábær og á ömgglega eftir að verða mörgum mikil hvatning. Hins vegar mega af- reksíþróttimar ekki verða til þess að menn gleymi almenningsíþrótt- um, því forvarnarstarf þeirra verður aldrei ofmetið." Hann segir að gengi íslenska handknattleikslandsliðsins hafí ekki valdið sér vonbrigðum, þó auðvitað hafi menn alið með sér von um verðlaunasæti í leyndum hugans. „Þessar þjóðir era orðnar svo líkar að styrkleika að dags- formið réði því nánast hvort leikið var um 3.-4. sætið eða það 8. Við höfum unnið allar þessar þjóðir, sem urðu fyrir ofan okkur og þetta var spuming um hvemig hlutimir myndu smella saman. Það var rétt ákvörðun að fá Bogd- an til þess að vera með liðið fram yfír B-keppnina. Hann hefur gert kraftaverk fyrir íslenskan hand- knattleik. Eftir það er rétt að skipta, því það kemur ný stemmn- ing með nýjum mönnum." Orð eru eitt athafiiir annað Jóhann segist alla tíð hafa haft áhuga á pólitík og byrjað að hafa afskipti af henni á unglingsámn- um. Pólitísk afskipti hafí hins vegar ekki farið saman við að gegna embætti bæjarstjóra og það hafí ekki verið fyrr en fyrir kosn- ingarnar 1979, sem komu mjög óvænt upp á borðið, að komið hafí til tals að hann gæfí kost á sér í framboð. Framsóknarflokk- urinn hafí tapað þingsæti sínu í kjördæminu í kosningunum 1978 og hafí verið án oddvita. Hann hafi ekki séð eftir því að hafa farið út í pólitík, því það væri óneitanlega áhugavert að starfa á Alþingi, og þegar maður hafí einu sinni ánetjast stjómmálum sé erfítt að slíta sig frá þeim aft- ur. „Það er gmndvallaratriði að hafa það í huga að orð em eitt, en athafnir annað,“ segir hann aðspurður um hvemig horfi í pólitíkinni. „Þau vandamál sem við er að glíma em með mesta móti. Ég held að sá meðbyr sem ríkisstjórnin fær byggist á trú almennings að hún ætli að gera eitthvað í málunum. Það er með þessa stjóm, eins og aðrar, að hún verður metin af verkunum í lok síns starfstíma. Ég er bjartsýnn og við eigum að vera bjartsýn. Ef ríkisstjórninni tekst ekki að bera gæfu til að leysa þessi vanda- mál, þá á hún að fara frá og efna til kosninga.“ Við yfirgáfum kyrrláta skrif- stofuna og kvöddumst í ysnum á götunni. Eg vissi síðast af Jó- hanni sitjandi fyrir á bekknum í Alþingisgarðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.