Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 21 Benazir ásamt tveimur af þremur aðstoðarmönnum, sem var rænt í byijun síðasta árs, þegar hún segir að reynt hafi verið að ráða hana af dögum. böggli, með því eina sem faðir minn lét eftir sig,“ segir Benazir. „Ég þrýsti loðskinnsúlpu hans að mér og minntist þess allt í einu að Kath- leen Kennedy hafði klæðzt úlpu föður síns [Roberts Kennedys] í Radcliffe-kvennaskólanum löngu eftir að hann var myrtur. Stjórn- málahrif flölskyldna okkar höfðu alltaf verið borin saman. Nú tengdu okkur ný og hræðileg bönd ...“ Benazir og móðir hennar höfðu verið í haldi í Sihala í sex vikur og „sex mánuði þar áður í Rawal- pindi. Samt hafði ég ekki getað viðurkennt fyrr en daginn áður að Zia hershöfðingi mundi í raun og veru ráða föður minn af dögum.“ „Mér fannst eins og líkami minn væri sundurtættur. Hvemig gat ég haldið áfram? Þrátt fyrir allt sem við höfðum rejmt hafði okkur ekki tekizt að halda föður mínum á lífí. Ég var svo einmana. „Hvað get ég gert án þín?“ hafði ég spurt hann í dauðaklefanum ... Hann hafði yppt öxlum ráðþrota.“ „Ég hafði séð föður minn í síðasta sinn daginn áður, “ segir Benazir. „Fundur okkar olli meiri sársauka en orð fá lýst. Enginn hafði sagt honum að hann yrði tek- inn af lífi í bítið daginn eftir. Eng- inn hafði sagt það leiðtogum heims- ins, sem höfðu opinberlega farið fram á að hann yrði náðaður, þar á meðal Jimmy Carter, Margréti Thatcher, Leonid Brezhnev, Jó- hannesi Páli páfa II, Indiru Gandhi ... Bleyðumar í stjóm Zia höfðu Stuðnings- menn Benazirs og Altafs Hussa- ins (sem hefur rætt við hana um samstarf): Faðir hennar helzta fyr- irmyndin. Mohammed Zia „sveifst einskis." ul-Haq: áreiðanlega ekki tilkynnt þjóðinni hvenær faðir minn yrði líflátinn. Aðeins ég og. móðir mín vissum það. Og við vissum það af tilviljun og vegna ályktunarhæfíleika okk- ar.“ „Þeir drepa mig í nótt“ Þar sem degi aftökunnar var haldið leyndum reyndi Benazir að bjarga honum með því að smygla skilaboðum úr fangelsinu um að aftakan vofði yfir. En tilraun henn- ar mistókst. Orðsendingin komst til skila, en ekki áskomn hennar til stuðningsmanna þeirra feðginanna um að þeir gerðu uppreisn. Eitthvað fór úrskeiðis þegar verðirnir yfir- heyrðu þjóninn Ibrahim við fangels- ishliðið. Benazir tókst að fá aftökunni frestað um einn dag, en vonbrigði hennar og móður hennar urðu mik- il þegar þær heyrðu ekki minnzt á uppreisnaráskorunina í fréttum BBC. „Hvers vegna eruð þið báðar hér,“ spurði Aii Bhutto þegar mæðgurnar töluðu við hann í síðasta sinn gegnum rimlana á dauðaklefanum. „Er þetta síðasti fundurinn?" „Ég held það,“ svaraði Benazir og fangavörður staðfesti það, þegar faðir hennar kallaði í hann. „Hefur tíminn verið ákveðinn?" spurði hann. „Klukkan fimm í fyrramálið, samkvæmt fangelsisreglum," svar- aði vörðurinn. „Gerðu ráðstafanir til þess að ég geti 'farið í bað og rakað mig,“ sagði faðir Benazirs. „Heimurinn er fallegur og ég vil vera hreinn þegar ég kveð hann.“ Ali Bhutto fékk hálftíma til að kveðja konu sína og dóttur. Hann sat á dýnu á glölfinu. Verðimir höfðu fyarlægt borð hans, stól og rúm. „Takið þetta með ykkur,“ sagði hann og rétti Benazir tímarit og bækur, sem hún hafði fært honum í fangelsið. „Ég vil ekki að þeir. snerti dótið mitt.“ Því næst afhenti hann henni vindla, sem lögfræðing- ar hans höfðu gefíð honum. „Eg geymi einn handa mér og reyki hann í kvöld,“ sagði hann. „Mér tókst að smygla út orðsend- ingu,“ hvíslaði Benazir. Hún greindi frá efni hennar og hann virtist ánægður. „Skilið kveðju frá mér til hinna bamanna," sagði hann. „Þið hafið báðar þjáðst mikið. Nú þegar þeir ætla að drepa mig í nótt vil ég frelsa ykkur líka. Ef þið viljið getið þið farið frá Pakistan, meðan stjómarskráin er ekki í gildi og herlög ríkja. Ef þið viljið öðlast hugarró og helja nýtt líf getið þið farið til Evrópu." „Nei, nei,“ sagði kona hans. „Við getum ekki farið. Herforingjamir mega ekki halda að þeir hafí sigrað ...“ Benazir tók í sama streng og faðir hennar brosti ánægður. „í nótt verð ég fijáls“ Fangelsisstjórinn neitaði að verða við bón Benazirs um að dyr dauðaklefans yrðu opnaðar. „í guðsbænum,“ sagði hún.' .jFaðir minn er forsætisráðherra. Ég er dóttir hans. Þetta er síðasti fundur okkar." En allt kom fyrir ekki. „í nótt verð ég frjáls," sagði AIi Bhutto. „Ég hitti aftur móður mína og föður. Eg fer aftur til lands for- feðra minna í Larkana og verð hluti af moldinni, ilminum og loftinu þar. Mín verður minnzt í söngvum_ og frá mér verður sagt í þjóðsögum* Larkana. En það er mjög heitt í Larkana," sagði hann og brosti. Þegar mæðgumar óku frá fang- elsinu umkringdi mannflöldi bílinn. Allt í einu kom Benazir auga á vin- konu sína,. Yasmin, yzt í mann- þrönginni. „Yasmin!“ hrópaði hún. „Þeir ætla að drepa hann í nótt!“ Hún var ekki viss um hvort hún hefði heyrt. Seinna báðust mæðgumar fyrir: „Guð, láttu kraftaverk gerast. Láttu eitthvað gerast." Þær héldu f von- ina. Hæstiréttur hafði einróma mælt með því að dauðadómnum yrði breytt í ævilangt fangelsi. Auk þess þurfti lögum samkvæmt að tilkynna aftökudag með a.m.k. viku fyrirvara og engin slík tilkynning hafði verið gefín út. Léiðtogar flokks Bhutto höfðu líka sent þau skilaboð að Zia hefði lofað stjómum Saudi-Arabíu, arabísku furstadæmanna og fleiri aðilum að milda dauðadóminn. En Zia hafði oft svikið gefin Ioforð og traðkað á landslögum. Vegna þrá- láts ótta mæðgnanna höfðu ut- anríkisráðherra Saudi-Arabíu og forsætisráðherra Líbýu lofað að koma flugleiðis, ef aftökudaguryrði tilkynntur. En Benazir vissi ekki hvort þeir hefðu heyrt orðsendingu hennar í BBC, eða hvort þeir gætu komið í tæka tíð. Kínversk sendinefnd var í Isl- amabad. Faðir Benazirs hafði lagt grandvöll að vináttu við Kínverja. Mundu þeir koma vitinu fyrir Zia? Náðunarbeiðni Zia hafði gefíð til kynna að hann mundi ekki hugleiða náðun, nema því aðeins að beiðni bærist frá föð- ur Benazirs eða fjölskyldu hans. Faðir hennar hafði lagt bann við því að farið yrði fram á náðun. Þó sagði móðir Benazirs við dótt- ur sína: „Ég ætla að biðja Zia um náðun.“ Hún svaraði hneyksluð: „Mamma, þú getur það ekki. Pabbi fékk okkur til að lofa því að gera það ekki. Saklaus maður biður ekki um náðun. Hve oft hefur pabbi ekki sagt okkur að hamj vilji frem- ur deyja með sæmd en með van- sæmd?“ „Ég mun ekki bregðast föður þínum,“ sagði móðir hennar. „Zia drepur hann hvort sem er. Ef ég bið um náðun núna hefur Zia ekki þá afsökun á morgun að íjölskyldan hafí ekki skrifað honum og að hann hefði sýnt miskunn ef hún hefði látið til sín heyra. Ég vil ekki að það kvelji mig það sem eftir ævinn- ar að heyra hann segja þetta.“ Móðir Benazirs tók sér blað og penna i hönd: „Ég skrifa þér til að biðja þig um að náða eiginmann minn ..." Skömmu síðar kom rit- ari Zia, Saghir hershöfðingi, til að sækja bréfið. „Þið vitið auðvitað að þetta breytir öllu,“ sagði hann. Nú hafði Zia þá afsökun, sem hann hafði sagt að hann þyrfti til að halda áliti sínu, ef hann náðaði andstæðing sinn. „Ég er viss um að lífí eiginmanns þíns verður þyrmt,“ sagði Saghir hershöfðingi við móður Benazirs að skilnaði. Hann sagðist mundu koma aftur, en sást ekki meir. Móðir Benazirs gaf henni valíum klukkan hálftvö um nóttina. Hálftíma síðar vaknaði hún skelkuð og hríðskalf. Henni fannst hún vera með snöra föður síns um hálsinn. „Lognar ásakanir“ Dijúgur hluti bókar Benazirs lýs- ir áram hennar í fangelsi og stofu- varðhaldi. „í tæp tvö ár hafði ég ekki gert annað en að beijast gegn lognum ásökunum herforingja- stjómar Zia á hendur föður mínum,“ skrifar hún „Ég hafði barizt með Alþýðuflokki Pakistans [PPP; flokki Ali Bhuttos] fyrir kosn- ingum, sem Zia hafði lofað þegar byltingin var gerð, en aflýst síðan þegar sigur blasti við okkur." „Herforingjastjórnin hafði hand- tekið mig séx sinnum,“ skrifar- hún,„og sljómendur herlaga höfðu hvað eftir annað bannað mér að stíga fæti í Karachi. Móður minni líka.“ Benazir segir að bók sín sé ekki „rækileg könnun á Pakistan, heldur lausleg athugun á því hvemig lýð- ræðislegt þjóðfélag breytist í ein- ræðisríki". Aðdáun hennar á föður sínum, fyrsta forsætisráðherranumr-' sem Pakistanar kusu beinni kosn- ingu, leynir sér ekki. Hann virðist aldrei hafa gert nokkuð rangt að hennar dómi. Um hann segir hún: „Herforingjamir, sem ráðið höfðu Pakistan frá stofnun ríkisins 1947, beittu kúgun, en faðir minn varð fyrstur til að koma á lýðræði. Áður hafði þjóðin lifað eins og hún hafði lifað í aldaraðir og algerlega verið upp á náð og miskunn ætt- flokkahöfðingja sinna og landeig- enda komin, en faðir minn hafði fært þjóðinni fyrstu stjómarskrána, sem tryggði lagaleg réttindi og borgararéttindi ... þingræðislega stjóm og kosningar á fímm ára fresti.“ „Milljónir höfðu fagnað honum þegar hann heimsótti fyrstur stjóm- málamanna fátækustu og afskekkt- ustu þorp Pakistans," segir Benaz- ir. Síðan lýsir hún því hvernig hann hafí reynt að breyta þjóðfélaginu í nútímahorf, koma á jarðaskiptingu, veita fátæku fólki menntun, þjóð- nýta atvinnuvegina, leiða tekju- tryggingu í lög og banna misrétti gegn konum og minnihlutahópum. „Grimmur og samvizkulaus" í bók Benazirs er (af eðlilegum ástæðum) tilfinningaþrangin og hlutdræg lýsing á baráttu hennar gegn Zia, sem hún segir að hafí verið „grimmur einræðisherra og samvizkulaus þorpari". Zia var í hennar augum „hershöfðinginn, sem sendi hermenn sína um hánótt til að steypa föður mínum og taka við stjóm landsins með valdi____ Einræðisherrann, sem seinna gat ekki kúgað hóp stuðningsmanna föður míns þrátt fyrir allar fallbyss- ur sínar og táragas og herlög, og gat ekki bugað föður minn andlega, þrátt fyrir einangranina í dauða- ' klefanum. Zia ul-Haq: hershöfðing- inn sem einskis sveifst og ... sendi föður minn út í dauðann". Margir leiðtogar flokks Bhuttos vora fangelsaðir. Þúsundum stuðn- ingsmanna hans var einnig varpað I fangelsi. Ótal aðrir urðu fyrir táragassprengjum og sættu barsmíðum fyrir það eitt að nefna Bhutto á nafn. Að sögn Benazirs sagði Zia föður hennar í símtali nokkram klukku- tímum eftir byltinguna 1977: „Mér þykir þetta leitt, herra, ég varð að gera þetta. Við verðum að hafa þig í gæzluvarðhaldi um tíma. En eftir 90 daga efni ég til nýrra kosninga. Þú verður auðvitað aftur kjörinn forsætisráðherra, herra, og ég mun hylla þig!“ í haust, 11 árum síðar, fórst Yia j í flugslysi, sem átti rætur að rekja / til skemmdarverks samkvæmt opin-1 berri rannsókn. Um það er deilt hveijir þar vora að verki. Skömmu áður en slysið varð hafði Benazir lokið við bók sína, hið mikla upp- gjör hennar við Zia og aðra and- stæðinga föður hennar. Nú hefur hún fetað í fótspor föð- ur síns og sigrað í fyrstu frjálsu, lýðræðislegu kosningunum í Pakist-*^ an um árabil. Bhutto-ættin virðist aftur setzt að völdum í Pakistan. Kona mun í fyrsta skipti fá æðstu völd í ríki múhameðstrúarmanna. En hvað gerir herinn? Tíminn leiðir í ljóst hvort henni tekst að halda völdunum eða hvort hún hlýtur sömu örlög og faðir hennar. GH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.