Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 4

Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 4
4 FRETTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 ERLENT INNLENT Forseti Hæstaréttar segir af sér Magnús Thoroddsen, forseti Hæsta- réttar, sagði af sér embætti á föstudagskvöld vegna opin- berrar umræðu 'um áfengis- kaup hans. Magnús notaði heimild sína sem handhafí for- setavalds til þess að kaupa um 1.440 flöskur af áfengi á kostn- aðarverði. Ásmundur endurkjörinn forseti ASÍ Ásmundur Stefánsson var endurkiörinn forseti Alþýðusám- bands Islands á þingi þess á mið- vikudag. Varaforsetar voru kjöm- ir þau Ragna Bergmann og Órn Friðriksson. Jóhann sviptur þinghelgi Efri deild Alþingis samþykkti að svipta þingmanninn Jóhann Einvarðsson þinghelgi til þess að hægt sé að bera fram kæru á hendur honum í Hafskipsmálinu. Slfkt hefur ekki gerst áður í sögu Íýðvéldisins. Álmálið veldur titringi Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði á þingi á mánudag að yrðu kannanír á hagkvæmni nýs álvers í Straumsvík jákvæðar, yrði flutt frumvarp um byggingu þess. Ólafíir Ragnar Grímsson sagði að ef af slíkt frumvarp yrði samþykkt, þýddi það nýjan meiri- hluta á Alþingi. Formenn skiptast á heimsóknum Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Her- mannsson voru báðir endurkjömir til forystu á flokksþingum Al- þýðuflokks og Fram- sóknarflokks. For- mennimir ávörpuðu flokksþing hvor annars og breiddu yfir gömul ágreiningsmál. ERLENT Oeirðir í Az- erbajdzhan Óeirðir blossuðu upp í Sovétlýð- veldinu Azerbajdzhan á þriðjudag og stóðu hefmenn vörð við heim- ili Armena í borginni Bakú til að veija þá gegn ofsóknum Az- erbajdzhana. Þrír sovéskir her- menn féllu og rúmlega 120 manns særðust í átökum í borginni Kírovobad. Á fimmtudag vom sovéskar hersveitir sendar inn í Bakú og neyðarástandi lýst yfir. Fréttir bámst af ijölmennum mótmælafundum bæði í Azerbajdzhan og Sovét-Armeníu. Ólgaí Eystrasaltsríkjunum Sovésk þingnefnd ákvað í vikunni að gera breytingar á drögum að stjómarskrárbreytingum og ganga þar með til móts við kröfur Eystrasaltsþjóða. Á miðvikudag lýsti þingið í Kákasuslýðveldinu Grúsíu yfír andstöðu við breyting- amar. Deilt um mælingar á möskvastærð Mismunandi aðferðir við mæl- ingar á möskvastærð veiðarfæra ollu deilum milli útgerðarmanna og Landhelgisgæslunnar. í ljós kom að nýr möskvamælir, sem Gæslan notar, hefur ekki hlotið löggildingu heldur má aðeins nota hann til viðmiðunar. 45 með alnæmi Alnæmisvika hófst á miðviku- dag undir kjörorðinu „tölum sam- an um alnæmi". 45 íslendingar hafa greinst með alnæmi og frjöl- margir eru taldir smitaðir án þess að vita af því. Þjóðleikhúsið hættuiegt Starfshópur um endurreisn Þjóðleikhússins hefur lagt til að annað hvort verði viðgerðir á hús- inu hafnar strax eða því lokað af öryggisástæðum, þar sem lagnir og eldvamakerfí séu í niðumíðslu óg loftræstikerfíð eldgildra. Framsókn næststærst á ný í skoðanakönnunum, sem gerð- ar voru í vikunni, kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn á mestu fylgi að fagna meðal kjósenda. _ Slæmt gengi á Ólympíuskákmóti íslensku skákmönnunum gekk ekki eins vel á Ólympíuskákmót- inu í Grikklandi og margir höfðu búist við. Eftir tapið gegn Sovét- mönnum seig á ógæfuhliðina og íslenska sveitin er nú í kring um 2Q. sætið. Sigur íhaldsmanna í Kanada íhaldsflokkur Brian Mulro- neys vann sigur í þingkosningun- um sem fram fóru í Kanada á mánudag. Helsta kosningamálið var fríverslunarsamningur milli Kanada og Bandaríkjanna. Skattaumbætur í Svíþjóð Sænska stjómin kynnti á miðviku- dag hugmyndir um róttækar breytingar á skattakerfínu. Stefnt er að því að 90% launþega greiði engan tekjuskatt og hlutfall beinna skatta verði að jafnaði 30% í stað 45% nú. Dauðadómar afturkallaðir P. W. Botha, forseti Suður-Afríku, ákvað á miðvikudag að afturkalla dauðadóma yfír svonefndum sex- menningum frá Sharpeville, fímm körlum og einni konu, og dæmdi Suður-Kórea: Forsetmn biður Chun griða hjá almenningi Seoul. Reuter. ROH Tae-woo, forseti Suður-Kóreu, flutti sjónvarpsræðu til þjóðar- innar í gær og hvatti almenning til að fyrirgefa fyrrum forseta landsins, Chun Doo Hwan, misgerðir hans. Chun tók völdin i landinu árið 1979 og var síðan i forystu fyrir herforingjastjóm þar til i febrúar á þessu ári. Á miðvikudag baðst hann afsökunar á illræðis- verkum stjómar sinnar, þ. á m. fjöldamorðum á óbreyttum borgurum. Roh gekk ekki svo langt að lýsa yfir sakaruppgjöf til handa Chun. Hins vegar sagðist hann ekki myndu láta ákæra einvaldinn fyrr- verandi; Chun hefði iðrast og ekki bæri að draga hann fyrir rétt. „Mér fínnst vera kominn tími til að binda endi á vangaveltur um það hvemig við gerum upp við fortíð- ina, þær hafa valdið okkur öllum miklum sársauka," sagði Roh. „Við getum ekki látið allt þjóðfélagið engjast endalaust í kvöl og upp- lausn vegna vandamála fyrri tíma,“ sagði hann einnig. Forsetinn kynnti ýmsar ráðstafanir sem eru til þess ætlaðar að koma til móts við þá er krefjast hefnda. Öllum pólitískum föngum frá valdatíma Chuns verða gefnar upp sakir og manngjöld verða greidd fyrir fómarlömb fjöldamorða hersins á óbreyttum borgurum á mótmælafundi í borg- inni Kwangju 1980. Einnig verða greiddar bætur fyrir morð og barsmíðar í svonefndum „endur- hæfíngarbúðum" Chuns. Opinberir starfsmenn, er misstu störf sín í pólitískum hreinsunum Chuns 1980, fá auk þess miskabætur. Mörg þúsund manns, aðallega stúdentar, börðust við óeirðalög- reglu í Seoul í gær er fólkið reyndi að komast að embættisbústað Rohs forseta til að mótmæla ákvörðunum hans í málum Chuns. Mótmælendur beittu gijóti og bensínsprengjum og lögregla svaraði með táragasi. Reuter Jólasveinninn íKaliforníu Jólasveinn og hreindýr hans tóku í gær þátt í söfiiun fyrir börn með krabbamein f Beverly Hills í Kalifornfu. Enn hertá hvalveiði- 1 •• • •• e? • loggjonmii Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti hefur undirritað ný lög um veiði- spendýra í sjónum, sem herða til muna fyrirmæli um refs- ingar fyrir brot á fyrri lögum um sama efiii. Þessi nýju lög mæla m.a. svo fyr- ir, að Bandaríkin skuli banna inn- flutning á fískafurðum frá löndum, sem stunda hvalveiði, eða aðrar spen- dýraveiðar í sjó. Bandarísk blöð skýrðu frá því í gær, að Grænfriðungar hefðu hafíð mál fyrir rétti gegn Bandaríkjastjóm þar sem þess er krafíst að sett verði á bann gegn innflutningi á físki og fískafúrðum frá Islandi. Yngsti milljarða- mæringnr sögunnar? Þriggja ára gömul stúlka erfir Onassis-auðinn MEÐ andláti Christinu Onassis hefur auður þessarar nafhtoguðu fjölskyldu feerst f hendur þriggja ára gamallar dóttur hennar. Hún heitir þvi þjóðlega nafiii Aþena og þótt ekki iiggi fullkom- lega ljóst fyrir hversu mikla Qármuni og eignir hún erfír verður hún vafalítið einn yngsti milljarðamæringur sögunnar. Sjóðstjórn mun hafa umsjón með auðæfímum en faðir Aþenu og fjárhalds- menn, sem sfðar verða skipaðir, munu hins vegar bera ábyrgð á uppeldi hennar og menntun. Sérfræðinga greinir á um hversu mikill Onassis-auður- inn sé. Menn virðast þó almennt telja að arfur Aþenu Onassis verði á bilinu 22 til 45 milljarðar íslenskra króna. Aþena er einka- erfingi Christinu Onassis, sent lést í Buenos Aires í Argentínu þann 19. þessa mánaðar, 37 ára að aldri. Christina Onassis var dóttir gríska auðjöfursins Aristótelesar Onassis. Á þriðja áratugi aldar- innar fluttist hann blásnauður frá Grikklandi til Argentínu en er hann lést í mars árið 1975 var hann einn auðugasti maður í heimi. Hann hafði byggt upp gífurlegt fjármálaveldi og átti hundruð fyrirtækja um allan heim, 47 olíuskip, flugfélag og geysilega verðmætar fasteignir er hann safnaðist til feðra sinna, 68 ára að aldri. í erfðaskrá Aristótelesar On- assis var kveðið á um að Christina skyldi erfa helming eigna hans en hinn helmingurinn rann í sjóð sem stofnaður hafði verið til minn- BflKSVlP eftir Asgeir Sverrisson ingar um son hans, Alexander, sem fórst í flugslysi árið 1973. Höfuðstöðvar sjóðsins, sem rekinn er sem góðgerðarstofnun, voru fluttar til Liechtenstein. Sjóðurinn hefur veitt bæði einstaklingum og ýmsum samtökum styrki og hafa til að mynda mannréttindasam- tökin Amnesty International og Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hinnar bönnuðu hreyfíngar pól- skra verkamanna, þegið fjárveit- ingar úr honum. Aristóteles Onassis var einkum þekktur sem skipakóngur. Þegar olíukreppan skall á ákvað stjóm Onassis-fyrirtækjasamsteypunn- ar með Christinu Onassis í broddi fylkingar að afpanta smíði fjölda olíuskipa sem faðir hennar hafði falið japönskum og frönskum skipasmíðastöðvum. Tapið varð gífurlegt en ákvörðunin þótti engu Aþena Onassis. Reuter að síður skjmsamleg. SkÖmmU síðar seldi Onassis-samsteypan hlut sinn í gríska flugfélaginu Olympic Airways fyrir um fímm milljarða króna. Á undanfömum árum hefur fyrirtækið minnkað skipastólinn og á nú 35 olíuskip. Fjölmörg flutningaskip f eigu fyr- irtækisins hafa ýmist verið seld eða tekin úr umferð. Fjárfesting- um hefur verið beint inn á nýjar brautir og hefur megináhersla verið lögð á fasteignir, einkum í Bandaríkjunum, Evrópu og Suð- ur-Ameríku. Christina Onassis átti þijú mis- heppnuð hjónabönd að baki og stóð í skilnaðarmáli er hún lést. Hún eignaðist Aþenu Onassis í janúar 1985 með fjórða eigin- manni sínum, franska milljóna- mæringnum Thierry Roussel, sem nú hefur fengið forræði yfír dótt- ur sinni þar til hann og fjárhalds- mennimir hafa ákvarðaö hvemig staðið skuli að uppeldi hennar og menntun. Heimild: Intemational Herald Tribune.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.