Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 13 Þjððargjaldlirot Steingríms Hermannssonar virðist ekki valda erlendom lánardrottnum okkar áhyggjum Erlendir láníirdrottnar sem ég ræddi við eru frá Scandinavian Bank, sem er okkar stærsti lánar- drottinn, Citibank, sem var til skammst tíma einn stærsti lánardrottinn okkar, Sumitomo Bank, sem er orðinn mjög stór á þessu sviði, Westdeutsche Landesbank, og fjárfestingarbönkunum No- mura og Yamaichi, sem hafa gjam- an útvegað kaupendur að skulda- bréfum okkar. Enginn þessara manna, sem þó hver um sig ber ábyrgð á lánaviðskiptum við ís- land, hafði heyrt af yfírlýsingu forsætisráðherra. Vildu þeir reynd- ar allir túlka orð hans á þann veg að þetta hefðu verið vamaðarorð til Islendinga, sem líklega hefðu ekki verið ætluð til „útflutnings". „EKKI UN6FRÚ HEIMUR!“ Garret F. Bouton, aðalbankastjóri Scandinavian Bank í London, er mikill íslandsvinur og hefur komið hingað reglulega í viðskipta- og skemmtiferðir undanfarin 15 ár. „Ha!ha!ha! Ég hefði nú haldið að aðalfréttin á íslandi væri ungfrú heimur! Nei, satt best að segja, höfðu þessi orð forsætisráðherra ykkar ekki borist mér til eyma,“ segir Bouton, og er greinilega skemmt. Alvarlegri í bragði heldur hann áfram: „Augljóslega er þetta afar afdráttarlaus yfírlýsing, en þeir sem þekkja ísland og hafa staðið í lánaviðskiptum við -ísland í gegnum árin hafa fullan skilning á óstöðugleika íslensks efna- hagslífs, sem byggist í svo ríkum mæli á útflutningi fískafurða. Við eigum ekki aðeins von á hagsveifl- um hjá ykkur, heldur vitum við með vissu acj þeirra ber að vænta. Það má segja að það sé ein af stað- reyndum lífsins í viðskiptum við ykkar annars yndislega land. Fj ármálasérfræðingar utan ís- lands fylgjast grannt með stefnu íslenskra stjómvalda í efnahags- málum og tilraunum þeirra til að draga innanlands úr áhrifum hag- sveiflna sem orsakast af breyttu útflutningsverði og minnkandi fískafla, ásamt lækkuðu gengi íslensku krónunnar. Þó er alls ekki hægt að segja að þeir sem þekkja vel til íslensks efnahagslífs fái móðursýkiskast er þeir frétta af ummælum forsætisráðherra ykk- ar, en þeir sem minna þekkja til, hafa minna samband við landið og eiga lítil viðskipti við það gætu haldið að sér höndum ef þeir heyrðu af slíkri yfírlýsingu og talið tiyggara að ijárfesta ekki í skulda- bréfum á vegum íslenska ríkisins. En ég tel það liggja í augum uppi að aðvörun forsætisráðherrans hafí verið ætluð eyrum Islendinga eingöngu, en ekki lánardrottnum landsins erlendis.“ CITIBMK HLJER LÍM Stanley Ross, framkvæmdastjóri Norðurlandadeildar Citibank í New York: „Ha!ha!ha! Nei, þetta hef ég ekki heyrt, því miður . . . Hvað segir þú, kannski sem betur fer? Já, kannski það!“ — Hvers vegna er það að bankatoppar út um víðan völl skellihlæja þegar ég ber þessi ummæli forsætisráðherra undir þá? - Löng þögn, síðan enn meira: „Ha!ha!ha!“, en þó hálfklemmdur eða vandræðalegur hlátur. „Ég held ég vilji ekkert um þetta segja, þú verður bara að spyija forsætis- ráðherrann ykkar um þetta." ÍSLKND HEFIIR BESTB MðGULEBU MEDMJELI Barry Tatgenhorst er yfírmaður alþjóðasviðs Sumitomo Bank í London, en þessi japanski banki er nú einn þriggja stærstu banka í heiminum og hefur stöðugt verið að auka lánaviðskipti sín við ís- land, þannig að á þessu ári hefur bankinn þegar haft milligöngu um eða lánað til íslands samtals 80 milljónir dollara, eða um 3,6 millj- arða króna. Tatgenhorst er greini- lega alvörugefínn maður, því hann hlær ekki þegar hann heyrir af orðum forsætisráðherra, heldur þegir um stund. Segir síðan: „Reyndar hafði ég ekki heyrt af þessum orðum herra Hermanns- sonar, en almennt get ég sagt að alþjóðlegir bankar ijúka ekki upp til handa og fóta, þó að slíkar yfír- lýsingar séu gefnar, því hver banki fyrir sig er með sitt eftirlitskerfí í viðkomandi landi og þarf ekki að byggja afstöðu sína til lánveitinga á ummælum stjómmálamanna. Ég fullyrði að alþjóðlegar banka- og lánastofnanir hafa fullan hug_ á áframhaldandi lánvéitingum til ís- lands. Við hjá Sumitomo-bankan- um erum í alla staði mjög ánægð- ir með viðskipti okkar við ísland. Engin lánastofnun hefur nokkra sinni tapað fé á viðskiptum við ísland og betri meðmæli getur ekki nokkur þjóð haft, þegar sóst er eftir lánafyrirgreiðslu. Við höf- um svo sannarlega ekki lent í nokkram vandræðum að fá banka til þess að lána til íslands, þegar við höfum tekið að okkur slík verk- efni, og það er ekkert sem bendir til þess að þar verði breyting á í háinni framtíð. Reyndar hafa margir bankar þegar lýst áhuga sínum á að vera áskrifendur að tveimur lánum til íslands sem við eram nú með í undirbúningi." Tatgenhorst segir eins og Bou- ton að hann telji að orð forsætis- ráðherra hafí einkum verið ætluð sem vamaðarorð til íslendinga, en ekki til erlendra lánardrottna. Hann kveðst þó telja að orð Steingríms gætu haft einhver áhrif á íjárfestingaraðila, sem era á skuldabréfamarkaðinum, þannig að þeir snera sér hugsanlega ann- að með ijárfestingar sínar. Tatgen- horst sagðist telja að slíkt ætti þó einungis við um aðila sem ekki þekktu til íslensks efnahagslífs. HEFUR ÞÝÐINGU INNANLANDS EN EKKIUTAN Westdeutsche Landesbank hef- ur um árabil átt viðskipti við Is- lendinga og selt skuldabréf á veg- um íslands. Patrick Oulds, svæðis- framkvæmdastjóri bankans, hafði þetta að segja: „Þjóðargjaldþrot! Nei, það hafði ég ekki heyrt,“ og síðan hló hann. „Auðvitað verður því ekki mótmælt, að slík yfírlýsing frá sjálfum forsætisráðherra lands ykkar getur haft neikvæð áhrif sé henni slegið upp í erlendum blöð- um; einkum á þá sem lítið þekkja til íslands en hyggja jafnvel á ein- hvers konar ijármálaviðskipti við landið. En ég tel að þessi ummæli hans hljóti að vera ætluð íslending- um til umhugsunar. I mínum aug- um er forsætisráðherra að vara þjóðina við og um leið að benda á nauðsyn aðhalds og spamaðar í versnandi efnahagsástandi. En al- mennt talað tel ég ekki að áhrifín af orðum hans verði mælanleg á erlendum lánamörkuðum. Þýðing orða hans getur því verið mikil innanlands en ekki erlendis." NOMURA, STÆRSTI FJÁRFESTINGABANKI f HEIMI Þór Hallgrímur Guðmundsson (sonur Ragnars Guðmundssonar) er forstöðumaður þeirrar deildar Nomura, japanska ijárfestinga- bankans í London, sem fer með fjármálaþjónustu við fyrirtæki og útgáfu skuldabréfa. Nomura er stærsti ijárfestingabanki veraldar. Þór hafði ekki heyrt af yfírlýsingu forsætisráðherra fremur en aðrir viðmælendur mínir, þegar ég hafði samband við hann. „Eg held ekki að þessi orð forsætisráðherra muni hafa áhrif á lánskjör íslendinga erlendis, né á verð íslenskra skuldabréfa. Fjárfestingaraðilar og bankar eriendis fá alltaf góðar upplýsingar um efnahagsástand á íslandi frá Seðlabanka íslands. Velflestir era vanir sveiflum í efna- hagslífinu á íslandi og ég tel að þessi orð Steingríms hafí því engin áhrif. Á hinn bóginn gæti svo far- ið, ef efnahagsástandið á íslandi heldur áfram að versna, að íslend- ingar þurfí að borga meira fyrir lánin erlendis," sagði Þór. Þór bætti við að hann teldi að svona yfirlýsing forsætisráðherra yrði metin allt öðra vísi í hinum alþjóðlega íjármálaheimi, ef hann gæfí hana í hópi fréttamanna á ferð erlendis. Þá væri henni aug- ljóslega ætlað að ná eyram er- lendra lánardrottna, en eins og hún kæmi honum fyrir sjónir, af fundi hjá Sölumiðstöð hraðfrystihú- sanna, þá væri hún fyrst og fremst ætluð Islendingum. GffTI VERIB STÖRHffTTIILEG Annar stór japanskur ijárfest- ingabanki er Yamaichi Securities og hjá höfuðstöðvum hans í Lon- don er John 0‘Donnel, með þennan líka heillandi írska hreim. Kemur enda frá Cork. Gamalkunnugt „ha! ha! ha!“ vora hans fyrstu viðbrögð ásamt frásögn af því að hann hefði ekki heyrt af þessum orðum Stein- gríms Hermannssonar. 0‘Donnel segir: „O.K. Agnes. Þetta er afar varasamt umræðuefni og yfiriýs- ing forsætisráðherra gæti verið stórhættuleg. Ég veit ekki í hvaða samhengi hún var gefin, en ég gef mér, þar sem ég tel mig þekkja nokkuð vel til íslensks efna- hagslífs, að hann hafi tekið svona djúpt í árinni til þess beinlínis að FlUM VIB LÍHIH Lántaka íslendinga erlendis getur gerst með mismun- andi hætti. Frumkvæðið getur verið afhálfu er- lendra lánastofnana eða af hálfu Seðlabankans, Landsbankans eða annarra fyrirtækja eða stofnana. Þegar um stærri lántökur er að ræða er oft leitað eftir tilboðum frá lánastofnunum og að þeim fengnum er því hagstæðasta yfirleitt tekið. Seðlabankinn, Landsbankinn og fleiri lánastofnanir hér á landi eru í reglulegu sambandi við marga erlenda banka og lánastofhanir. Sumir erlendu bankanria senda reglulega fulltrúa sina hingað til lands og stundum senda íslensku bankamir sína fulltrúa erlendis til könnunar- eða samningaviðræðna. Þannig segir dr. Jóhannes Nor- dal seðlabankastjóri að þeim sé kleift að fylgjast með þróun markaðarins á hveijum tíma. Stundum kemur það fyrir að erlendar lánastofnanir bjóða sérstök lán og efkjörin virðast okkur hagstæð, eftir að hafa verið borin saman við það sem gerist á alþjóðlegum lánamarkaði, þá er þeim tekið, en ef talið er að hægt sé að ná betri kjörum er haldið út í samninga- viðræður, þar sem reynt er að komast að samkomulagi um betri kjör. Sé ákveðið að leita eftir tílboðum erlendra banka gerist það ýmist á þann veg að um samkeppnistilboð með form- . legum hætti er að ræða, eða þá óformlega upplýsingaöfl- un ly á íslenskum lántakendum, sem svo ve(ja það sem þeir te(ja vera hagkvæmast á hveijum tima. hrista upp í landsmönnum og vara þá við, fremur en ætla að koma einhveijum boðskap á framfæri við lánardrottna íslands. Því tel ég að svona staðhæfíng eigi ekki að skaða hagsmuni ykkar eriendis, þó að undir öðram kringumstæðum hefði vissulega getað farið svo. Á stundum kann að vera nauð- synlegt að segja hlutina á jafnaf- dráttarlausan og umbúðalausan hátt ög forsætisráðherra virðist hafa gert í þessu tilviki, til þess að vekja þjóð til meðvitundar um þann vanda sem við henni blasir. Með því að tuska menn til kann að vera meiri möguleiki á að fá þá til þess að horfast í augu við vandann og takast á við hann.“ Svc mörg vora þau orð fulltrúa helstu lánardrottna okkar og af þeim má marka að lánstraust okk- ar erlendis standi jafntraustum fótum eftir sem áður. Þjóðargjald- þrotsboðskapur Steingríms Her- mannssonar sé fyrst og fremst ætlaður íslendingum og nú er bara að bíða og sjá hvort hann nær eyram landsmanna og verður tek- inn til greina. Það er kannski ekki ástæða til óhóflegrar bjartsýni, þegar horft er til þess hvemig stjómmálamenn standa að erlénd- um lántökum. Lánsfjárþörfín fyrir árið í ár hafði verið áætluð 9 millj- arðar króna, en þegar hafa 18 milljarðar verið slegnir ’erlendis, þannig að lánsfjár„þörfín“ jókst um lítil 100%, án þess svo sem að nokkur hefði fyrir þvi að skýra sérstaklega í hveiju það lá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.