Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 Bjarni Steingríms- son efhaJræðingur Fæddur 24. september 1926 Dáinn 20. nóvember 1988 Bekkjarbróðir minn og vinur, Bjami Steingrímsson, efnafræðing- ur, lést á heimili sínu í Garðabæ sl. sunnudag. Hann-var fæddur 24. september 1926 á Siglufírði, sonur þeirra ágætu hjóna Steingríms Bjömssonar skrifstofustjóra í Reykjavík Bjömssonar prests að Dvergasteini, Seyðisfirði, og konu hans, Emilíu Bjamadóttur prests og tónskálds á Hvanneyri, Siglu- firði Þorsteinssonar. Bjarni var einn af þeim bjartsýnu og glaðlyndu ungmennum, sem luku stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík í júní 1946 á 100 ára afmæli skólans. Hann stundaði nám í læknisfræði 1946-’47, en hvarf frá því námi og hélt til Banda- ríkjanna til náms í efnafræði,' en Bjami var ágætur stærðfræðingur sem og góðum og farsælum gáfum gæddur að öðru leyti. BS-próf í efnafraéði lauk hann svo frá Uni- versity of Wisconsin, Madison 1951. Starfaði síðan sem lífefnafræðingur og efiiafræðingur í Bandaríkjunum til 1953, er hann fluttist heim til íslands. Árið 1950 kvæntist hann Virg- iníu Blackmun og áttu þau þrjú böm, Elínu Kirstínu, Esther Láni og Richard Steingrím. Þau skildu 1961. Bjami starfaði í málningarverk- smiðjunni Hörpu 1953-’61, f rann- sóknastofum Fiskifélags íslands 1962-’67. Kennari við Tækniskóia íslands var Bjami frá 1964 til dauðadags, og kennari í Vélskóla íslands 1965-’67 og stundakennari við MR 1967-’73 og við Háskóla íslands frá 1971 til 1987, er hann lét þar af störfum vegna veikirtda. Eins og sést' af þessu, sem nú er nefnt, var starfsævi Bjama orðin 42 ár, þó að hann nú hafi andast langt fyrir aldur fram. Ég hygg að þetta hafi ekki aðeins verið langur tími heldur einnig farsæll og ham- ingjuríkur, af því að hann fann mikla ánægju í starfínu og ekki síst vegna þess að hinn 1. nóvem- ber 1962 kvæntist hann Rannveigu Garðarsdóttur, alþingismanns og hæstaréttarlögmanns Þorsteinsson- ar og konu hans, Önnu Pálsdóttur. Rannveig eða Didda, eins og hún er kölluð, er hin vænsta kona, sem bjó Bjama hið fallegasta heimili á Móaflöt í Garðabæ og þar mun hann hafa unað sér best. Þau Bjami og Didda eignuðust eina dóttur, Sigríði kennara, en auk þess gekk Bjami bömum Diddu, Mariönnu og Garðari, í föðurstað og studdi Garðar til verkfræðináms. Kynni og vinátta okkar Bjama hefúr nú staðið í hartnær hálfa öld eða frá menntaskólaárunum og hefur þar aldrei fallið skuggi á. Bjami var meðalmaður á hæð, lag- legur í andliti, skolhærður, sam- svaraði sér vel og var fijálslegur í framgöngu. Hann var frekar dulur, að mér fannst, en þægilegt var að vera í návist hans, af því að hann bauð af sér góðan þokka án ágengni og var gæddur góðri kímnigáfu. Bjami var mjög góður stærðfræð- ingur og minnið var mjög gott eða eins og vinur hans, Haukur Claus- en, tannlæknir, sagði mér er við ræddum fráfall Bjama, að hann hefði munað öil ólympíumet í fijáls- úm íþróttum og sundi, nöfii met- hafa, hvenær sett o.s.frv. Þá mundi hann öll met þeirra bræðra Amar og Hauks, jafnvel drengjamet, svo ótrúlegt var minnið. Kallaði Hauk- ur, að Bjami hefði haft tölvuminni. Á menntaskólaárunum var oft létt yfir okkur beklqarbræðmnum, Bjama, Magnúsi Ólafssyni, Agnari Gústafssyni, Guðlaugi Hannessyni, Ingimar Jónassyni og undirrituðum. Var þá oft hlustað á jass, en Bjami ,var mjög músíkalskur, eins og hann átti kyn til. Þá var oft tekið í brids, nú og svo farið á dansæfingar. Allt var þetta saklaust, græskulaust Qg áhyggjulaust. Ég held að okkur hafi bara fundist á þeim árum, að við yrðum eilífir (sem við kannski verðum), þó að okkur fyndist 25 ára stúdentar vera orðnir ævagaml- ir menn. Fyrir um 2V2 ári varð ljóst, að Bjami gengi með alvarlegan nýma- sjúkdóm, sem leiddi til þess að hann varð að fara þrisvar í viku í gervi- nýra og sfðan bættist við að skemmd komst í hjartalokur hans. Átti Bjami að fara til aðgerðar til Bandaríkjanna f liðinni viku, en enginn má sköpum renna, og því stöndum við nú frammi fyrir ótíma- bæm andláti hans. Bjami barðist hetjulega við veikindi sín og kenndi með hvíldum í Tækniskólanum fram í október sl., enda.hafði hann mikla ánægju af kennslu og var mjög vel liðinn af nemendum sínum, en það hafa þéir nemendur hans, sem ég hef hitt, sagt mér. Ég veit, að ég mæli fyrir munn okkar áðumefndra beklq'arbræðra Bjama, svo og annarra bekkjar- systkina hans, og konu minnar, þegar ég bið Guð að blessa minn- ingu hans og veita Rannveigu, ■ en hennar söknuður er mestur, svo og bömum hans og Sigríði, systur hans, huggun í sorg þeirra. Gísli G. ísleifsson Á einni nóttu getur sköpum skipt og enginn veit hvað morgundagur- inn ber í skauti sér; hverf er haust- gríma, segir í fomu kvæði. Sú stað- reynd rifjaðist upp þegar harma- fregnin um andlát Bjama Stein- grímssonar var flutt á kennarastofu Tækniskóla íslands. Hann var í hópi fyrstu kennara skólans og þar starfaði hann til æviloka. Bjami Steingrímsson var efna- fræðingur að mennt. Að loknu stúd- entsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavik árið 1946 stundaði hann háskólanám í þeirri grein, fyrst hér heima en síðan í Bandarílqunum. Hann lauk BS-prófi árið 1951 frá t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Fltjamýri, Vestur—Eyjafjöllum, andaðist í Sjúkrahúsi Suöuriands, Selfossi, 24. nóvember. Sveinn V. Lýðsson, Sigrfður Björnsdóttir, Baldur Björnsson, Margrét Guðbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Dvalarheimilinu Seljahlfö, éður Drápuhlfð 31, verður gerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Bergljót Baldvinsdóttlr, Arnþór Kristjánsson, Hrafnhildur Baldvinsdóttir, Ragnar H. Eirfksson, Valborg E. Baldvinsdóttir, Herdfs D. Baldvinsdóttir, Svelnn Ágústsson, Gylfi Þór Arnþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, BJARNA STEINGRfMSSONAR, Móaflöt 33, Garðabæ, fer fram frá Garöakirkju mánudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaö en þeim sem vildu minn- ast hins látna er bent á Minningarsjóö félags nýrnasjúklinga, sími 79975. Rannveig M. Garðars. t Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR GÚSTAFSSON múrari, Hraunbæ 3, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Þurfður Runólfsdóttir, . Gústaf Bjarki Ólafsson, Björk Steirigrfmsdóttir, Vfðir Ólafsson, Erla Jónsdóttir, Runólfur Ingl Olafsson, Ólöf Marfa Olafsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, FRIÐRIK KJARTANSSON bHreiöastjórl, Vfðilundi 12g, Akureyri, veröur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriöjudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Bryndfs Friðriksdóttir, Róbert Friðriksson, Kjartan Friðriksson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og fósturmóöur, BJARNÞÓRU BENEDIKTSDÓTTUR, Selvogsgrunni 16. Andviröi þakkarkorta verður látið renna til líknarmála. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Stefánsdóttir, Sigrfður Stefánsdóttir, SigrfðurV. Ingimarsdóttir. t Innilegt þakklæti til allra þeirra fjölmörgu er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar möður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Vfkurbraut 18, Vfk f Mýrdal. Vilborg M. Þórðardóttir, Jóna Þórðardóttir, Unnur Þórðardóttir, Sigrfður E. Þórðardóttir, Kristbjörg Þórðardóttir, Danfel D. Bergmann, Stefán Á. Þórðarson, Sigrún Jónsdóttir, Ólafur Þórðarson, Kolbrún Valdimarsdóttir. t Þakka innilega samúð og vináttu viö andlát og útför eiginmanns mins, ' BJARNA MARKÚSSONAR matsveins frá Rofabæ, Meðallandi, Laugarnesvegi 76. Sérstakar þakkir til Blindrafélagsins og deildar 11 e Landspítalanum. Lilja Slgurðardóttir. Wisconsin-háskóla. Eftir fram- haldsnám í lífrænni efnafræði og starf sem efnafræðingur þar ytra kom hann heim árið 1953. I átta ár starfaði hann hjá Málningarverk- smiðjunni Hörpu og 1962—1963 hjá Rannsóknarstofnun Fiskifélags Is- lands. Þá réðst hann til Síldar- vinnslunnar hf. á Neskaupstað og starfaði þar 1963—67, þó aðeins á sumrin eftir að hann hóf kennslu við tækniskólann. Bjami tók að sér að kenna efna- fræði við Tækniskóla íslands þegar við stofnun hans árið 1964. Allt frá árinu 1971 hafði hann einnig á hendi nokkra kennslu í verklegri efnafræði við Háskóla íslands. Hann naut augsýnilega frá upphafi virðingar og trausts í hópi annarra raunvísindamanna. Það kom m.a. fram þegar nokkrir þeirra tóku höndum saman laust fyrir 1970, þýddu handa framhaldsskólanem- endum bandaríska kennslubók í efnafræði og gáfú út í tveim bindum undir nafninu Efnafræði, vísindi byggð á tilraunum. Það var mark- vert átak til að efla stöðu efna- fræði í íslensku málsamfélagi. Ósagt skal látið hve dijúgan skerf Bjami iagði af mörkum til þessa verks en hann hefur áreiðanlega verið betri en enginn þegar vanda bar að höndum í þýðingu og í með- ferð móðurmálsins. Margir fram- haldsskólar notuðu þessa þýðingu og gera hugsanlega enn einhveijir. Þegar frá leið þótti hún samt ekki henta nemendum tækniskólans svo að í staðinn samdi Bjami flögur kennslukver, Efnafræði I — IV. Bjami var, sem áður segir, í hópi fyrstu kennara í tækniskólanum. Hann var eftirsóttur starfsmaður og á þeim ámm freistaði sfldin manna sem voru að koma undir sig fótunum. Þegar meinatæknadeild var sett á stofn við skólann haustið 1966 jókst kennsla í efnafræði til mikilla muna svo að fyrir Bjama hefur annaðhvort verið að hrökkva eða stökkva. Hann hefur líklega gert sér þess grein að frá kennsl- unni jrrði ekki aftur snúið, hún átti hug hans allan. Svo mikið er víst að hann tengdist skólanum þeim böndum sem aldrei slitnuðu meðan hann var lífs: Fýrstu árin mæddi öll kennsla í efiiafræði á Bjama. Annars vegar var hún á menntaskólastigi sem þáttur í undirbúningi að tækni- fræði. Hins vegar var hún á fiá- skólastigi þar sem meinatækna- deildin var fyrirferðarmest. I þeirri deild er efnafræði algjör undir- stöðugrein og forsenda alls frekara náms. Mikið og gott orð hefur farið af Bjama sem kennara. Hann þótti kröfuharður en þó sanngjam í dóm- um. Þegar skólinn stækkaði og kennurum §ölgaði hafði Bjami umsjón með eftiafræðikennslunni, auk eigin kennslu og nýjum mönn- um þótti hann traustur leiðbeinandi. Erigum var tjósara en Bjama Steingrímssyni að efnafræði væri raunvísindagrein og þjónaði hag- nýtum tilgangi. Hann var manna minnugastur á tölur og talnaskrár og enginn efaðist um að hann kynni sitt fag. Líklega hefur samt aðdáun hans á margslungnu kerfí efnasam- banda verið skyldari aðdáun hans á 9. sinfóníu Beethovens en að þar hafi eingöngu ráðið hagnýt sjónar- mið. Öll tæknihyggja var honum §arri skapi. Það kom og glögglega fram í skiptum hans við nemendur og samstarsfólk. Þar mat hann manngildið hærra en fyrirbæri sem verða með tölum talin. Ljúfmennska og hæglát reisn settu svip sinn á dagfar hans. Hann var góður félagi í hópi kennara, hvort heldur var í umræðum um kennslufræðileg efni, í baráttu fyrir bættum kjömm stétt- arinnar eða á góðra vina fundi. Hann var og höfðingi heim að sækja og þau Rannveig bæði. Ógleyman- legar verða stundimar þegar menn gerðu sér glaðan dag á heimili þeirra hjóna. Ekki verður Bjama Steingríms- sonar minnst án þess að nefna það sem hann hafði umfram flesta aðra menn nærlendis: Það var snyrti- mennska hans í allri framgöngu. Og hún birtist ekki aðeins á ytra borði heldur var hún mnnin honum í merg og blóð. Einn Ijósasti vitnis- burður um hana var fágæt rithönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.