Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
Um bunustokka
og \itlausa
stjómmálamenn
Fyrir nokkru hafði umsjónar-
maður sunnudagsútgáfu Morg-
unblaðsins samband við mig. Erind-
ið var að fá mig til að skrifa í þenn-
an dálk ásamt formönnum annarra
stjómmálaflokka. í huga umsjónar-
mannsins var tilgangurinn alveg
skýr.
í fyrsta lagi áttu stjómmálamenn
allra flokka að skrifa undir sam-
, heitinu „Að hugsa upphátt". í öðru
i lagi var til þess ætlast að þeir fyöll-
\uðu um önnur efni en þeir væra
/vanir og í þriðja lagi var mælst til
/þess að þeir skrifuðu öðpu vísi en
þeir ættu að sér í daglegu starfí.
Mín fyrstu viðbrögð vora auðvit-
að þau að setja fram beiðni til
umsjónarmannsins um það að fá
að hugsa um stund í hljóði um þessa
hispurslausu ósk að
hugsa upphátt á síðum
Morgunblaðsins. Um-
sjónarmaðurinn sam-
þykkti umhugsunar-
frestinn eftir stutta
umhugsun. Það verð ég
hins vegar að viður-
kenna að frestinn not-
aði ég ekki sem skyldi.
Því að beiðni sem þessi
kallar auðvitað á djúpa
umhugsun um ýmis efni
og hún kallar auðvitað
á það að menn fari að
virða fyrir sér þjóð-
málaumræðuna af fleiri
en einni sjónarhæð.
Mér þykir líklegt, eða
að minnsta kosti ekki
ólíklegt, að stjómmála-
þrætur séu hér á landi fyrirferðar-
meiri þáttur í þjóðmálaumræðu en
víðast hvar annars staðar. Að vísu
hef ég engar félagsfræðilegar at-
huganir að styjast við í þessu sam-
bandi heldur aðeins persónulega til-
fínningu. Það má deila um hversu
næm hún er. En ég ætla samt að
þessi tilfinning mín sé ekki fjarri
veraleikanum. Og svo má alltaf
deila um það hvar draga á mörkin
á milli stjómmálaumræðu og ann-
ars konar umræðu í þjóðfélaginu.
En hvað sem slíkum bollaleggingum
líður verður ekki um það deilt að
stjómmálaumræður era fyrirferðar-
miklar í þjóðfélaginu.
Nú er það svo að stjómmálaum-
ræður era í eðli sínu afar víðfeðm-
ar. Þær eiga í raun réttri að taka
til allra þátta mannlegs
samfélags. Á þeim vett-
vangi eiga menn að
geta deilt um vísindi,
fegurðarsmekk, hags-
muni, bunustokka,
stöðuveitingar, skóla-
stefnu og vamir gegn
alnæmi, svo ekki sé tal-
að um efnahagsmál.
Upp úr jarðvegi þessara
umræðna spretta svo
ákvarðanir almennings
í kosningum og Ig'ör-
inha fulltrúa í bæjar-
stjórnum og á Alþingi.
Samkvæmt lögmál-
inu eiga stjómmálaum-
ræður því að vera afar
merkilegar og þýðing-
armiklar, en einhvem
veginn er það svo að stjómmálaum-
ræður þykja almennt heldur
ómerkilegar og lítilsigldar. Ég
hlustaði á það í útvarpi fyrir nokkr-
um dögum að ungur maður var
spurður að því úti á götu, hvort
hann vissi hversu margir menn
sætu á Alþingi. Hann sagðist ekki
muna það, enda skipti það engu,
því þeir væra allir jafn vitlausir.
Þetta var nokkuð jákvæð umsögn
af hálfu drengsins. En kjami máls-
ins er þó sá að ég geri ráð fyrir
því að svarið lýsi nokkuð almennu
viðhorfi til stjómmálamanna og
þeirrar umræðu sem þeir ástunda.
Ég fór því að velta því fyrir mér
hvort það væri í raun og vera svo
að umsjónarmaður sunnudágsút-
gáfu Morgunblaðsins hafí haft
æma ástæðu til þess að biðja for-
menn allra stjómmálaflokka að
hugsa nú einú sinni upphátt, skrifa
nú einu sinni öðra vísi og um annað
en venjulega. Finnst unglingnum,
sem hér hefur verið tekinn sem
dæmi um ímyndað almenningsálit,
að stjómmálamenn hugsi yfirleitt
ekki upphátt? Er það tilfínning
manna að þeir meini yfirleitt annað
en þeir segja eða gefí ekki í ein-
lægni í ræðum sínum og greinum
nægjanlega mikið af dýpstu tilfinn-
ingum og innstu hugsunum? Með
öðram orðum, era stjómmálaum-
ræðumar of yfírborðskenndar til
þess að verða trúverðugar?
En það má líka snúa spuming-
unni á hinn veginn (vafalaust þykir
sumum það vera of framsóknarleg
efnistök). Hvað er Morgunblaðið að
HUGSAÐ
UPPHÁTT
í dag skrifar Þorsteinn
Pálsson,formadur
Sjáljstaðisflokksirss
Teikning/Pétur Halldórsson
fara þegar það þiður stjómmála-
menn að skrifa öðra vísi og um
annað en venjulega? Er með því
verið að draga menn frá hinum
kalda veraleika hversdagsumræð-
unnar og biðja menn um smá
sunnudagsspjall úr eldhúsinu, sum-
arleyfínu eða jafnvel hjónaherberg-
inu? Engum vafa er undirorpið að
það er söluvara fyrir dagblöð að fá
sljómmálamenn til þess að opna
dymar að heimilum sínum. Ekki
einasta útidymar heldur að hverjum
krók og kima þegar inn er komið.
Og flest bendir til þess að þetta séu
einnig góð viðskipti fyrir sijóm-
málamennina.
Þá kemur stóra spumingin. Hvað
er það sem veldur því að unglingur-
inn segir: Það skiptir ekki máli
hvort ég veit hversu margir þeir
era, því þeir era allir jafn vitlausir.
Er það þessi leiðinlega staglkennda
þræta um efnahagsmálin, þar sem
hver ber annan sökum og skýtur
sér undan ábyrgð, eða er það þessi
yfirborðsmennska, sem felst í því
að selja einkalíf sitt, efna til skraut-
sýninga, í þeim mæli sem hugarflug
manna í þeim efnum stendur til?
Jo Benkow, forseti norska Stór-
þingsins, gerir þessa spumingu ein-
Skíðamiðstöðin í Oddsskarði festi nýlega kaup á þessum snjótroðara
frá Þýskalandi.
/ ' :
Oddsskarð:
Skí ðamiðstöðin
kaupir snjótroðara
NcnkaupsUð.
Skíðamiðstöðin í Odsskarði
festi nýlega kaup á snjótroð-
ara af Kassbohrer gerð.
Spjótroðarinn kom hingað með
skuttogaranum Birtingi er hann
kom úr söluferð frá Þýskalandi
nýlega. Troðarinn er fjögurra ára
gamall en allur nýyfírfarinn af
framleiðanda. Kaupverð var um 4
milljónir. Fram að þessu hefur
snjóbíll Austfjarðaleiðar verið not-
aður sem snjótroðari í skíðalandinu
í Oddsskarði en ekki nýst sem
skyldi því mjókka þurfti á honum
beltin til þess að hann kæmist í
gegnum Oddsskarðsgöngin.
— Ágúst
Hveragerði:
NÝ GERÐ AF
BORÐBÚNAÐI
Hveragerði.
Hagleiksmaðurinn Sigurður
Sólmundarson í Hveragerði
hefiir hannað nýja gerð af
borðbúnaði og er hann að koma
á markað um þessar myndir.
Um er að ræða stein, _sem ætlað-
ur er til að steikja á. Á Sigurð-
ur allan veg og vanda af smiði
gripsins.
Sigurður bauð fréttaritara að
koma í vinnustofu sína i Dyn-
skógum 5 og kynna sér þessa
nýju framleiðslu. Hann gaf eftir-
farandi lýsingu: „Steinninn er lát-
inn á meðfylgjandi svarta álplötu.
Rauðspritt er notað sem orkugjafí
og hentar því vel i stofu, garð-
húsi eða í ferðalögum, t.d. i tjaldi
eða rúmgóðum bíl. Steinninn er
handhægur og auðveldur í með-
ferð og steinasteik bragðast vel
og gefur skemmtilega stemmn-
ingu á góðri stund við kertaljós
og léttar veigar. Tveir geta auð-
veldlega verið saman um einn
stein og eldar hver fyrir sig að
eigin smekk.
Tvær skálar fylgja hveijum
steini, er önnur undir sósu en hin
fyrir salat.
Steinninn er tilbúinn til notkun-
ar eftir 25—30 mínútur. Ein áfyll-
ing á brennarann endist í einn
klukkutíma eða lengur."
Það verður að segjast að steinn-
inn er fallegur gripur og trúlegt
að marga fysi að reyna nýja að-
ferð við matseldina.
- Sigrún
Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir
Sigurður Sólmundarson með borðbúnað • þann sem hann hefúr
hannað til að steikja á.