Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
rimi).
nnsH
eir hafa undarleg áhugamál
þessir tölvunarfræðingar," segir
Pjetur G. Hjaltason hugsi og tottar
pípuna sína. Sjálfur segist hann
vera heimakær fjölskyldumaður
sem Iiggi í bókum, en viðurkennir
þó að tölvan hafi verið ein dellan
af mörgum sem hann hafi fengið
um ævina. En þegar hann stofnaði
fyrirtækið Hugbúnaður sf. ásamt
bræðrum sínum og fleiri góðum
mönnum, þá var stefnan í upphafi
sú, að velja verkefni sem þeir hefðu
gaman af, því þetta átti ekki að
vera neinn stórgróðabisness heldur
skemmtilegt lífsstarf.
Pjetur segist hafa tekið eftir því
að forritarar eigi margt sameigin-
legt þegar um áhugamál er að ræða.
„Margir stunda siglingar og álíka
íþróttir, eiga jeppa sem þeir þeys-
ast um landið á, og fá yfírleitt dellu
fyrir flestu sem er á tæknisviði. Já,
ég held þeir vilji bara hafa líf í
kringum sig.“
— Og þú ert líka „dellukarl“?
„Ég var mikið í siglingum hér
áður fyrr, og ég á jú jeppa sem ég
ferðast á um landið, því mér fínnst
gott að vera í ró og friði upp á íjöll-
um. Annars hefur mig alltaf langað
í flugið, hver veit nema það rætist
einhvem tíma! En ég er ekkert gef-
inn fyrir íþróttir, var í antisportista-
félaginu í menntaskóla, og mínar
dellur kannski frekar verið á raf-
eindasviði.“
Það var í Menntaskólanum í
Kópavogi sem Pjetur komst í fyrstu
tölvuna, og síðar fór hann á nám-
skeið í háskólanum í tölvunar—
fræði.„Reyndar fór ég í bygginga-
verkfræði, en var alltaf með aðra
löppina hjá'strákunum í tölvudeild-
inni. Eftír þrjú ár sá ég að ekkert
vit var í þessu og fór að vinna við
forritun hjá Verkfræðistofnun Há-
skólans."
Pjetur hefur enga tölvu heima,
því fjgár fímm árum ákvað hann
að flytja tölvumar, og fyrirtækið,
af heimilinu þar sem það hafði ver-
ið síðan ’82 og í vinnuna, eins og
hann segir.
Fyrirtækið starfar á ákveðnum
sviðum, hefur séð um tölvusam-
skipti fyrir ýmis fyrirtæki, svo og
skeytakerfí fyrir Veðurstofuna og
forritað m.a. fyrir Visa og Pjárfest-
ingarfélagið. Éinnig hafa þeir verið
BOKAORMURINN
„Eg er heimakær fjölskyldumaður sem liggur
• í bókum, en tölvan var ein af dellunum sem
ég hef fengið."
með tölvumyndir og tölvugrafík og
forritað búðarkassakerfi. Starf
Pjeturs er einkum fólgið í kerfis-
forritun, sem er grunnforritunin í
kerfínu. Þegar ég spyr hann hvort
það sé í rauninni ekki kúnstin á bak
við þetta allt saman, þá glottir hann
og segir að tölvur séu nú svo óskap-
lega vitlausar, þær geri allt sem
þeim sé sagt.
„En það er skemmtilegt að fíkta
f þessu og það er ákveðin list að
skrifa falleg forrit, svona eins og
að tefla fallega skák. En menn
verða ekki auðugir á þessu þótt það
sé einhver tíska að halda það. í
skoðanakönnun sem gerð var kom
egar snjór er kominn niður
í miðjar hlíðar á Esjunni, fer tölvun-
arfræðingurinn frá Snæfellsnesi,
Bjami Júlíusson, að ókyrrast því
þá vill hann komast í qupu. Á bak
við hann blasir fjallið út um
gluggann og reynir að lokka hann
frá tölvunni sem trónir fyrir framan
hann, en það gengur oft treglega
því bæði skipa háan sess í huga
hans.
Hann fór suður á. sínum tíma til
að nema rafmagnsverkfræði, en
„kynntist" tölvunni og kennir nú
tölvunarfrasði við Háskóla íslands
og er annar eigandi fyrirtækisins
TölvuMyndir hf.
„Það er nauðsynlegt að fá frí frá
tölvunni og fara í veiðimennsku,
laxveiðar á sumrin og qúpu á vet-
uraa. En svo kemur þessi dauði tími
á árinu sem gerir mann alveg
ómögulegan, svo nú ætla ég að
læra að hnýta flugur á útmánuð-
um,“ segir Bjarni hressilega.
Ég spyr hann í gamni hvort hon- ‘
um þyki ekki orðið vænt um tölv-
una sína?
„Jú, mér þykir bara vænt um
hana,“ segir Bjami og klappar
„ungfrúnni“ aðeins. Ég sit nú við
hana dtjúgan tíma hvem dag og
það er ágætis tilfínning að finna
hvemig vélin fylgir öllum skipunum
manns. Mér er sagt að flugmenn
fái þessa sömu tilfinningu!"
— Er kannski allt tölvuvætt
heima hjá þér?
„Nei, nei! segir hann með mikilli
áherslu, ég er með eina tölvu heima,
annars er heimili mitt bara ósköp
venjulegt.“
Og ég trúi honum alveg því skrif-
stofa hans er prýdd hugmyndarík-
um og heimilislegum listaverkum
bama hans. Bjami er kvæntur Jónu
Vigfúsdóttur og eiga þau 3ja ára
dreng og 11 ára stúlku.
Hann fór í framhaldsnám til
Bandaríkjanna og tók masters-
gráður í tölvunarfræði og rekstrar-
hagfræði. Árið 1986 stofnaði hann
ásamt Friðrik Sigurðssyni fyrirtæk-
ið Tölvumyndir hf. „Við Friðrik
kynntumst í menntaskóla og það
var skrifað í stjömumar að við
myndum gera eitthvað saman síðar.
Við sérhæfðum okkur í tölvu-
VEIDI-
MAOURINN
„Það er nauðsynlegt
að taka frí frá
tölvunni og fara í
laxveiðar á sumrin og
rjúpu á veturna."
grafík og höfum verið með slík verk,
en það er ekki stór markaður fyrir
grafísk verkefni innanlands. Fyrir-
tækið hefur stækkað og leitað
fanga víðar og höfum við mest ver-
ið í gagnasafnsverkefnum, en reyn-
um þó að hafa þessa myndrænu
framsetningu að leiðarljósi.
Við komum inn á markaðinn á
góðum tíma, sáum um hugbúnað
fyrir kosningasjónvarpið á Stöð 2,
og höfum einnig verið með skák-
búnaðinn fyrir heimsbikarmótið.
Síðan höfum við unnið mikið fyrir
ríkisstofnanir og almenn fyrirtæki,
erum núna með stórt verkefni fyrir
ÍSAL. Við kepptum við Bandaríkja-
menn um það verk og höfðum bet-
ur. Var það mjög ánægjulegt því
yfírleitt hafa íslensk fyrirtæki farið
halloka fyrir þeim erlendu."
Bjarni segist forrita lítið nú orðið