Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 10
1
11 D stm aasM3r:w i smoAcnmwKi ItÁfíIli;JT22%HMAM caG^iavrjomv
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
LÆKNISFRÆÐI/Æ, þetta verblaunastand!
Meira um nóbel-mann
Asunnudaginn var nefndum við
nóbelsverðlaunahafa í lífeðlis-
fræði eða læknisfræði, eins og þessi
hluti verðlaunanna heitir fullu nafni.
í þetta sinn segir ofurlítið nánar frá
einum hinna „ný-
bökuðu“, skoska
lækninum James
Black.
Hann er 64 ára
að aldri, fæddur og
uppalinn í Cowden-
beath, ekki ýkja
eftir Þórarin langt frá Edinborg,
Guðnason en hinum megin við
Forth-fjörðinn. Faðir hans var námu-
verkfræðingur, og næstelsti sonurinn
á heimilinu las læknisfræði. James
litli fletti stundum lærdómsbókum
bróður síns án þess að hugsa fram
í tímann. Hann var rólyndur piltur
og lifði og hrærðist í dagdraumum,
segir hann sjálfur og bætir gjarnan
við: „Ég hef alla tíð verið gefinn
fyrir að láta hugann reika.“
En læknisfræði valdi hann í há-
skólanum og gerðist þar brátt hinn
mesti námsgarpur. Snemma varð
honum ljóst að hefðbundin læknis-
störf yrðu honum ekki að skapi. „Ég
sætti mig ekki við þá meðferð sem
sjúklingar fengu. Mér fannst hún
ekki nógu skilningsrík. Þeir voru
dregnir í dilka: Hjarta, lifur, iungu
— og voru ekki einu sinni sjúkling-
ar, því að sjúklingar eru verur með
einstaklingseðli."
Samt sneri hann að prófi loknu
út á brautir vísindarannsókna, þótt
flestir sem þar ganga láti sig ein-
staklinginn litlu varða. En lífeðlis-
fræðin freistaði hans, nákvæmni
hennar og reglufesta. Og kunnugir
telja að hjá honum hafi alltaf verið
grunnt á löngun til að láta gott af
sér leiða. Styrkur hans hafi ekki síst
legið í leit að þekkingu sem koma
mætti venjulegu fólki til hjálpar, með
öðrum orðum sjúklingum.
Black gekk hvað eftir annað í þjón-
ustu stórra lyfjafyrirtækja en gætti
þess að verða hvergi mosavaxinn.
„Rannsóknastofnanir eiga ekki að
vera mjög stórar. Þær skemma góða
menn,“ er haft eftir honum. Þegar
hann var orðin þekktur fyrir upp-
götvanir sínar vildi lyfjaiðnaðurinn
flagga nafni hans í auglýsingaskyni.
„Ég hélt við ættum að búa til meðul
en komst að því að við áttum að búa
til peninga. Peningar eru eins og
loftið sem við öndum að okkur —
nauðsynlegir en ekki einhlítir."
Hann vann hjá Imperial Chemical
Industries þar sem própranólól (Ind-
eral) og önnur hjarta- og háþrýst-
ingslyf urðu til; síðan flutti hann sig
til Smith Kline & French og í þeirra
hlut kom að framleiða fyrsta maga-
sárslyfíð, símetidín (Tagamet); og
að lokum stjómaði hann tvö hundruð
manna liði í lyfjarannsóknum fyrir
Sir James Black
Wellcome-stofnunina þar til nú fyrir
skemmstu að hann hóaði saman
nokkrum vel völdum samstarfsmönn-
um og setti á laggirnar rannsókna-
stöð í tengslum við King’s College
spítalann í London. Þar hyggst hann
snúa sér að hormónarannsóknum en
risafyrirtækið Johnson & Johnson
ætlar að sjá um fjármálin og lofar
að skipta sér ekki af öðrum hliðum
starfseminnar. Þrátt fyrir allt er ekki
ónýtt að vera frægur.
Eftirmaður hans hjá Wellcome
segir: „Hann er vísindamaður í meist-
araflokki og með eindæmum hug-
myndaríkur. Lyfjaiðnaðurinn hafði
árum saman byggt á starfi manna
sem leituðu nýrra afbrigða eftir lög-
málum efnafræðinnar og þreifuðu
sig áfram með því að prófa ný og
ný. En James Black breytti um
stefnu. Nú þreifa menn ekki lengur
fyrir sér; nú hanna þeir lyfin. Það
er honum öðrum fremur að þakka
að við eigum völ á skraddarasaumuð-
um sameindum."
Black er sannfærður um að ef
hann hefði sigrast á sjaldgæfum
sjúkdómi með uppgötvunum sínum
hefði frægð hans orðið lítil miðað við
þá sem hann hlaut fyrir að líkna
milljónum manna með hjartasjúk-
dóma, hækkaðan blóðþrýsting eða
magasár; og það finnst honum ekki
með öllu réttlátt.
Hann segir nútímann ekki hlið-
hollan rannsóknum á borð við hans.
„Mikilvægustu rannsóknir eru alltaf
umdeildar í fyrstu og það voru mínar
rannsóknir líka. En á seinni árum
fæst enginn til að kosta umdeildar
ranrisóknir. Nú liggur svo mikið á
og við þær aðstæður hefði ég litlu
fengið áorkað. Nú verða menn að
geta sannað ágæti vinnu sinnar, að
öðrum kosti fá þeir enga peninga.
Ef við hættum að fást við umdeildar
rannsóknir kynni okkur að iðra þess
eftir tuttugu ár. Höfum við efni á
að bíða svo lengi?“
Þessum snillingi þótti nóg um all-
an gauraganginn kringum nóbels-
verðlaunin. Það hefði verið ólíkt
meira gaman að taka ný rannsókna-
tæki upp úr kössum en opna öll þessi
bréf og skeyti sem þöktu skrifborðið
hans. Æ, þetta nóbel-stand!
En í einu sendibréfanna stóð skrif-
að: Ég hugsa hlýtt til þín í hvert
skipti sem ég sting upp í mig Taga-
met-töflu.
Hlýleg, íslensk jólagjöf
handa námsmónnum, vinum
og œttingjum erlendis
íslensk Álafossvœrbarvob er gób hugmyndþegar velja skal fallega og vandaba
jólagjöf handa œttingjum og vinum erlendis.
Notaleg jólakvebja, sem kemur sér vel, hlý, mjúk og endist lengi.
SÖLUSTAÐIR:
Álafossbúðin, Vesturgötu 2.
íslenskur heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3.
Rammagerðin hf., Hafnarstræti 19.
Ullarhúsið, Aðalstræti 4.
Er nauðsynlegt að vísindamenn endurskoði afstöðu sína til Homo
habilis, fyrstu tegundarinnar sem tilheyrði ættkvísl mannlegra vera?
VÍSINDI/ Varþ róun mannsins mun
flóknari en talid hefur veriöf
Afforfeðmm
mannanna
Upphaf mannsins er sígild og
brennandi spurning sem enn
er langt frá því að vera fullsvar-
að. Jarðsagan geymir fjölbreyttar
menjar mannapa og annarra
mannskyldra
vera, en nákvæm
þróunarfræðileg
tengsl hinna
ýmsu tegunda
eru flest frekar
óljós. Oft er erfitt
að segja til um
það hvort tvær
tegundir tilheyra
tveimur sjálfstæðum þróunar-
greinum, eða hvort önnur hefur
þróast af hinni. Aldursgreining ein
getur ekki skorið úr um þetta at-
riði.
A undanförnum fjórum áratug-
um hafa fornleifafræðingar fundið
mikilvægar menjar ýmissa for-
feðra okkar í Tansaníu og öðrum
Iandsvæðum Austur-Afríku. Lengi
vel var það trú manna að menjarn-
ar væru eingöngu af tveimur meg-
integundum frummanna, Homo
habilis og Australopithecus. Fyrr-
nefnda tegundin er taiin sú fyrsta
sem tilheyrir flokki „mannlegra
vera“, þ.e.a.s. Homo-ættkvíslinni,
en sú síðamefnda er frumstæðari
og tilheyrir mannöpum.
Homo habilis lifði á tímabilinu
frá því fyrir 2,3 milljón árum
þangað til fyrir 1,6 milljón
árum og var fyrst allra
lífvera til að búa til einföld
verkfæri úr steini. Tegund-
in Homo erectus kom fram
á sjónarsviðið fyrir 1,6
milljón ámm og hafði
stærra heilabú og lengri
fætur en Homo habilis.
Verkfæri Homo erectus
vom vandaðri og marg-
þættari en verkfæri Homo
habilis.
Nýlegar rannsóknir sýna
að menjar sem vísindamenn
hafa hingað til talið til
Homo habilis tilheyra
líklega tveimur, ef ekki
þremur, mismunandi teg-
undum. Þetta kemur ekki
allskostar á óvart, þar sem
nokkrir vísindamenn hafa
um nokkurt skeið talið að
hin eiginlegu einkenni
Homo habilis hafí verið
óljós og því hafi menn
freistast til að flokka óljósa
fundi til þeirrar tegundar.
Fyrsta verulega óvissan um
stöðu Homo habilis í þróun mannl-
íkra vera kom fram árið 1986, en
þá fundust í Olduvai Gorge í Tans-
aníu leifar smávaxinnar kvenvem,
nú þekkt undir nafninu OH 62,
sem talin var tilheyra Homo habil-
is. Nákvæmar rannsóknir á fjölda
beinbrota sýndu að andlitslögun
og tanngerð þessarar lífvem líktist
helst fyrsta þekkta eintakinu af
Homo habilis, sem fannst árið
1960, en stærð og útlimahlutföll
minntu meira á Australopithecus.
Þessar nýju niðurstöður setja
ýmsar eldri hugmyndir úr skorð-
um og benda til þess að þróun
mannskepnunnar og forfeðra
hennar hafí verið langtum flókn-
ari en venjulega er talið. Flestir
eiginleikar nýju tegundanna sýna
að þær hafa verið skyldari Homo-
ættkvíslinni en Australopithecus.
Ef vísindamenn vilja viðhalda
nafngiftinni Homo habilis, fyrir
ákveðna sjálfstæða tegund, verða
þeir að komast að því hver af teg-
undunum tveimur eða þremur
líkist mest fundinum frá 1960.
Nokkrir fræðimenn trúa því að
nýju tegundimar tilheyri allar
Homo habilis og að mismunandi
andlitsgerð, hæð, þyngd og heila-
stærð komi til vegna mismunandi
kynferðis lífveranna. Ýmsum
finnst þessi skýring ólíkleg þar
sem ekki er auðvelt að skipta leif-
unum niður í tvo (og einungis tvo)
aðgreinda hópa, þ.e.a.s. kvenkyns-
og karlkynshópa. Eins hafa
vísindamenn frá Harvard-háskóla
bent á að sé slík skýring rétt þá
hefði kynmismunur innan Homo
habilis-tegundarinnar verið meiri
en hjá öllum þekktum mann- og
mannapategundum.
Eins og stendur er því trúlegt
að vísindamenn verði að endur-
skoða afstöðu sína til Homo habil-
is, en huti þeirrar endurskoðunar
verður að ná til nákvæmari lýsing-
ar á tegundinni, svo að auðveldara
verði að ákveða hver tilheyrir
henni og hver ekki.
eftir Dr. Sverri
Ólafsson
Höfuðkúpa mannapategundarinnar
Australopithecus africanus. Nýlegar
rannsóknir gætu varpað nýju ljósi á þró-
unarfræðileg tengsl þessara mannapa
og fyrstu fulltrúa Homo-ættkvíslarinnar.