Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ MAI\I IM Lfi FSSTRAUIMIAR sunnudagur 4. DESEMBER 1988
óíatííSotf
AFSLATTUR AF
STURTU-KLEFUM
OG HURÐUM
m VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416
Frábær fyrsti
hugbúnaður
fyrir
einkatölvima
Fyrsta val (First Choice v3.0)
Einn mestseldi samofni fyrirtækjapakkinn
í Bandaríkjunum innifelur 6 forrit sem eru:
Ritvinnsla, grafík, samskiptaforrit með sjáhermi,
töflureikni, skráarmeðhöndlun og
stafsetningarforrit fyrir ensku.
Meðhöndlar íslensku og raðar samkvæmt
íslensku stafrófi.
Verð kr. 14.400,-
Fyrsta útgáfa (First Publisher v.2.0)
Umbrotsforrit sem er einfalt og þægilegt.
Fjöldi mynda fáanlegur.
Hentar vel fyrir fréttabréf, verðlista og tilkynningar.
Fjöldi íslenskra leturgerða.
Mögulegt að lesa inn myndir.
Verð kr. 9.500,-
PC TOOLS deluxe
Pjónustuhugbúnaður til að auka nýtingu
vélbúnaðarins, pökkun á gögnum og hröð afritun
ásamt mörgu fleiru.
Verð kr. 3.920,-
Sameind hf. býður margs konar
hugbúnað bæði fyrir sérfræðinga og
byrjendur í tölvuvinnslu.
Qsameind
BRAUTARHOLTI 8, SlMI 25833.
ÆTTFHIEÐI/Bregdurfjórbungi tilfósturs?
Valur Amþórsson af
dönskum kaupmannaættum
Valur Arnþórsson kaupfélags-
stjóri KEA og stjórnarformað-
ur SÍS verður bankastjóri Lands-
bankans á næstunni. Hann hefur
fengið orð fyrir dugnað og harð-
fylgi í starfí fyrir
samvinnuhreyf-
inguna og enginn
frýr honum vits.
Reyndar er kaup-
mannseðlið rót-
gróið í fjölskyldu
hans, bæði í föður-
og móðurætt, svo
að engum ætti að
koma á óvart þó að honum láti vel
fjármálasýslan.
Faðir Vals, Arnþór Jensen, var
kaupfélagsstjóri sjálfur um langan
aldur á Eskifírði og má því segja
að fjórðungi bregði til fósturs. Val-
ur er nánast alinn upp í samvinnu-
hreyfingunni. Amþór var hins veg-
ar sonur Vilhelms Jensens kaup-
manns sem var fæddur og uppalinn
á Eskifírði og því meiri íslendingur
en Dani þrátt fyrir hið danska nafn.
Vilhelm var sonur Jens Peter Jen-
sens, dansks beykis, og konu hans,
Jóhönnu M. Pétursdóttur. Hann
fluttist til Ameríku um aldamót og
þar var Arnþór, sonur hans fædd-
ur. Vilhelm fluttist heim með fjöl-
skyldu sína árið 1909 og stofnaði
eftir það verslun á Eskifírði og rak
hana og allmikla útgerð um hríð.
Um 1930, í byijun kreppunnar,
lagðist atvinnulíf og verslun á Eski-
firði nánast í rúst og Vilhelm flutt-
ist til Reykjavíkur. Hann setti þar
á legg verslun og var við hana fram
á fjörgamals aldur. Kona hans, sem
hann skildi reyndar við um 1916,
amma Vals, var Þórunn Markús-
dóttir prests Gíslasonar. Hún var
systir Einars Markússonar ríkis-
bókara, föður Maríu Markan og
þeirra systkina. Um Amþór, föður
Vals, má hins vegar segja að neyð-
in kenni naktri konu að spinna.
Þegar eymdin var sem mest á Eski-
firði árið 1933 datt honum í hug
að stofna pöntunarfélag og það
varð úr. Hét það Pöntunarfélag
Eskfírðinga og Arnþór var kaup-
félagsstjóri þess frá byijun til 1977.
Auk þess var hann viðriðinn útgerð-
arfélög og margvíslega félagastarf-
semi. Hann fylgdi Alþýðuflokknum
að málum.
Kaupfélögin voru upphaflega
stofnuð til að hnekkja hinni dönsku
og allsráðandi selstöðuverslun á
íslandi og var bardaginn við hina
dönsku, hálfdönsku eða dansksinn-
uðu kaupmenn hörð og löng. Þess
vegna er það athyglisvert að sam-
vinnufrömuðurinn Valur Amþórs-
son er kominn af einum hinna vold-
ugu selstöðukaupmanna á síðustu
öld í móðurætt. Móðir hans var
Guðný Pétursdóttir en faðir hennar
var Pétur Þorsteinsson (1873—
1919) prestur í Heydölum. Kona
Péturs og amma Vals var Hlíf
Smith (1877—1942) en hún var
dóttir Boga Smith, trésmiðs í Am-
arbæli á Fellsströnd. Hann var hins
vegar sonur hins þekkta selstöðu-
kaupmanns í Reykjavík Martinusar
Smith (Bæjarfulltrúatal e. P.
Líndal). Martinus Smith kom til
íslands árið 1850 og keypti verslun-
arhús í Hafnarstræti 18, sem enn
standa, og verslaði þar til dauða-
dags árið 1883. Verslun hans var
kölluð Smithsverslun og var ein af
hinum stærstu í Reykjavík. Sjálfur
giftist Smith íslenskri konu, Ragn-
heiði Bogadóttur frá Staðarfelli og
tengdist þannig voldugum íslensk-
um ættum. Svilar hans í Reykjavík
vom bræðurnir Pétur Pétursson
biskup og Jón Pétursson háyfírdóm-
ari. Þau Martinus og Ragnheiður
keyptu hús í Ingólfsbrekku, sunnan
við Bernhöftsbakarí, og bjuggu þar.
Þar er nú veitingahúsið Torfan. Á
þeirra dögum var húsið gjarnan
kallað Smithshús og stígurinn upp
að því Smithsstígur (nú Amtmanns-
stígur). Að hætti danskra selstöðu-
kaupmanna dvaldi Smith jafnan í
Kaupmannahöfn á veturna en
Ragnheiður sat þá heima með börn
sín.
Smith var að ýmsu leyti fram-
sækinn kaupmaður og segir Jón
Helgason biskup að hann hafi verið
orðlagður fyrir vömvöndun og
áreiðanleika í viðskiptum. Hann
virðist hafa verið upphafsmaður
deildskiptingar í verslun í
Reykjavík. Um 1880 tók hann upp
á því að setja upp sérstaka kven-
fataverslun og aðskilja hana frá
aðalbúðinni. Fram að þeim tíma
hafði öllu ægt saman í verslununum
og voru þær því sannkallaðar kram-
vömbúðir. Þegar kol fóm að flytj-
ast til landsins í einhveijum mæli
um 1870 gerðist Smith aðalinnflytj-
andi þeirra og var kolunum landað
á svokallaða Smithsbryggju og bor-
in síðan upp langt sund sem fékk
nafnið Kolasund. Þá keypti Smith
húsið í Hafnarstræti 16 og stofn-
setti þar Hótel Alexandra árið 1880.
Það var þá fínasta hótelið í bænum,
skírt eftir sjálfri Danadrottningu,
og þar varð samkomustaður svo-
kallaðs Reykjavíkurklúbbs sem yfír-
stéttin sótti.
Þó að Martinus Smith væri fram-
sækinn athafnamaður gat hann
verið harðdrægur í viðskiptum. Árið
1873 ienti hann í deilum og mála-
ferlum við þjóðfrelsis- og uppreisn-
armanninn Jón Ólafsson ritstjóra
og skáld. Enduðu þau mál öll með
að Jón varð að flýja land.
Ef til vill er að einhveiju leyti
hægt að lesa í manninn Val Arn-
þórsson með því að velta fyrir sér
þessum forfeðmm hans sem hér
hefur verið sagt frá.
eftir Guðjón
Friðriksson
LÖGFRÆDI/Hvaö efdósin hefbi fundist?
Milljónasta dósin
Nýlega var kveðinn upp í saka-
dómi Reykjavíkur, af Pétri
Guðgeirssyni sakadómara, dómur
í máli ákæmvaldsins gegn for-
stjóra gosdrykkjaverksmiðju í
Reykjavík. Tilef-
nið var að fyrir-
tækið bauð
100.000. kr.
verðlaun handa
þeim er fyndi
milljónustu gos-
dósina sem
framleidd var af
fyrirtækinu. Var
forstjórinn fyrir vikið ákærður
fyrir brot á lögum um verðlag,
samkeppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti nr. 56/1978. Það
vom þijú ákvæði í lögum sem
forstjórinn var talinn hafa brotið,
þ.e. 26. gr., 1. mgr. 31. gr. og
1. mgr. 33. gr. og var þess kraf-
ist að hann yrði dæmdur til refs-
ingar.
í 26. gr. er lagt bann við því
að hafast nokkuð það að sem brýt-
ur í bága við góða viðskiptahætti
sem tíðkaðir em í viðkomandi
starfsemi eða er óhæfilegt gagn-
vart neytendum. í 1. mgr. 31. gr.
er bannað að bjóða kaupendum
kaupbæti og í síðastnefnda
ákvæðinu er óheimilt að úthluta
vinningum til að örva sölu á vöm.
Forstjórinn sagði við rannsókn
málsins að fyrir sér hefði vakað
að hafa milljónustu dósina í safni
fyrirtækisins, en meðfram hafi
tilgangurinn verið að auglýsa
framleiðslu fyrirtækisins. Þá kom
ennfremur fram að dósin fannst
aldrei og hafí fundarlaunin því
aldrei verið greidd.
í stuttu máli var forstjórinn
sýknaður af ákæm um brot á
fyrmefndum lagagreinum. Dóm-
arinn taldi 26. gr. of óljóst orðaða
til þess að unnt væri að refsa
mönnum fyrir brot á henni. Hún
væri ekki viðhlítandi refsiheimild,
eins og lögfræðingar orða það
gjarnan. Þetta er afar mikilvægt
atriði, enda er það ein af gmnd-
vallarreglum refsiréttarins að ekki
megi refsa mönnum fyrir athafnir
sem ekki em skýrlega bannaðar
í lögum. Hvað em t.d. góðir við-
skiptahættir eða hvað telst óhæfí-
legt gagnvart neytendum? Varð-
andi 1. mgr. 31. gr. um kaupbæti
taldi dómarinn að loforð um fund-
arlaun væm ekki kaupbætir í „al-
mennurn" skilningi þess orðs,
enda hefði aðeins einum neyt-
anda, þ.e. finnandanum, verið
boðin fundarlaun og ennfremur,
að tilviljun réð því hver hreppti
þau. Ekki skal lagður á það dóm-
ur hér hvort í þessu máli var um
að ræða kaupbæti í „almennum"
skilningi þess orðs. Hins vegar
má benda á að í greinargerð með
fmmvarpinu á sínum tíma er
kaupbætir skilgreindur, sem notk-
un á „kaupbætismiðum, happ-
drættismiðum, vömgjafír eða
annað sem dregið getur kaupend-
ur til að kaupa viðkomandi vöm-
tegund vegna verðmætis þess sem
henni fylgir". Spurningin er hér
hvort loforðið um fundarlaunin
var til þess fallið að „draga“ fólk
til að kaupa vömna. Þá var ekki
fallist á að ákærði hefði gerst
sekur um brot á 1. mgr. 33. gr.
þar sem fundarlaununum var í
raun aldrei úthlutað var ekki talið
að greinin ætti við. Ennfremur
segir í dómnum; „Ekkert bann er
að fínna í greininni við að auglýsa
slíka vinninga og eins og ákæru
málsins er háttað kemur ekki til
álita hvort ákærði hafí með at-
ferli sínu gerst sekur um tilraun
til þess að úthluta vinningi til
þess að örva sölu ...“ fyrirtækis-
ins. Af þessari ástæðu var for-
stjórinn sýknaður af ákæm fyrir
brot á þessari lagagrein.
Nú kynni einhver að spyija
hvort niðurstaða þessi þýði ekki
að auglýsingaherferðin hafí verið
lögum samkvæmt og ekkert við
hana að athuga. Ef forsendur
dómsins em skoðaðar nánar kem-
ur þó í ljós að rétt er að fara
varlega í að draga slíkar ályktan-
ir. Telja verður að dómurinn úti-
loki ekki að auglýsingaaðferðir
af því tagi sem um ræðir í þessu
máli feli í sér brot á lögunum.
Við getum t.a.m. velt því fyrir
okkur hvað hefði gerst ef milljón-
asta dósin hefði fundist og fundar-
laununum úthlutað. Forsendur
dómsins útiloka ekki að forstjór-
inn hefði verið sakfelldur ef dæ-
mið hefði gengið upp. Þá er raun-
ar ekki að vita hvað hefði gerst
ef ákært hefði verið fyrir tilraun
til brots á lögum.
eftir Davíá Þór
Björqvinsson