Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
C 13
MATUR OG DRYKKUR /Hvemig
geta grátur ogkossar stublab
ab bættri heilsuf
Koss eða lýsi
eftir Jóhönnu
Sveinsdóttur
Undanfarinn áratug hefur al-
mennur heilsufarsáhugi farið
vaxandi. Hann hefur m.a. komið
fram í því að einbiínt er á ákveðna
fæðuflokka og þeim annað hvort
fundið allt til for-
áttu eða þeir
hafnir upp til
skýjanna, út frá
almennri holl-
ustu eða til-
teknum sjúk-
dómum, einkum
lcrabbameini,
magabólgum og
-sári, háþiýstingi og hjarta- og
æðasjúkdómum. Svo dæmi séu
nefnd er of mikil saltpétursneysla
talin geta valdið magabólgum,
krabbameini í maga og náttúru-
leysi — en saltpétur er t.a.m. að
fínna í hangikjöti, osti og ýmsum
unnum matvörum. Þá er ríkuleg
neysla á dýrafítu (í mjólk og
mjólkurafurðum og kjöti) talin
geta verið skaðleg hjarta- og
æðakerfí.
Þetta má flest til sanns vegar
færa og því gera margir sér far
um að „gæta sín í mataræði" og
jafnframt að forðast yfírlýsta
skaðvalda eins og reykingar, í
þeirri von að halda góðri heilsu,
lausir við ógnir krabbameins og
kransæðastíflu. En það vill bara
oft gleymast að maður er ekki
aðeins samansafn líffæra og hann
er annað og meira en það sem
hann borðar. Æ fieiri læknar eru
nú orðnir kjamsannfærðir um (i
krafti reynslu og rannsókna) að
flestir sjúkdómar
séu af geðrænum
toga, með rætur í
sjúklegum tilfínn-
ingum eins og reiði
og þunglyndi, tákn
um það að eitthvað
hafí farið úrskeiðis
í lífí sjúklingsins,
viðvörun um að
hann þurfí að taka
aðra stefnu; sjúk-
dómurinn verði þá
leið til að flýja und-
an lífsháttum sem
virðast _ innihalds-
lausir. í þessari merkingu mætti
e.t.v. kalla hann hugleiðslu í vest-
urlenskri mynd.
í bók sem er nýkomin út í
íslenskri þýðingu Kærleikur,
lækningar, kraftaverk, eftir
bandaríska skurðlækninn Bemies
S. Siegel er fjallað á afar sannfær-
andi hátt um þessi mál, einkum
með tilliti til sjúklinga sem lækn-
ast hafa af krabbameini af sjáifs-
dáðun. Þessa bók ættu allir að
lesa, ekki einungis þeir sem
þekkja erfíða sjúkdóma af eigin
raun, heldur ekki síður þeir sem
er umhugað að viðhalda góðri
heilsu. Nokkur dæmi þessu til
staðfestingar:
— Tilfínningaleg einurð og sátt
við sjálfan sig leiðir til betri líkam-
legrar heilsu, eins og vísindamenn
eru nú að komast að raun um.
Árið 1979 komust læknamir
Walter Smith og Stephan Bloom-
fíeld að því að þeir sem er létt
um að gráta fá sjaldnar kvef en
þeir sem haida aftur af táranum.
Tilfínningar sem fá ekki útrás
draga úr vömum ónæmiskerfísins
(bls. 166).
— Þótt erfítt sé að rannsaka
kærleik vísindalega em læknavís-
indin farin að staðfesta áhrif hans.
Við Menninger Foundation í Top-
eka í Kansas hefur verið staðfest
að fólk sem er ástfangið hefur
minni mjólkursýru í blóði og verð-
ur því síður þreytt, og það hefur
meira af endorfínum, sem gerir
það léttara í bragði og síður næmt
fyrir sársauka. Hvítu blóðkomin
bregðast líka betur við sýkingum
og því fær þetta fólk sjaldnar
kvef (bls. 182).
— Tíðni krabbameins hjá
heimavinnandi húsmæðmm er 54
prósent hærri en hjá fólki al-
mennt, og 157 prósentum hærri
en hjá konum sem vinna utan
heimilis. Ástæðan getur einfald-
lega verið vaxandi óánægja konu
með hlutverkið sem heimavinn-
andi húsmóðir, ef það uppfyllir
ekki þarfír hennar. Það er oftast
ekki hlutverkið sjálft sem um er
að ræða heldur að konunni fínnist
hún vera óftjáls (bls. 84).
— Fráskilið fólk fær oftar
krabbamein, hjartasjúkdóma,
Iungnabólgu, háan blóðþiýsting
og deyr af slysförum heldur en
gift fólk eða einstætt, ekkjur eða
w.
ekkjumenn. Tíðni lungnakrabba-
meins meðal giftra manna er held-
ur ekki nema þriðjungur á við það
sem hún er meðal þeirra sem em
einstæðir, og hinir fyrmefndu
geta reykt þrisvar sinnum meira
en hinir en haft samt sömu
krabbameinstíðni (bls. 78).
— Tryggingafélög hafa enn
fremur komist að því að ef konan
kyssir bónda sinn þegar þau
kveðjast á morgnana lendir hann
síður í umferðarslysi og lifir fímm
ámm lengur (bls. 182).
Já, að mörgu ber að hyggja í
lífínu; ekki síst að reiðast og gráta
um leið og tilefni gefst, svo og
að elskast og kyssast, og koss á
morgnana getur e.tv. fremur
stuðlað að langlífi en sopi af
lýsi...
Mercedes Benz 190D, 1986. Mjög fallegur bíll.
Mazda 626 XL, 1986. Mjög góður bíll. Mest ekinn erlendis.
Volvo 360,1984.
Upplýsingar í símum 687666 og 985-20006.
TRÚMÁL/£r ekki hœgt ab trúa á Gub án þess
ab fara í kirkju?
Náiðsamband
Hvað er ekki „hægt“?
Gætir þú ekki verið þokka-
legur eiginmaður án þess að vera
að hafa fyrir því að tala við konuna
þína eða hlusta á
hana? Kemstu
ekki í betra sam-
band við hana með
því 'til dæmis að
fara á fjöll á
frídögum og
hugsa til hennar,
þegar þú hrífst af
fögra landslagi?
Ellegar þá með því
að njóta tónlistar
eða annarra dásemda? En að tala
við hana? Er það ekki óþarfi?
Og er ekki hægt að vera ágætis
eiginkona upp á það að umgangast
manninn eins og hann sé nánast
ekki til, hafa hann svona í bak-
höndinni en meðhöndla hann eins
og hann sé heymarlaus og mállaus
og tilfínningalaus?
Og getur bam ekki náð eðlileg-
um, góðum þroska án þess að heyra
mömmu sína yrða á sig og án þess
að læra að tala til hennar og blanda
geði við hana?
Fjarstæðar spumingar. Eða
hvað? Ámóta íjarstæðar og spum-
ingin þín, vinur. Hvorki meira né
minna.
Vitaskuld er hægt að umgangast
hvem sem er eins og hann sé bara
loft. Þannig koma menn fram við
þá, sem þeim er lítið gefíð um. Og
spyija sjálfa sig ósjálfrátt: Hvað
get ég komist af með minnst í sam-
neyti við hann eða hana? Þú hittir
maiga í daglegu lífí, sem þú gerir
þér ekkert far um að blanda geði
við, samskiptin em ópersónuleg,
hlutlaus. Margvísleg mannleg við-
skipti era þess eðlis, að þau fara
fram án þess að hugur mæti hug
eða nein persónuleg snerting eigi
sér stað. Þegar þú ert að fá af-
greiðslu í búð eða banka, þá er þér
ekki umhugað um annað en að rétt
sé farið með tölur og með þig sem
númer eða hlut á færibandi. Það
gegnir öðra máli ef um náin sam-
bönd er að ræða, þar sem mikið er
i húfí um það, að hugsun, tilfínning-
ar, vilji mætist vitandi vits, gefí og
þiggi. Það gegnir öðra máli, ef þú
átt veralega mikið undir því, að
annar hlusti á þig og skilji þig og
að þú hlustir á hann og skiljir, hvað
honum býr í bijósti. Til þess að við
getum rætt þessa spumingu þína
verðum við að átta okkur á, hvers
kyns Guð við eram að tala um. Ég
vona að það sem ég er búinn að.
segja gefí þér hugmynd um, hvað
ég meina með því orði.
Vitaskuld er hægt að trúa á ein-
hvem guð án þess að fara nokkurn
tíma í kirkju. Guðir era margir.
Réttara sagt: Þær myndir, sem
menn gera sér af Guði eða guðum
era margar, óteljandi. Orðið trú
getur líka verið margrætt. En hér
eram við sem sagt að tala um
kristna trú, Guð kristinna manna.
Ég vona að ég gæti trúað á hann
og fundið návist hans og blandað
geði við hann þó að það ætti fyrir
mér að liggja að komast aldrei í
kirkju vegna veikinda, já, jafnvel
„þó missi ég heym og mál og róm“
(Sb. 437). Þeir era margir, sem
hafa lifað nánd hans og náð með
sérstaklega ótvíræðum hætti í ein-
angran, á sjúkrabeði, í fangaklefa.
Við slíkar aðstæður geta menn orð-
ið glöggsærri og næmari á framleg-
ar lífsstaðreyndir en áður. Og menn
geta óvænt lifað slík atvik, að menn
sjái lífið og veraleikann skyndilega
í nýju ljósi. Victor Grabbs, flug-
stjóri, lenti í árekstri við aðra flug-
vél, brot úr sekúndu skildi milli lífs
og dauða. Það var kraftaverk að
nokkur komst lífs af sagði hann í
blaðaviðtali, þar sem hann lýsti
slysinu. En lokaorð hans í viðtalinu
voru þessi: „Héðan í frá ætla ég
að fara oftar í kirkju á sunnudögum
og sleppa golfínu."
Hvað var hann að fara með þess-
um orðum? Veltu því fyrir þér þang-
að til við fínnumst næst, því ég
kemst ekki Iengra í dag.
eftir dr. Sigurbjörn
Einarsson
Brottfór S. desember
30% lcegra vöruveró en í London.
Gist á hinu glæsilega Manour House Hotel.
Verb kr. 20.900.- stgt'.
Innifalid: Flug, ferbir til ogfrá fugvel/i, gisting og morgunverdur.
Upplýsingar í síma 622218.
BÓRGARFÉLAGAR.