Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 14

Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 Ein elzta landamæradeila í Evrópu hefur enn skotið upp kollinum vegna slæmrar meðferðar Rúmena á ungverska þjóðarbrotinu í Transylvaníu (Siebenbiirgen). Þessi ágreiningur hefúr aukið mikinn vanda, sem Nicolae Ceausescu forseti hefiir átt við að stríða á síðari árum, og kynni að hafa leitt til styijaldar fyrrátímum. Rúmenar hafa ráðið Tran- sylvaníu — „landinu handa skógarins“ — síðan keisararíkið Aust- urríki-Ungverjaland leið undir lok eftir heims- styrjöldina 1914-1918. Yfirráð yfir héraðinu auðvelduðu þeim að halda fjand- samlegum slavneskum og ung- verskum nágrönnum og keppinaut- um í skefjum. Um leið fengu þeir meginhluta Búkóvínu og héraðið Bessarabíu fyrir að hafa stutt Bandamenn í stríðinu. Ríki Rúmena hafði orðið til við sameiningu tveggja miðaldafurstadæma, Val- akíu og Moldavíu, og þeir misstu Bessarabíu og Norður- Búkóvínu til Rússa 1940. Allstórir hópar Ungveija og Þjóð- veija hafa búið í Transylvaníu síðan snemma á miðöldum, þótt Rúmenar séu þar í meirihluta. Rúmenska stjórnin hefur haft dijúgar gjald- eyristekjur af þýzka þjóðarbrotinu á síðari árum, þar sem mörgum þýzkættuðum Transylvaníubúum hefur verið leyft að flytjast til Vest- ur- Þýzkalands. Hins vegar er hart lagt að Ungveijum að semja sig að rúmenskum siðum og tala rúm- ensku. Þessi þrýstingur hefur aukizt síðan lögð var fram áætlun um að jafna mörg ungversk þorp við jörðu o g flytja íbúana til svokall- aðra „ræktunar- og iðnaðarsvæða". „Góður maður“? Þjóðsögur hafa verið eitt sterk- Vlad Tepes, öðru nafni Dracula, grimmdarseggur á vargöld. Er Dracula eins og hann birtist á myndinni til hægri „vestrænn hugarburður"? ■■■ERLENDl HRINGSIÁ eftir Gudm. Halldórsson asta vopn Rúmena í langri og strangri baráttu fyrir sjálfstæði. Til þess að treysta tilkall sitt til Tran- sylvaníu hafa þeir jafnvel endurvak- ið og endurtúlkað þjóðsögur um Vlad V Valakíufursta, sem var nefndur „stjaksetjari“ vegna þess að hann Hflét andstæðinga sína með því að festa þá upp á stjaka. A Vesturlöndum er hann kunnari fyr- ir það að hann var fyrirmynd Brams Stokers að Dracula, blóðþyrsta greifanum í Karpatafjöllum, í hinni frægu skáldsögu hans frá 1898, og aðalpersónan í mörgum öðrum skáldsögum og kvikmyndum um vampírur eða blóðsugur og blóð- þyrsta morðingja. Saga Stokers hefur verið bönnuð í Rúmeníu. Sýningar á kvikmyndum um Dracula hafa einnig verið bann- aðar. Ástæðan er sögð sú að Drac- ula sé ekki rétt lýst, þótt viður- kennt sé að vampírusögur Stokers eigi sér stoð í rúmenskum þjóðsög- um. Á Vesturlöndum hefur Vlad Dracula verið talinn „ófreskja í mannsmynd“, mesti grimmdar- seggur mikillar vargaldar og „þjóð- sagnakenndur djöfull". Rúmenar hafa haft allt annað álit á honum og hafna þessum hugmyndum. „Dracula blóðsuga er hugarburður Vesturlandabúa,“ sagði rúmenskur menntamaður fyrir nokkrumá- rum.„Dracula okkar var engin blóð- suga. Hann kann að hafa verið grimmur, en hann var einnig mjög réttlátur valdhafi. Hann varði Rúm- ena gegn Söxum, Ungveijum og Tyrkjum. Hann var góður maður.“ Dracula er hið rúmenska heiti á djöflinum. Rúmenar telja þó að nafnið sé dregið af svokallaðri „drekaorðu", sem Sigismund keis- ari innleiddi 1418 til að heiðra þá sem vörðu kirkjuna í Róm. Málverk af Dracula samkvæmt fyrirmynd frá 15. öld þykir minna á Stalín. Grimmdaræði Þegar Vlad Tepes, eins og Drac- ula hét réttu nafni, var og hét í lok miðalda var Valakía nokkurs konar varnarsvæði milli Ungveijalands, sem laut kristnum konungi, og Tyrkjaveldis, sem stöðugt jók við sig lendum á Balkanskaga. Furst- inn í Valakíu átti alltaf á hættu að Tyrkir gerðu innrás og varð að haga seglum eftir vindi eða láta í minni pokann. Vlad V, sem var fæddur 1431, hefur verið dáður fyrir það í Rúmeníu að honum tókst að varðveita sjálfstæði Valakíu með því að semja við nágrannaríkin og svíkja þá samninga, sem hann gerði. Þótt hann væri fursti af Valakíu var hann fæddur í bænum Sigishoara í Transylvaníu og hann kvæntist aðalskonu frá héraðinu. Vlad Tepes var í rauninni lítið annað en leppur. Þegar hann var bam að aldri héldu Tyrkir honum í gíslingu til að tryggja að faðir hans færi að vilja þeirra og Tyrkir ' útveguðu honum her til að ná völd- unum í Valakíu 1448. Rúmum tveimur mánuðum eftir valdatök- una steypti stuðningsmaður Ung- veija, sem gerði kröfu til krúnunn- ar, honum af stóli og rak hann í útlegð. Um tíma dvaldist Vlad við hirð- imar í Konstantínópel og Moldavíu, en síðan fór hann til Ungveija- lands. Þar komst hann í náðina hjá merkum landstjóra Transylvaníu, Janos Hunyady, en hann lézt 1456. Þrátt fyrir fráfall hans gat Vlad tryggt sér stuðning Ungveija, gert innrás í Valakíu í september 1456 og náð völdunum á ný. Grimmdaræði _ Vlads V gerði hann einstakan. Á fyrstu valdaámm hans sátu allir aðalsmenn (boyarar) Valakíu veizlu, sem hann hélt, og hann lét handtaka þá alla og fjöl- skyldur þeirra. Flesta þeirra festi hann upp á stjaka, en hina sendi hann í nauðungarvinnu. Þar með kvað hann niður kurr í landinu, en það var skammgóður vermir. Á þessum tíma vom íbúar Val- akíu aðeins hálf milljón og Vlad varð a.m.k. 40,000 manns að bana skv. rúmensku riti frá 1974. Höf- undurinn, próf. Nandris, hélt því fram að Vlad hefði verið litlu verri en ýmsir samtímamenn hans víða í Evrópu. En hann benti á að heim- ildum um Vlad bæri ekki saman: „í þýzkum textum refsar Dracula þjófum, dramblátum stjómarerind- GREIFINN FRÁ TRANSYLVANlU HETJA í AUGUM RðMENA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.