Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
DAGDRAUMAR
Bubbi hitti Megas fyrst í þrítugsafmœli hans á Mokka og
nú, 13 árum síðar, senda þeir frá sér sameiginlega plötu
eftir Vernharð Linnet
BLÁIR DRAUMAR heitir nýja skífan þeirra.
Þeir hafa ekki unnid skífu saman fyrr þó
þeir hafi ferðast syngjandi með gítarana um
dreifðar byggðir landsins og sungið einn og
einn dúett saman á plötu. Einhvernveginn
hefur þjóðin það á tilfinningunni að Bubbi
og Megas hafí alltaf verið saman, í það
minnsta efftir sjónvarpsviðtalið sem Megas
tók við Bubba, og Bubbi við Megas — seinna.
Þeir eiga líka fleiri sameiginlegt en tónlist-
ina — hafa ruglað meira en gerist og gengur
— en nú eru þeir lausir við flest nema kaffið.
Bláir draumar er ólík
fyrri skífum þeirra
félaga að mörgu leyti,
en þó er eðlið hið
sama. Blúsinn gægist
víða fram og djassinn
er sterkur í hljóðfæraleiknum. Þó
er þetta engin djassplata — langt
frá því - heldur er andinn ekki
ósvipaður því er gerðist á dægurla-
gaplötum fyrir daga rokksins. Sá
andi ríkir öðru ofar á nýútkominni
geislaskífu með Hauki Morthens
þar sem endurútgefin eru tuttugu
og §ögur laga hans frá fyrri tíð og
það er dálítið gaman að því að gítar-
leikarinn á plötu Bubba og Megasar
er Jón Páll Bjarnason sem var gítar-
isti í tríói Gunna Sveins (Gunnars
Reynis) sem Haukur sötíg með og
má finna lag með á disknum.
„Ég vildi fá annað gítarsánd en
hefur verið á plötum mínum,“ sagði
Bubbi er ég hitti þá félaga um dag-
inn. „Þess vegna varð Jón Páll fyr-
ir valinu.“ Bubbi er ekki ókunnur
djassinum. „Ég var á Django Rein-
hard flippi lengi og lærði fyrst og
fremst ryþmaleikinn af meistaran-
um. Það notfærði ég mér á ísbjarn-
arblús. Af öðrum Frakka lærði ég
margt í gítarpikki. Marcel Dadi
heitir hann — meiriháttar snilling-
ur.“
Það eru fleiri hljóðfæraleikarar
en Jón Páll á Bláum draumum.
Tómas R. Einarsson slær bassa og
Björn Baldursson trommur, Össur
Geirsson blæs í básúnu og Ólafur
Flosason í óbó, og svo kemur Kenn-
eth Knudsen á hljómborð.
Kenneth Knudsen er einn fremsti
hljómborðsleikari Evrópu og muna
hann allir sem voru á tónleikum
hans, Niels-Hennings og Palle
Mikkelborgs í Bláa tjaldinu á
N’art-hátíðinni í Reykjavík. Hann
hefur leikið með allskonar hljóm-
sveitum í Danaveldi: djass, rokk og
bræðing. Píanóið er aðalhljóðfæri
hans á Bláum draumi en hljóðgervl-
amir em þandir á stundum. Megas
útsetti tónlist sína í höfuðatriðum
en Kenneth útfærði sumt. Eitt ynd-
islegt ljóðasöngslag er á skífunni:
Megas syngur við píanóundirleik
Kenneths. Þar áttu fleiri hljóðfæri
að vera en Kenneth fékk því ráðið
að við það var hætt.
Þegar Bubbi er annars vegar er
blúsinn hins vegar og þama er hver
blúsinn öðmm betri — ég hef ekki
heyrt betri blúsrödd í Evrópu og
Kenneth og Jón Páll fara á kostum
í sólóum sínum.
Bubbi var að koma frá Svíþjóð
og Megas frá Tælandi þegar ég
hitti þá fyrir stuttu, en hvenær hitt-
ust þeir fyrst?
„Það var þegar Megas hélt uppá
þrítugsafmælið sitt á Mokkakaffi
árið 1975. Ég var að koma af vertíð
og fór inná Mokka. Dagur sló mig
um peninga og þama var Megas.
Ég fór með hann heim til mín og
spilaði fyrir hann heilan helling."
„Ég var nú heldur gloppóttur á
þessum ámm,“ segir Megas. „Ég
man ekkert eftir þessum tónleikum.
Ég man fyrst eftir áð hafa heyrt í
Bubba nokkm síðar. Þá kom ég
heim til hans og hann lék fyrir mig
lög eftir sig við ljóð Þórarins Eld-
jáms og Magnúsar Ásgeirssonar."
„Ég gleymi aldrei þegar ég
heyrði í Megasi fyrst,“ segir Bubbi.
„Ég sat við bláa eldhúsborðið heima
þegar tónleikaútgáfan af Spáðu í
mig var spiluð í útvarpinu. Það var
eins og ég hefði orðið fyrir fall-
byssuskoti. Og það var rokkfílingur
í þessu lagi þó það væri leikið á
einn kassagítar.
Ég söng ekki mörg lög Megasar
en það var strákur með mér í hass-
klíku sem var fjandi glúrinn að
flytja þau lög. Ég keypti allar
íslenskar plötur sem komu út og
miðað við þær vom textamir mínir
ekki svo afleitir. En þegar ég heyrði
Megas varð mér fyrst Ijóst að það
var framtíð í tónlistinni — það var
hægt að syngja annað en dægur-
flugur.
Ég hafði alltaf efast um sjálfan
mig. Ég vildi ekki leika opinberlega
fyrr en ég væri orðinn nógu góður.
En þegar átti að fara að kýla á
hlutina guggnaði ég og fór á vertíð,
ætlaði ekki að fá neina sleggju í
hausinn.
En það var að duga eða drepast.
Bob Dylan gaf út fyrstu plötu sína
tvítugur og ég var að verða tuttugu
og þriggja. Ég varð að hrökkva eða
stökkva. Þá skildi ég við konuna,
tróð fötunum mínum í glastpoka,
greip gítarinn og gerði ísbjarnar-
blús.“
Þeir félagar héldu sambandinu
áfram.
„Ég kom til Megasar á Berg-
staðastrætinu," segir Bubbi.
„Komst í smásögurnar hans og alla
þessa texta — möppumar með efn-
inu sem ekki átti að gefa út. Megas
las yflr textana mína, sumum henti
hann, í öðmm fann hann nothæfa
línu. Ég átti við skrifblindu að stríða
og hafði hvorki lært stafsetningu
né málfræði í skóla — aftur á móti
hafði ég alltaf lesið mikið af Ijóðum
og Megas kenndi mér mikið.“
Megas tekur við: „Ég hætti þeg-
ar Bubbi byrjaði. Ég var ekkert að
þvælast fyrir honum á þessum
ámm. Þá vann ég á Eyrinni og var
í Myndlistarskólanum. Ég kom ekki
fram aftur fyrr en 1983. Bubbi
hermdi upp á mig gamalt loforð og
ég dró upp úr pússi mínu eitt af
því fáa sem ég hafði samið í
hvíldinni: Fatlafól. Tolli vildi aftur
á móti hafa mig sem eins konar
lukkutröll á sinni plötu: The Boys
from Chicago. Það var skemmtileg,
groddaleg og heiðarleg plata sem
hlaut verri viðtökur en hún átti
skilið.“