Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 20

Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 Verslunar-, skrifstofu- og lagerpláss til leigu ★ 470m2glæsileg verslunarhæð. ★ 600m2skrifstofuhúsnæði. ★ 1470m2lagerhúsnæðimeð tvennum innkeyrsludyrum. Hér er um að ræða nýbyggingu sem stendur á einum besta stað í Skeifunni. Við húsið eru upphit- uð einkabílastæði. Lóð erfullfrágengin. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofunni, ekki í síma. verkprýói hf SÍÐUMÚLA10,108 REYKJAVÍK, P.O. BOX8712, SÍMI688460. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Sóleyjargata o.fl. Birkihlíð Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 o.fl. Skúlagata Laufásvegur 58-79 o.fl. Háteigsvegur Sæviðarsund KOPAVOGUR Kársnesbraut 77-139 o.fl. ARBÆR Þingás Það sem orð karl- mannsins eru lög Benazlr — Má ekki styggja klerkana ÞRETTÁN ára gamalli stúlku er rænt og nokkrir menn, nágrann- ar hennar í þorpinu, nauðga henni síðan hver á eftir öðrum. Vegna þess, að konur eru ómerk- ar orða sinn er framburður henn- ar ekki tekinn gildur fyrir rétti en mennimir halda því fram, að hún hafi lagst með þeim af fusum og frjálsum vilja. Stúlkan er því dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að hafa tælt veiklundaða karlana út í hórdóm. essi saga er enginn uppspuni, heldur lifandi dæmi um órétt- lætið og miskunnarleysið, sem felst í pakistönsku „Zina-reglunum“, íslömsku lögunum, sem flokka framhjáhald, hórdóm og nauðgun með glæpum gegn ríkinu. Frá árinu 1983 hefur konum hins vegar verið bannað að bera vitni og' því geta eiginmennimir hæglega losað sig við þær og komið þeim á bak við lás og slá með því einu að saka þær um framhjáhald. Lögum samkvæmt er raunar leyfilegt að grýta þær í hel fyrir slíkan glæp. Um þessi mál er fjallað í nýrri, breskri mynd, sem heitir „Hver vill kasta fyrsta steininum?" Var hún tekin í Pakistan á laun og segir sögu nokkurra kvenna, sem hafa verið fangelsaðar samkvæmt Zina- reglunum. „Meira en 3.000 konur verða fyrir barðinum á þessum lögum á ári hveiju. Jafnvel þegar um nauðg- un er að ræða em konurnar taldar ábyrgar og minnsta refsing er 30 vandarhögg. Þær fá enga lögfræði- lega aðstoð og fæstar hafa nokkurn kost á að ræða við lögfræðing," segir Sabiha Sumar, sem skrifaði handritið og tók þátt í að gera þessa heimildarmynd en hún var frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni í Lon- don nú nýlega. Jafnvel þótt konumar njóti að- stoðar lögfræðings má ekki láta þær lausar gegn tryggingu fyrr en réttarhöldin hefjast og stundum þarf að bíða eftir því í nokkur ár. Hefst myndin á því, að ein konan, Roshan Jan, með andlitið falið á bak við blæjuna, segir frá 16 mán- aða fangelsisvist meðan beðið var réttarhaldanna. „Það hófst með því, að maðurinn minn fékk sér aðra konu án þess að bera það undir mig. Ég fór þá fram á skilnað en hann brást við með því að saka mig um að hafa hlaupist á brott með öðmm manni.“ Eiginmaðurinn kemur líka fram í myndinni og viðurkennir, að hann hafi mútað lögreglunni til að taka ákæmna gilda vegna þess, að „það var um heiður minn að tefla“. Æra konunnar skipti engu máli og hún fékk engum vömum við komið. Önnur kona, Ghulam Sahina að nafni, segir frá því, að hún hafi setið í fjögur ár í fangelsi vegna þess, að hún reifst við nágranna sinn, karlmann, sem síðan kærði hana fyrir að hafa brotið gegn Zina-reglunum. Shaheeda Parveen var dæmd til að vera giýtt í hel vegna þess, að síðara hjónaband hennar jafngilti hórdómssök. „Blóðið fraus í æðum mér, ég gat ekki komið upp orði fyrir skelfingu. Ég hef þekkt kon- ur, sem hafa brennt sjálfar sig til bana vegna þess, að þær vissu, að réttlætið var ekki ætlað þeim,“ seg- ir Shaheeda. Shaheeda var heppin því að dóm- urinn yfir henni vakti almenna hneykslun og hún og Ahmed, seinni Jólakaffi Hringsins verður á Hótel íslandi sunnudaginn 4. desember og hefstkl. 14.00. Kökuhlaðborð og happdrætti. Skemmtiatriði: Edda Björgvins o.fl. Mætið vel og styrkið Barnaspítalasjóðinn. Kvenfélagið Hringurinn. /// ÚTFUJTNINGSRÁÐ ÍSLANDS boðar til haustfunda með útflytjendum, þar sem fjallað verður um stefnumótandi markaðsáætlanir fyrirtækja. Þriðjudaginn 6. desember fyrir útflytjendur sjávarafurða í samvinnu við Sam- tök fiskvinnslustöðva og Félag Sambands fiskframleiðenda. Miðvikudaginn 7. desember fyrir útflytjendur véla og tækja fyrir sjávarútveg í samvinnu við Félag íslenskra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna. Fimmtudaginn 8. desember fyrir útflytjendur iðnaðarvara og þjónustu í sam- vinnu við Félag íslenskra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna. Aðalræðumenn á fundunum verða Bandaríkjamennirnir dr. Jerome B. Bright- man, framkvæmdastjóri International Marketing Institute, og Lewis E. Brandt, framkvæmdastjóri International Trade Services Group. Fundirnir verða haldnir á Hótel Sögu í ráðstefnusal A og hefjast kl. 10.00. Þátttökugjald er kr. 3.000,- og er hádegisverður og kaffi innifalið. /yay Nánari upplýsingar og skráning þátttakenda er á skrifstofu # # íslenskt Útflutningsráðs í síma 688777. / / veit á gott

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.