Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
C 23
bæði sem listamann og
manneskju. Ég hef verið
kennari við Söngskólann í tíu
ár og sú samvinna við nem-
endur og kennara hefur gef-
ið mér mikla gleði og lífsfyll-
ingu.
Auðvitað hef ég átt mínar
erfiðu stundir, oft hefur efi
leitað á mig um hvort ég
hafí gert rétt. En meðan ég
get spilað og sungið er ég
glöð og allt er í lagi. Það
voru oft erfíðir dagar meðan
maðurinn minn var veikur.
En það fær hver sitt. Þegar
manneskjan heldur sinni
reisn gegnum hörmungar og
tár eykst trú manns og mað-
ur getur jafnvel glaðst, mitt
í sorginni. Finnst þér þetta
furðulega til orða tekið.
Ég hef gert þijú lög á
þessu ári, ég er að komast
aftur í gang. Lítill jólasálm-
ur, sem verður fluttur í jóla-
dagskrá útvarpsstöðva í Evr-
ópu í norrænni dagskrá og
féll nú í minn hlut að semja
hann. Fluttur af 57 bömum
og þegar var búið að taka
hann upp komu þau mörg
til mín og kysstu mig. Þvílíka
gleði sem þetta færir manni.
Svo verða flutt tvö ný lög í
Gamla bíó og ég og söng-
konan fóram yfir nótumar
og þegar við voram búnar
að því sagði hún: „Mikið ,
óguriega er þetta skemmti-
legt. Mikið ertu góð að leyfa
mér að syngja þetta.“ Þetta
fannst mér koma beint frá
hjartanu og ég fílaði það í
botn.
Annað lag verður flutt,
gert við Ijóð tengdasonar
míns, „Sönglað ágöngu“.
Textinn endar svona:
„Og einhvem veginn
vora mér léttari sporin
Það var ókunnur maður
á einhverri braut
sem brosti
um Daginn.“
Þessi hugsun í ljóðinu á
svo vel við mig. Að brosa.
Jafnvel gegnum tárin. Ég
hef átt gjöfult og að mörgu
leyti vemdað líf. Hef verið
heilsugóð og það er ekki
vandi að verða sjötugur og
hafa allt þetta yndislega fólk
í Söngskólanum á bak við
sig að flytja mína tónlist."
Verðurðu að vera glöð
þegar þú semur?
„Það er ákveðið hugar-
ástand sem ýtir mér af stað,
einhver þörf, sem er ekki
endilega gleði. Fyrst og
fremst verð ég að hafa þörf,
annars kemur ekkert frá
manni sem skiptir máli.“
ekki, vitrar og merkilegar
konur sem oft standa mönn-
um sínum framar. Margir
háskólagengnir menn era
verst menntaða fólk sem ég
þekki. Skólamenntun er ekki
einhlít ef fólk staðnar í ein-
hveiju fari, og svo era aðrir
sem era að mennta sig allt
sitt líf og hafa þó engin próf
upp á það. Mér finnst afskap-
lega varasamt að meta fólk
eftir einhveijum prófum í
skólum.“
Hvemig verður þú sár?
Hún hugsar sig um.„Ég
held ég verði niðurdregin í
nokkra daga. En ekki lengi.
En ég gæti ekki skrifað um
tónlist, ég gæti talið þá upp
á fingram mér sem mig lang-
ar til að hlusta á. Einu sinni
heyrði ég Rússan Gilels spila
Bach á tónleikum í Vínar-
borg. Svo dýrðlega að þegar
tónamir streymdu út úr
hljóðfærinu sá ég þá raðast
upp í rásir. Hver rödd var á
sínum stað. Þegar hann var
búinn með Bach langaði mig
til að fara, þetta var svo
áhrifamikið ... Eftir því sem
ég verð eldri verð ég kröfu-
harðari. Ég vil að leikið sé
þannig að manni fínnist
píanóleikárinn sjálfur upplifa
verkið, sé ekki bara með
hugann við tækni. Hafi eitt-
hvað fram að færa, eitthvað
að segja.
TÚ, ÉG ER SENNI-
lega tilfinningavera,
stemmningsmann-
eskja. Skynja allt
sterkt. Tónlist á að
kalla fram bros og gleði. Það
er spurningin um að sleppa
sér dálítið ... og láta þá
ekki trafla sig þó sumar nót-
ur séu ekki kórréttar. Fólk
verður að geta gefíð af gleði,
ef ekki á það ekki að fást
við tónlist eða sköpun. Svo
á fólk að brosa. Mér þykir
svo vænt um þegar fólk bros-
ir. Besti vinurinn var maður-
inn minn og svo Drífa systir
mín, hún var svo glaðlynd
og hugmyndarík. Hvað sem
á dundi. Drífa var ógleyman-
leg og hún er skemmtileg-
asta manneskja sem ég hef
kynnst. Hún hafði ríka hæfi-
leika, skrifaði og málaði og
þó átti hún mörg böm og
hafði í ýmsu að snúast. Ég
hef verið heppin með vini,
jafnvel þótt ég hafi orðið að
sjá á bak þeirra tveggja sem
mér þótti vænst um. Þuríður
Pálsdóttir er eins og systir
mín og ég met hana mikils
Komplexar
„Oft hef ég annars hugsað um konur sem
eru að farast úr komplexum af því að menn-
irnir þeirra hafa próf í einhveiju sem þykir
fínt og þær ekki, vitrar og merkilegar kon-
ur sem oft standa mönnum sínum framar.
Margir háskólagengnir menn eru verst
menntaða fólk sem ég þekki.“
það traflaði hann ekki.“
Ég spyr um manninn
hennar, sem hún missti eftir
ströng veikindi fyrir fáeinum
áram.
„ Við voram þannig að við
bættum hvort annað upp.
Hann hafði gáfur sem era
ekki til í mér. Hann var mér
mjög góður og átti svo margt
fallegt í sér, hann var höfð-
ingi frá innstu hjartans rót-
um. Við voram miklir vinir.
Þegar hann dó, missti ég því
bæði manninn minn og minn
besta vin.“
Hefur fólk metið þig og
þaðsemþúhefurveriðað .
gera?
„Já, það finnst mér. Mér
finnst ég hafa verið borin á
höndum. Ég hef fengið þann-
ig móttökur frá því fyrsta,
að ég gæti varla hugsað mér
þær betri. Ég hefði kannski
getað látið meira á mér bera.
Hvort sem þú trúir því eða
ekki held ég að ég sé feimin
og frekar hlédræg. Ég hef
ekki viljað trana mér fram
og ég er, held ég, gagnrýnin
á það sem ég geri. Ég hef
oftast fengið góða gagnrýni
eða að minnsta kosti mál-
efnalega og fagmannlega.
Ég reyni að láta ekkert frá
mér fyrr en ég er ánægð
með það. Ég læt ekki hvað
sem er frá mér. Ég gæti
náttúrlega skrifað einn tón í
tvær mínútur og svo bibb og
svo tóna í 3-4 mínútur og
þá er komið tónverk! Nei, ég
læt ekki svoleiðis frá mér.“
Afbrýðissemi í röðum tón-
skálda?
„Hún hefur að minnsta
kosti ekki komið fram gagn-
vart mér. Lengi vel var ég
eina konan í tónskáldafélag-
inu og það reyndust allir mér
sem bestu félagar.
Hvað gagnrýni snertir, jú,
auðvitað hef ég fengið alls
konar gusur, en oftast góðar
umsagnir. Ég þarf ekki að
kvarta, það er eitthvað ann-
að.
Auðvitað hefur ekki allt
verið eintómt grín, en ég
man aðeins einu sinni eftir
að hafa sámað vegna gagn-
rýni. Það vora lokaorð í
umsögn í Þjóðviljanum fyrir
löngu. Þetta var eftir píanó-
tónleika sem ég hélt í Aust-
urbæjarbíói á vegum Tónlist-
arfélagsins. Klausan um tón-
leikana endaði svona: „Geri
aðrar húsmæður betur.“ Það
var eins og maður hefði
Arni Sæberg
stokkið frá þvottabalanum
með kartnögl á hveijum
fingri og væri mesta fíirða
að svoleiðis vera gæti spilað
á píanó. Mikið varð ég reið!
Seinna frétti þessi maður að
mér hefðu sámað þessi orð.
Við hittumst löngu síðar og
þá bætti hann gráu ofan á
svart: „Þetta var svo óskap-
lega vel meint.“ Nú fínnst
mér gagnrýni ekki eiga að
snúast um að nota lýsingar-
orð, en gagnrýni þarf að
vera uppbyggileg og skýr.
Segjum að listamaður ætli
að koma verkum sínum á
framfæri utanlands. Maður
getur ekki bara labbað inn
með verkin sín og beðið um
þau til flutnings, ef maður
getur ekki sýnt eitt orð af
viti sem um þau hefur verið
skrifað.“
Hún talar sér til hita. Jó-
rann Viðar er hvorki þurr á
manninn né ópersónuleg.
Hún heldur áfram:„Oft hef
ég annars hugsað um konur
sem era að farast úr
komplexum af því að menn-
imir þeirra hafa próf í ein-
hveiju sem þykir fínt og þær
<
HIOKI MÆLIPENNINN
Létlur og nettur, vegur
aðeins 60 gr.
Mælisvið:
0-500V DC/AC
0_o° Viðnám
Díóðuprófun
Geymir aflestur
Elgum f lestar gerðir mæla s.s.
A-V-Ohm-mælf8 NÝ SENDING
A-tangir
Hitastigsmæla
Fasfylgdarsjár Kynntu þér I l^. I
|f |
HF. Símar 685854,685855.