Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 26
26 C
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
FÓLK
j fjölmiðlum
■ EREZKU blöðin The Daily
Telegraph og The Independent
hófii útgáfu á fylgiritum á laug-
ardögum í september sl. og hún
hefiir gengið vel. Salan á The
Daily Telegraph hefiir aukizt um
60.000 eintök á laugardögum og
upplagið er komið í 1.180.000
eintök. Laugardagssala Theln-
dependents hefur aukizt um rúm
80.000 eintök (25%), í 456.000
eintök.
■ JÓN Tryggvason leiksljóri og
kvikmyndagerðarmaður stað-
festi í samtali við Morgunblaðið,
að hann hygðist hætta hjá Frost
Film hf. um stundarsakir. Sagð-
ist hann vera með margt í bígerð,
m.a. að gera stuttar leiknar kvik-
myndir, og þá á eigin vegum, og
væri hann að kanna hver áhugi
sjónvarpsstöðva væri fyrir því
efiii. Jón er nú aðstoðarleikstjóri
hjá Leikfélagi Reykjavíkur um
þessar mundir.
■ ÚTBREIÐSL A brezka blaðs-
ins The Sun jókst í 609.000 ein-
tök i lok október sl.
■ MARGIR þættir sem Stöð 2
framleiðir eru styrktir af ýmsum
aðilum eins og menn hafa vafa-
laust tekið eftir, og var Sig-
hvatur Blöndahl markaðsstjóri
Stöðvar 2, inntur eftir því hvem-
igþaðgengi
fyrir sig. Sagði
hann, að Stöðin
óskaði eftir að-
ilum sem reiðu-
búnir væru til
aðtakaþátti
kostnaði við
framleiðslu
þáttanna, en
hagur þeirra sem styrktu þættina
væri að sjálfsögðu kynningin, svo
og vildu þessir aðilar stuðla að
gerð þátta sem væru þeim þókn-
anlegir og tengdu þá ákveðinni
ímynd. Ekki vildi Sighvatur gefa
það upp hvað það kostaði að vera
styrktaraðili, en sagði að mínútu-
lega séð væri það ódýrara, auk
þess sem kynningin væri í mörg-
um tilfellum betri en nokkur
auglýsing að hans mati. Erlendis
væri það algengt að sjónvarps-
stöðvar væru reknar eingöngu
með þessum hætti.
■ BREZKU blöðin The Daily
Telegraph og The Independent
hófu útgáfii á fylgiritum á Iaug-
ardögum í september sl. og hún
hefiir gengið vel. Salan á The
Daily Telegraph hefur aukizt um
60.000 eintök á laugardögum og
upplagið er komið i 1.180.000
eintök. Laugardagssala The In-
dependents hefur aukizt um rúm
80.000 eintök (25%), í 456.000
eintök.
■ FYRIR stuttu voru stofnuð
samtök starfsmannafélaga
Ríkisútvarpsins, SSR, og sagði
Ævar Kjartansson útvarpsmað-
ur, í samtali við Morgunblaðið
að þetta væri tilraun til að ná
öllum félags-
mönnum sam-
an, en þeir hafa
sl. (jögur 4r
verið í smærri
félögum innan
BSRB, BHM og
ASÍ. Tilgangur-
inn með stofii-
un samtakanna
er sá, að koma fram út á við og
að sjá um hagsmuni félagsmanna
eins og t.a.m. hvað snertir vinnu-
stað og starfsskilyrði. Þau munu
þó ekki senya um kaup og kjör,
verður það áfram gert í hinum
minni félögum. Ævar hefiir það
hlutverk að kalla stjómina sam-
an, og í næstu viku verður fyrsti
formaður samtakanna að öllum
líkindum kosinn.
ÍSLENSKAR FRÉTTASTEFNUR 2
Höfiun brotist
útúreinangrun
í umfiöUun
um pólitík
- segir Kári Jónasson, fréttastjóri Útvarps
Fréttir Útvarps eru samofnar
sögu útvarps hér á landi.
Fyrsta fréttin var send út í desem-
ber árið 1930 og greindi hún frá
skipskaða. Allar götur síðan hafa
fréttamenn Útvarpsins daglega
sagt landsmönnum til sjávar og
sveita frá helstu atburðum innan-
lands og utan. Þrátt fyrir tækni-
og fjölmiðlabyltingar og margvís-
legar menningarróstur eru fréttir
Útvarps enn vinsælasta dagskrár-
efni ljósvakamiðlanna. Kári Jón-
asson, fréttasijóri Útvarps, sagði
að þar á bæ væri það grundvallar-
regla að almenningur gæti trúað
því sem hann heyrði í fréttum en
að öðru leyti mótaðist fréttastefn-
an af þjónustu við alltlandið og
miðin. Þegar hann hafði þetta
mælt endurómuðu í huga blaða-
manns ótal tilkynningar um að
kennsla félli niður vegna óveðurs
eða þá að Ólafsfjarðarmúli væri
ófær litlum bílum. „Hlutverk okk-
ar er það víðtækt að það má líkja
því við staðarblað í smáþorpi jafnt
sem alþjóðlega fréttastofu," sagði
Kári.
Fréttamat Útvarps annars veg-
ar og sjónvarpsstöðvanna hins
vegar taldi Kári að væri ólíkt
vegna þess að sjónvarpsstöðvar
þyrftu að leggja mikið upp úr
fréttamyndum. Hann gerði ekki
mikið úr þeirri tilgátu að vegna
aukinnar fréttasamkeppni á allra
síðustu árum hefði orðið ringul-
reið sem lýsti sér t.a.m. í að fá-
fengileg einkafrétt yrði aðalfrétt.
Hann benti auk þess á að ekki
væri raunhæft að bera kvöld-
fréttatíma Útvarpsins saman við
sjónvarpsfréttatímana því í Út-
varpinu væru fréttir sagðar 19
sinnum á sólarhring en einu sinni
til tvisvar á sjónvarpsstöðvunum.
Fréttir að morgni og í hádegi eru
ekki endurteknar að kvöldi nema
að fundist hafi á þeim nýr flötur.
Erlendar fréttir eru t.d. miklu
meira áberandi fram yfír hádegi
en vikja síðan fyrir innlendum
þegar degi tekur að halla. Þetta
þýðir það m.a. að kvöldfréttatími
Útvarps er ekki yfírlit yfír helstu
innlendu og erlendu atburði dags-
ins. Kári viðurkenndi að yfírbragð
fréttanna væri ekki fastmótað.
Moreunblaðið/Sverrir
Kárl Jónasson: „Hlutverki fréttastofu Útvarps má líkja við staðar-
blað í smáþorpi jaftit sem alþjóðlega fréttastofu."
Við samanburð á aðalfréttatímum Sjónvarps, Útvarps
og Stöðvar 2 dagana 14.—19. nóvember kom m.a. í ljós að:
I Fréttamat fréttastofanna er ólíkt.
I Heildarsvipur á aðalfréttaþáttum er óljós.
I Útvarpið hefiir mismunandi áherslur, - norskar sjáv-
arútvegsfréttir í hávegum hafðar.
I Útvarp leggur mikla áherslu á stjórnmálafréttir.
Það stafaði einnig
af því að oft væri
verið að vinna efn-
isatriði á elleftu
stundu. Fréttir af
norskum sjávarút-
vegi voru þá viku sem saman-
burðarathugunin fór fram næsta
daglegt brauð hjá Útvarpi en
sáust hins vegar ekki í sjónvarpi.
Þó svo fréttastefna Útvarps sé
rótgróin þá teygja rætumar sig
tæpast í gegnum alla íslandssög-
una og til strandar þeirrar sem
BAKSVIÐ
eftir Asgeir Fridgeirsson
I Ingólfur ýtti fleyi
sínu frá. Kári gaf
þá skýringu að
. þróun mála í
norskum sjávarút-
vegi hefði mjög
mikil áhrif á íslenskan útveg og
þar með íslenskt efnahagslíf. Auk
þess væri Útvarpið í skeytasam-
bandi við 4 norrænar fréttastofur
og einnig væri fréttaritari Útvarps
í Ósló nokkuð iðinn.
Stjórnmál eru fyrirferðarmikil
í fréttum Útvarps. Pólitískar
þreifíngar og vangaveltur em
daglega og er af sem áður var
þegar fréttir úr heimi stjórnmála
vom bragðlausar og í skeytastíl.
Kári sagði að fréttastofa Útvarps
hefði allt fram á síðustu ár verið
í viðjum úreltra fréttareglna sem
nú væm í endurskoðun. Hann
minntist þess þegar hann, fyrstur
útvarpsfréttamanna um miðjan
síðasta áratug, spáði og spekúler-
aði um stöðu mála í beinum út-
sendingum frá Alþingi. „Mörgum
þótti þetta alls ekki við hæfí,“
sagði Kári og brosti. „Við höfum
vísvitandi brotið okkur út úr þeirri
einangmn sem við vomm í og
teljum okkur nú í fararbroddi
hvað varðar pólitískar fréttir og
fréttaskýringar." Þessi frétta-
stefna ásamt svipaðri þróun á
sjónvarpsstöðvum og dagblöðum
hefur leitt til þess að fjölmiðlar
hafa nú meiri áhrif á gang stjóm-
mála. Samhliða þessu hafa stjóm-
málamenn lært betur inn á fjöl-
miðlana að mati Kára og frétta-
menn þekkja betur en áður klæki
og kenjar stjómmálamanna.
Fyrirjól
Sú var tíðin, að jafnskjótt og
jólafasta gekk í garð, upphófst
í útvarpinu mikill söngur jólasálma,
og sjóð sá konsert linnulaust árið
á enda, ef ég man rétt. Var talið
að ekki myndi veita af allri aðven-
tunni til að búa vort synduga hugar-
far með þessum hætti undir þau
miklu tíðindi sem í vændum vom.
Þetta var á gelgjuskeiði Ríkisút-
varpsins, áður en menn höfðu Iært
að fóta sig á því hála svelli sem
dagskrá þeirrar stofnunar hlaut að
verða.
En ekki leið á löngu þar til menn
áttuðu sig á því, að öllu má ofgera,
og jafnvel sálmalög jólanna, sem
mjög em hreinar tónlistar-perlur,
þyldu ekki svo hóflaust hnjask, og
illa færi á því, að purkunarlaus
hversdags-brúkun yrði langt komin
að slíta utan af þeim hátíðleikann
þegar sjálf helgistundin rynni upp.
Það var því viturlega ráðið að hlífa
þeim við svo hættulegri ofnotkun
og spara þau til síns rétta tíma.
En til þess að aðventan fengi
samt að gegna hlutverki sínu, einn-
ig á þessum vettvangi, var farið að
leika í útvarpið „léttari" jólalög,
sem minni helgi var talin á hvíla,
og hefur sá siður haldizt um langt
skeið. Þetta em lög sem á einhvem
hátt tengjast jólahaldi, en em yfir-
leitt ekki sungin í kirkjum, og þykja
því betur hæfa í bland við fagnaðar-
boðskap prangara fyrir jólin en sjálf
sálmalögin.
Þetta er góður siður. Tónlist af
þessu tagi er til þess fallin að ylja
upp hugskotið með hollri bjartsýni
í myrkasta skammdeginu og minna
með notalegri hógværð á námunda
hátíðarinnar.
Þó er eitt lag í þessum góða
flokki, sem ævinlega fer langt með
að leggja mitt tilvonandi jólaskap í
rústir. En það er lag sem nefnist
White Christmas, og
hefur í útvarpinu verið
kallað Hvít jól, en ætti
aldrei að vera nefnt á
íslenzku. Þessi hrylli-
lega melódía er einhver
sá væmnasti tónasam-
setningur, sem oss
kristnum mönnum er
boðið upp á, og það
þegar sízt skyldi. En því
miður er þetta það
sönglag, sem hvað oft-
ast kliðar í útvarpi á
jólaföstu. Út yfir tekur,
þegar óhræsið hann
Bing sálugi Crosby er
látinn mjálma þessa
vellu út yfír landslýð-
inn.
Ég leyfi mér að skora
á forráðamenn Ríkisút-
varpsins að leitast við
að rækta með sér til-
hlýðilegt ofstæki gegn
þessu lagi, svo það fái
helzt aldrei á þeirra
vegum að dilla sér á
öldum ljósvakans.
Helgi
Hálfdanarson
M