Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 Ljós punktur stiíðsins er, hve staða kvenna hefiir bteyst... 3. GREIN eftir Jóhannu Kristjónsdóttur Húsbóndinn ber fram kaffið, arabískt og kryddað, drukkið úr litlum koparbollum með sérstökum tilburðum. Það er til dæmis ókurteisi að taka við bollanum með vinstri hendi og það er ekki verið að drolla við drykkjuna, enda aðeins hellt lögg í einu. Vilji maður ekki meira verður hvolfa bollanum, ella heldur húsráðandi áfram að bæta í jafnskjótt og hann sér að gesturinn hefur tæmt bollann. Ég spyr: er ekki heldur óvenjulegt að eiginmaðurinn sjái um að búa til kaffí og bera fram meðan húsmóðirin situr í makindum í stofunni? ún hlær smitandi hlátri. „Tengda- móðir mín er í eldhúsinu líka. Ég hef hana sterk- lega grunaða um að hafa lagt hönd á plóginn. Annars er jafnræði hér á heimilinu, það er engin ástæða til að ætlast til að kvenfólkið sé látið eitt um störfm, vinni þær al- mennt til jafns við karla. Eg held ekki að maðurinn minn sé einstakur hvað eiginmenn hér í landi snertir. Ég skal samt viðurkenna, að þetta þykir misjafnlega sjálfsagt. Eins og víðar.“ Ég er í heimsókn hjá Saijdu Al- Mousawi, hún er einn helsti for- svarsmaður Kvennasamtaka íraks, ritstjóri málgagns þeirra sem heitir „Konan“ og þar að auki er hún skáld og hefur gefið út bæði skáld- sögur og ljóð. Þau hjónin búa í fallegu einbýlis- húsi í einu úthverfa Bagdad og þar sem þetta var á föstudegi var eigin- maður hennar og dæturnar fjórar heima. Ibrahim eiginmaður er skólastjóri, glaðlegur náungi og sagði að sér fyndist gaman að sinna gestum sem kæmu á heimilið. Hann harðneitaði, að móðir hans hefði hjálpað hcnum við kaffitilbúning- inn, en sagði á hinn bóginn að hún myndi elda kvöldmatinn. Þau von- uðu að ég myndi þiggja bita. Þá höfðum við Saijda setið og spjallað saman góða stund og dæ- tumar og Ibrahim höfðu á víxl kom- ið með kökur og hvers konar sæt- indi, svaladrykki og te, fyrir utan kryddkaffið. Ég hafði áður setið matarboð á írösku heimili og gat gert mér í hugarlund hvílíkar krás- ir biðu. Og þótt maður mæti hvar- vetna í Arabalöndum mikilli gest- risni, held ég að írakar slái flesta út. Svo að ég sagði þeim að ég gæti því miður ekki þegið boðið vegna viðtals. Það hefði ekki þýtt nokkum skapaðan hlut að segja ég væri södd eftir allar góðgerðimar sem jjegar höfðu verið fram bom- ar. Eg held þau hefðu ekki skilið um hvað ég hefði verið að tala. Kvennasamtök íraks eru mjög virk, það hafði ég heyrt áður en / HEIMSÓKN HJÁ SAIJDUAL MOUSA W1 ég kom til landsins. Það reyndist hægara ort en gert eins og fleira í írak þessa daga að fá upplýsinga- ráðuneytið til að hafa milligöngu um að ég fengi að hitta fulltrúa þeirra. En ekki var um að kenna fyrirstöðu samtakanna, heldur miklu fremur doða og skipulags- leysi hjá ráðuneytinu. Jafnskjótt og forsvarsmenn sam- takanna fréttu að íslenskur blaða- maður hefði áhuga á að vita um starfssemi þeirra og helstu mark- mið var mér boðið að hitta einn helsta frömuð samtakanna, Sajida Al-Mousawi sem áður er nefnd. Eins og ég gat líka um_er hún rithöf- undur; íslendingar og írakar virðast eiga það sameiginlegt, þótt margt virðist ólíkt með okkur, að þar er mikið skrifað og ort og skapað. Mér var sagt að Saijda væri auk þess af góðu fólki; hún gæti rakið ættir sínar beint til Múhameðs sál- uga. Konur eru að hasla sér völl á öllum sviðum í Irak. Það er ekki bara áróður og orðskrúð, þessa gætir hvarvetna. í fljótu bragði virðast konur njóta langtum meira frjálsræðis til orðs og æðis en víða í Arabalöndum. Það er líka tiltölu- lega -fátítt að sjá skýldar konur í Bagdad. Það er ekki laust við að ég taki flestu með fyrirvara í þessu landi, af því að það rennur svo tiltölulega fljótt upp fyrir mér að mörgu er haldið vandlega leyndu og annað matreitt að hætti stjómvalda. En konur í írak hafa lengi notið jafnréttis til náms og þær hafa , óhikað ruðst inn á vinnumarkaðinn. Á íraska þinginu, sem er „lýðræðis- lega kjörið“ - á arabískan máta að vísu - á fjögurra ára fresti - sitja 33 konur af 250 þingmönnum. Hvað sem lýðræði líður er þetta hreint ekki svo afleitt hlutfall. Saijda er brosmild, svipsterk og full af gleði. Hún segir að Kvenna- Á ávaxtamarkaði. Á myndina vantar sölukonumar sem hlupu allar í burtu frekar en láta taka af sér mynd! samtökin hafi ekki síst lagt kapp á að koma upp félögum úti um landið og það hafl gefið ljómandi góða raun. Það sé reynt að fræða konur á sem flestum sviðum, varðandi heimilishald og hreinlæti og bama- uppeldi, en ekki síður að hvelja konur til náms. Framan af hafi verið unnið mikið starf í að benda konum á rétt sinn í flestu tilliti, enda ekki vanþörf á. Allt þetta hafi skilað góðu. Kvennasamtökin hafa samvinnu við ýmsar alþjóðastofnanir, svo sem Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar þeirra sælqa alþjóðlegar ráðstefnur en hún sagði að ekki mætti gleyma að nefna að þær væm stöðugt á fleygiferð innan- lands til að ræða við konur, leita frétta af starfinu á hveijum stað, halda fyrirlestra eða útvega leið- beinendur og svo mætti lengi telja. „Ég býst við að íraskar konur hafí orðið hvað fyrstar kvenna í Arabalandi til að ganga fram og krefjast réttinda sinna,“ segir hún. „Egypsku konurnar vom þó senni- lega á undan, en segja má að hjá þeim hafi síðustu árin orðið ákveðin stöðvun, meðal annars vegna auk- inna áhrifa bókstafstrúarmanna. Þessa hefur ekki gætt hér í landinu svo að orð sé á gerandi." Saijda sagði, að hvað sem segja mætti um stríðið milli íraks og Ir- ans, væri þó einn hlutur jákvæður; konur hefðu látið til sín taka í ríkara mæli og karlar gerðu sér betur grein fyrir því að nauðsynleg sam- vinna yrði að vera og óhjákvæmi- legt væri annað en taka tillit til konunnar. Meðan stríðið stóð, svo ámm skipti, axlaði íraska konan tvöfalda byrði eða þrefalda. Maður- inn á vígvellinum og samt varð að halda öllu gangandi, hvort sem var stóra þjóðfélagsheimilið eða hvert heimili fyrir sig. Þegar mennirnir komu heim í stutt leyfí, var þeim ekki íþyngt með heimilisáhyggjum, konan bar áfram hita og þunga og þeir gátu því snúið aftur til að stríða án þess að þurfa að mæðast út af heimilisvandamálum. Hún sagði að hafí konur átt und- ir högg að sækja varðandi almenn réttindi og almenna tillitssemi, einkum á heimilunum, hefði dæmið snúist við og það hvarflaði ekki að neinum að hverfa aftur til fyrra ástands. Blað samtakanna „Konan“ sem hún ritstýrir kemur út mánaðar- lega. Þar eru birtar greinar um margvisleg málefhi og hún sagði það væri skemmtilegast við að stjórna blaðinu væri hvað konur væru fúsar til að skrifa í blaðið, senda pistla utan af landi og al- mennt taka þátt í starfinu. Saijda sagði að íraskar konur leituðu æ meira í menntun sem veitti réttindi til starfa sem ekki hefðu verið talin kvennastörf fram á síðustu ár. Þær væru flugstjórar og ýtustjórar og allt þar á milli. Henni fyndist óumdeilanlegt að konur hefðu komist til aukinna áhrifa, það væri gott og það væri gilt, en henni fyndist í sjálfu sér hart, að konur þyrftu að sanna sig, en karlar ekki, en það ætti við um flest lönd þar sem konur væru að leita eftir jafnrétti í reynd, ekki síður í iðnríkjum Vesturlanda. Ég spurði hana hvort hún sæi fyrir sér að kona yrði forseti í landinu með því óhemju valdi sem felst í embættinu þar. Hún varð hugsi. Velti því fyrir sér góða stund og hristi svo höfliðið. „Ég verð að viðurkenna að það get ég ekki,“ sagði hún.„Og þó. Ef við íhugum breytingar síðustu tveggja kynslóða, þá gæti það nátt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.