Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆU SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
C 31
ar í Orlofsnefnd húsmæðra í
Reykjavík og Landsnefnd orlofsins
var farsælt og skemmtilegt. Sá
fjöldi kvenna er hún var í forsvari
fyrir auðgaðist af samfélaginu við
hana og mat hana mikils.
Ein orlofskvenna, Oddfríður Sæ-
mundsdóttir, birtir í nýútkominni
ljóðabók sinni „Rökkvar í runnum"
eftirfarandi kveðju til Önnu Sigurð-
ardóttur og mun ort undir orlofs-
áhrifum.
Áttræð að aldri getur Anna, minn
góði vinur, litið yfír farinn veg og
séð gæfuspor sín víða. Maður henn-
ar, Skúli Þorsteinsson, námstjóri,
skildi og fylgdi jafnréttiskröfum
kvenna, enda fyrsti karlmaðurinn
sem gekk í Kvenréttindafélag ís-
lands eftir að þeir áttu rétt til inn-
göngu í félagið.
Frá því fyrst ég heyrði í Önnu
Sigurðardóttur hefur þráðurinn
spunnist til æ meiri kynna sam-
starfs og vináttu, sem ég er inni-
lega þakklát fyrir.
Kæra Anna, ég endurtek heilla-
óskir mínar til þín og bið þér allrar
blessunar.
AÆmæliskveðia:
Anna Sigurðardótt
ir forstöðumaður
sætis að Hallveigarstöðum henni til
heiðurs en innan Kvenréttindafé-
lags íslands og Kvenfélagasam-
bandsins á Anna mikið og merki-
legt starf, margir ávörpuðu heiðurs-
gestinn og lýstu gleði sinni og virð-
ingu.
Anna var sæmd hinni íslensku
fálkaorðu árið 1978. Samstarf okk-
Anna Sigurðardóttir, forstöðu-
maður Kvennasögusafns íslands,
er áttatíu ára. Heill sé henni á heið-
ursdegi. Hún fæddist 5. desember
1908. Foreldrar hennar voru Ásdís
Þorgrímsdóttir og Sigurður Þórólfs-
son, skólastjóri lýðháskólans á
Hvítárbakka í Borgarfirði.
Fæðing litlu stúlkunnar á Hvítár-
bakka var ekki aðeins gæfa foreldr-
anna, heldur allra íslenskra kvenna.
Því heilladísimar voru ósparar á
gjafír sínar til hennar. Eitt af aðals-
merkjum Önnu er réttlætiskenndin
og fræðimennskan í andanum, er
hún síungur hugsjónamaður.
Kynni hefjast með ýmsu móti,
sem ung kona hreyfst ég af mál-
flutningi hennar er ég hlýddi á í
ríkisútvarpinu árið 1953. Þá ræddi
hún m.a. um störf og stöðu hús-
mæðra, réttlætiskenndin og mann-
virðingin leyndi sér ekki, hún vakti
athygli á því hve mikilvæg uppeldis-
störfín væru og að meta bæri upp-
eldisstörfin sem unnin eru á heimil-
unum ekki síður en kennslu og
fóstrustörf svo örlagarík sem þau
væru, enda felst í þessum störfum
öðru fremur gæfa hverrar þjóðar,
þar er grunnurinn lagður.
Þetta erindi Önnu vakti mig al-
veg sérstaklega til umhugsunar um
ýmsar kaldar staðreyndir í lífskjör-
um og réttarstöðu kvenna. Anna
hefur á langri æfi unnið að ritstörf-
um og heimildasöfnun um íslenskar
konur, kjör þeirra og störf. Eftir
hana liggur mikið af rituðu máli,
sem felur í sér fróðleik sem er mik-
ilsvirði fyrir samtíð hennar, en
ómetanlegt fyrir framtíðina: „Að
fortíð skal hyggja ef frumlegt skal
byggja," eins og Einar Benedikts-
son orðaði það.
Þegar Ljósmæðrafélag íslands
vann að útgáfu sögu sinnar og
stéttartalinu Ljósmæður á íslandi,
færði Anna félaginu að gjöf til birt-
ingar ritverk er hún nefnir Bams-
burður.
Ljósmæður eru þakklátar fyrir
gjöfína og stoltar af því að þessi
sérstæði og merkilegi fróðleikur um
það er snertir hinar mikilvægu
stundir lífsins, fæðingu bams, er
skráður í heimildariti ljósmæðra-
stéttarinnar.
Árið 1985 gaf hún út bókina
Vinna kvenna í 1100 ár. Með þeirri
bók skipaði hún sér veglegan sess
meðal okkar bestu fræðimanna.
Nú um þessar mundir er að koma
út merkileg ritsmíð hennar um
nunnur og nunnuklaustur. Nefnir
hún þá bók „Allt hafði annan róm
áður í Páfadóm". Ég efast ekki um
að við lestur þeirrar bókar hverfí
maður frá hinum hversdagslega
hugarheimi.
Fyrsta íslenska bókin sem skrifuð
er til heiðurs konu var Konur skrifa
til heiðurs Önnu Sigurðardóttur,
sem gefín var út af Sögufélaginu
árið 1980. Fyrir rúmum 40 árum
fóm sögur af húsmóður á Eskifírði
við söfnun heimilda og hverskonar
fróðleiks um íslenskar konur, þar
var á ferðinni Anna Sigurðardóttir
sú hin sama er ásamt tveim öðrum
konum stofnaði Kvennasögusafn
Íslands á fyrsta degi kvennaárs
Sameinuðu þjóðanna 1975. Safnið
hefur verið og er til húsa á heimili
hennar á Hjarðarhaga 26 hér í borg
og Anna verið forstöðumaður þess
frá upphafi.
Safnið er skráð og mikið sótt,
en vinna forstöðumannsins er
óskráð. Pjöldi fólks kemur í safnið
að leita fanga til fróðleiks og í rit-
gerðir. Lýsir margur undrun sinni
yfir áhuga Önnu á verkefnum þeirra
og velgengni enda hefur þakklætið
ekki leynt sér.
Þegar Háskóli íslands hélt 75 ára
afmæli sitt hátíðlegt árið 1986, var
Frá okkar yiríku dögum
eigum við samhljóma strengi,
óskir frá ótal vinum
auki þitt brautar gengi.
Þökk fyrir þekkingu og störfin.
Þjóðin minnist þín lengi.
Steinunn Finnbogadóttir
JOLATILBOD JAPIS
koma skemmtilega á óvart,
þar finnur þú vandaðar vörur á viðráðanlegu verði
Nú kynnum við jólatilboð nr. 4, 5 og 6.
Panasonic rafmagnsrakvél
meö hleðslutæki
aöeins kr. 2.990.-
Panasonic rafmagnsrakvél
(Wet/Dry) fullkomin rakvél
meö hleöslutæki
Verö kr. 3.995.-
Panasonic skeggsnyrtir
meö 5 mismunancfi
stillingarmöguleikum
Verö kr. í.790.-
Panasonic ferðatæki
m/seguibandi vandað tæki
meö alla þá möguleika
sem gott ferðatæki þarf
aö hafa
Verö kr. 5.976.-
Panasonic ferðatæki létt
og handhægt útvarpstæki
meöFMogAM
Verð kr. 2.490.- II
vekjari fra Sony vekur þig
örugglega á þeim styrk
sem þér hentar
Verökr. 2.490.-
Sony vasaútvarp lítiö og
snoturt tæki meö FM og AM
Verö kr. 2.190.-
JAPIS
BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN
■ SÍMI 27133 ■
AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■
■ SÍMI 96-25611 ■
ILBOÐ
lýst kjöri nokkurra heiðursdoktora.
I þeim hópi voru tvær konur, önnur
þeirra er Margrét Danadrottning,
og hin er Anna Sigurðardóttir.
Kvennasamtökin efndu þá til sam-
STUDEO. KEFLAVlK • BÓKASKEMMAN. AKRANESI • RADlÓVINNUSTOFAN, AKUREYRI • TÓNABÚÐIN. AKUREYRI • KJARNI SF..
VESTMANNAEYJUM • EINAR GUÐFINNSSON HF„ BOLUNv. ARVÍK • KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA, EGILSSTÖÐUM, SEYÐISFIRÐI.
ESKIFIRÐI • PÓLLINN HF„ iSAFIRÐI • HÁTlÐNI. HÖFN, HORNAFIRÐI • RADÍÓLÍNAN, SAUÐÁRKRÓKI • TÓNSPIL, NESKAUPSTAÐ
• BÓKAVERSLUN ÞÓRARINS STEFÁNSSONAR • KAUPFÉLAG ÁRNESINGA • KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA