Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 35

Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 C 35 DfASS/Óplægdur akurfyrir verk gömlu meistarannaf Alþýðudjass Það 'er komin ný skífa með meist- arapíanistanum Guðmundi Ingólfssyni — skífa er kannski ekki rétta orðið því Þjóðlegur fróð- leikur er gefinn út á geisladiski _______ og snældu ein- göngu. Guðmund- ur hefur verið í fararbroddi á tveimur skífum til þessa: Nafnakalli (SG) og Jazzvöku (Jazzvakning) en Fálkinn gefur Þjóðlegan fróðleik djassleikur hefði eftir Vernharó Linnet út. Þjóðlegur skífan eins getað heitið því Ingólfs- son og nafni hans Steingrímsson ásamt Þórði Högnasyni kontrabas- saleikara sveifla þama íslenskum sönglögum jafnt sem ópusum píanóleikarans og nóturnar bláu eru aldrei langt undan. Það er langt síðan sænski pían- istinn Jan Johnsson upphóf þjóð- lagatúlkun sína og síðan hefur sú hefð verið sterk á Norðurlöndum, að kveikja nýtt líf í arfi forfeðranna með sveiflunni bláu. Á efnisskrá Guðmundar er eitt þjóðlag, Sofðu unga ástin min, og er treginn ríkur í harmónikuspili hans þar, en þó píanótríóið ríki í þjóðlegum fróðleik er leikið yfír á harmóniku og raf- píanó þyki það þurfa. Tvö lög Sigvalda Kaldalóns leikur tríóið: Erla góða Erla og Á Sprengisandi. Þórður Högnason strýkur bassann í því fýrmefnda en Guðmundur Steingrímsson leik- ur einleik í því síðarnefnda þar sem latneskur ryþmi ríkir. Veikleikarnir í útsetningu laglínunnar em bættir uppi í sterku samspili spunans og rétt var að kippa þessu síspilaða lagi úr hefðbundnu umhverfi. Á efnisskrá tríósins em einnig tvö lög eftir Árna Thorsteinsson: Nótt og Kirkjuhvoll. Það tekst ekki að samhæfa spunann anda DÆGURTÓNLIST/VL/,/« hljömgcebin sköpum? Ánægjuleg endurkoma Tími hljómplötuútgáfunnar er nú ranninn upp og að venju kenn- ir þar margra grasa. Eitt af því ánægjulegasta við plötuútgáfuna í ár þykir mér vera endurkoma Jó- hanns G. Jóhanns- sonar eftir 12 ára hlé. Þótt þessi vettvangur sé ekki hugsaður sem hljómplötugagn- rýni langar mig til að fara nokkmm ettir Svein orðum um þessa GuÓjonsson nýju piötu og höf- und hennar. „Myndræn áhrif“ heit- ir platan og er hún að mínum dómi ein hin áhugaverðasta sem hér hef- ur verið gefín út í langan tíma. Jóhanni hefur tekist að tileinka sér nýjungar í dægurtónlistinni, bæði hvað varðar efnistök og tækni, án þess þó að verða vélrænn og leiðin- legur. Honum hefur tekist að gera tiltölulega flókna hluti áheyrilega og þótt tónsmíðamar sjálfar séu auðvitað einn veigamesti þátturinn í verkinu fór ég að velta því fyrir mér hvort hljómgæði plötunnar skiptu ef til vill sköpum í þessu til- liti. Jóhann hóf tónlistarferil sinn með bítlahljómsveitum á Suðumesj- um á sjöunda ára- tugnum. Hann var einn af þeim mönnum sem tók tónlistina al- varlega strax í upp- hafí og lagði faglegan metnað í allt sem hann var að gera. Það skilaði sér meðal ann- ars í mörgu af því sem Óðmenn sendu frá sér á þessum árum. Með fyrstu sólóplötu sinni, „Langspil", sem út kom 1974, skipaði Jóhann sér í fremstu röð íslenskra laga- smiða og þar er meðal annars að finna eina af klassískum perlum íslenskrar dægurtón- I JóhannG. Jóhannsson: Lögð- um mikla vinnu í að finna þennan ákveðna hljóm. listar, lagið „Don’t try to fool me“. Á tveimur næstu plötum, Mannlífí og íslenskri kjötsúpu, var margt gott að finna þótt sumum þætti Jóhanni fatast þar flugið. Það er býsna langur vegur frá þessum verkum Jóhanns til Myndrænna áhrifa, enda rúmur áratugur á milli þeirra. Þó finnst mér eins og ein- hver þráður liggi milli Langspils og þessarar plötu. Jóhann hefur verið heppinn með samstarfsmenn á þessari plötu og það hefur einnig mikið að segja varðandi heildarút- komuna. En það var þetta með hljómgæð- in. Ég spurði Jóhann hvað honum sjálfum þætti um hlut þeirra varð- andi heildarútkomuna. Skipta þau sköpum eða er nóg að lagið sé gott og valinn maður í hveiju rúmi? „Það mætti líkja þessu við góðan ræðumann, sem lendir svo á biluð- um hljóðnema og ónýtum hátölur- um, ræðan kemst ekki til skila,“ sagði Jóhann. „Hljómgæðin em áuðvitað útgangspunktur fyrir allt sem er að gerast á einni plötu. Ef þau era ekki í lagi skilar verkið sér ekki. Þess vegna lögðum við gífur- lega mikla vinnu í hljóðblöndun til að finna þennan ákveðna hljóm, þennan lifandi karakter, sem er ein- kennandi fyrir plöt- una. Síðan fómm við út til London, í Abbey Road, þar sem er full- komnasta skurðar- ; tækni sem til er, þetta svokallaða DMM, þar sem skorið er beint í koparplötuna. Það á að tryggja að sá hljómur sem fýrir er skili sér fullkomlega. Skurðurinn er því al- ger forsenda þess að pressunin gangi upp og hljómgæðin skili sér á plötunni. Það má því orða þetta svo, að skurður og hljóm- gæði skipti sköpum." Kirkjuhvols en í Nótt er allt eins og það á að vera. Harmónikkan og píanóið samtvinna sveiflu og þjóð- legan tón. Búðarvisur Emils Thoroddsens og Kvæðið um litlu hjónin eftir Pál ísólfsson em verk sem djass- menn velja tæpast sem ramma fyr- ir eigin sköpun — hjá Guðmundi verða þau flugeldasýningar og í slíku stendur enginn honum á sporði hérlendis. Minning Guðmundar Jóhanns- sonar og Kveðja Ingólfssonar em hugðnæm stef en djassinn blómstr- ar í sumarlegum Blús í moll, sveiflusterkum ópusi: Vorblómin anga svo og Rósklngó — þrenning- in samin af píanistanum. Rósklngó er einhverstaðar á milli John Lewis og Petersons en þó ósvikinn Ingólfsson. Léttklassísk melódía og fljúgandi spuni. Guð- mundur stendur báðum fótum í svínghefðinni þó boppið hafí ekki Guðmundur Ingólfsson Páll ísólfsson Sigvaldi Kaldalóns Guðmundur Ingólfsson er alþýðulistamaður sem sameinar lagræna hugsun sterkri ryþmískri tilfínningu. Enginn íslenskur djassleikari er expressjónískari en hann. Emil Thoroddsen farið framhjá honum. Hann er al- þýðulistamaður sem sameinar lag- ræna hugsun sterkri ryþmískri til- finningu. Enginn íslenskur djass- leikari er expressjónískari en hann. Nafnakall seldist fljótt upp til agna — mér kæmi ekki á óvart þó þessi skífa rataði inní mörg hjörtu. Hún er leikandi létt og sveiflan heit. SELFOSS Páll Kr. Pálsson UPPBYGGING IÐNAÐAR í DREIFBÝLI Iðnlánasjóður gengst nú fyrir fundum um uppbyggingu iðnaðar í dreifbýli. AÖ þessu sinni: ■ 7. desember á SELFOSSI Hótel Selfossi kl. 20.00 ■ Markmið fundanna er: ■ í— að kynna starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjórn- endum fyrirtækja og fulltrúum atvinnulífs í dreifbýli, að vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi þeirra. Lögð verður áhersla á þessa málgflokka: Lánafyrirgreiðslu, vöruþróun, markaðsmál, tækni, afkastagetu, söluaðferðir, dreifileiðir og samstart við önnur fyrirtæki. ■ Dagskrá: ■MHHHHMMHHHBHMMI 1. Kynning á starfsemi Iðnlánasjóðs og þeirri fyrirgreiðslu sem Iðnlánasjóður veitir fyrirtækj- um. Bragi Hannesson, bankastjóri. 2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á markaðsþörf. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri. 3. Fyrirlestur um vöruþróun. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri. 4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirtækja. Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri. 5. Fyrirlestur um arðsemismat á hugmyndum. Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri. Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur taki 20-30 mlnútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon, formaður stjórnar Iðnlánasjóðs. VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA. 0 IÐN LÁNASJÓÐUR ÁRMÚLA7, 108 REYKJAVlK, SÍMI 680400 APGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.