Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
C 43
Pálína Eggertsdóttir
Bryrýólfur Bjarkan
skoðun á því hvaða bækur séu
áhugaverðastar af þeim sem nú eru
að koma út en margt af þessu eru
áreiðanlega góðar bækur.
Það eru sennilega veiðibækumar
sem ég hef mest gaman af. Annars
les ég miklu minna núna en áður,
sjálfsagt er það sjónvarpið sem á
sinn þátt í því. Ég kaupi bækur
aðeins til jólagjafa og hef venjulega
fengið 5 eða 6 bækur í jólagjöf sjálf-
ur.
Gullskipið fiindið
Þeir V agn Leví og Ivar Rafn
Jónsson voru að skoða barna- og
unglingabækur. Við spurðum hvaða
bók þeir litist best á af þeim sem
þama voru í boði.
Gullskipið fundið eftir Ármann
Kr. Einarsson, það er áreiðanlega
skemmtileg bók, sagði Vagn Leví.
Annars höfum við líka mjög gaman
af teiknimyndabókum svona eins
og bókunum um Lukku Láka, sagði
Ivar Rafn.
- En hvað um sjónvarpið og mynd-
böndin, glepur þetta ekki frá bók-
lestri?
Jú, það fer mikill tími í sjónvarps-
glápið en krakkar lesa áreiðanlega
mikið ennþá. Bókin heldur velli
þrátt fyrir samkeppnina, sögðu þeir
félagar.
Engin jól án bóka
í Bókaverslun ísafoldar í Austur-
stræti var töluvert um að vera og
nóg að gera í afgreislunni. Pálína
Eggertsdóttir, eða Stella í ísafold
eins og hún er oftast kölluð, gaf
sér þó tíma til að svara nokkrum
bókaspurningum.
Já, það er komin þó nokkur
hreyfing í bóksöluna og má segja
að hún hefyist snemma í ár, sagði
hún. Bækumar virðast seljast vel
þrátt fyrir samdráttinn í efna-
hagslífinu. Fólk talar mikið um
auraleysi en það er eins og enginn
geti hugsað sér jól án bóka. Fólk
neitar sér kannski um hangikjötið
til að geta keypt bækur. Eða ef til
vill er skýringin sú að það er ekki
hægt að kaupa íslenskar bækur í
Glasgow.
- Hvað um bókaverðið í ár?
Ég tel að bókaforlögunum hafi
tekist að halda verðinu mjög lágu
núna og reyndar sér til skaða.
Bókaverðið núna er mjög sann-
gjarnt og hefur hækkað lítið frá
því í fyrra. Sem dæmi mætti taka
Sögu Reykjavíkur eftir Pál Líndal.
Hún kostaði í fyrra um 4.400 krón-
ur en kostar nú um 4.900 krónur.
Það er ekki mikil hækkun miðað
við flest annað. Bókagerð virðist
eitt af því fáa sem við íslendingar
emm samkeppnisfærir í miðað við
aðrar þjóðir, verð á innbundnum
bókum hér er lægra en vísast hvar
annars staðar í nágrannalöndunum.
Hvers vegna öku-
ljós í dagsbirtu?
A Til Velvakanda.
umferðarlögum sem tóku gildi
1. mars 1988 , 112 gr., segir :
„Umferðarráð á að vera stjóm-
völdum og öðrum til ráðuneytis um
umferðarmál, það á að fylgjast með
þróun umferðarmála erlendis og
hagnýta reynslu og þekkingu ann-
ara þjóða á því sviði."
Hér á landi miðnætursólar er dags-
birta meiri en í flestum löndum
öðrum. Þrátt fyrir það er ísland
eina landið í heiminum þar sem lög-
boðið er að nota ökuljós, þ.e. tvis-
ara sinnum 50 - 60 W, í dagsbirtu.
í öðmm Iöndum er það bannað og
liggja við sektir ef útaf er bmgðið.
Ég vil spyija umferðarráð af hverju
svo sé. Það ætti ekki að verða er-
fitt um svör ef ráðið hefur farið að
áðurnefndum lögum.
Einnig væri fróðlegt að fá svör
við því hvort umferðarslysum hefur
fækkað með tilkomu ökuljósa í
dagsbirtu. Mér er ekki gmnlaust
um að ökuhraði hafi aukist í seinni
tíð. Ökuljós í björtu og bílbelti geta
skapað falskt öryggi. Eflaust mætti
fækka slysum með því að fram-
fylgja lögum um ökuhraða. Þeim
verður ekki fækkað með ökuljósum
í dagsbirtu. Kostnaður vegna
óþarfa ökuljósa er milljónir króna
á ári og hækkar í hlutfalli við hækk-
un bensínverðs. Ég skora á um-
ferðarráð að kynna sér þekkingu
annara þjóða og hagnýta sér hana
í sambandi við margumtalaða öku-
kennslu og fleira og á ég ekki við
Norðurlönd ein þegar ég tala um
aðrar þjóðir. Ég vona svo að okkur
takist að bæta umferðarmenningu
okkar, ekki mun af veita.“
Ökumaður
spurt og svarað
ÁSDÍS SVEINBJÖRNSDÓITIR,
SELFOSSI
Eru væntanlegar minni
pakkningar af ijóma
heldur en pelafemur?
Ernýijóg-
úrtísinn
nokkuð
væntan-
legur í
neytend-
aumbúð-
um?
Birgir Guðmundsson mjólkur-
bússljóri Mjólkurbús Flóamanna.
PyiD Það er ekki í ráði að fram-
UlHll leiða ijóma í minni pakkn-
ingum en pelafemum. Við höfum
ekki fengið neinar óskir um það frá
neytendum að ijómi verði seldur í
minni pakkningum en að sjálfsögðu
myndum við athuga þetta ef nógu
stór hluti neytenda óskar þess.
Varðandi jógúrtísinn er það að
segja að hann er einungis framleidd-
ur fyrir íshöllina sem hefur einka-
rétt á þessari ísblöndu frá banda-
rísku fyrirtæki. Þessi framleiðsla
verður að fara í gegnum ísvélar sem
fæstir hafa aðgang að og er því
þýðingarlaust að setja hana í neyt-
endaumbúðir.
PETREA FRIÐRIKSDOrriR,
REYKJAVÍK
WT Em bingóseðlar Stöðvar
I 2 og Styrktarfélags
Vogs undanþegnir verðstöðvun?
Þeir hækkuðu nýlega úr 150
krónum í 250 krónur.
Pyip Mat lögfræðings Verðlags-
uTHIl stofnunar var að þetta félli
ekki undir ákvæði um veiðstöðvun.
Umrædda seðla er hvorki hægt að
flokka undir vöm né þjónustu held-
ur er um að ræða eins konar happ-
drætti þar sem tengsl era á milli
vinningsupphæðar og verðs bingó-
spjalda. Dómsmálaráðuneytið veitir
leyfí fyrir starfsemi happdrætta og
leggur væntanlega mat á hlutfall
vinninga af heildarapphæð í þessu
tilviki eins og hjá öðram happ-
drættum.
ANNA P. SIGURÐARDÓTTIR,
KEFLAVÍK.
nT Mig langar til að spyija
I íþróttaíréttamenn
Morgunblaðsins hvers vegna svo
lítið hefiir verið fjallað um körfu-
bolta í íþróttafi'éttum blaðsins.
Skapti Hallgrímsson íþrótta-
fréttamaður.
Körfuknattleikur hefur að
mínu mati fengið sann-
gjama umfjöllun á síðum Morgun-
blaðsins í vetur. Segja má að alvar-
an heijist þó ekki fyrr en í vor ,
er úrslitakeppnin fer fram en nokk-
ur lið deildarinnar eru þegar komin
með annan fótinn þangað; UMFN,
Valur, ÍBK og KR. Haukar, ÍR og
Grindavík gætu vissulega blandað
sér í baráttuna, en samt sem áður
er spennan ekki ýkjamikil nú. Þeir
leikir sem telja má „alvöra“-leiki
það sem af er hafa fengið góða
umfjöllun en það segir sig sjálft að
varla er hægt að búast við að leikir
þar sem telja má áhorfendur á fíng-
ram beggja, eða jafnvel annarar
handar, séu mjög vinsælir.
SVAR
HREINN
GARDABÆ,
HAFLIÐASON,
nT Ætlar sjónvarpið að
I sýna aftur Bonanza
þættina?
Guðmundur Ingi Kristjánsson
hjá Sjónvarpinu.
Pyip Þessir þættir vora fram-
ulRR leiddir fyrir löngu og sýndi
sjónvarpið þá fyrir nokkrum áram.
Það er ekki fyrirhugað að endur-
sýna þá.
Veislan kostar aöeins kr. 950
ogþetta færðu:
OG TILAÐKÓRÓNA \ŒISLUNA!!!
HÚSIVERSLUNARINNAR - KRINGLUNNI - SÍMI685018 - 33272.
VERIÐ VELKOMIN
T^eitiitgahöllin
Veitingahöllin býður til meiríháttar
veislu allar helgar fram aðjólum
fyrirþá, sem eru í starfsönnum og
jólaundirbúningi heima.
Rússneskt síldarsalat, karrýsíld, sherrysíld,
seitt rúgbrauð og smjör, graflax m/sinn-
epssósu og ristuöu brauði, heita sjávarrétti
í Thermidorsósu, ofhbakaðan saltfisk að
hætti Portúgala, blandaðan skelfisk í
hvítvínshlaupi m/franskri dressingu,
sveitapaté m/rífsberjasósu, svínarúllupylsu
m/kjöthlaupi, sviðasultu m/rauðbeðum,
kaltjólahangikjöt m/uppstúfí oggrænum
baunum, villibráðarkryddað buffmeð
rjómasósu, ítalskan Lasagne rétt, kara-
mellurönd, rís a’la mande, ávaxtaterta.
Innifalið í verðinu eru okkar
landsfrægu rjúkandi rjómasúpur,
20 tegunda salatbar ogkaífi.