Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 44
44 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
,IÍ)KAГ
„MINNA, - engin venjuleg mamma“, neftiist
ný bók sem kemur út nú fyrjr jólin hjá
ísafoldarprentsmiðju. Þar lýkur Helga
Thorberg sögu móður sinnar, Guðfínnu
BreiðQörð, eins og segir á bókarkápu. Guðfínna
Breiðíjörð lést fyrir þremur árum, en í handriti
því sem dóttir hennar hefur búið til prentunar
segir hún frá baráttu sinni við þunglyndi og
þeirri reynslu að vera lokuð inni á geðdeild
árum saman. I baráttunni við þennan algenga
sjúkdóm hafði hún betur að lokum. Bókin er
sett saman úr þessu handriti og tengingum
dóttur hennar sem ávarpar hana í annarri
persónu. Hér birtist brot úr bókinni og neftiist
það „Lokað“.
árgreiðslustofan
gekk vel í fyrstu en svo fórstu
að breyta og stækka við þig auk
þess sem reksturinn þoldi iila öll
flottheitin. Þú hættir að hvílast
og varst andvaka á nóttunni en
enginn gerði sér grein fyrir því
að veikindi þín brutust út í að
vinna og vinna einsog bijáluð
manneskja. Sjálf varstu farin að
finna að þú varst á leiðinni yfir
um en vildir ekki viðurkenna það.
Þú byrjaðir á að hafa samband
við sálfræðing en fannst þú verða
svo háð honum að þú gætir ekki
tekið neinar ákvarðanir án þess
að bera þær undir hann. Þig vant-
aði alltaf einhvern tii að tala við
um þín mál hvort sem það var í
sambandi við reksturinn eða okk-
ur systumar. Þegar þú varst í
vanda þurftir þú að tala við ein-
hvem. Einn dag var svo komið
að þú skrifaðir bara einhverjar
tölur á ávísanirnar í bankanum.
Þá varstu orðin miklu veikari en
þú og aðrirgerðu sér grein fyrir.
Sá dagur rann upp að þú
ákvaðst að fara ALDREI aftur í
vinnuna. Síminn hringdi og þú
varst spurð afhveiju þú kæmir
ekki, tvær konur sem áttu pantað-
an tíma þannan morgun biðu eft-
ir þér. Næsti dagur var alltaf
upppantaður svo að þú máttir
aldrei verða veik. Það var bara
einn þátturinn í því langvarandi
álagi sem þú gast ekki lengur ris-
ið undir. Læknir kom og vitjaði
þín. Þú varst lögð inn á tauga-
deildir, bæði á Borgarspítalann
þar sem reynd var lyfjameðferð
og eins inn á Farsóttaheimilið þar
sem þú fékkst raflosts-meðferðir.
Þær komu þér ekki að neinu
gagni. Þú hélst illa inni á þessum
deildum.
Svo fór því að lokum að á úti-
hurðina á nýju RAFFÓ var settur
miði sem á stóð „LOKAГ. Þú
hafðir miktar áhyggjur af því hvað
yrði nú um nemana sem þú varst
búin að taka ábyrgð á að lykju
sínu námi. En nemarnir þínir voru
eftirsóttir og þeir voru allir komn-
ir á áfhamhaldandi samrting hjá
bestu stofunum. Þú hefðir getað
sparað þér þær ábyggjurnar. Það
tókst ekki að selja hárgreiðslu-
stofuna, hún mátti lognast út af
um leið og þú sjálf.
Uppgjöf þín var endanleg þegar
þú hættir að geta komið lífi þínu
og tilveru heim og saman. Þú
gast ekki sætt þig við að bogna.
Þá vildir þú ekki lifa lengur og
fórst að endurtaka sjálfsvígstil-
raunirnar. Þú hafðir verið á opn-
um deildum fram að því og stund-
um strokið af þeim en eftir sjálfsv-
ígstilraunir þínar var farið að loka
þig inni á Kleppsspítala.
Þennan ákveðna dag reika
ég niður að sjónum. Eg hafði
lært að synda þarna milli klet-
tanna. Núna undrast ég hve stutt
er á milli þeirra, mér hafði fund-
ist það svo óralangt þegar ég var
stelpa. Ég fer að sparka í tóma
plastbrúsa og fleira drasl sem
rekið hefur upp í fjöruna, síðan
fer ég að klifra í klettunum. Þang-
ið er sleipt og ég renn niður í eina
skoruna, missi annan skóinn minn
en læt hann eiga sig. Ég sest á
einn klettinn og sit þarna óralang-
an tíma að mér finnst. Það er að
falla að. Sjórinn gerir mig
hrædda, drunurnar þegar hann
sogast inn i klettaskoruna og út
aftur, en jafnframt hressir það
mig að fá gusurnar í andlitið.
Ég stend upp, reyni að virða
fyrir mér umhverfið og sé þá
nokkur hús á stangli uppi í hraun-
inu sem ég hafði ekki veitt neina
sérstaka athygli áður. Dettur mér
þá í hug að fara þangað. í angist
minni er ég að draga tímann þar
til ég framkvæmi það sem ég er
ákveðin í að gera, að binda enda
á þetta líf mitt. Ég get ekki lifað
lengur.
Eg rangla upp að einu húsinu
og banka á dyrnar. Ung kona
kemur til dyra, mig minnir að
lítill krakki hafi ríslað sér á gólf-
inu. Ég stama eitthvað og bið
hana að gefa mér vatnsglas að
drekka. Hún gerir það. Eg sest
við eldhúsborðið og spyr hvað
klukkan sé. Ég hef á tilfinning-
unni að konunni finnist eitthvað
skrýtið við komu mína. Hún spyr
einskis. Síðan þakka ég fyrir mig
og fer út og niður að sjónum aftur.
Ég fer úr kápunni, reyni að
fóta mig í klettunum, missi hinn
skóinn og læt mig detta í sjóinn.
Ég byija að taka sundtökin. Ég
syndi lengi að mér finnst en fer
að þreytast og um leið verð ég
ofsalega hrædd. Fötin þvælast
fyrir mér, ég sný við og syndi
aftur upp að klettunum. Eg skríð
þarna holdvot í blautu þanginu
og sest á klettinn.
Allt í einu sé ég tvo menn
standa í fjörunni skammt frá og
horfa á mig skríða þarna. Þá veifa
ég til þeirra og kalla á hjálp. Þeir
fara til baka inn í Fjörð. Eftir
óratíma að mér finnst kemur bíll
og lögreglumaður kemur gang-
andi á móti mér. Hann styður
mig inn í bílinn og ég segi bara:
„Inn á Klepp“.
Þar sem ég sit við hliðina á
lögreglumanninum spyr ég sjálfa
mig aftur og aftur: „Af hveiju
gerði ég þetta? Af hveiju gerði
ég þetta?“ En ég virðist ekki fá
neitt svar við þessari algjöru upp-
gjöf á lífinu. Ó, þessi hugur sem
maður ræður ekkert við og af
hveiju alltaf þessi hræðsla.
Þegar ég kom svo aftur inn á
deildina var ég tekin úr blautum
fötunum, dembt í bað og höfð á
lokaðri deild í langan tíma. Ég fór
því í sama sinnuleysið og áður.
Hversu oft þú reyndir sjálfsvíg
á þessum tíma veit ég ekki. Enda
skiptir það ekki máli. Sjálf var
ég 15 ára þá. Ég vissi þó að ekki
var allt með felldu. Þú hafðir ver-
ið í burtu af heimilinu vegna þess-
ara sjúkrahúslega svo að ég
dvaldist meira heima hjá vinkon-
unum en ella. Margar ’ mæðra
þeirra hafa vitað hvemig ástatt
var heima hjá mér. Eins og svo
margar mæður oft áður undir
slíkum kringumstæðum opnuðu
þær heimili sín án þess að spyija
margs. Það var bara lagt á borð
fyrir einn til viðbótar. Ég var
heppin, ég átti góðar vinkonur.
Mæður þeirra reyndust mér vel.
Einn daginn kom einhver hjúkrun-
arkona heim og sagði mér að þú
værir komin inn á Kleppsspítala.
Eitthvað hafði gerst sem var mjög
erfitt að segja frá enda var forð-
ast að ræða slíkt. Þetta sem hafði
gerst var eitthvað sem átti ekki
að gerast. Ég skildi það ekki þá
og ætli ég hafi ekki þess vegna
reynt að gleyma því. Alla vega
hef ég ekki gert mér grein fyrir
því hve alvarlegt þetta var. Þegar
ég kom að heimsækja þig gastu
ekki talað við mig. Þú vildir ekki
tala við neinn þá. Vanlíðan þín
var svo mikil. Auðvitað var erfitt
að koma og heimsækja þig. Sér-
staklega þegar lyklinum var snúið
í skránni og hurðinni læst á eftir
mér. Ég var alltaf hrædd um að
mér yrði ekki hleypt út aftur.
Þegar ég ætlaði út væri komin
ný vakt sem ekki vissi að ég
væri bara í heimsókn. Mér fannst
líka óþægilegt að sjá þessar konur
sem voru með þér. Mér fannst þær
mjög skrýtnar. Þær komu alltaf
mjög laumulega til mín, horfðu í
kringum sig og gengu alveg upp
að mer og hvísluðu: „Áttu síga-
rettu?“ Mér fannst þær auðvitað
mjög dularfullar og fannst þú
ekki eiga heima á meðal þeirra.
En þú varst samt þarna. Lást all-
af uppi á rúminu þínu og gast
ekki talað við mig. Yfirleitt sat
ég hjá þér smástund og varð feg-
in að sleppa út aftur. En samt
er mamma alltaf mamma. Hvað
svo sem hún gerir, þá breytir það
ekki því að hún er „hún mamma".
Ég held að ég hafi bara sætt mig
við þetta. Hvað annað gat ég
gert? Ég held að böm standi allt-
af með foreldrum sínum, sama á
hveiju gengur.
Fyrir okkur systumar þurfti nú
að fá nýtt heimili og auðvitað
vomm við oft einmana og söknuð-
um þín. Það var ekki gott að vita
af þér þama, þér leið svo illa og
ekkert virtist ætla að rofa til. Við
Kristín sem vomm alltaf mjög
samrýmdar fómm fljótlega til
Lellu, föðursystur okkar. Kristín
var komin með kærasta og var
talsvert með honum og á hans
heimili. Gyða var trúlofuð og kom-
in í sambúð. Hún hafði eignast
soninn Sigurð sem varð þér mjög
kær. Kristín fór síðan til Dan-
merkur í skóla og var þar nær
óslitið við nám í 6 ár. Ég var í
landsprófi en stundaði námið illa.
Ég vann svo sem sætavísa í Gamla
bíói á kvöldin fyrir vasapeningum
og þóttist vera svaka skvísa. Ég
gerði mína unglingauppreisn,
fleygði auðu prófblaðinu í Sverri
Kristjánsson sagnfræðing og var
komin inn á Hressó með klíkunni
fyrir kl. 9 í morgunkaffi. Mér
fannst ég voðalega töff. Ég fékk
að sjálfsögðu ekki góða einkunn
á jólaprófunum og sá fram á að
ná ekki landsprófinu um vorið.
Þá fleygði ég skólatöskunni minni
inn á borð í versluninni hjá föður-
systur minni, sagðist vera hætt í
skóla og skellti svo rækilega á
eftir mér hurðinni að rúðan í henni
brotnaði.
Ég var send til Danmerkur eft-
ir jólin. Föðursystumar voru fleiri.
Nú var röðin komin að Rönnu.
Þín beið hins vegar að kljást
áfram við þunglyndið næstu árin.