Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
C 45
400 sem ekki eru
á f læðiskeri
Bandarískatímaritið Forbes
birtinýlega árlegan lista sinn yfir
400 ríkustu Bandaríkjamennina
og kemur þar fram, að fjölmiðla-
jöfiirinn Rupert Murdoch hafi
orðið fyrir mestum skakkaföllum
að undanförnu. Á einu ári hefiir
hann tapað helmingi eigna sinna,
sem voru 2,2 milljarðar dollara,
rúmlega 100 mil^jarðar ísl. kr.,
og hefur hrapað úr áttunda sæti
Í29.
Hrunið á verðbréfamörkuðunum
í október í fyrra lék Murdoeh
illa eins og marga aðra en saman-
lagðar eignir 400 auðugustu mann-
anna eru þó þær sömu og fyrir ári
eða 220 milljarðar dollara. Til að
komast í þennan öfundsverða hóp
verða menn að eiga minnst 225
milljónir dollara eða rúmlega 10,5
milljarða ísl. kr.
Auðugasti Bandaríkjamaðurinn
er enn sem fyrr Sam Walton, sem
nú stendur á sjötugu. Hann á Wal-
Mart-verslanakeðjuna, þriðju
stærstu smásöluverslunina í Banda-
ríkjunum með 15,9 milljarða dollara
sölu árlega. Á einu ári hefur auður-
inn hans Waltons þó minnkað um
1,8 milljarða dollara og stendur nú
í 6,7 milljörðum. Getur hann kennt
októberhruninu um það.
Annar ríkasti maðurinn er John
Werner Kluge, hálfáttræður að
aldri og eigandi Metromedia. Er
hann metinn á 3,2 milljarða doll-
ara. Sá þriðji er Henry Ross Perot,
58 ára gamall eigandi Electronic
Data Systems í Dallas í Texas, en
hann er sagður eiga þijá milljarða
dollara í handraðanum. Árið 1979
tókst honum að bjarga tveimur
starfsmanna sinna úr fangelsi í íran
og bauðst til að greiða fyrir frelsi
bandarískra gísla þar og í Líbanon.
Samkvæmt Eoröes-listanum,
sem rauhar er birtur án ábyrgðar,
er 51 milljarðamæringur í Banda-
ríkjunum. Af þeim 400 ríkustu hafa
87 auðgast á fasteignaviðskiptum,
75 á framleiðslu ýmiss konar, 73 á
ijölmiðlarekstri, 65 á fjármálastarf-
semi, 30 á olíuvinnslu, 21 á verslun-
arrekstri og aðeins 16 hafa fundið
sitt fé í landbúnaðinum.
Mjög stór hópur þessara auð-
manna fæddist með fullar hendur
fjár; 154 fengu ríkidæmið í arf.
Hefur þeim þó fækkað allmikið frá
árinu 1982 en þá voru þeir 206
talsins. Á listanum eru 52 mann-
anna nýgræðingar og komu í stað
jafn margra, sem féllu burt.
Forbes-tímaritið nefnir nokkrar
líklegar leiðir til að komast á auð-
mannalistann og má af þeim nefna
kapalsjónvarp, fasteignaviðskipti,
rekstur verslanamiðstöðva og lista-
verkasölu.
-BEN BARBER
Scania 141 6xDx2 1980
Úrvals bíll ekinn aðeins 230 þús km. Nýmálaður,
nýr pallur, yfirfarið drif og gírkassi, Robson-drif.
Bíllinn er vel dekkjaður og í toppstandi. Til sýnis
í Skógarhlíð 10, Reykjavík.
Upplýsingar hjá sölumönnum.
ÍmtfN H.F.
sími 20720.
Hjólkoppaúrval, verð frá kr. 1495,-
settið 4 stk.
Öryggisþríhymingur kr. 462,-
naust
BORGARTUNI26
SÍMI 622262
Rúllugardínur í afturglugga,
verð frá kr. 840,-
Hjólatjakkur 1,5 tonn, kr. 4490,-
Hjólatjakkur 2 tonn, kr. 4990,-
Aukaluktaúrval, verð frá kr. 2200 settið
Tímaljós (tímabyssur) verð frá kr. 2264,-
Stillimælar, verð frá kr. 2310,-
Ómissandi hallamælir fyrir alla bíla,
verð kr. 1890,-
HERRAHÚSIÐ LAUGAVEGI 47flDfMltfr
Glæsilegt úrval
af herrafatnaði
frá -IPfolbe - Danmörk
VW. Cfiti
PRINCIPE
- Hollandi
MILLIBAR CIAO
- Ítalíu
lierra^
húsió>
dZSGBBBÆBSlEBBBEBi
r 47
tqörgwSur
Herrahúsiðl
Sími 29122 - 17575.
I