Morgunblaðið - 04.12.1988, Qupperneq 46
46 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
ÆSKUMYNDIN . . .
ERAF VÍGLUNDIÞORSTEINSSYNIIÐNREKANDA
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Satchmo á íslandi
OKRÝNDUR konungur jass-
tónlistarinnar, Louis „Satch-
mo“ Armstrong, kom til íslands
árið 1965 til tónleika-
halds og þótti heimsókn-
in takast með afbrigðum
vel. Ólafur tók meðfylgj-
andi myndir á meðan
Armstrong dvaldi hér á
landi og eru tvær þeirra
teknar á meðan Matt-
hías Johannessen tók
viðtal við tónlistarmanninn á Hótel
Sögu.
I upphafi viðtalsins segir m.a.:
„Satchmo var að raka sig, þegar
við gengum inn í íbúðina sem hann
hefur á Hótel Sögu. Hann stóð á
ganginum með kústinn í hendinni.
Hann brosti. Tennurnar
og hvít sápan runnu
saman í andliti hans,
sem var eins og hvitur
jökull, þangað til maður
horfði í augun, þau voru
hlý og tilgerðarlaus.
Þetta voru ekki frægs
manns augu. Og þó.
Reynslan kennir blaðamanninum
einn hlut: eftir því sem fólk er
frægara er það alúðlegra, fasið
einlægara, þannig er Satchmo."
Viglundur með foreldrum sínum og Ástu Bryndísi systur sinni.
Víglundur var strax
fljótur að koma hlut-
unum í verk.
Ófeiminnen
e/dkifrekur
VÍGLUNDUR Þorsteinsson taldi
á sínum æskudögum að menn
ættu ekki að vera „að heiman“ á
afmælisdeginum, en undatekn-
ing var gerð þegar „þarfir at-
vinnulífsins" kölluðu að.
Víglundur Þorsteinsson fæddist
þann 19. september 1943 í
Grímstaðarholtinu í vesturbæ
Reykjavíkur. Sonur Þorsteins Þor-
steinssonar fisksala og Ásdísar
Eyjólfsdóttur. Þau hjónin eignuðust
þrjú böm. Víglundur er elstur,
tveimur árum yngri er Ásta Bryndís
og yngsta systirin Hafdís Björg er
tólf árum yngri en Víglundur.
Fyrstu sjö ár ævi sinnar bjó
Víglundur og fjöiskylda hans á
Grímstaðarholtinu. í eina tíð fór það
orð af Grímstaðarholtinu að þar
væri uppeldisstöð fyrir rauðliða og
komúnista. Hvað sem því líður,
margir segja að þar hafi verið gott
fyrir böm að alast upp. Nóg leik-
i.svæði á Melunum og fjaran og grá-
sleppukarlarnir skammt undan.
Bömin í hverfmu sóttu mikið niður
í flöm. Á þessum ámm vom skipu-
lögð leiksvæði ekki jafnalgeng og
eins og nú. Sandkassi mun þó hafa
verið á bemskuslóðum Víglundar.
Þá Víglundur var á sjötta aldursári
varð hann fyrir því óláni að týna
einu af sínum fyrstu atvinnutækj-
um, forláta bíl sem hann hafði feng-
ið frá föðursystur sinni í Ameríku.
í dag er Víglundur forstjóri BM
.Vallár og fyrirtækið á u.þ.b. tuttugu
steypubíla. Segja má Víglundur
hafí bytjað að „sulla í sandi“ íjögra
til fímm ára en síðan varð nokkurt
hlé á þeirri iðju því höfuðáhugamál
Víglundar á æskuámnum munu
hafa verið hjólreiðar og fótbolti.
í Grímstaðarholtinu hófst þátt-
taka Víglundar í skipulögðu félags-
starfí. Iþróttafélagið Þróttur var
stofnað á þessum ámm og Víglund-
ur spymti þar knetti í 4. flokki.
Fjölskylda Víglundar flutti sig um
set á Bræðarborgarstíginn þegar
hann var á níunda aldursári. Síðar
gekk Víglundur til liðs við KR. Nú
um stundir er Víglundur formaður
Félags íslenskra iðnrekenda.
Víglundur byijaði að feta
menntabrautina í Melaskólanum
undir handleiðslu Kristínar Þórar-
insdóttur. Víglundi gekk vel í skól-
anum. Fyrmm skólafélagi hans
lætur svo ummælt: „Víglundur var
hörkugóður strákur." Annar heim-
ildamaður sagði: „Víglundur var
ekki frekur en feimni háði honum
heldur ekki.“ Víglundur var strax
sem krakki þrælduglegur og fljótur
að koma hlutunum í verk.
Þátttaka Víglundar í atvinnulífi
landsmanna hófst með í landbúnað-
inum; hann var í sveit á æskuárum
sínum, á Efra-Grímslæk í Ölfusi
hjá Konráði bónda Einarssyni og
Soffíu Ásbjörgu Magnúsdóttur
konu hans. Heimildir em til um
kjarasamning Víglundar og bón-
dans á Grímslæk. Víglundur stóð
fastur á sínum „orlofsdögum“; 17.
júní vildi hann vera í Reykjavík,
einnig taldi hann það ófært að „vera
að heiman“ á afmælisdeginum.
Einu sinni mun hann óbeðinn ekki
hafa nýtt sér þennan rétt, — og
má segja að sú saga sé til marks
um sveiganleika og skilning
Víglundar á „þörfum atvinnulífs-
ins“. Sumarið 1955 var votviðra-
samt í meira lagi. 18. september
var Ásdísi móður Víglundar farið
að lengja eftir væntanlegu afmælis-
barni. Hún hringdi austur í Ölfus,
svar Víglundar var skorinort:
„Hvernig heldur þú að ég geti kom-
ið heim til að halda upp á afmælis-
daginn meðan við erum enn að
heyja.“
STARFID
RAFN THORARENSEN RENNILASAFRAMLEIÐANDI
iðnaðinn í fatnaði. Fastgengisstefna
samhliða verðbólgu fara ekki sam-
an. Erlent lánsfjármagn hefur vald-
ið þenslu sem þær atvinnugreinar
sem afla eða spara gjaldeyri geta
ekki keppt við.“
Rafii Thorarensen
Rétturlás
íréttaflík
RAFN Thorarensen eigandi og
framkvæmdastjóri Rennilása-
gerðarinnar í Kópavogi, hefiir
um 19 ára skeið framleitt renni-
lása. í upphafi var hann með
járnlása eingöngu en síðustu 10
árin hafa bæði jám- og plastlásar
verið framleiddir.
Hann benti blaðamanní það
henti stundum í fatafram-
leiðslu að ekki væri rétt lásategund
valin á tiltekna flík, „t.d. er innflutt-
ur vinnufatnaður iðulega með of
veikbyggðum lásurn." Rafn Thorar-
ensen sagði að þrátt fyrir jafna
þörf fyrir rennilása, hefði íslensk
rennilásagerð ekki farið varhluta
áf erfíðleikum fataiðnaðarins. „Það
er búíð að eyðileggja útflutnings-
ÞETTA SOGDU
ÞAII ÞÁ . . .
Hrafn
Gunn-
laugsson,
14 árakokk-
ur dansks að-
alsmanns, í
samtali við
Morgunblað-
ið 24. sept-
ember 1963.
Gefoss í dag vort
daglegt hrauð...
„Ég tók til við að matbúa
ýmsa fiskrétti fyrir hjónin. Það
væri synd að segja að undirtekt-
irnar hafi verið slæmar. Hofjæ-
germeistarinn hældi mér á hvert
reipi og ekki leið á löngu fyrr
en hann smakkaði varla annað
en það, sem ég matreiddi...
Hræddastur var ég þegar ég
steikti franskbrauð með skinku,
osti og tómatsósu í ofni og lét
færa þeim [Lúuttgau hofjæger-
meisterhjónunum]. En ótti minn
var ástæðulaus, hann sagðist
aldrei hafa smakkað annað eins
lostæti. Einnig gaf ég honum
baked beans og nú borðar hann
ekkert án þeirra.“
BÓKIN
ÁNÁTTBORÐINU
PLATAN
Á FÓNINUM
Sigurjón
Kristjáns-
son
innrammari
Þær eru yfirleitt margar bæk-
urnar á náttborðinu. Núna er
ég að glugga í bækur og rit um
Lionshreyfinguna auk þess sem ég
er að lesa bók sem kallast Hulinn
heim. Ég les mikið, meira um and-
leg efni en reyfara sem ég gríp þó
i annars lagið.“
Pðll
Einarsson
jarðeðlis-
fræðingur
Eins og er, er ég ekki að lesa
neina bók heima. Allan liðlang-
an daginn er ég að lesa í vinnunni
og þá verður svolítið erfítt að lesa
líka í frístundunum. Lesturinn hjá
mér er mest fræðibækur og tíma-
rit.“
Hanna
Valdís
Guðmunds-
dóttir,
píanónemi og
húsmóðir
Afóninum hjá mér er safnplata
með Billy Holiday, sem ég var
að kaupa mér. Ég hlusta helst á
tónlist til að slappa af; á klassík,
blús og jass. Þetta er fyrsta platan
sem ég eignast með Billy Holiday,
mér finnst hún mjög góð.“
Haukur
Mortens
söngvari
Eg er akkúrat núna að hlusta á
Tony Bennett syngja lög eftir
Irving Berlin. Plötuna keypti ég
nýverið en hún var gefin út á þessu
ári í tilefni 100 ára afmæli Berlins.
Ég hlusta mikið á gamla jassinn,
eins og reyndar allt sem fer vel í
eyrað mitt.“
MYNDIN
I TÆKINU
Kristín
Björns-
dóttir,
fram-
kvæmda-
stjóri
Síðasta mynd sem ég tók á leigu?
Fyrir viku 'horfði ég á einhveija
spennumynd sem var byggð á nýj-
ustu bókinni eftir Robert Ludlum.
Annars nota ég myndbandstækið
aðallega til að missa ekki af efni í
sjónvarpinu."
Álfheiður
Ingadóttir,
framkvæmd-
arstjóri
Við notum tækið aðalega til að
taka upp fréttirnar og annað
þess háttar, einmitt núna erum við
að horfa á upptöku af fréttunum á
Stöð 2.
Ég er yfirleitt ekki bíóstjórinn á
heimilinu og síðasta kvikmyndin í
tækinu var glæpamynd. Hún hét
að mig minnir „Bestseller".
I