Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
C 47*"
Satchmo rakar sig,
á myndinni til vinstri. Þegar hann kom til
landsins fékk hann viðeigandi móttökur
eins og sjá má á myndinni að of-
an. A myndinni til hægri ræð-
ir hann við blaðamann
Morgunblaðsins í A M
íbúðinni á Hótel
Sögu. I
SÍMTALID
ER VIÐ PÁL HEIÐAR JÓNSSON ÚTVARPSMANN
Hefaldm hætt alveg
27509
-Halló?
Páll Heiðar Jónsson?
- Hann talar.
Blessaður, Sveinn Guðjónsson á
Morgunblaðinu.
- Já, sæll vertu.
Ég heyrði í þér í útvarpinu um
daginn eftir langt hlé. Ég Jhélt á
tímabili að þú værir alveg hættur.
Hvar hefurðu alið manninn?
Ég var í launalausu leyfí í tæpt
ár og hef aðallega fengist við þýð-
ingar á kvikmyndum. En nú er ég
byrjaður aftur á fullu. Ég hef nú
aldrei hætt alveg á útvarpinu, en
tekið mér frí svona inn á milli þann-
ig að það hefur kannski minna
heyrst í mér heldur en hér á árum
áður.
En þú ert sem sagt bytjaður
aftur og þá væntanlega með ein-
hveija fasta þætti?
- Það er tvennt sem ég hef ver-
ið að vinna að undanfomu. Annars
vegar er ég umsjónarmaður með
þætti sem er sendur út á laugar-
dagsmorgnum á rás eitt sem heitir
„í liðinni viku". Þetta er svona
umræðuþttur með gestum og við
skiptumst á um að stjóma honum,
annan hvern laugardag, við Sigrún
Stefánsdóttir. Hins
vegar hef ég tekið
að mér eins konar
ritstjórn á tilteknum
efnisflokkum sem
fræðslu- og
skemmtideild sér
um. Þetta er sam-
settur þáttur með
ýmsu efni sem við
köllum „Á vettvangi"
og hann er sendur
út fyrri hluta vikunn-
ar, á mánudögum,
þriðjudögum og mið-
vikudögum klukkan
sex. Ég á að heita
ritstjóri fyrir þessu
og kem kannski ekki
ýkja mikið fram
sjálfur. En við emm
þijú með þáttinn og með mér starfa
ágætisfólk, annars vegar Bjarni
Sigtryggsson, sem er nú gamal-
kunnur útvarpsmaður og svo ný-
liði, sem er mjög ánægjulegt að
hafa þama við störf. Það er kona
sem heitir Guðrún Eyjólfsdóttir og
byijaði núna í október."
Þannig að þú hefur nóg á þinni
könnu heyri ég?
- Já, svo er ég líka ábyrgur að
hluta fyrir þáttum sem eru á mið-
vikudagskvöldum. Þeir hafa fengið
samheitið „Samantekt um“ og
síðan kemur efnið, sem er sitt af
hveiju tagi. Við réðum á vaðið í
byijun október með þátt um loðnu-
veiðar og loðnuvinnslu, sem ég
stjómaði. Þátturinn verður viku-
lega í vetur með mismunandi um-
sjónarmönnum, en ég hef hönd í
bagga með vinnubrögðunum.
Hvenær komstu aftur til starfa?
- Ég átti strangt til tekið ekki
að byija aftur fyrr en fyrsta nóvem-
ber en var kvaddur til starfa í byij-
un október vegna forfalla. Reyndar
fór ég síðastliðið sumar í skemmti-
legt útvarpsverkefni með öðmm
manni. Við gerðum samsetta heim-
ildarþætti um sfldarævintýrið á Si-
glufirði. Þetta var gert að frum-
kvæði útvarpsíns á
Akureyri, fyrir fram-
lag úr svokölluðum
„Menningarsjóði út-
varpsstöðva", -eins
konar hliðarverkefni
og ég held að það
fari ekki á dagskrá
fyrr en eftir áramót.
En þetta var einstak-
lega skemmtilegt.
Já, þú ert greini-
lega að komast í þitt
gamla form og það
er ánægjulegt að fá
að heyra í þér aftur.
Ég kveð bara að
sinni.
- Já, þakka þér
fyrir, blessaður.
Lögðust rokkmóðir
til hvíldar efitir
etfiði kvöldsins
VORIÐ 1957 urðu tímamót í skemmtanamenningu íslendinga.
Þá hélt rokkæðið innreið sína og í frétt Morgunblaðsins hinn 3.
maí það ár segir svo frá þeim atburði: „í fyrrakvöld hélt rokk-
hljómsveit Tony Crombie hljómleika í Austurbæjarbíói. Þá skeði
það, sem komið hefiir fyrir í flestum löndum, en ekki fyrr hér
norður á íslandi, að unglingar voru gripnir hamslausu rokkæði
og tóku að dansa rokk af miklum móði í sjálfum bíósalnum, í
göngunum milli sætaraðanna, og varð af þessu slíkt uppnám og
ærsl að lögreglan þusti á vettvang og skipaði rokkfólkinu að fara
í sæti sín. En unglingarnir létu sér ekki segjast og á Snorrabraut-
inni að loknum hljómleikunum hófst rokkið aftur, á malbikinu
þar innan um bílana, í úðarigninu einni stundu eftir miðnætti."
1957:Rokkað á malbikinu fyrir framan Austurbæjarbíó.
Ifréttinni lýsir blaðamaðurinn
hamförum hinnar bresku rokk-
hljómsveitar á sviðinu og segir
síðan: „Oft hefur það heyrst að
íslendingum sé ekki gefið að flíka
tilfinningum sínum eða láta and-
artakshrifningu ná yfirhöndinni
en ekki varð það séð á þessum
hljómleikum. Þar var því líkast
sem eintómir Suðurlandamenn
væru saman komnir í áheyrenda-
hópnum, hrópin og köllin, blístrið
og ýlfrið yfirgnæfði stundum hinn
taktfasta rokkslátt hljómsveitar-
innar, húfum, höttum og yfir-
frökkum var þeytt hátt í loft upp,
unglingarnir stóðu upp í sætum
sínum, böðuðu út höndunum og
hrópuðu með mögnuðu hljómfall-
inu unz hámarkinu var náð, þegar
hópur unglinga stökk upp og tók
til að rokka með æðisgengnu hátt-
arlagi um allan salinn ...“
Og þannig heldur lýsingin
áfram þar til lögreglumenn hlupu
framan frá dyrum salarins niður
gangana og stilltu til friðar.
Rokkdans á malbiki
Að hljómleikunum loknum neit-
aði mannfjöldinn að fara út en
FRÉTTALJÓS
ÚR FORTÍÐ
FRÁINNREIÐ
ROKKSINSÁ
ÍSLANDI
söng og stappaði í um hálftíma
og heimtaði meira spil, að því er
blaðamaður Morgunblaðsins seg-
ir. „Ekki vildu Englendingamir
þó leika meira, sem vel mátti
skilja, þar sem þeir voru örmagna
eftir það sem á undan var gengið
og lögðust nokkra stund til hvíldar
að boði framkvæmdastjóra hljóm-
sveitarinnar. Æddi þá mannfjöld-
inn úr út húsinu og hóf rokkdans
á malbikinu fyrir utan kvik-
myndahúsið. En tónlistina vantaði
og innan stundar fóru hinir ungu
dansendur hver heim til sín og
lögðust rokkmóðir til hvfldar eftir
erfiði kvöldsins."
Rokkaði - lá fót-
brotinn eftir
Þannig hófst rokkæðið á ís-
landi og áhrifin létu ekki á sér
standa. Viku síðar, hinn 11. maí
1957, birtist baksíðufrétt í Morg-
unblaðinu þar sem Oddur frétta-
ritari á Skaganum greinir frá
óförum ungs manns sem fótbraut
sig í hamslausum rokkdansi.
Fréttin er svohljóðandi:
„Rokkið hefur tekið sinn toll
hér um slóðir, því ungur maður
hér í bænum er nú rúmliggjandi
heima hjá sér, fótbrotinn eftir
rokk.
Þetta gerðist um síðustu helgi
í Logalandi í Reykholtsdal, að lok-
inni söngskemmtun þar sem stig-
inn var dans, gamlir og nýir af
miklu fjöri. Þá gerðist það er rokk-
lagið dunaði að tveir ungir Akur-
nesingar hrifust þar sem þeir
stóðu úti í einu horni danssalarins
og tóku að rokka.
Gerðist það þá, að sá þeirra sem
svipt var, kom svo illa niður, að
hann stóð ekki upp aftur. Kom í
ljós að hann hafði fótbrotnað á
vinstra fæti, og það var ekkert
smávegis brot, því báðar pípurnar
voru brotnar. Það stóð til að flytja
unga piltinn á sjúkrahúsið, en þar
er allt yfirfullt, svo hann liggur
nú heima hjá sér.“
Sv.G.