Morgunblaðið - 04.12.1988, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.12.1988, Qupperneq 48
48 C______ BAKÞANKAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 Veiting gull- vasksins Eitt sinn sagði maður í mín eyru, ég kann ekkert illa við drukkna menn, bara ef þeir byr]a ekki að tala um hvað þeir eru merkilegir. mmmmmmmm^m Ég get ekki að þvi gert að stundum finnst mér Sjónvarpið og Stöð 2 vera eins og tveir full- ir kallar. Það er æ ofan í æ verið eftir Olof að segja lands- Gunnarsson mönnum á hvora stöðina sé meira horft, ein stöðin ætlar nú bráðum að lána hinni brauðristina sína og annaðhvort er fyrir fólk að standa á fætur og saga tækið í tvennt og senda þeim sinn hvorn helminginn eða bíða af sér vaðalinn. Og þegar þessir tveir miðlar geta ekki malað meira hvor um annan, sem reyndar tæplega hendir, þá flytja þeir inn útlendan fjöl- miðlaóð, það er verið að veita Lverðlaun út í heimi fyrir skásta tónlistarmyndbandið á liðnu ári og umslögin eru komin upp á senu og við eigum öll að standa á öndinni. Ef svo fer fram sem horfir þá kemur sjónvarpið til með að fjasa hamingjusamt um sjálft sig alla tuttugustu og fyrstu öldina og kannski gott betur. Má ekki aðeins breyta til? Má ekki rétt aðeins koma öðrum að? Ekki rithöfundum og ekki list- málurum, nei, nei, þeir fá nú nóg að beija bumbur, en hvað með _ ->að gefa pípulagningamönnum sjansinn. Ég á marga góða vini í þeirri stétt og mig dreymir um að sjá Háskólabíó fullt út úr dyr- um. Þar gefur að líta margan þrekinn píparann í sæti. Þarna eru lærlingar, sveinar og gamlir meistarar. Meistararnir gefa hver öðrum í nefið og það ríkir spennuþrungin stemmning í salnum. Fyrst er nokkrum fyrir- tækjum veitt verðlaun, það koma þijú umslög á sviðið, veitt er viðurkenning fyrir innflutn- ing á fallegasta sturtubotninum í ár. Verslunin Vald Poulsen, gjöriði svo vel, gefa þeim herra- mönnum gott klapp. Hver kom haganlegast fyrir vaski á síðasta ári undir risi í gömlu timbur- -—>húsi? Vitaskuld Guðlaugur Samúelsson pípulagningameist- ari frá Keflavík. Hver fær sil- fursturtubotninn i ár? Hver fær gullvaskinn? Það ríkir ógnar eft- irvænting þegar gullvaskurinn er veittur. Gullvaskurinn er á stærð við vindlakassa og stendur á fallegum tekkfæti. Hann hreppir miðaldra pípari frá Húsavík. Hann þarf að þerra burt tár þegar hann stendur á sviðinu, og síðan kemst hann svo að orði að í raun og veru beri sér ekki verðlaunin, heldur meistara sínum, sem fyrstur hafi kennt sér muninn á múffu og nippelformúffu og afgamall pípulagníngaþjarkur, svo stirður áratuga þrældómi að gnestur i hveijum lið er leiddur á sviðið. Það drynur i rauðum tóbaksklút- um út í sal þegar sigurvegarinn afhendir sinum gamla meistara glóandi gullvaskinn. En sjónvarpið, sem ekkert getur séð i friði, er komið á stað- inn og viðtalskúlunni er otað upp í andlitið á þessum tveim heiðursmönnum í tilefni af þessu einstæða atviki. Seinna um kvöldið er myndin svo sýnd á Stöð eitt, með góðfúslegu leyfi Stöðvar tvö. Nokkrum dögum síðar fara ~ gtöð eitt og tvö í hár saman. Niðurstöðum kannana um hvor þeirra hafi haft fleiri áhorfendur að fréttinni ber engan veginn saman. IÐUNNARBÓK E R GÓÐ BÓK Gunnlaugur Guðmundsson HVER ER ÉG? Bóhn um stjömuspeki Tilfinmngar, ástir, hœfileikar, veikleikar, heilsufar. Langar þig til að vita meira um sjálfan þig og ástvini þínaP Viltu skyggnast undir yfirborðið og komast að því hver eru hin ráðandi ófl í tilfinningalífi og ástum, hvar styrkur eða veikleiki hvers felstP Hver er ég? Bókin um stjömuspeki varpar Ijósi á ótal margt í fariþínu, makaþíns, bama ogvina. Pú getur lœrt að gera stjömukort fyrirþig og þína. Hver er ég? eftir Gunnlaug Guð- mundsson er glœsilegasta ogjafnframt ítarleg- asta verk sem út hefur komið á íslensku um stjömuspeki. Hver er ég? . . . bók sem þú notar . . . aftur og aftur. IÐUNN Brœðraborgarstúj 16 ■ sími 28555

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.