Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 295. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Jólaljósin eru ríkur þáttur i þjóðlífi íslendinga, enda hefur fæðingarhátíð Frelsar- ans löngum verið kölluð hátið ljóssins á íslandi. Á myndinni eru börn frá Rangár- völlum, Reykjavík og Selfossi fyrir utan Keldur á Rangárvöllum með sauðkind og hest sem fiulltrúa húsdýranna. Myndin var tekin í hörkugaddi i vikunni við fúllt tungl eins og sjá má og ævintýralega birtu. Kirkjan á Keldum var byggð 1875, hvíta bæjarhúsið um 1890, en elsti hluti gamla bæjarins er frá 12. öld, þann- ig að þau eru orðin mörg jólaljósin sem hafa lifað á þessu bæjarhlaði. Á mynd- inni eru frá vinstri: Skúli 8 ára, Oddbergur 11 ára, Sigurður 6 ára, Jón Snær 6 ára, Ingvar 11 ára, Daði Már 3 ára, Sigríður Rós 9 ára og Breki 11 ára, en hestur- inn heitir Bleikur. George Bush: Fer sínar eigin götur Washington. Reuter. GEORGE Bush, væntanlegur Bandaríkjaforseti, hefúr gert ýmsum hagsmuna- og þrýstihóp- um, sem studdu hann í forseta- kosningunum, það ljóst, að þeir muni ekki koma til með að segja honum fyrir verkum. Bush skýrði frá því í fyrradag, að blökkumaðurinn Louis Sullivan yrði heilbrigðisráðherra í nýrri stjóm og umhverfisvemdarmaður- inn William Reilly yrði í forsvari fyrir Umhverfisvemdarstofnun Bandaríkjanna. Það er útnefning Sullivans, forseta Morehouse- læknaskólans, sem kom mest á óvart því að hann hefur opinberlega látið hafa eftir sér, að hann styðji rétt kvenna til að krefjast fóstur- eyðingar í ákveðnum tilfellum. And- stæðingar fóstureyðinga, sem studdu Bush næstum sem einn maður í kosningunum 8. nóvember, segja, að útnefningin sé eins og blaut tuska framan í þá. Umhverfis- vemdarmenn, sem flestir studdu Michael Dukakis, hafa hins vegar fagnað tilnefningu Reillys. George Bush Tildrög flugslyssins í Skotlandi enn óljós Lockerbie, Washington. Reuter. EKKI er enn Ijóst hvað olli flug- slysinu í Bretlandi á miðvikudag þegar þota frá Pan Am-flugfé- laginu hrapaði til jarðar í skoska bænum Lockerbie. Með henni fórust allir, sem voru um borð, 258 manns, og að minnsta kosti 17 bæjarbúar. Breskir rannsókn- armenn og sérfræðingar FBI, bandarísku leyniþjónustunnar, eru nú að kanna flakið. Mick Charles, formaður í rann- sóknamefnd flugslysa í Bretlandi, sagði fréttamönnum í gær, að enn hefði ekkert fundist, sem benti til hryðjuverks, en lagði áherslu á, að Rússneska Sovétlýðveldið: Kjöt og smjör skammtað Moskvu. Reuter. KJOT fæst nú aðeins keypt gegn framvisun skömmtunarmiða víða í Rússlandi, stærsta lýðveldi Sov- étríkjanna, auk þess sem smjör er illfáanlegt. Kom þetta fram í frétt í sovéska dagblaðinu Soví- etskaja Rossfja í gær. í fréttinni sagði að tölur yfir matvælaframleiðslu í desember sýndu ljóslega að framboð á nauð- synjavörum og hvers kyns neyslu- vamingi væri engan veginn nægj- anlegt á sama tíma og laun manna hefðu almennt hækkað. Sagði og að almenningur gæti ekki sætt við þetta ástand auk þess sem þessi þróun myndi hafa aukna verðbólgu í for með sér. Þess var getið að kjöt- og mjólk- urframleiðsla hefði aukist um sex til sjö prósent en þrátt fyrir þetta væri greinilega ekki unnt að anna eftirspurn í Rússlandi. Því hefði verið gripið til þess ráðs að skammta kjöt og smjör víða í lýð- veldinu. í fréttinni var þess ekki getið hvenær skömmtuninni var komið á en í henni kom greinilega fram að landbúnaðarframleiðsla hefði almennt dregist saman á þessu ári. Sjá „Sigrar...“ á bls. 29. rannsóknarstarfið væri mjög erfitt vegna þess hve flakið hefði dreifst víða. Dæmi eru um, að brot úr flug- vélinni hafi fundist í allt að 160 km fjarlægð frá Lockerbie. í gær var athugaður annar flugriti vélarinnar og kom ekkert fram á honum, sem gefur upplýsingar um orsök slyss- ins. Af honum er ljóst, að flugmenn- imir sendu ekki frá sér neyðar- merki áður en slysið varð. Vangaveltur um hugsanlegt hryðjuverk hafa einkum snúist um Abu Nidal-hópinn, róttækan klofn- ingshóp úr PLO, Frelsissamtökum Palestínumanna, sem kynni að hafa gripið til þessa óhæfuverks vegna viðurkenningar PLO á ísrael. At- hygli hefur vakið, að eftir millilend- ingu á Heathrow fór þotan 25 mínútum of seint í loftið. Ef hún hefði verið á áætlun, hefði hún ver- ið yfir hafí á þeim tíma, sem slysið varð. Sjá „Bandarísk breiðþota...“ á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.