Morgunblaðið - 24.12.1988, Side 1

Morgunblaðið - 24.12.1988, Side 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 295. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Jólaljósin eru ríkur þáttur i þjóðlífi íslendinga, enda hefur fæðingarhátíð Frelsar- ans löngum verið kölluð hátið ljóssins á íslandi. Á myndinni eru börn frá Rangár- völlum, Reykjavík og Selfossi fyrir utan Keldur á Rangárvöllum með sauðkind og hest sem fiulltrúa húsdýranna. Myndin var tekin í hörkugaddi i vikunni við fúllt tungl eins og sjá má og ævintýralega birtu. Kirkjan á Keldum var byggð 1875, hvíta bæjarhúsið um 1890, en elsti hluti gamla bæjarins er frá 12. öld, þann- ig að þau eru orðin mörg jólaljósin sem hafa lifað á þessu bæjarhlaði. Á mynd- inni eru frá vinstri: Skúli 8 ára, Oddbergur 11 ára, Sigurður 6 ára, Jón Snær 6 ára, Ingvar 11 ára, Daði Már 3 ára, Sigríður Rós 9 ára og Breki 11 ára, en hestur- inn heitir Bleikur. George Bush: Fer sínar eigin götur Washington. Reuter. GEORGE Bush, væntanlegur Bandaríkjaforseti, hefúr gert ýmsum hagsmuna- og þrýstihóp- um, sem studdu hann í forseta- kosningunum, það ljóst, að þeir muni ekki koma til með að segja honum fyrir verkum. Bush skýrði frá því í fyrradag, að blökkumaðurinn Louis Sullivan yrði heilbrigðisráðherra í nýrri stjóm og umhverfisvemdarmaður- inn William Reilly yrði í forsvari fyrir Umhverfisvemdarstofnun Bandaríkjanna. Það er útnefning Sullivans, forseta Morehouse- læknaskólans, sem kom mest á óvart því að hann hefur opinberlega látið hafa eftir sér, að hann styðji rétt kvenna til að krefjast fóstur- eyðingar í ákveðnum tilfellum. And- stæðingar fóstureyðinga, sem studdu Bush næstum sem einn maður í kosningunum 8. nóvember, segja, að útnefningin sé eins og blaut tuska framan í þá. Umhverfis- vemdarmenn, sem flestir studdu Michael Dukakis, hafa hins vegar fagnað tilnefningu Reillys. George Bush Tildrög flugslyssins í Skotlandi enn óljós Lockerbie, Washington. Reuter. EKKI er enn Ijóst hvað olli flug- slysinu í Bretlandi á miðvikudag þegar þota frá Pan Am-flugfé- laginu hrapaði til jarðar í skoska bænum Lockerbie. Með henni fórust allir, sem voru um borð, 258 manns, og að minnsta kosti 17 bæjarbúar. Breskir rannsókn- armenn og sérfræðingar FBI, bandarísku leyniþjónustunnar, eru nú að kanna flakið. Mick Charles, formaður í rann- sóknamefnd flugslysa í Bretlandi, sagði fréttamönnum í gær, að enn hefði ekkert fundist, sem benti til hryðjuverks, en lagði áherslu á, að Rússneska Sovétlýðveldið: Kjöt og smjör skammtað Moskvu. Reuter. KJOT fæst nú aðeins keypt gegn framvisun skömmtunarmiða víða í Rússlandi, stærsta lýðveldi Sov- étríkjanna, auk þess sem smjör er illfáanlegt. Kom þetta fram í frétt í sovéska dagblaðinu Soví- etskaja Rossfja í gær. í fréttinni sagði að tölur yfir matvælaframleiðslu í desember sýndu ljóslega að framboð á nauð- synjavörum og hvers kyns neyslu- vamingi væri engan veginn nægj- anlegt á sama tíma og laun manna hefðu almennt hækkað. Sagði og að almenningur gæti ekki sætt við þetta ástand auk þess sem þessi þróun myndi hafa aukna verðbólgu í for með sér. Þess var getið að kjöt- og mjólk- urframleiðsla hefði aukist um sex til sjö prósent en þrátt fyrir þetta væri greinilega ekki unnt að anna eftirspurn í Rússlandi. Því hefði verið gripið til þess ráðs að skammta kjöt og smjör víða í lýð- veldinu. í fréttinni var þess ekki getið hvenær skömmtuninni var komið á en í henni kom greinilega fram að landbúnaðarframleiðsla hefði almennt dregist saman á þessu ári. Sjá „Sigrar...“ á bls. 29. rannsóknarstarfið væri mjög erfitt vegna þess hve flakið hefði dreifst víða. Dæmi eru um, að brot úr flug- vélinni hafi fundist í allt að 160 km fjarlægð frá Lockerbie. í gær var athugaður annar flugriti vélarinnar og kom ekkert fram á honum, sem gefur upplýsingar um orsök slyss- ins. Af honum er ljóst, að flugmenn- imir sendu ekki frá sér neyðar- merki áður en slysið varð. Vangaveltur um hugsanlegt hryðjuverk hafa einkum snúist um Abu Nidal-hópinn, róttækan klofn- ingshóp úr PLO, Frelsissamtökum Palestínumanna, sem kynni að hafa gripið til þessa óhæfuverks vegna viðurkenningar PLO á ísrael. At- hygli hefur vakið, að eftir millilend- ingu á Heathrow fór þotan 25 mínútum of seint í loftið. Ef hún hefði verið á áætlun, hefði hún ver- ið yfir hafí á þeim tíma, sem slysið varð. Sjá „Bandarísk breiðþota...“ á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.