Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 15 " !*■**}&?' -i »»• -««/ »4 ■*' ■*,»' “r.H J- r •~te>. m Jj«fi<í53p 30» Lí *4TL*2nð»< *«£?•*$&&$> **»•* —Uj-U H -r*4' ■*■** 4*í! >w *»H , ii •» ' * w - ♦ >ri _ • i\T -S- a -v ^v**A' wírU-r-ír* —4^ M ^ •«- • 4ip- -«-f 4» *»**■ ■4^-t’ ’ •*-^í>' '*"'**H .. kR >■■- .,« ^•MJ- . &fe Anatómíuteikning1 af mannslíkamanum. Móna Lísa Einungis frægð „Cenacolo" (Síðustu kvöldmáltíðarinnar) er hægt að líkja saman við frægð þess- arar andlitsmyndar sem Leonardo hafði með sér frá Italíu, þegar hann þáði boð Franks I Frakklandskon- ungs um að setjast að í Amboise árið 1513, og kom Frakklandskon- ungur Mónu Lísu strax fyrir í Louvre-safninu í París þarsem hún er geymd enn þann dag í dag. ítal- ir og þá sérstaklega Flórensbúar hafa aldrei fyrirgefíð Leonardo da Vinci að hafa gefíð Mónu Lísu Frökkum. Á sýningunni „Leonardo horfínn og fundinn aftur“, sem var haldin í Flórens í haust, kom fram að árið 1911 hafi ítalskur verka- maður, Vincenzo Peruggia, stolið málverkinu í Louvre-listasafninu en talið var að nútímalistamenn, og þar á meðal Picasso, hafí átt aðild að ráninu. Árið 1913 fannst „Móna Lísa" í hóteli í miðbæ Flórens og var málverkinu strax komið fyrir við hlið „Annunciazione" (Boðun Maríu) í Uffízi-safninu og á sýning- unni var ljósmynd af þessari upp- stillingu. Frökkum datt ekki í hug að láta hana svo auðveldlega af hendi og varð Uffízi-listasafnið að láta í minni pokann. Þegar málverk- ið kom aftur til Parísar urðu mikil fagnaðarlæti. Hingað til hafði verið sameigin- leg skoðun listfræðinga að málverk- ið hafi verið málað í Flórens í kring- um 1503 og var stuðst við vitnis- burð Vasari um að Móna Lísa hafí verið eiginkona Flórensbúans Francesco del Giocondo og var málverkið nefnt „Gioconda". A sýn- ingunni kom fram ný skoðun á því hver fyrirsætan væri. Dagbók kard- inálans af Aragona er talin geta rökstutt það að málverkið sé af Isabellu Gualanda, sem var frá Pisa, og hafi verið málað að ósk Giuliano de’Medici, á meðan Leonardo dvaldi í Róm og áður en Giuliano giftist í Savoia, svo tímabilið er frá 24. september 1513 til 9. janúar 1515. Þetta málverk er talið ólíkt öðrum málverkum Leonardos, því hér er talin koma fram greind og alvar- leiki fyrirsætunnar og brosið er ólíkt öðrum brosum í myndum Leonardos og er það næstum því hæðnislegt. Móna Lísa horfist í augu við áhorf- andann og bakgrunnurinn er ekki lengur dökkur og er hann talinn vera frá Amo-dalnum í Toscana, þar sem landslagið líkist honum. Hér koma skýrt fram heimspekileg- ar hugsanir Leonardos, það er að maðurinn og náttúran eru háð hvort öðra. Hér nær hann að tengja sam- an mikilfengleika heimsins, sem kemur fram í landslaginu, sem maðurinn er á góðri leið með að uppgötva, og þá einnig að sýna fram á marga dularfulla hluti, sem höfðu ekki fyrr verið látnir í ljós. Hér vinnur Leonardo bug á þeim vandamálum, sem höfðu verið hing- að til, það er bilið á milli ímyndunar- aflsins og raunveraleikans. „Annunciazione“ (Boðun Maríu) í Uffizi-safriinu Málverk þetta var málað í kring- um 1474 og er talið fullvíst að það hafí verið málað í vinnustofu Verrocchio. Á þeim tíma var Dom- enico Ghirlandaio einnig í læri hjá Verrocchio svo að það hafa oft kom- ið upp efasemdir um það hvort Ghirlandaio eða Leonardo da Vinci hafí máiað það. Málverkið er geymt í Uffízi-listasafninu í Flórens frá árinu 1867 og kom það frá kirkju Heilags Bartolomeo í Monteoliveto í nágrenni Flórens. Núna er talið fullvíst að Leonardo hafi málað það, því einstök atriði era í stíl hans. Einnig hefur hin mikla notkun á landslagi fullvissað listfræðinga, þrátt fyrir að skipin í baksýn þyki ekki vera í hans stíl. Einstök fegurð er í undranarsvip hinnar komungu Maríu meyjar og hins tignarlega hliðarsvips engilsins. Samsetning málverksins einkennist af miklum einfaldleika og granninum með hin- um dökku tijám, grasflötinni og blómunum. Á bak við Maríu mey era útveggir sveitaseturs. Utskorna marmaraborðið og ríkmannlegu og efnismiklu flíkumar gefa málverk- inu fyllingu, sem Andrea Verr- occhio tókst aldrei að koma fram í málverkum sínum, og virðist sem Leonardo hafí hér byijað að koma fram hugmyndum og uppgötvunum sínum. Höfundur er tréttaritari Morgun- blaðsins í Flórens. pliergmwí | Gódan daginn! Keppendur ræstir í dansinn. Leikfélag Reykíavíkur: Heimsmeistarakeppn- in í maraþondansi Frumsýning í Broadway 29. desember Söngleikurinn Heimsmeistarakeppnin í maraþondansi eftir Ray Herman verður frumsýndur i Broadway 29. desember í upp- færslu Leikfélags Reykjavíkur. Þýðandi og höfundur söngtexta er Karl Agúst Úlfsson og er hann jafnframt leikstjóri. Söngleikur- inn er byggður á skáldsögu eftir Horace McCoy en eftir henni var gerð kvikmyndin „They shoot Horses, don’t they“ sem marg- ir kannast við. Heimsmeistarakeppnin í mara- þondansi fjallar eins og nafnið bendir til um danskeppni vestur í Los Angeles 1935. Slíkar keppnir vora vinsæl „skemmtun" í Banda- ríkjunum á kreppuáranum og var þá dansað þar til aðeins eitt par stóð uppi og hlaut það vegleg verð- laun. Keppnin sem hér er lýst stóð í tvo mánuði og er fylgst með kepp- endunum og örlögum þeirra, bæði í danssalnum og utan hans. Leikmjmd og búningar eru eftir Karl Júlíusson, útsetningar og stjóm tónlistar frá ýmsum tímum era í höndum Jóhanns G. Jóhanns- sonar, lýsingu annast Egill Om Ámason, dansa samdi Auður Bjamadóttir, steppþjálfun var í höndum Draumeyjar Aradóttur og framkvæmdastjóri sýningarinnar er Kjartan Ragnarsson. Með helstu hlutverk fara Helgi Bjömsson, Hanna María Karls- dóttir, Pétur Einarsson, Erla B. Skúladóttir, Harald G. Haralds, Valgeir Skagfjörð, olafía Hrönn Jónsdóttir, Einar Jón Briem og Theodór Júlíusson. HOTEL LOFTLEIÐIR Opið alla hátíðsdagana í ár • Njótið hátíðaréttanna - Verið hjartanlega velkomin - FLUGLEIDA HÓTEL **LT KO»ft»*0 Gistideild Hótels Loftleiða opin alla dagana. Aðrar deildir Loftleiða opnar sem hér segir: Hótel Loftleiðir Blómasalur Veitingabúd Sundlaug Þorláksmessa 12.00-14.30 19.00-22.00 05.00-20.00 08.00-22.00 Aðfangadagur 18.00-20.00 05.00-14.00 08.00-16.00 Jóladagur 12.00-14.00 18.00-20.30 09.00-12.00 11.00-16.00 2. jóladagur 12.00-14.00 19.00-22.00 08.00-20.00 10.00-17.00 Gamlársdagur 12.00-14.00 18.00-20.00 05.00-12.00 08.00-16.00 Nýársdagur 12.00-14.00 19.00-22.00 09.00-12.00 10.00-17.00 HÓTEL ESJA Gistideild Vegna breytinga á herbergj- um er gistideildin LOKUÐ frá 18. desember 1988 til 5. janúar 1989. VERIÐ VELKOMIN í NÝ HERBERGIÁ NÝJU ÁRI. ÞOKKUM ANÆGJULEG VIÐSKIPTI VINSAMLEGAST GEYMIÐ AUGLYSINGUNA «HOraL« isan FLUGLEIDA HÓTEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.