Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988
15
" !*■**}&?' -i »»• -««/ »4 ■*' ■*,»'
“r.H J-
r
•~te>.
m
Jj«fi<í53p
30» Lí
*4TL*2nð»<
*«£?•*$&&$> **»•*
—Uj-U
H
-r*4'
■*■** 4*í!
>w *»H , ii
•» ' * w - ♦
>ri _ •
i\T -S- a -v
^v**A' wírU-r-ír* —4^ M
^ •«- • 4ip- -«-f 4» *»**■
■4^-t’ ’ •*-^í>' '*"'**H ..
kR >■■- .,«
^•MJ-
. &fe
Anatómíuteikning1 af mannslíkamanum.
Móna Lísa
Einungis frægð „Cenacolo"
(Síðustu kvöldmáltíðarinnar) er
hægt að líkja saman við frægð þess-
arar andlitsmyndar sem Leonardo
hafði með sér frá Italíu, þegar hann
þáði boð Franks I Frakklandskon-
ungs um að setjast að í Amboise
árið 1513, og kom Frakklandskon-
ungur Mónu Lísu strax fyrir í
Louvre-safninu í París þarsem hún
er geymd enn þann dag í dag. ítal-
ir og þá sérstaklega Flórensbúar
hafa aldrei fyrirgefíð Leonardo da
Vinci að hafa gefíð Mónu Lísu
Frökkum. Á sýningunni „Leonardo
horfínn og fundinn aftur“, sem var
haldin í Flórens í haust, kom fram
að árið 1911 hafi ítalskur verka-
maður, Vincenzo Peruggia, stolið
málverkinu í Louvre-listasafninu en
talið var að nútímalistamenn, og
þar á meðal Picasso, hafí átt aðild
að ráninu. Árið 1913 fannst „Móna
Lísa" í hóteli í miðbæ Flórens og
var málverkinu strax komið fyrir
við hlið „Annunciazione" (Boðun
Maríu) í Uffízi-safninu og á sýning-
unni var ljósmynd af þessari upp-
stillingu. Frökkum datt ekki í hug
að láta hana svo auðveldlega af
hendi og varð Uffízi-listasafnið að
láta í minni pokann. Þegar málverk-
ið kom aftur til Parísar urðu mikil
fagnaðarlæti.
Hingað til hafði verið sameigin-
leg skoðun listfræðinga að málverk-
ið hafi verið málað í Flórens í kring-
um 1503 og var stuðst við vitnis-
burð Vasari um að Móna Lísa hafí
verið eiginkona Flórensbúans
Francesco del Giocondo og var
málverkið nefnt „Gioconda". A sýn-
ingunni kom fram ný skoðun á því
hver fyrirsætan væri. Dagbók kard-
inálans af Aragona er talin geta
rökstutt það að málverkið sé af
Isabellu Gualanda, sem var frá Pisa,
og hafi verið málað að ósk Giuliano
de’Medici, á meðan Leonardo dvaldi
í Róm og áður en Giuliano giftist
í Savoia, svo tímabilið er frá 24.
september 1513 til 9. janúar 1515.
Þetta málverk er talið ólíkt öðrum
málverkum Leonardos, því hér er
talin koma fram greind og alvar-
leiki fyrirsætunnar og brosið er ólíkt
öðrum brosum í myndum Leonardos
og er það næstum því hæðnislegt.
Móna Lísa horfist í augu við áhorf-
andann og bakgrunnurinn er ekki
lengur dökkur og er hann talinn
vera frá Amo-dalnum í Toscana,
þar sem landslagið líkist honum.
Hér koma skýrt fram heimspekileg-
ar hugsanir Leonardos, það er að
maðurinn og náttúran eru háð hvort
öðra. Hér nær hann að tengja sam-
an mikilfengleika heimsins, sem
kemur fram í landslaginu, sem
maðurinn er á góðri leið með að
uppgötva, og þá einnig að sýna
fram á marga dularfulla hluti, sem
höfðu ekki fyrr verið látnir í ljós.
Hér vinnur Leonardo bug á þeim
vandamálum, sem höfðu verið hing-
að til, það er bilið á milli ímyndunar-
aflsins og raunveraleikans.
„Annunciazione“ (Boðun
Maríu) í Uffizi-safriinu
Málverk þetta var málað í kring-
um 1474 og er talið fullvíst að það
hafí verið málað í vinnustofu
Verrocchio. Á þeim tíma var Dom-
enico Ghirlandaio einnig í læri hjá
Verrocchio svo að það hafa oft kom-
ið upp efasemdir um það hvort
Ghirlandaio eða Leonardo da Vinci
hafí máiað það. Málverkið er geymt
í Uffízi-listasafninu í Flórens frá
árinu 1867 og kom það frá kirkju
Heilags Bartolomeo í Monteoliveto
í nágrenni Flórens. Núna er talið
fullvíst að Leonardo hafi málað
það, því einstök atriði era í stíl
hans. Einnig hefur hin mikla notkun
á landslagi fullvissað listfræðinga,
þrátt fyrir að skipin í baksýn þyki
ekki vera í hans stíl. Einstök fegurð
er í undranarsvip hinnar komungu
Maríu meyjar og hins tignarlega
hliðarsvips engilsins. Samsetning
málverksins einkennist af miklum
einfaldleika og granninum með hin-
um dökku tijám, grasflötinni og
blómunum. Á bak við Maríu mey
era útveggir sveitaseturs. Utskorna
marmaraborðið og ríkmannlegu og
efnismiklu flíkumar gefa málverk-
inu fyllingu, sem Andrea Verr-
occhio tókst aldrei að koma fram í
málverkum sínum, og virðist sem
Leonardo hafí hér byijað að koma
fram hugmyndum og uppgötvunum
sínum.
Höfundur er tréttaritari Morgun-
blaðsins í Flórens.
pliergmwí
| Gódan daginn!
Keppendur ræstir í dansinn.
Leikfélag Reykíavíkur:
Heimsmeistarakeppn-
in í maraþondansi
Frumsýning í Broadway 29. desember
Söngleikurinn Heimsmeistarakeppnin í maraþondansi eftir Ray
Herman verður frumsýndur i Broadway 29. desember í upp-
færslu Leikfélags Reykjavíkur. Þýðandi og höfundur söngtexta
er Karl Agúst Úlfsson og er hann jafnframt leikstjóri. Söngleikur-
inn er byggður á skáldsögu eftir Horace McCoy en eftir henni
var gerð kvikmyndin „They shoot Horses, don’t they“ sem marg-
ir kannast við.
Heimsmeistarakeppnin í mara-
þondansi fjallar eins og nafnið
bendir til um danskeppni vestur í
Los Angeles 1935. Slíkar keppnir
vora vinsæl „skemmtun" í Banda-
ríkjunum á kreppuáranum og var
þá dansað þar til aðeins eitt par
stóð uppi og hlaut það vegleg verð-
laun. Keppnin sem hér er lýst stóð
í tvo mánuði og er fylgst með kepp-
endunum og örlögum þeirra, bæði
í danssalnum og utan hans.
Leikmjmd og búningar eru eftir
Karl Júlíusson, útsetningar og
stjóm tónlistar frá ýmsum tímum
era í höndum Jóhanns G. Jóhanns-
sonar, lýsingu annast Egill Om
Ámason, dansa samdi Auður
Bjamadóttir, steppþjálfun var í
höndum Draumeyjar Aradóttur og
framkvæmdastjóri sýningarinnar
er Kjartan Ragnarsson.
Með helstu hlutverk fara Helgi
Bjömsson, Hanna María Karls-
dóttir, Pétur Einarsson, Erla B.
Skúladóttir, Harald G. Haralds,
Valgeir Skagfjörð, olafía Hrönn
Jónsdóttir, Einar Jón Briem og
Theodór Júlíusson.
HOTEL
LOFTLEIÐIR
Opið alla hátíðsdagana í ár •
Njótið hátíðaréttanna -
Verið hjartanlega velkomin -
FLUGLEIDA
HÓTEL
**LT KO»ft»*0
Gistideild Hótels Loftleiða opin alla dagana.
Aðrar deildir Loftleiða opnar sem hér segir:
Hótel Loftleiðir Blómasalur Veitingabúd Sundlaug
Þorláksmessa 12.00-14.30 19.00-22.00 05.00-20.00 08.00-22.00
Aðfangadagur 18.00-20.00 05.00-14.00 08.00-16.00
Jóladagur 12.00-14.00 18.00-20.30 09.00-12.00 11.00-16.00
2. jóladagur 12.00-14.00 19.00-22.00 08.00-20.00 10.00-17.00
Gamlársdagur 12.00-14.00 18.00-20.00 05.00-12.00 08.00-16.00
Nýársdagur 12.00-14.00 19.00-22.00 09.00-12.00 10.00-17.00
HÓTEL ESJA
Gistideild
Vegna breytinga á herbergj-
um er gistideildin LOKUÐ frá
18. desember 1988 til
5. janúar 1989.
VERIÐ VELKOMIN í NÝ
HERBERGIÁ NÝJU ÁRI.
ÞOKKUM ANÆGJULEG VIÐSKIPTI
VINSAMLEGAST GEYMIÐ AUGLYSINGUNA
«HOraL«
isan
FLUGLEIDA
HÓTEL