Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 EFTA og Evrópu- bandalagið eftirJón Steindór Valdimarsson Umræður um stöðu íslands í al- þjóðlegum viðskiptum fara vax- andi. Það er ekki að ástæðulausu. Verulegar breytingar hafa orðið á mikilvægi einstakra útflutnings- markaða okkar. Útflutningur á Bandaríkjamarkað hefur dregist saman en aukist til Evrópulanda, sérstaklega Evrópubandalagsland- anna, og svo til Japans. Útflutning- ur til EB-landanna nálgast það að vera 60% af heildarútflutningi og innflutningur frá þessum sömu löndum er á milli 50 og 60% af heildarinnflutningi. Augljóst er að íslendingar eru orðnir mjög háðir viðskiptum sínum við EB-löndin og ekki útlit fyrir að þar verði breyting- ar á nema síður sé. Það er því vonum seinna að Is- lendingar virðast fyrst nú vera að veita því athygli að sú Evrópa sem þeir eiga svo mikið undir er að taka stakkaskiptum. Tilgangur þessarar greinar er sá að gera nokkra grein fyrir sam- starfí Evrópuþjóða annars vegar á vettvangi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubanda- lagsins (EB) hins vegar. Tæpt verð- ur á sögulegum bakgrunni og helstu þróunardráttum. Þá verður reynt að gera grein fyrir hvers eðlis þessi samtök eru og hvað greinir þau helst að. Sögulegur bakgrunnur Ekki þarf að hafa mörg orð um það að Evrópa varð fyrir miklum búsifjum við það að öll álfan logaði í ófriði í tvígang á skömmum tíma. Sóun á mannslífum, eignum og fjár- magni var gífurleg. Það var því ekki að ástæðulausu að menn vildu leita ráða sem dyggðu til að koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig eina ferðina enn. Við þessar aðstæður óx þeirri skoðun fylgi að nauðsynlegt væri að auka mjög samvinnu Evrópu- þjóða á sviði efnahags- og þjóð- mála. Með aukinni samvinnu myndi tvennt vinnast; hraðari uppbygging og draga myndi úr líkum á átökum innan Evrópu. Þegar Bandaríkin ákváðu að veita fjármagn til endurreisnar- starfs í Evrópu (Marshall-aðstoðin), stofnuðu Evrópuríkin Efnáhags- samvinnustofnun Evrópu (OEEC — 1948), sem síðar varð Efnahags- og framfarastofnunin (OECD— 1960). Brátt kom í ljós að þjóðimar inn- an OEEC voru ekki sammála um hversu langt skyldi ganga í sam- vinnunni. Þeir sem lengst vildu ganga sáu fyrir sér sameinaða Evr- ópu sem öflugt sambandsríki en forsenda þess væri efnahagslegur samruni, tollabandalag með sam- eiginlegum innri markaði fyrir allar vörur og þjónustu. Sömuleiðis yrði að setja á fót yfírþjóðlegar stofnan- ir (supra-national) og samræma löggjöf landanna að miklu leyti. Aðrir vildu ganga mun skemur, láta nægja að mynda laustengd við- skiptasamtök, nokkurs konar til- raunasvæði fyrir fríverslun. Þarna fóru Bretar fremstir í flokki. Þeir höfðu enn trú á að breska heims- veldið ætti framtíð fyrir sér og því ættu þeir ekkert erindi í víðtækt evrópskt samstarf. Þá voru hlut- lausu ríkin þijú, Austurríki, Sviss og Svíþjóð, ekki tilbúin að stofna hlutleysi sínu í hættu með þátttöku í samtökum sem gæti haft í för með sér takmörkun á fullveldisrétti þeirra. , Þessi ágreiningur varð til þess að þau ríki sem lengst vildu ganga, Frakkland, Ítalía, V-Þýskaland, Holland, Belgía og Lúxemborg, stofnuðu með sér þijú bandalög. Fyrst Kola- og stálbandalag Evrópu árið 1951 og árið 1957 Kjamorku- bandalag Evrópu og Efnahags- bandalag Evrópu. í upphafí var um þijár aðskildar stofnanir að ræða en árið 1965 voru stofnanir þessara þriggja bandalaga sameinaðar, þ.e. Ráðherraráðið, Framkvæmda- nefndin, Evrópuþingið og Evrópu- dómstólinn. Engu að síður er um að ræða þijár aðskildar lögpersón- ur. Þessi þijú bandalög ganga und- ir samheitinu Evrópubandalagið, réttara væri e.t.v. Evrópubandalög- in. Þau ríki sem ekki vildu ganga eins langt og EB ríkin ákváðu að stofna sérstök samtök, Fríverslun- arsamtök Evrópu (EFTA). EFTA' var stofnað árið 1960 af sjö ríkjum, Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Noregi, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. í sem stystu máli má segja að ástæður til þess að EFTA varð til séu í höfuðdráttum sex. í fyrsta lagi var það óttinn við efnahagslega mismunun af hálfu EB, í öðru lagi að fríverslun kæmi fyllilega að not- um sem tæki til efnahagslegrar samvinnu, í þriðja lagi að fríverslun- arsvæði væri ekki skref í átt að efnahagslegri og pólitískri stór- Evrópu, í fjórða lagi vildu ríkin reyna nána efnahagssamvinnu án þess að fóma markmiðum um al- heimssamvinnu á svið efnahags- mála, í fímmta lagi vildu ríkin fínna leið til að efla efnahagssamvinnu milli þeirra sjálfra og EB, í sjötta og síðasta lagi vildu ríkin leggja sitt af mörkum til eflingar og út- breiðslu heimsviðskipta og útrým- ingar viðskiptahindrana. Aðild að EFTA og EB hefur tek- ið verulegum breytingum til þessa dags. Úr EFTA hafa gengið til liðs við EB, Bretland, Danmörk og Port- úgal. Þá hafa Spánn, Grikkland og írland gengið í EB, þannig að þar eru nú 12 ríki. Til liðs við EFTA hafa hins vegar gengið ísland og Finnland, þannig að EFTA ríkin em 6 talsins. Um samtökin Samtökin em í eðli sínu gjörólík, enda markmið og leiðir með sitt- hvomm hætti. Samtökin er þó bæði reist á sama gmnni þ.e. 24. grein GATT samningsins (General Agree- ment on Tariffs and Trade). Aðilar að þeim samningi em um 80 þjóð- ir, þ.á.m. ísland. En skv. þeirri grein er fríverslunarsvæði önnur tveggja leyfðra undantekninga frá þeirri meginreglu að svokölluð „bestu- kjararegla" gildi í viðskiptum þjóða. í reglunni felst að ekki megi mis- muna þjóðum hvað viðskiptakjör varðar, þ.e. sérhver þjóð skal ávallt njóta bestu kjara sem boðin em öðmm þjóðum. Hin undantekningin er tollabandalag en á henni byggir EB. Þá má nefna að ytra umfang þessara samtaka endurspeglar hversu ólík þau em. Hjá EFTA starfa um 70 manns en hjá EB em tæplega 20.000 starfsmenn. Þetta segir nokkra sögu um umfang þess starfs sem er unnið annars vegar hjá EFTA og hins vegar hjá EB. Fríverslunarsamtök - Evrópu — EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu em samtök 6 ríkja sem hafa gert samn- ing til þess að ná tilteknum árangri á sviði efnahagsmála, aðallega fríverslun með iðnaðarvaming. Með fríverslun er átt við þær vömr, frá landi A, sem njóta fríverslunarkj- ara, eiga að njóta sömu meðferðar í því landi sem þær em fluttar til, land B, og þær vömr sem framleidd- ar em í landi B. Þetta þýðir að vömmar em tollfijálsar og ekki má beita neinum aðgerðum til að samkeppnisstaða innfluttrar vöm verði lakari en þeirrar vöm sem framleidd er í innflutningslandinu. Samningur sá sem samstarfið hvflir á var undirritaður í Stokk- hólmi 4. janúar 1960 og er venju- lega kallaður Stokkhólmssamning- urinn. Þeir sem settu samninginn saman fóm einfalda leið við nálgun viðfangsefnisins. í stað þess að setja í samninginn mjög flókin ákvæði um allt mögulegt og ómögu- legt sem komið gæti upp í viðskipt- um ríkjanna reyndu þeir að útbúa tiltölulega einfaldan og sveigjanleg- an ramma um samstarfið. Mark- miðum samstarfsins er lýst, settar em gmndvallarreglur. Þar er um að ræða tilteknar samkeppnisregl- ur, ákvæði um ríkisstyrki, opinber innkaup, samkeppnishömlur, undir- boð og niðurgreiðslur. Að öðm leyti er látið nægja að setja reglur um tilteknar aðferðir til að nálgast og greiða úr ágreiningi sem upp kynni að koma. Aðeins á einu sviði samn- ingsins var farið út í smáatriði en það vom ákvæðin um uppmna vöm (orgin rules) og að sjálfsögðu ákvæðin um niðurfellingu kvóta og tolla milli landanna. í 2. gr. Stokkhólmssamningsins segir að markmið samtakanna skuli vera þessi: a) að stuðla að stöðugum hag- vexti, fullri atvinnu, aukinni framleiðni og hagkvæmri nýt- ingu framleiðsluþáttanna, fjármálalegu jafnvægi og stöðugt batnandi lífskjömm á svæði samtakanna og í hveiju aðildarríki. b) að tryggja það, að viðskipti milli aðildarríkjanna eigi sér stað á gmndvelli sanngjamr- ar samkeppni c) að komast hjá vemlegum að- Jón Steindór Valdimarsson „Tilgangur þessarar greinar er sá að gera nokkra grein fyrir sam- starfi Evrópuþjóða annars vegar á vett- vangi Fríverslunarsam- taka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) hins vegar. Tæpt verður á sögulegum bakgrunni og helstu þróunardráttum. Þá verður reynt að gera grein fyrir hvers eðlis þessi samtök eru og hvað greinir þau helst að.“ stöðumun milli aðildam'kj- anna við öflun hráefna, sem unnin em á svæði samtak- anna, og d) að vinna að farsælli þróun og aukningu alþjóðaviðskipta, og fjarlægja stig af stigi hindran- ir á vegi þeirra. Svo mörg vom þau orð. EFTA er til þess að gera mjög einföld samtök að allri gerð. Innan EFTA er í raun einungis ein „stofn- un“, þ.e. EFTA-ráðið. í ráðinu eiga sæti sex fulltrúar, einn frá hveiju aðildam'ki. í ráðinu hefur hver full- trúi eitt atkvæði og ákvarðanir skulu allar vera samhljóða. Af þessu leiðir að aðildarríkin em öll jafnrétt- há. Ekkert ríki verður borið ofurliði við ákvarðanir ráðsins. Þetta er því trúlega sú alþjóðastofnun þar sem íslendingar geta haft hvað mest áhirf á framvindu mála á alþjóðleg- um vettvangi. Samkvæmt Stokkhólmssamn- ingnum getur EFTA-ráðið sett á laggimar þær stofnanir sem þurfa þykir á hveijum tíma. Ráðið hefur sett á fót nokkrar fastanefndir og má þar nefna ráðgjafanefhdina, en í henni eiga sæti fulltrúar úr atvinnulífinu, bæði atvinnurekenda og verkalýðs. Þá má nefna efna- hagsnefhdina, þingmannanefnd- ina og nokkrar sérfræðinganefnd- ir. Þessar nefndir em í raun allar einungis ráðgefandi vegna þess að EFTA-ráðið eitt getur tekið endan- legar ákvarðanir. Af þessu leiðir að þó nefndirnar komist að ákveðn- um niðurstöðum þá er ekki þar með sagt að EFTA hafí komist að þeirri sömu niðurstöðu. Sem dæmi má nefna að bæði ráðgjafanefndin og þingmannanefndin hafa samþykkt að taka skuli upp fríverslun með fisk en ráðið hefur enn enga ákvörð- un tekið um þetta. Enda þótt EFTA-ráðið hafi tekið endanlega ákvörðun hefur hún ekk- ert gildi gagnvart aðildarríki nema þar til stjómvöld viðkomandi ríkis fullgildi ákvörðunina sérstaklega. Stokkhólmssamningurinn gerir ekki ráð fyrir neins konar yfírþjóð- legur valdi eða stofnunum. Aðild að EFTA hefur á hinn bóginn í för með sér að aðildarríkin bera bæði réttindi og skyldur gagnvart hvert Ættarmót afkomenda Ólafs Bjarnasonar AFKOMENDUR Ólafs Bjarna- sonar frá Gestshúsum á Álfta- nesi efoa til ættarmóts fostu- daginn 30. desember nk.í Do- mus Medica við Egilsgötu í Reykjavík. Mótið verður sett kl. 18.30 og verður síðan dansað kringum jóla- tréð. Borðhald hefst kl. 20.00 og kl. 22.00 verður flutt gamalt út- varpsviðtal við Ólaf Bjamason. Þá flytur Ólafur Jensson læknir ávarp, Gunnar Guðbjömsson te- nór syngur, Helga Thorberg les úr nýútkominni bók sinni, „Minna — engin venjuleg mamma", Kol- beinn Ketilsson tenór syngur, fjöldasöngur verður og að lokum dansað. Bryndís Bimir, Daði Guð- bjömsson, Helga Thorberg og Sigríður Hjaltadóttir taka við þátttökutilkynningum. (Fréttatilkynning) öðm og hafa skuldbundið sig til samvinnu. íslendingar sóttu ekki um aðild fyrr en árið 1968 og fengu fulla aðild frá og með 1. mars 1970. Þetta varð ekki fyrr m.a. vegna þess að íslendingar töldu sig, vegna einhæfs útflutnings sem þar að auki féll ekki undir ákvæði samn- ingsins, ekki hafa mikið til EFTA að sækja. Á áranum kringum 1960 var hlutur iðnvarnings í heildarút- flutningi aðeins 2—3%, en var orð- inn um 18% árið 1970 og munar þar mest _um útflutning áls og kísilgúrs. Árið 1987 lætur nærri lagi að þetta hlutfall sé um 22%. EFTA kom til móts við sérstöðu íslands með ýmsum sérákvæðum. Helst er þar að nefna að íslenskur iðnvamingur fékk strax tollfijálsan og óhindraðan aðgang að mörkuð- um EFTA ríkjanna. A sama tíma fékk Island 10 ára aðlögunartíma- bil til þess að fella niður í áföngum tolla af útflutningi EFTA ríkjanna til íslands. Þá stofnuðu hin Norður- löndin 4 sérstakan sjóð, Iðnþróunar- sjóð, til að stuðla að uppbyggingu iðnþróunar á íslandi. Norðurlöndin lögðu fram 14 milljónir banda- ríkjadala í þessu skyni. Evrópubandalagið — EB Evrópubandalagið (The Europe- an community — EC) er eins og áður segir samheiti fyrir þijú bandalög sem stofnuð vora árin 1951 og 1957. Árið 1965 vora stofnanir bandalaganna sameinað- ar með sérstökum samranasamn- ingi. Eftir sem áður er um að ræða þijár sjálfstæðar lögpersónur og þijá sjálfstæða samninga. Þessir samningar, sem allt starf EB hvílir á, era nokkurs konar stjómarskrá fyrir bandalagið. Öll lög, allar regl- ur og starfsemi verða að eiga sér stoð í þessari „stjómarskrá". Sá samninganna sem mestu máli skipt- ir er stofnsamningur Efnahags- bandalags Evrópu — EBE (The European Economic Community — EEC) oftast kallaður Rómarsamn- ingurinn. Rómarsamningurinn var undir- ritaður í Róm 25. mars 1957 af stofnríkjunum sex; Belgíu, Frakk- landi, Hollandi, Ítalíu, Lúxemborg og V-Þýskalandi. Síðar hafa Bret- land, Danmörk og írland öll árið 1973 og Grikkland árið 1981 og loks Portúgal og Spánn árið 1986, bæst í hópinn og era aðildarríkin því 12 talsins. Með Einingarlögum Evrópu (The Single European Act) sem tóku gildi l.júlí 1987 var samningunum þrem breytt í nokkram atriðum, sérstak- lega hvað varðar auknar heimildir til að meirihluti atkvæða ráði við ákvarðanir í Ráðherraráðinu í stað samhljóða atkvæða. Meirihluti nægir nú til að afgreiða flestar til- lögur sem varða sameiginlega innri markaðinn, þó þarf samhljóða nið- urstöðu varðandi reglur um skatt- heimtu, fijálsan flutning fólks og eins atriði er varða réttindi og skyldur verkafólks. Rómarsamningurinn er um margt einstaéður. Það sem mestu máli skiptir er að samningurinn gerir ráð fyrir að EB geti tekið ákvarðanir og farið með völd sem gangi framar ákvörðunum og völd- um aðildarríkjanna sjálfra. Þetta þýðir m.a. að lög og reglur EB ryðja burtu andstæðum lögum aðild- arríkjanna, þ.e. EB-rétturinn er landslögum æðri. Helstu stofnanir EB era fjórar: Framkvæmdanefndin, Ráðherra- ráðið, Evrópuþingið og Evrópudóm- stóllinn. Framkvæmdanefodin (The European Commission), má segja að sé þungamiðja EB því þaðan kemur framkvæðið. Hún hefur að- setur í Brassel og Lúxemborg. Nefndin: gerir tillögur um stefnu EB og löggjöf. Ráðherraráðið ræðir þessar tillögur og samþykkir þær, breytir eða hafnar; framkvæmir ákvarðanir Ráð- herraráðsins og sér um að stefnu EB sé fylgt í daglegum rekstri bandalagsins; stendur vörð um stofnsamning- ana og hefur framkvæði að að- gerðum gegn aðildarríkjum sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.