Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Fjöldi á jólasýnmgu JÓLASÝNING Þjóðmiiyasa&isins hefur verið mjög vinsæl og sagði Kristinn Magnússon, forstöðu- maður skrifstofú safhsins, að lausleg talning benti til þess að tæplega 6.000 manns hefðu þegar séð sýninguna. Sýningin verður opin firá 11.00 — 12.00 í dag og kemur síðasti jólasveinninn, Kertasníkir, við í safiiinu kl. 11.00. Lokað verður á jóladag og annan í jólum. Kristinn sagði starfe- menn Þjóðminjasafiisins mjög ánægða með þær viðtökur sem sýningin hefði fengið og vonuðust þeir til að þetta yrði til þess að fleiri færu að sækja Þjóðminjasafiiið. Arnarflug: Kannad hvort launa- lækkunín sé lögleg FULLTRÚAR stéttarfélaga starfemanna Arnarflugs hyggj- ast kanna, hvort hugsanlegt sé að launalækkun starfsfólks flug- félagsins geti brotið í bága við landslög. Var þetta ákveðið að loknum fúndi starfemanna hjá ASÍ í gær. Viðhald lögreglubíla: Meiriháttar verk- efiii ofltast boðin út HJALTI Zóphóniasson, skrifstofústjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að þegar gera þurfi meiriháttar endurbætur eða viðgerðir á lögreglubifreiðum séu verkin yfirleitt boðin út. Hjalti vinnur nú að þvi að taka saman upplýsingar í svar til Ríkisendurskoðunar, sem hefúr farið fram á skýringar á því, að lögreglubifreiðir víðs vegar af landinu voru sendar á sama verkstæðið á höfuðborgar- svæðinu tO viðgerða. Að sögn Hjalta sér ráðuneytið um innkaup og endursölu á lögreglubif- reiðum. Daglegt viðhald er í höndum hvers og eins lögreglustjóraembætt- is, en Hjalti segir að þegar um meiri háttar viðhald sé að ræða vilji ráðu- neytið koma þar nærri og reynt sé að bjóða út öll verk, sem hægt sé. „Við viljum að eitt verkstæði sé fengið til að lýsa því, hvað sé að, og hvað muni kosta að gera við það þar. Síðan sé leitað tilboða hjá fleiri verkstæðum í verkið," sagði Hjalti. Hann sagði að í minni byggðarlögum væri oft eitt verkstæði eitt um hit- una, og þá hefði stundum verið leit- að til verkstæða í Reykjavík og þau fengin til að gera tilboð. Hjalti sagði að umrætt verkstæði, sem gert hefur við fjölda lögreglu- bíla af öllu landinu, hefði stundum gert tilboð í verk, en stundum verið látið vinna eftir reikningi. „Þeir hafa kannski fengið of mikil viðskipti, en hjá öðrum er oft stærstur hluti af viðskiptunum við einn aðila,“ sagði Hjalti. Samgönguráðuneytið: Flying Tigers fær umbeðin flugleyfi Samgönguráðuneytið hefúr veitt bandaríska flutningaflugfélag- inu Flying Tigers umbeðið leyfi til millilendinga og fragtflutninga um ísland milli Evrópu og Asíu. Leyfið var gefið út i gær. Roy King, aðstoðarforstjóri Evr- ópudeildar Flying Tigers, sagði í samtali við Morgunblaði, að útgáfa flugleyfísins væri vissulega ánægju- leg. Stjómendur fyrirtækisins væru íslenzkum stjónvöldum þakklátir og jafnframt fullvissir þess, að flug Fly- ing Tigers myndi opna íslendingum nýjar leiðir í flutningum og þjóna þeim vel. I flugleyfí Flying Tigers segir að flugfélaginu séu veitt réttindi til fragtflutninga til og frá Keflavíkur- flugvelli á eftirtöldum leiðum: A. Til og frá Frankfurt og öðrum stöðum í Evrópu. B. Til og frá Tokyo, Seo- ul, Taipei og öðrum stöðum í Asíu handan Anchorage. Gildistími rétt- indanna er til ársloka 1989 á Evr- ópuleiðum en til ársloka 1990 á Asíuleiðum. Að sögn Ásmundar Hilmarssonar hjá ASÍ eru samningar atvinnurek- enda og launþega, sem kveða á um lakari launakjör en kjarasamningar stéttarfélaga, ógildir. Hins vegar hafí ASÍ fengið þær upplýsingar að laun einskis starfsmanns muni fara undir taxta. Ásmundur sagði að dómstólar hefðu einnig komist að þeirri niður- stöðu áður að yfírborguð laun megi ekki lækka nema ráðningarsamn- ingi viðkomandi starfsmanns sé áður sagt upp með löglegum upp- sagnarfresti. Slíkt hafí ekki verið gert hjá Amarflugi. „Við lítum svo á að svona breytingar sé ekki hægt að gera nema með uppsagnarfresti, nema auðvitað að báðir aðilar fall- ist á það,“ sagði Ásmundur. „Það á að kanna hvort öllum starfsmönn- um hafí ekki áreiðanlega verið kunnugt um þennan rétt sinn, og einnig á að athuga að það sé ör- uggt að enginn fái greitt undir taxta." Kengúrur enn í Sædýrasafiiinu: Dýraverndarnefiid kannar aðbúnaðinn „ÉG HÉLT að þær hefðu farið í sumar,“ sagði Brynjólfúr Sand- holt, héraðsdýralæknir, þegar Morgunblaðið spurði hann um aðbúnað fjögurra kengúra sem enn eru í Sædýrasafúinu í Hafiiar- firði, sem lokaði fyrir mörgum mánuðum. Þar sem dýrin eru ekki til sýnis falla þau ekki undir opin- bert eftirlit samkvæmt reglugerð um dýragarða, heldur aðeins al- menn lög um dýravemd. Sigurður Sigurðarson, formaður dýra- vemdamefiidar, sagðist ekki hafa vitað að nein dýr væra eftir í Sædýrasafiiinu. Hann myndi líklega fara á staðinn og kanna aðbúnað dýranna. Brynjólfur Sandholt sagði að að- búnaður hjá kengúrunum hefði ver- ið góður á meðan Sædýrasafnið var starfandi. Þær væru harðgerð dýr og hefðu getað verið bæði úti við og inni í skúr með ofni til hitunar. Hann sagðist hafa séð kengúrumar í júní síðastliðnum. Þá hefði Helgi Jónasson, forsfjóri Fauna — sem hefur aðstöðu í Sædýrasafninu — tjáð sér að til stæði að opna Sæ- dýrasafnið á ný og sýna þá kengúr- umar. Sú varð ekki raunin og sagði Biynjólfur að hann hefði staðið í þeirri meiningu að dýrin hefðu þá verið látin fara, enda væri enginn tilgangur með að hafa þau lengur. Brynjólfur sagðist ekki vita af öðr- um dýrum í Sædýrasafninu, en Fauna hefur geymt þar háhyminga. Sigurður Sigurðarson sagðist ekki hafa vitað af kengúrunum í Sædýrasafninu þegar Morgunblað- ið hafði samband við hann í gær. Hann sagði að dýravemdamefnd hefði stundum þurft að hafa af- skipti af Sædýrasafninu vegna að- búnaðar dýra þar á meðan það var Morgunblaðið/Einar Falur Ein kengúranna fyrir utan kof- ann sinn í Sædýrasafiiinu. starfandi. Undir lokiii hefði í stómm dráttum verið hirt vel um dýrin og kengúrumar hefðu þrifíst ágætlega og fjölgað sér. Hann sagðist að Sjálfsögðu ekki vita hvemig að- búnaður kengúranna væri nú, en hætt væri við að hann væri ekki sem skyldi þegar daglegt eftirlit safngesta kæmi ekki til. Jómnn Sörensen, formaður Dýravemdarsamtaka Islands, sagði að fréttin um kengúrumar hefði komið flatt upp á sig og samtökin myndu láta sig málið skipta, þó ekki væri ákveðið með hvaða hætti það yrði. Ekki náðist í Helga Jónasson, forstjóra Fauna, í gær. Flogið samkvæmt áætlun INNANLANDSFLUG á vegum Flugleiða hafði að öilu leyti gengið samkvæmt áætlun síðdegis í gær. Innanlandsflug á vegum Araar- flugs gekk einnig samkvæmt áætlun. Hjá Flugleiðum var reiknað með að flogið yrði með um eitt þúsund farþega í gær, en á fímmtudaginn var flogið með svipaðan farþega- fjölda. Samkvæmt upplýsingum frá Vegaeftirlitinu í gærdag voru vegir færir um mestallt land. Ólafsflarð- armúli var þó einungis fær stórum bflum og Möðrudalsöræfí voru fær stórum bílum og jeppum. Versnandi veðri var spáð á Norðaustuflandi og Austfjörðum í gær, og að sögn vega- eftirlitsmanna átti að halda helstu leiðum opnum fram undir hádegi í dag, ef færð færi versnandi. Ef að- stæður leyfa verða síðan allar helstu leiðir opnaðar á mánudag, annan dag jóla, ef þær á annað borð lokast jrfír jólin. * Nær þriðji hver Mendingur í sund vikulega eða ofltar TÓLFTI hver fullorðinn íslendingur fer í sund að jafiiaði daglega, nær þriðji hver vikulega eða oftar og nær annar hver maður fer í sund einu sinni í mánuði eða oftar. Þetta kemur fram í fjórða hefti tímaritsins Heilbrigðismála og er byggt á niðurstöðum könnunar sem Hagvangur gerði fyrir tímaritið. „Það er því líklegt að engin önnur íþrótt sé meira stunduð,“ er ályktunin sem dregin er af þessu í tímaritinu. Fram kemur að ekki er mikill munur á sundiðkun kynjanna. Þó virðast konur iðnari við sundið frá ; tvítugu til fímmtugs en karlar eftir það. Hlutfallslega fleira eldra fólk en yngra fer nær aldrei í sund, en dagleg sundiðkun er mjög svipuð í öllum aldurshópum, minnst 7,0% aldurshópsins 20-29 ára og mest 10,8% 50-59 ára fólks. íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru iðnastir við að synda, um 36% þeirra fara í sund vikulega eða oftar, 28% þeirra sem búa í þétt- býli úti á landi og um 14% þeirra sem búa í dreifbýli. Mjög mikill munur er á sund- iðkun eftir atvinnu fólks. Opin- berir starfsmenn eru til dæmis fjórfalt duglegri við sundiðkun en þeir sem starfa við landbúnað. Menntun virðist einnig hafa áhrif,. því lengri skólaganga^þeim mun meiri sundiðkun. í grein Heilbrigðismála er m.a. sagt um niðurstöðumar: „Aukin aðsókn að sundstöðum síðustu ár og áratugi, bæði í Reykjavík og annars staðar, sýnir að sundið nýtur vaxandi vinsælda. Sund- stöðum hefur einnig fjölgað og á það sinn þátt í þessari þróun. Mun minni sundiðkun í dreifbýli en þéttbýli gæti þó bent til að enn skorti aðstöðu til sundiðkunar víða um land.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.