Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988
Ragnheiður Aðal-
steinsdóttir - Minning
Fædd 19. ágúst 1916
Dáin 12. desember 1988
Mig langar til að minnast Rögnu,
uppáhalds frænku minnar, í nokkr-
um orðum.
Það var í kalsaveðri snemma
vors, fyrir rúmum tuttugu og fjór-
um árum, að lítill drengur, sjö ára
gamall, steig út úr flutningabíl við
hliðið á Hlíð, eftir langt ferðalag
að sunnan. Hér var ég kominn langt
í burt frá mömmu og átti að vera
allt sumarið.. Kannski svolítið
smeykur,' en það reyndist ástæðu-
laus ótti, því mér var tekið innilega
opnum örmum þeirra: Rögnu,
Helgu, Mundu og Nanna. Og það
fór svo að ég var hjá þeim í ein sjö
eða átta sumur og hefði helst viljað
vera allan ársins hring í „sveitinni
hjá Rögnu", eins og ég sagði allt-
af, því að ég tók ástfóstri við allt
heimilisfólkið og þó sérstaklega
Rögnu mina, hún var mér sem önn-
ur móðir. Hún hafði alveg sérstakt
lag á að hæna að sér börn og reynd-
ar allt sem lífsandann dró. Létt í
skapi, aldrei umvöndunarsöm, gaf
mér nógan tíma til alls sem ég vildi
gera og skildi allt sem ég sagði, sem
er ekki svo lítið þegar smáfólk á í
hlut, og er sá eiginleiki fáum gefinn.
Þegar ég svo heimsótti hana á
spítalann fyrir stuttu, þá var hún
alveg eins, létt í skapi og sátt og
ánægð með lífið og allt í kringum
sig eins og hún var alla tíð, kannski
vitað að hveiju dró, þó hún talaði
ekki um það. Hún ætlaði sér hins-
vegaT að fara heim fyrir jól og sagð-
ist ætla að taka með sér jólarósina
sem henni hafði verið gefin. Af því
varð því miður ekki, hún réð ekki
sínum hinsta næturstað frekar en
við ráðum okkar.
Mig langar í lokin að þakka
Ragnari Ágústssyni í Halakoti á
Vatnsleysuströnd og hans fjöl-
skyldu alveg sérstaklega fyrir alla
þá vináttu sem þau sýndu Rögnu
þau ár sem hún bjó hjá þeim. Ég
held að óhætt sé að segja, að það
voru hennar bestu ár.
Ég veit að Rögnu hefur verið vel
tekið hinum megin. Guð blessi hana
alla tíð.
Hörður Magnússon
Minning:
Guðmundur Guð-
mundsson, Hólmavík
Fæddur 13. ágúst 1921
Dáinn 28. nóvember 1988
Hann Mummi bróðir okkar er
látinn, en hann hét Guðmundur
Guðmundsson og var skipstjóri á
Hólmavík.
Hann var sonur hjónanna Vigdís-
ar Guðmundsdóttur frá Bæ á Sel-
strönd og Guðmundar Magnússonar
frá Halakoti í Flóa. Guðmundur var
fímmti í röðinni af níu bömum
þeirra hjóna.
Hann byijaði ungur að árum að
sækja sjóinn á trillu, ásamt föður
sínum, og flytja vaming, aðallega
fyrir Bjamfírðinga og- Dalamenn.
Hann keypti sér síðan stærri bát,
Hilmi st. I. ásamt Gústaf bróður
sínum og Magnúsi Ingimundarsyni.
Guðmundur var skipstjóri á þeim
bát frá 1944.
Um 1950 byggði Guðmundur hús
á Borgabraut 4 á Hólmavík með
tveimur bræðram sínum og bjuggu
foreldrar þeirra þar hjá þeim.
Guðmundur Guðmundsson var
mjög dagfarsprúður maður og ákaf-
lega góður í umgengni. Guðmundur
var ávallt reiðubúinn að leggja öðr-
um lið, ekkert var sjálfsagðara, því
liðlegheit og hjálpsemi voru honum
í blóð borinn. Hann var mjög nægju-
samur maður og vildi ekki braðla
með neitt ef hægt var að komast
hjá því.
Aðstandendur Guðmundar vilja
koma á framfæri innilegu þakklæti
til hjúkranarfólks á Landspítalan-
um í Reykjavík og spítölunum á
Akranesi og Hólmavík.
Öll systkini hans þakka honum
fyrir samfylgdina í lifanda lífí og
biðja Guð að taka hann til sín.
„Ó, Jesús bróðir besti
og bamavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á bamæskuna mína.
Blessuð sé minning hans.
Þuríður Guðmundsdóttir
á Hólmavík.
Kveðjuorð:
Guðmundur Konráðs-
son - skipsljóri
Fæddur 9. maí 1897
Dáinn 28. nóvember 1988
Nú er Mundi minn farinn. Bless-
uð sé minning hans. Þegar aldurinn
er orðinn afar hár má alltaf búast
við að komið sé að kveðjustund.
Samt veldur hún ætíð söknuði og
trega, þegar góður er kvaddur.
Mörg, mörg ár era nú liðin síðan
kátur og fjöragur drengur leitaði
svo til föðursystur sinnar og ungrar
dóttur hennar að honum héldu eng-
in bönd og fór með góðu samþykki
foreldranna í fóstur til þeirra. Þar
átti hann heimili næstu árin, meira
en tuttugu, hjá ömmu minni og
mömmu í Glæsibæ.
Strax og við systkinin fórum að
hafa vit á var hann okkur hinn
góði og glaði vinur, sem við sóttum
til, lékum okkur við, treystum og
elskuðum eins og hann væri okkar
góði bróðir. Foreldrar mínir báru
alltaf hlýja og mikla vináttu til
hans, og vildu hans hag sem best-
an, eins og hann væri þeirra sonur.
Hann var strax gefinn fyrir sjóinn
eins og hann átti kyn til. Fiskinn
°g fylginn sér. Hann lagði fyrir sig
sjómennskuna. Fluttist frá Glæsibæ
þegar hann var kominn yfír tvítugt
og fór til Siglufjarðar, var þar á
bátum.
Hann varð skipstjóri á vélbátum
fyrir Skafta frá Nöf, var m.a. með
mótorbátinn Þormóð ramma um
nokkur ár og gekk það prýðisvel
og algerlega áfallalaust._ Var alla
tíð lánsamur til sjós. Á þessum
áram giftist hann ágætis konu,
Dýrleifu Bergsdóttur, sem er dáin
fyrir nokkrum árum.
Þau byggðu sér hús á Hafnar-
götu 16, Siglufírði, og voru þar alla
ævi. Foreldrar hans, systkini og
frændfólk fluttist til Siglufjarðar,
og stór hluti þeirra byggði hús sitt
í námunda við hann, og myndaðist
þar hverfí ættingja og vina, sem
héldu saman til æfiloka. Hann var
allt tíð vinsæll, glaðlyndur, úrræða-
góður og hollráður vinum sínum,
sem fúslega leituðu til hans, með
vandkvæði sín. Þau hjónin eignuð-
ust þijú böm, eina stúlku og tvo
drengi. Stúlkan dó innan við ferm-
ingu og var það sár harmur fyrir
foreldra, bræður og venslafólk.
Guðmundur hætti skipstjórn fyrir
aðra, eignaðist vélbát með mági
sínum, sem þeir gerðu út um ára-
bil með góðum árangri. Þegar
drengir hans, sem alla tíð hafa ver-
ið heima á Hafnargötu 16, komust
á legg áttu þeir feðgar bát saman
og vora saman á honum.
Þeir era drengir góðir, traustir
og ágætis sjómenn, hafa gert vél-
bátinn út, og verið á honum bara
tveir eftir að aldur og heilsa Munda
leyfði ekki lengur sjómennsku. Hef-
ur þeim ætíð gengið ágætlega vel.
Fiskimenn góðir eins og þeir eiga
kyn til.
Á sfldarárunum á Siglufirði sner-
ist allt um sfldina. Mundi var þá í
fleiri sumur starfsmaður hjá Síldar-
verksmiðjum ríkisins sem kölluð var
Rauðka. Þar eignaðist hann marga
góða vini og félaga. Hann átti aldr-
ei óvildarmann eða óvini. Aðra tíma
var hann við bát þeirra feðga.
Það er svo margt sem kemur upp
í hugann þegar myndir og minning-
ar löngu liðinna stunda riijast upp
við hinstu kveðju. Ljúfu leiðirnar,
að kenna okkur systkinunum og
sýna eitt og annað. Vináttan við
dýrin, hundana, hestana, fuglana,
litadýrð blómanna, fegurð íjarðar-
ins rneð eyjarnar og fjöllin í baksýn.
Ó, hvað við þráðum Munda, að
hann kæmi aftur heim. Nú eram
við öll orðin gömul og Mundi okkar
hefur kvatt í hinsta sinn. Vinátta
hans og fjölskyldu, við okkur systk-
inin, böm okkar og fjölskyldur á
liðnum áram verður aldrei að fullu
lýst með orðum. „Hann bar mig
sjálfur í fanginu inn í húsin sín
þegar ég nýkomin af sjúkrahúsi og
komst það ekki sjálf," varð konunni
minni að orði þegar ég las þessar
línur fyrir hana. Vinátta hans verð-
ur aldrei fullþökkuð aðeins geymd
í minningunni.
Við sendum einlæga kveðju til
drengjanna og óskum þeim alls hins
besta. Og að síðustu leggjum við
okkar einlægasta vináttuhug sem
kveðju á leiðið hans á þessum jólum.
Pétur Jóhannsson
frá Glæsibæ
Dagbjört J. Páls-
dóttir — Minning
Dadda frænka er dáin. Hún lést
á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, 25.
nóvember 1988. Þá vora veikindin
búin að vera henni erfíð síðustu ár.
Hún fæddist 2. september 1905 á
Ólafsfirði. Bjó á Siglufírði með eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Stefáni
Hallgrímssyni. Þau eignuðust einn
son sem lést aðeins 8 ára. Þau
fluttu alfarið suður árið 1954. Við,
dætur Laufeyjar, systur Döddu,
komum svo oft til þeirra í Köldu-
kiim 6 í Hafríarfirði, þar sem þau
bjuggu í yfír 20 ár.
Dadda var svo mikið fyrir garð-
inn sinn, jarðarberin og gulrætum-
ar og allt sem hún sáði óx og dafn-
aði. Hún var með „græna fíngur“.
Alltaf var gaman í Köldukinn og
við stelpumar alltaf að leika okkur
úti í garði með dúkkumar sem
Dadda átti fyrir okkur og geymdi.
Ótal ráð hefur hún gefíð okkur
systram varðandi garðrækt.
Fjölskyldur okkar hafa alltaf
komið til þeirra í mat á nýársdag.
Og þá var ekki verið að spara vel-
gerðimar.
Við fórum svo oft til Hveragerð-
is og Þingvalla með Döddu og Stef-
áni og í sumarbústaðina til þeirra.
Frá þessum ferðum eru margar
+
Þökkum af alhug öllum þaim er sýndu okkur samúð og hlýhug
vegna andláts og jarðarfarar
JAKOBS E. JAKOBSSONAR,
Sléttahrauni 26,
HafnarfirAl.
Sérstakar þakkir viljum við færa Jóni Níelssyni lækni ásamt starfs-
fólki Borgarspítalans sem annaðist hann af stakri alúð. Einnig
þökkum við starfsfólki Áburðarverksmiðju rikisins fyrir samfylgdina
við hann síðustu starfsárin hans.
Guö blessi ykkur öll,
Kristfn Sigurjónsdóttir.
Elrnbet Jónsdóttlr,
börn, stjúpsonur, tengdabörn
og barnabörn.
góðar ógleymanlegar stundir.Álltaf
gat Dadda hlegið dátt með okkur
stelpunujn.
Síðustu ár bjuggu þau á Lauf-
vangi 1 í Hafnarfirði. Þá varð
Dadda að kveðja garðinn sinn, en
ráðagóð var hún. Hún tók með sér
jurtimar sínar og lét mold í kassa
út á svalir, og þar uxu bæði blóm
og grænmeti.
Það er svo ótalmargt sem við
eigum henni að þakka og eram
ekki að tíunda hér.
Við sendum Stefáni samúðar-
kveðjur og öllum ættingjum hennar
og vinum.
Gunndís, Ása Dagbjört, Ásta
Pálína og Ágústa Guðný.
Bókasafii Stykkishólms:
Jón Svanur Pétursson sýn-
ir myndir frá Færeyjum
Stykkishólmi.
JÓN Svanur Pétursson sýndi fyr-
ir skömmu vatnslitamyndir, sem
hann málaði í Færeyjum, í Bóka-
safninu í Stykkishólmi.
Jón Svanur fór ásamt fleira fólki
frá Stykkishólmi til Færeyja sl.
sumar og notaði þá tækifærið og
gerði 26 vatnslitamyndir af þeim
stöðum sem honum fundust eftir-
tektarverðir.
Fréttaritari hafði tal af Jóni þar
sem hann var að búast til að taka
sýninguna niður. „Þetta var stór-
kostleg ferð. Ég hafði ekki gert
mér grein fyrir því hversu mikið
hefði verið hægt að fá af myndum
í þessu sérkennilega umhverfí fyrr
en ég byijaði á þessum skissum.
Og auðvitað kemur til mála að fara
aðra ferð, því það er svo margt sem
lokkar," sagði Jón Svanur. Hann
segir að Færeyingar séu einstakir
heim að sækja og ekki síst þegar
Islendingar séu á ferðinni. — Árni
Morgunblaðið/Ámi Helgaaon
Jón Svanur Pétursson við nokkur verka sinna sem hann sýndi á
Bókasafninu í Stykkishólmi.