Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 43 Mikill fengur fyrir foreldra og böm Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gakk þú inn og geymdu mig, Guð, í nafni þínu. Ókunnugt um höfund Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Sigurður Jónsson frá Presthólum Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Hallgrímur Pétursson eftir Bernharð Guðmundsson Iðulega ræði ég við unga for- eldra, bæði einstaklinga sem í hóp- um, þar sem þau láta í ljós vilja sinn til að veita bömum sínum trú- arlegt uppeldi, en telja sig vanbúin til þess. Þau vilja „nesta böm sín sem best til lífsgöngunnar“ og skapa með þeim traust á Guði föð- ur, að bömin eigi það öryggi að vita sig í hans hendi í flókinni ver- öld. Þetta er reyndar sú ábyrgð sem foreldrar taka á sig þegar þau bera bam sitt til skímar „að ala það upp í ljósi fyrirheitis skímarinnar, kenna því að elska Guð, tilbiðja hann, varðveita orð hans og sakramenti og þjóna náunganum í kærleika" eins og segir í handbók kirkjunnar við skímina. Foreldrar hafa spurt, hvemig eigi að biðja með bömum, hvaða bænir sé best að kenna þeim, hvenær ættu að vera bænastundir. Mér finnst þessi umræða hafa aukist verulega upp á síðkastið, en ég hef lengi fundið illilega til þess hversu skort hefur heppilega bók handa foreldrum og bömum í þessum efn- um. Afbragðsbók er nú fáanleg Nokkrar bænabækur hafa komið út hin síðari ár, en eru nú flestar uppseldar. Nú er hins vegar komin á markað bókin Böm og bænir sem sr. Sigurður Pálsson prestur við Hallgrimskirkju hefur tekið saman. Þessi bók felur í sér alhliða aðstoð við þá vilja eiga bænastundir með bömum sínum, því að í bókarlok eru prýðilegar leiðbeiningar eftir höfund um skím, böm og bænir, auk þess sem fjöldi bæna og bæna- versa er í bókinni. Venjulegir krakkar Bókin fer vel í hendi, sem skiptir máli, þar sem hún verður ekki síst notuð við rúmstokkinn. Hún er prýdd fjölda mynda, sem sýna hin venjuleg böm hversdagsins, eins og bömin okkar eru, við hinar ýmsu aðstæður. Það er mikill glettni í mörgum myndanna, aðrar vekja umhugsun og margskonar minning- ar. Flestar myndanna sýna íslensk böm, aðrar birta böm frá öðrum löndum við þeirra kjör. „Að biðja er að eignast Guð að förunaut" segir Margareta Melin, sænskur rithöfundur, sem hefur orðað marg- ar bænir sem birtast í þessari góðu og fallegu bók. Höfundur hefur sannarlega gert sitt til þess að íslensk böm njoti slíkrar fylgdar með frumkvæði sínu og starfi að þessari bók og er það mikið þakkar- efni. Efni bókarinnar er skipt í ýmsa flokka, sem tengjast lífi bamsins á hveijum degi. Þar eru kvöldbænir, morgunbænir, borð- bænir, þakkarbænir, bænir fyrir heimili, skóla og félögum og bænir bama frá ýmsum löndum. Þannig stuðlar bókin að því að bömin njóti fylgdar Guðs við hinar ýmsu og oft erfiðu aðstæður sem böm verða að fást við. Ég trúi því að þessi bók verði góður vinur þeirra bama sem kynn- ast nenni, ekki síst í nærvem for- eldra eða annarra nákominna. Fal- leg og tilbreytingarík uppsetning mynda og texta, hin fjölbreyttu bænarefni og eðlileg framsetning þeirra gera bókina afar vinsamlega þeim sem hana fá í hendur. Þessi bók ætti að vera við rúm- stokkinn hjá bömunum okkar og styðja að þeim góðu augnablikum þegar bamið á kyrrðarstund í trún- aði við Guð og sína nánustu. En hana má líka nota við matborðið, hjá sjónvarpinu, í dagvistun og hvar sem böm em. Það er mikill fengur að þessari fallegu bók. Höfundur er fræðslustjóri kirkj- unnar. LAUN Launaforritíð frá Rafreikni LAUN hentar fyrir alla almenna launaútreikninga. Það þarf aðeins að slá inn lág- marksupplýsingar, LAUN sér um allt annað. Rúmlega 20.000 Islendingar fá greidd laun, sem unnin eru í for- ritinu LAUN, enda er það mest notaða launaforritið á Islandi. Athugið að LAUN sér algjörlega um allt sem snýr að staðgreiðslu skatta. LAUN fæst í næstu tölvuverslun. Rafreikirhf. S Sími 91-641011 ERT ÞÚ í VANDA VÍMU ANNARRA? Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í líðan þinni: 0 Erfitt aö tjá tilfinningar 0 Erfitt að taka sjálfstæðar ákvarðanir • Skortur á sjálfstrausti 0 Skömmustutilfinning og sektarkennd 0 Kvíði og ótti Nánari upplýsingar í fjölskyldudeild Krýsuvíkursam- takanna, Þverholti 20, sími 623550. Námskeið í gaugi. Viðtalstímar á fimmtudögum. ^KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN VEGNA 'úk Jóhanna Jóhannsdóttir í nýju húsnæði verslunarinnar Skaparans. Skaparinn fluttur Verslunin Skaparinn er flutt í Ingólfsstræti 8 en var áður við Laugaveg. í fréttatilkynningu segir að Skaparinn versli með „öðmvísi" fatnað frá Hollandi, New York og einnig íslenska hatta frá Rósa. Eigendur verslunarinnar em Jóhanna Jóhannsdóttir, Guðlaug Ingi- bergsdóttir og Jóhann Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.